Tíminn - 10.03.1978, Blaðsíða 8
8
Föstudagur 10. marz 1978
Búnaðarþing:
Könnun
veröi gerð
á f jölgun
hreindýra
Eftirfarandi ályktun var af-
greidd, á siöasta Búnaöarþingi:
Búnaðarþing beinir þvi til
menntamálaráöuneytisins, aö
það láti hið fyrsta gera itarlega
könnun á ástandi hreindýra-
stofnsins i landinu með tilliti til,
hvort um offjölgun sé aö ræða.
Kannað sé, hvort þrengsli i hög-
um séu orðin þess valdandi, að
dýrin rási burt af kjörlandi sinu á
Austfjarðaöræfum til annarra
landssvæða, þar sem gróður sé til
muna frábrugðinn og lifsskilyrði
þvi örðugri.
Þingið leggur áherzlu á, aö
dýrunum fjölgi ekki, meðan á
könnun stendur, og reynt sé frek-
ar en gert hefur verið að aflifa
gömul, særðog lasburða dýr, sem
ekki býður annað en uppdráttur
og eymdardauði.
Hreindýrin voru upphaflega
flutt inn til að auka fjölbreytni og
prýði islenzkra náttúrugæða. Þvi
má lita svo á, að þjóðin beri
ábyrgð á tilvist þeirra. Það verð-
ur þvl áð teljast lágmarkskrafa,
að fylgztsé jafnanaf kostgæfni og
árvekni með lifsskilyrðum þeirra
og afkomu og þess sé jafnan gætt,
að jafnvægi sé milli dýrastofnsins
og þess lands, er hann lifir á, svo
að hvorki komi til rýrnun á stofn-
inum né gróðureyðing á landi.
Þá er það sjálfsagt mannúðar-
mál, að reyntsé, svo sem framast
er unnt, að aflifa þau dýr að
haustinu, sem sýnilega lifa ekki
af harðan vetur.
Frá Búnaðar-
þingi
Á siðasta Búnaðarþingi var
eftirfarandi ályktun samþykkt:
Búnaðarþing átelur að lögum
um Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins skuli enn ekki hafa verið
breytt til samræmis við tillögur
nefndar þeirrar sem vann að
endurskoðun Stofnlánadeildar-
laganna og skilaði áliti til land-
búnaðarráðherra snemma á s.l.
ári.
Þingið telur að mál þetta þoli
enga bið og skorar á land-
búnaðarráðherra að hlutast til
um, að lögum um Stofnlánadeild
landbúnaðarins verði brey tt á Al-
þingi þvi er nú situr.
Jafnframt minnir þingið á sam-
þykkt Búnaðarþings 1977 um
þetta efni.
Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla
BIBLÍAN
OG
Sálmabókin
Fást í bókaverslunum og
hjá kristilegu félögunum.
HIÐ ÍSL.BIBLÍUFÉLAG
töuWbraitírötftofu
Hallgrimskirkja Reykjavík
sími 17805 opið 3-5 e.h.
Tilkynning
um aðstöðugjald í Reykjavík
Ákveðið er að innheimta i Reykjavik að-
stöðugjald á árinu 1978 samkvæmt heim-
ild i V. kafla laga nr. 8/1972 um tekju-
stofna sveitarfélaga og reglugerð nr.
81/1962 um aðstöðugjald, sbr. lög nr.
104/1973.
Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar
verður gjaldstigi eins og hér segir:
0.20% Rekstur fiskiskipa.
0.33% Rekstur flugvéla.
0.50% Matvöruversiun i smásölu. Kaffi, sykur og korn-
vara til manneidis i heildsöiu. Kjöt- og fiskiðnaður.
Endurtryggingar.
0.65% Rekstur farþega- og farmskipa.
1.00% Sérleyfisbifreiðir. Matsala. Landbúnaður. Vá-
tryggingar ót.a. Otgáfustarfsemi. tJtgáfa dagblaða
er þó undanþegin aðstöðugjaldi. Rakara- og hár-
greiðsiustofur. Versiun ot.a. Iðnaður ót.a.
