Tíminn - 10.03.1978, Page 13
Föstudagur 10. marz 1978
13
þess að fá ný andlit og nýtt
handbragð.
Þó skal rækilega tekið fram,
að verk þeirra eru ávallt
áhugaverð og standa yfirleitt
fyrir sinu.
Leikstjórn Brynju Benedikts-
dóttur er reyndar alveg prýði-
leg, og hún hefur að þvi er virð-
ist lagt frá sér hina riku þörf til
frumleika, eða myndmáls og
fylgir þess i stað nákvæmlega
hinum raunsæja texta. Við get-
um t.d. tekið undir það viðhorf,
aðhinn ritaði textiber bæði i sér
aðstæður „inni og úti”. og þvi
ekki nein ástæða til þess að
undirstrika aðstæður neitt frek-
ar en gert er. Venjulegt fólk,
venjulegt heimili, hentar bezt
hinum óvenjulegu heimilis-
ástæðum. Ef nokkuð skal að
finna, skorti nokkuð á að tillit
væri tekið til leikhúskjallarans
oghinnar sérstöku nálægðar við
áhorfendur, og þvi er leikurinn
nokkuð sterkur á köflum.
Þau Sigurveig Jónsdóttir og
Erlingur Gislason skila hinum
snjalla texta af hinni mestu
prýði. Sigurveig Jónsdöttir er
góður leikari, sem kann sitt fag.
Málhreimur hennar var þarna
ekki eins norðlenzkurog áðurog
staðfærði þvi verkið ekki neitt
sérstaklega i ákveðinn lands-
hluta.
Hún lagði áherzluna á hina
„venjulegu” húsmóður, en ekki
nútlmakonuna og er það réttur
skilningur að voru mati.
Erlingur Gislason var góður i
hlutverk eiginmannsins, en
áherzlur á textann orka
stundum tvímælis, menn æpa
ekki vel grundaðar setningar og
gullkorn, menn æpa yfirleitt
frekar rökleysur og kennisetn-
ingar. Þetta má hafa til athug-
unar framvegis.
Leikfélag Akureyrar er ekk-
ert útkjálkaleikhús, heldur
starfhæft atvinnuleikhús, sem
gefur ekkert eftir öðrum at-
vinnuleikhúsum þessa lands.
Það vekur þvi ekki neina furðu
að unnt skuli að leika svona vel
utan höfuðborgarinnar : svo
dræmar voru samgöngurnar
milli leikhúsanna ekki, þrátt
fyrir allt, og við vonum að þetta
verði upphafið að miklum
ferðalögum suður með leiki,
bæði frá Akureyri og sem viðast
af landinu.
Jónas Guðmundsson
við þó miklar upplýsingar um
þennan höfund, a.m.k. ekki i
skrám yfir heimsfræga menn.
Hvað um það. Alfa Beta er
skinandi vel skrifað verk, en
það segir frá örlögum tveggja
manna, manns og konu i mis-
heppnuðu hjónabandi, eða eig-
um við kannski að segja, að
hjónabandið sem stofnun sé
þarna til umræðu fyrst og
fremst, og þá einkum eignar-
réttarákvæði þess yfir hinum
andstæða parti, yfir manni eða
konu?
Whitehead ræðst að hjóna-
bandinu sem stofnun og sýnir
okkur það i nýju ljösi. Það er
ekkert nýtt að til séu vond
hjónabönd, eða hjónabönd sem
misheppnast, en þarna er lýst
nýrri hlið, sambúð sem aðeins
hefur ytra form, en engan
kjarna.
Tregða yfirvalda er mikil i
mörgum löndum, til þess að
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
LEIKFÉLAG AKUREYRAR
Gestaleikur
ALFA BETA
eftir
E.A. Whitehead
Þýðing:
Kristrún Eymundsdóttir
Leikmynd:
Þráinn Karlsson:
Leikstjóri:
Brynja Benediktsdóttir
Þótt ekki séu handbærar um
það skýrslur, þá virðist svo sem
nokkur ferðaþrá hafi brotizt út i
leikhúsum landsins.
Þessa dagana var Leikfélag
Akureyrar að frumsýna nýtt
leikrit norður i Hrisey, Þjóðleik-
húsið var að frumsýna norður á
Húsavik, Fröken Margrét er
vestur á Isafirði, og Leikfélag
Akureyrar sýnir Alfa Beta i
Þjóðleikhúsinu, og er þó ekki
nærri allt talið. Fyrri stefna að
skipta landinu i leiksvæði eftir
einhvers konar mjólkurlögum
leiklistarinnar, virðist úr sög-
unni i bili, og skulum við vona
aðekki sé aðeins verið að senda
rjóma suður i hallæri, heldur sé
þetta upphaf nýrrar markaðs-
stefnu i leiklist, sem sé þeirrar,
að atvinnuleikhúsin — og hin
reyndari lika, sinni meira
ferðalögum en verið hefur.
Það var sérlega áhugavert að
fá Leikfélag Akureyrar suður að
þessu sinni, þvi satt að segja
hafa leikhúsin hér verið of
bundin af vinsælum verkum,
sem erulengi á sviðinu i einu —
mánuðum saman, þvi aðsókn
hefur verið góð, en það veldur
þvi á hinn bóginn að verkefna-
skráin hlýtur óhjákvæmilega að
verða i skemmra lagi.
