Tíminn - 10.03.1978, Page 17
Föstudagur 10. marz 1978
l { I l[ l| { \{ II
Framtíðarþróunin að
kjöt verði flutt út í
neytendapakkningum
— Sveinn Tryggvason um markaðsmál
í erindi, sem Sveinn Tryggva-
son, framkvæmdastjóri, flutti á
Búnaðaringi um markaðsmál
landbúnaðarins, kom fram
margskonar fróðleikur.
Sveinn segir m.a.: Verðlags-
málin eru leyst með samkomu-
lagi við fulltrúa nokkurra laun-
þegasamtaka Er sá samningur
hinn svokallaði verðlagsgrund-
völlur, þ.e. áætlun yfir tekjur og
gjöld af hugsuðu búi af hugsaðri
stærð. Megináherzla þeirraum-
r-ðna sem fram fara milli full-
trúa neytenda og framlei-
enda, er lögð á hækkun g lækkun
þessa tilbúna verðlagsgrund-
vallar. í ljós hefur komið að
miklum erfiðleikum.bundið að
mismuna i verðlagi einstakra
afurða eftir framboði og eftir-
spurn. Mjög sterk tilhneiging er
hjá Sex-manna-nefnd aö hækka
allar framleiðsluvörurnar jafnt,
án tillits til sögumöguleika.
Af þessu geta stafað erfiðleik-
ar i sölu sumra afurða. T.d. hef-
ur verði á kjöti af fullorðnu fé
verið haldið of háu i mörg ár
og hefur verðjöfnunarsjóður
orðið að greiða milljónir króna
árlega vegna óhjákvæmilegrar
lækkunar á þvi.
Svipaða sögu er einnig að
segja um verðlagningu á mjólk
og mjólkurvörum. Að visu var
tekinn upp mismunur á undan-
rennu og öðrum vörum s.l.
haust, og var þaö spor i rétta
átt, ai lengra þarf aö halda á
þeirri braut.
Þá hafa niðurgreiðslurnar
mikla þýðingu f þessum efn-
um. Þær eru oftast ákveðnar
eftir þörf stjórnvalda til að hafa
hemil á hinni svokölluðu kaup-
gjaldsvisitölu. Tekur þetta oft
skyndibreytingum og verður til
þessað verð hinna niðurgreiddu
vara rýkur annaö hvort með
skyndi upp eða botnfellur með
sama hraða. Þessu þarf að
breyta þannig að niðurgreiðslan
verði sem næst svipað hlutfall af
verði hverrar vöru frá einum
tima til annars.
Talsvert verður að
flytja úr landi.
Nú sem stendur lætur nærri
að 15 - 20% af mjólkurfram-
leiðslunni og 20 - 30% af sauð-
fjárafurðum séu umfram inn-
lenda þörf.
Reiknað er með að við þurfum
aðframleiða 2.700 lestiraf 45%
osti á þessu ári. Er það um 2.200
lestir umfram innlenda þörf.
Mest af þessum osti verður
væntanlega flutt Ut til
Bandarikjanna sem óðalsostur
en þar hefur fengizt hvað bezt
verð fyrir þessa tegund osta,
eða nú tæpur helmingur af inn-
lenda verðinu óniðurgreiddu.
Einnig er fluttur út Goudaostur
tíl U.S.A. og Sviþjóðar, en verð-
ið fyrir hann er aðeins 1/5 af
skráðu verði hérlendis.
Mjólkurframleiðslan
mismunandi.
Mikill ókostur við mjólkur-
framleiðslu landsmanna er hve
geysimikill munur er á inn-
lagðri mjólk frá vori til hausts.
A sumum svæðum er haust-
mjólkin aðeins 1/3 af meðal-
mjólkurmagni hvers mánaðar.
Geta mjólkursamlögin ekkert
gert við umfram-magnið að
sumrinu, annað en að búa til úr
þvi smjör og ostefni.
Þessi vinnslugrein dregur
niður útborgunarv erðið og hef-
ur Verðmiðlunarsjóður mjólk-
ursölusvæða orðið að greiða
milljónatugi sum árin til að
halda uppi þessari framleiðslu.
Kjötútflutningur
A síöustu árum hefur dilkakjöt
aðallega verið flutt út til
Noregs, Sviþjóðar, Færeyja og
Danmerkur. A sl. ári var flutt
langmest tíl Noregs eða 2.900
lestir af 4.772 lestum er fluttar
voru út það ár. Afgangurinn
skiptist nokkuð jafnt á hin lönd-
in.
Reynslan sem fengizt hefur af
þessum útflutningi, er aö sumu
leyti góð, kjötið þykir yfirleitt
góð vara. Þó má segja að Norð-
mönnum og Svium þyki kjötið
yfirleitt vera of feitt. 1 báðum
löndunum er fitan mæld á þrem
stöðum á hverjum skrokki með
sérstöku sporjárni. Sé fitulagið
meira en 10 mm á baki er kjötið
yfirleitt verðfellt og i hinum
svokölluðu stjörnuflokkum má
fitulagið ekki vera yfir 4mm.