1.30% Verslun með kvenhatta, sportvörur, hljóöfæri,
snyrti- og hreinlætisvörur. Lyfjaverslun. Kvik-
myndahús. Fjölritun. Skartgripa- og skrautmuna-
verslun. Tóbaks- og sælgætisverslun. Söluturnar.
Blómaverslun.Umboðsverslun. Minjagripaverslun.
Barir. Billjardstofur. Persónuleg þjónusta. Hvers
konar önnur gjaldskyld starfsemi ót.a.
Með skirskotun til framangreindra laga
og reglugerðar er ennfremur vakin
athygli á eftirfarandi:
1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til
tekju- og eignarskatt, en eru aðstöðu-
gjaldsskyldir, þurfa að senda skatt-
stjóra sérstakt framtal til aðstöðu-
gjalds, sbr. 14. gr. reglugerðar nr.
81/1962.
2. Þeir, sem framtalsskyldir eru i Reykja-
vik, en hafa með höndum aðstöðu-
gjaldsskylda starfsemi i öðrum sveitar-
félögum, þurfa að senda skattstjóran-
um i Reykjavik sundurliðun, er sýni,
hvað af útgjöldum þeirra er bundið
þeirri starfsemi sbr. ákvæði 8. gr.
reglugerðar nr. 81/1962.
3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan
Reykjavikur, en hafa með höndum að-
stöðugjaldsskylda starfsemi i Reykja-
vik, þurfa að skila til skattstjórans i þvi
umdæmi, þar sem þeir eru heimilisfast-
ir, yfirlitium útgjöld sin vegna starf-
seminnar i Reykjavik.
4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka,
þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri
en eins gjaldflokks samkvæmt ofan-
greindri gjaldskrá, þurfa að senda full-
nægjandi greinargerð um, hvað af út-
gjöldunum tilheyri hverjum einstökum
gjaldflokki, sbr. 7. gr. reglugerðar nr.
81/1962.
Framangreind gögn ber að senda til
skattstjóra fyrir 1. april n.k., að öðrum
kosti verður aðstöðugjaldið, svo og skipt-
ing i gjaldflokka, áætiuð eða aðilum gert
að greiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum
skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er.
Reykjavik, 8. marz 1978
Skattstjórinn i Reykjavik
Lífeyrissjóður
byggingarmanna
Lánsumsóknir þurfa að hafa borizt skrif-
stofu sjóðsins fyrir 20. marz n.k.
Stjórn Lifeyrissjóðs byggingarmanna.
I'BB
W Utboð
Tilboð óskast i ýmsar gerðir af pappir fyrir Prentstofu
Reykjavikur og Fræðsluskrifstofu Reykjavikur.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavik.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 18. apríl
1978, kl. 11,00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Aðalfundur
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
verður haldinn föstudaginn 17.marz kl. 20,
að Háaleitisbraut 13.
Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreyt-
ingar.
Stjórnin.
Laus staða
Staða sérfræðings við Tilraunastöð háskólans i meina-
fræði að Keidum er laus til umsóknar. Sérfræöingnum er
ætlað að annast rannsóknastörf á sviði fisksjúkdóma og
skyld verkefni.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknum skulu fylgja itariegar upplýsingar um rit-
smiðar og rannsóknir svo og námsferil og störf. Umsóknir
skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavik fyrir 28. mars n.k.
Menntamálaráðuneytið,
3. mars 1978.
Atvinna
Óskum eftir smiðum og verkamönnum í
byggingavinnu.
Getum einnig bætt við okkur nemum.
Byggingafélagið Borg
Borgarnesi, simi (93) 7482,
heimasimi (93) 7242.
Rannsóknarlögregla
ríkisins
Innanhúsfrágangur
Tilboð óskast i innanhússfrágang hússins
að Auðbrekku 61, Kópavogi. Verktaki skal
sjá um smiði timburveggja, hurða, fastra
innréttinga, gólfefnalögn, málningu inn-
anhúss og utan, raflögn og loftræstilögn.
Verkinu skal að fullu lokið 15. júli 1978.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn
15.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikud.
29. rnars. 1978. ki. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006