Norðlendingar hafa lengi
fengizt við leiklist, lengur en
flestir aðrir, og á Akureyri er
eina atvinnuleikhúsið utan
höfuðborgarinnar. Þetta hafa
leikhúsgestir i Reykjavik og á
Suðurlandi fengið að reyna,
bæði með heimsókn Leikfélags
Húsavikur i fyrra og svo kom
hingað lika ágæt sýning frá
Ólafsfirði, sem enn er i minn-
um.
Alfa Beta
Að þessu sinni kom Leikfélag
Akureyrar með Alfa Beta eftir
E.A. Whitehead, sem var fyrst
frumsýnt i Appollo leikhúsinu i
London árið 1972 og siðar sama
ár i Royal Court leikhúsinu, en
árið eftir hóf það göngu sina i
New York og mun nú sýnt, eða
hafa verið sýnt viða um heim.
Hefur E.A. Whitehead hlotið
nokkurn frama sem leikrita-
höfundur og hann hefur hlotið
ýms verðlaun, en ekki höfum
leiklist
Leikstjóri, leikarar og aðrir aðstandendur Alfa Beta á æfingu.
Gestaleikur að norðan
slita vondum hjónaböndum, og
sum riki veita ekki leyfi til lög-
skilnaðar.
A íslandi er þessu varið á
annanhátt, og þvi eru hinar lög-
fræðilegu aðstæður aðrar hér,
en gert er ráð fyrir i verki
Whiteheads. Þó er þvi haldið
fram, að flestir muni þekkja
sjáKan sig i verki Whiteheads, i
einhverjum atriðum a.m.k.
Lýsingar höfundar eru býsna
mergjaðar á köflum, og það er
rifist af andagift og mikilli
iþrótt. Margar snjallar setning-
ar erusagðar og likingamálið er
yfirleitt auðskilið.
Leikstjórn og
leikendur.
Það kann að valda nokkrum
vonbrigðum, að i suðurferð
Leikfélags Akureyrar, skuli fólk
úr leikhúsum hér fara með
vegamestu atriðin, þ.e. Brynja
Benediktsdóttir, sem er leik-
stjóriog Erlingur Gislason, sem
leikur annað aðalhlutverkið, en
i leiknum eru aðeins tvær sýni-
legar persónur, maður og kona,
— eða hjón. Konuna leikur
Sigurveig Jónsdóttir, sem er
þegar kunn leikkona viðs vegar
um land.
Þau Brynja og Erlingur hafa
starfað svo mikið I Reykjavik, að
maður hefði ef til vill kosið að fá
aðeins Norðlendinga suður til
Höfundurinn E.S. Whitehead.
Stjórn Leikfélags Akureyrar.
ALFA BETA
Kaffisala til styrktar kattagistiheimili
Kattavinafélag tslands heldur
aðalfund sunnudaginn 12. marz
n.k. kl. 13.30 i Vikingasal Hótel
Loftleiða.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kl. 15.00 hefst kaffisala með
kökum fyrir almenning, til
styrktar fyrirhuguðu gistiheimili
fyrir ketti.
Skemmtiatriði:
1. Einsöngur, Magnús Magnússon
tenór, nemandi Guðrúnar A. Sim-
onar.
2. Tvisöngur ÞuriðurPálsdóttir og
Guðrún A. Simonar syngja Katta-
dúettinn eftir Rossini.
3. Einsöngur, Oddur Guðmunds-
son,bassi,nemandi Guðrúnar Á.
Simonar.
4. Kvæðasöngur, Margrét Hjálm-
arsdóttir kveður rimur.
5. Tvisöngur Guðrún A. Simonar
og Oddur Guðmúndsson.
6. Hinn talandi siamskött.ur
„Mimi” kemur i heimsókn.
Undirleik annast Kolbrún Sæ-
mundsdóttir.
Fjölmennið og styrkið gott mál-
efni. •
Stjórnin.
Lifsins fegruð ljómar hér af litiu dýri, þú ert indælt ævintýri, útbúinn
með kló og stýri.
Minni þjáningar
og lækning
migraine
Samtök migrainesjúklinga
voru formlega stofnuð i febrúar
s.l. Um eitthutidrað manns gerð-
ust stofnfélagar.
Um tilgang þeirra og markmiö
segir i lögum samtakanna n.k.:
Að vinna að þvi að hin opinbera
heilbrigðisþjónusta taki upp
fyrirbyggjandi meöhöndlun á
sjúkdóminum migraine.
Að skipuleggja og hafa forystu
fyrir aðgerðum er leitt gætú til
stofnunar sérhæfðra göngudeilda
fyrir migrainesjúklinga.
Að stuðla að rannsóknum á
migraine i náinni samvinnu við
lækna og heilbrigðisyfirvöld.
Jafnframt að hafa frumkvæði að
upplýsingamiðlun og umræðu
varðandi orsakir og afleiðingar
migraine og möguleika á fyrir-
byggjandi meðhöndlun.
Félagið nær til alls landsins og
geta allir orðið félagsmenn sem
vilja vinna að markmiðum
þeirra þar með talin félög stofn-
anir og fyrirtæki. 1 ráði er að
samtökin gefi út fréttabréf til
fræðslu og upplýsinga um
migraine og starf samtakanna.
Fyrst i stað verður hægt að
setja sig i samband við samtökin i
sima 14777 eftir kl. 19.00 For-
maður þeirra er Einar Logi
Einarsson.