Þessar kröfur samræmast vel
Sveinn Tryggvason
þeim kröfum sem um þetta eru i
hinni nýju kjötmatsreglugerð
hjá okkur.
Hins vegar mótast verð Norð-
manna og Svía til okkar af mikl-
um framleiðsluuppbótum i báð-
um þessum löndum. Laétur
nærri að bændur þar fái um 440
isl. kr. greiddar á hvert fram-
leitt kg. af dilkakjöti. Af þessu
leiðir að i Noregi fáum við tæp-
an helming af hinu islenzka
verði, en i hinum löndunum
milli 30 og 40%.
Ennþá er dilkakjöt nær alit
flutt út i heilum skrokkum.
Undantekningin er nokkur út-
flutningur á kjöti til U.S.A., þar
sem hinir ýmsu partar eru
pakkaðir sér. Fyrir það fæst
nokkuð hærra verð, en ekki
meira en nemur tilkostnaði við
pökkun þess og snyrtingu.
Rætthefur verið við kaupend-
ur i Skandinaviu, m.a. um óskir
þeirraum afgreiðslu ogafhend-
ingu á kjötinu. Þeir voru sam-
dóma um að pökkun i neytenda-
umbúðir hlyti að koma fyrr eða
siðar, en nokkur bið yrði þar til
hún yrði almenn.
Sölustarfið vandasamt
Þvi verður eKki neitaö að
framboð erlendis af þeim vór-
um sem við erum aflögufærir
af, er mjög mikið frá mörgum
framleiðslurikum löndum.
Þessi lönd selja vörurnar yfir-
leitt á „dump ing-verði” og við
það verðum viö að keppa.
Hin svokallaða markaðsnefnd
sem Búnaöarþing samþykkti að
koma á fót i fyrra, hefur siöan
haldið fundi vikulega. Nefndin
er ekki verzlunaraðili heldur
eingöngu ráðgefandi nefnd, sem
reynir að liðka til fyrir viðskipt-
um með islenzkar búvörur bæði
innanlands og utan.
Eftir að hafa fengið 5 millj.
kr. fjárveitingu til markaðs-
mála hefur utanrikisráðuneytið
nú hug á aö ráða sérstakan
verzlunarfulltrúa sem trúlega
starfaði við sendiráðið i Paris
og greiddi fyrir viðskiptum i
Mið- og Suður-Evrópu. Alitur
markaðsnefndin að talsverðar
framtiðarvonir séu um sölu
kjöts á hagstæðu verði I Frakk-
landi.
Viðraéður hafa farið fram við
yfirvöld hersins á Keflavikur-
flugvelli um sölu á kjötí. En
þangað er aöeins seld nýmjólk,
rjómi og súrmjólk þeir þekkja
vel kindakjötið okkar og það að
góðu einu. Hins vegar verða
þeir að fara eftir vilja heryfir
valda i heimalandi sinu um allt
er að innkaupum lýtur.
Sérréttir til útflutnings.
Eftir viðræður við marga aðila
bæði sölufólk og matreiðslufólk,
hefur markaðsnefndin fengið þá
hugmynd að æskilegt væri að
Utbúa einhvern sérrétt, liklega
helzt reykt kjöt úr frampörtum.
Sjóða mætti kjötið niður og selja
það likt og t.d. danska „ham-
inn”. Mætti þá selja lærin sér-
pökkuð frosin.
Það var þó samdóma álit
allra, að til að gera þetta mögu-
legt, yrði að breyta verðhlutföll-
um milli fram- og afturhluta
skrokkanna. Lærin yrðu aö
hækka en framparturinn að
lækka.
Ég hygg,að flestir séu sam-
mála um það, aö framtiðar-
þróun i útflutningsmálum dilka-
kjötsins og ef til vill annarra
kjöttegunda verði sú, aö fram-
leiöslulandið sendi frá sér pakk-
aða vöru að mestu. Trúlegt er
einnig aö sama þróun verði á
kröfum neytenda hér innan-
lands.
Skýrsla um
skipulag fram-
haldsskólastigs
fráBHM
A s.I. hausti gekkst Bandalag
háskólamanna fyrir ráðstefnu um
menntun á framhaldsskólastigi.
A þessari ráðstefnu var fjallaö
um skipulag framhaldsskóla-
stigs, yfirstjórn skólamála, und-
irbúning háskólanáms o.fl. Til-
efni ráðstefnunnar var m.a. hin
þýðingarmikla stefnumótun, sem
nú er framundan við skipulagn-
ingu náms á framhaldsskólastigi.
Nýlega kom út á vegum banda-
lagsins skýrsla með efni frá ráð-
stefnunni. Eru þar birt öll erindi
sem flutt voru á ráðstefnunni,
niðurstöður vinnuhópa og út-
dráttur úr umræðum.
Utgáfustarfsemi sem þessi er
orðinn fastur liður I starfsemi
bandalagsins, en siðustu árin hef-
ur bandalagið gefið út fjórar hlið-
stæðar skýrslur.
Skýrslan er til sölu i Bóksölu
stúdenta við Hringbraut. Þeir
þátttakendur á ráðstefnunni, sem
ekki hafa fengið skýrsluna, geta
vitjað hennar á skrifstofu BHM.
Atriði úr Týndu teskeiöinni.
Hver að verða síðastur
Týndu teskeiðina
Hið vinsæla leikrit Kjartans
Ragnarssonar, Týnda teskeiðin
hefur nú verið sýnt i Þjóðleikhús-
inu frá þvi i september i haust og
erusýningar farnaraö nálgast 40.
Næsta sýning á leikritinu
verður á sunnudagskvöld og eru
þá aðeins tvær sýningar eftir. 1
leikritinu er á gamansaman hátt
fjallað um tvöfalt siðgæði en leik-
ritið gerist i Reykjavik á okkar
dögum.
Leikstjóri sýningarinnar er
Briet Héðinsdóttir og leikmynd og
að sjá
búninga gerði Guðrún Svava
Svavarsdóttir. Með stærstu hlut-
verkin i Teskeiðinni fara: Sigrið-
ur Þorvaldsdóttir, Róbert Arn-
finnsson, Þóra Friðriksdóttir,
Gisli Alfreðsson og Guðrún Þ.
Stephensen.
17
Kennarar við MA:
Átelja harð-
lega fram-
komu ríkis-
stj órnarinnar
FI Timanum hefur borizt eftir-
farandi samþykkt frá Mennta-
skólanum á Akureyri, en sam-
þykktina undirrita 29 af 33 kenn-
urum við skólann:
Undirritaöir kennarar við
Menntaskólann á Akureyri átelja
harðlega þá framkomu rikis-
stjórnarinnar að ómerkja með
lögum kjarasamninga, sem hún
sjálf gerði fyrir aðeins ársfjórð-
ungi, svo og kjaradóma, sem
grundvallaðir hafa verið á þess-
um samningum.
Með þessari lagasetningu hefur
stjórnin glatað trausti okkar sem
viðsemjandi um kaup og kjör.
Valdimar Gunnarsson, Stefán
Þorláksson, Sigurður Bjarklind,
Ole Lindquist, Jóhann Sigurjóns-
son, Magnús H. Ólafsson, Magnús
Kristinsson, Ragnheiður Gests-
dóttir, Böðvar Guðmundsson,
Sverrir Páll Erlendsson, As-
mundur Jónsson, Jón Hafsteinn
Jónsson, Tómas Ingi Olrich, Þór-
ir Haraldsson, Gunnar Fri-
mannsson, Hilmar Bragason,
Ragnar Þ. Ragnarsson, Anna
Ingólfsdóttir, Stefania Arnórs-
dóttir, Snæbjörn Friðriksson,
Rafn Kjartansson, Sigriður P.
Erlingsdóttir, Bárður Halldórs-
son, Jón A. Jónsson, Ólafur Rafn
Jónsson, Tryggvi Gislason,
Bryndis Þorvaldsdóttir, Vil-
hjálmur Ingi Arnason, Sigriður
Sveinbjörnsdóttir.
Almennur
fræðslufundur
um fæðingar-
hjálp og:
sálarlíf barna
FI — Ljósmæðrafélag islands
gengst fyrii almennum fræöslu-
fundi 12. n arz 1978 í Domus
Medica kl. 15:30. Umræðuefni
fundarins verður fæðingarhjálp
og sálarlíf barna. Framsögu-
menn verða Hulda Jensdóttir,
forstöðukona á Fæðingarheimili
Reykjavikur, og Halldór Hansen,
yfirlæknir Barnadeildar Heilsu-
verndarstöövar Reykjavikur. Er-
indi sitt nefnir Hulda „Þegar
mannsbarn fæðist”. Einnig mun
hún sýna litskuggamyndir frá ný-
afstöðnu alþjóðaþingi lækna og
ljósmæöra I Róm og segja frá
kenningum franska læknisins Dr.
Frederic Leboyer. Erindi yfir-
læknisins, Halldórs Hansen, ber
heitið „Sálarþroski barna”.
1 upphafi fundar syngja þrjár
stúlkur úr Garðabæ undir stjórn
Guðfinnu Dóru ólafsdóttur söng-
kennara.
Fundurinn er almennur
fræðslufundur jafnt fyrir konur
og karla.
Ljósmæður og ljósmæðranem-
ar sjá um veitingar.
Giktarfélagið
vinnur að
tækj akaupum
Giktarfélagið vinnur nú að
tækjakaupum til rannsóknarstofu
i ónæmisfræði, en félagið ætlar aö
gefa þessi tæki til stofnunarinnar.
Aðalfundur félagsins var hald-
inn nýlega og var mjög vel sóttur.
Starfsemi félagsins var lifleg á
s.l. ári, m.a. vegna alþjóðlegs
giktarárs, sem var 1977. I þvi til-
efni voru haldnir nokkrir fræöslu-
fundir, þar sem kynnt voru mál-
efni giktsjúkra.
Formaður félagsins er Guöjón
Hólm, lögfræðingur.
I
Auglýsingadeild Tímans