Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2006, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 15.08.2006, Qupperneq 42
 15. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR30 menning@frettabladid.is ! Sýnt í Landnámssetri í Borgarnesi Sýningar í ágúst og september Laugardagur 19. ágúst kl. 20 uppselt Sunnudagur 20. ágúst kl. 15 örfá sæti laus Sunnudagru 20. ágúst kl. 20 örfá sæti laus Föstudagur 25. ágúst kl. 20 örfá sæti laus Laugardagur 26. ágúst kl. 15 uppselt Laugardagur 26. ágúst kl. 20 uppselt Laugardagur 2. sept kl. 20 Sunnudagur 3. sept kl. 15 Sunnudagur 3. sept kl. 20 KVÖLDVERÐARTILBOÐ Tvíréttaður matur og leikhúsmiði 4300 - 4800 Pantið miða tímanlega í síma 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag. > Ekki missa af... fyrstu einkasýningu Hel- enu Hansdóttur, „Éta“, í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Þar má sjá vídeógjörning, innsetningu og ljósmyndir, alla daga milli klukkan tíu og átján. Fullkomnu brúðkaupi Leikfélags Akureyrar sem sýnt er í Austurbæ. Allra síðustu sýningar eru á þessu sívinsæla leikriti nú í ágúst. yfirlitssýningu um Louisu Matthíasdóttur sem stend- ur yfir í Listasafni Akureyr- ar. Sýningin stendur fram til 20. ágúst svo ekki er mikill tími til stefnu. Tónar fortíðarinnar fá að hljóma í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld. Barokk- hópurinn Teneritas flytur þá verk eftir sautjándu- og átjándu aldar tónskáld en hópinn skipa þau Hanna Loftsdóttir á gömbu, Ólöf Sigursveinsdóttir sem leikur á barokkselló og Fredrik Bock lútuleikari. Flutt verða verk eftir tón- skáldin Alexis Magito, Fran- çois Couperin, Marin Marais, Gaspar Sanz og Johann Sebald Triemer. „Þetta er allt barokktónlist og eru tónskáldin frá fjórum löndum, einn ítalskur, annar þýskur, tvö frönsk tónskáld og einn spænskur,“ segir Hanna Loftsdóttir gömbuleikari og bætir við að efnisskráin hafi því yfir sér nokkuð alþjóðlegan brag. Löndin hafa sín sérkenni og eru frönsk tónskáld á efnisskránni til að endurspegla vinsældir gömbunnar þar í landi á barokktímanum, á meðan barokksellóið var vin- sælla á Ítalíu sem einnig hefur sinn fulltrúa á tónleikunum í kvöld. „Spænska verkið er svo einleiksverk fyrir barokkgítar enda var gítarinn mjög vinsæll á Spáni,“ segir Hanna. Gamba og barrokkselló eru hljóðfæri sem sem njóta sívaxandi athygli hér á landi en Hanna segir að fyrir um tíu árum hafði gamba varla sést á Íslandi. „Lútuleikarinn mun líklega bæði leika á barokkgítar og erkilútu sem eru einnig hljóðfæri sem sjást ekki svo mikið,“ bætir Hanna við. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og er aðgangseyrir 1.500 krónur. Alþjóðlegir barokktónleikar LEIKIÐ Á BAROKKSELLÓ OG GÖMBU Barokk- hópinn Teneritas skipa þær Ólöf Sigursveins- dóttir, Hanna Loftsdóttir og Fredrik Bock lútuleikari. Kl. 20 Tékkneski tónlistarhópurinn Musica ad Gaudium, ásamt óbóleikaranum Eydísi Franz- dóttur, heldur tónleika í Reyk- holtskirkju í Borgarfirði. Íslenskur áhugaljósmyndari nýtur gríðarlegra vinsælda á internetsamfélaginu Flickr.com og vinnur að samningi við bílaframleið- andann Toyota. Rebekka Guðleifsdóttir er að mestu leyti sjálflærður ljósmyndari og búin að klára eitt ár í myndlistar- deild Listaháskóla Íslands. Hún tekur myndir af sínu nánasta umhverfi, fjölskyldu sinni og íslenskri náttúru, sem hún deilir svo með Flickr-netsamfélaginu. Myndir hennar hafa vakið mikla athygli á netinu, og lengra, því erlendir fjölmiðlar ásamt stórfyrir- tækinu Toyota eru áhugasamir um þennan unga íslenska ljósmyndara. „Þetta hefur allt komið til í gegn um Flickr því ég hef ekkert sér- staklega verið að reyna að koma mér á framfæri,“ segir Rebekka. Fyrir ári síðan birtust eftir hana myndir í bandarískri bók og þá var hún mjög hissa að einhverjir skyldu hafa áhuga á að nota myndir eftir hana. Erlendir fjölmiðlar fóru að sýna Rebekku áhuga fyrir nokkru og birtist meðal annars umfjöllun um hana í þýska blaðinu Der Spiegel og minnst á hana í Sunday Times. „Ég vissi ekkert af þessu tvennu fyrirfram, en eftir það hafði sam- band við mig blaðamaður frá The Wall Street Journal og svo bara núna um helgina hringdi The Observer og tók ítarlegt viðtal við mig.“ Flickr-samfélagið er að sögn Rebekku ekki óskylt MySpace- netsamfélaginu, en þar koma saman fjórar milljónir ljósmyndara og deila myndum og hugmyndum. „Flickr virkar líka svipað og MySpace að því leyti að þú bætir fólki við á kontakt-lista byggir upp hóp af fólki sem fylgist með þér. Þú fylgist með þeim líka og finnur aðra kontakta í gegn um þá. Fólk er að setja inn ljósmyndir og umræð- an er um ljósmyndun, þar sem allt frá áhugafólki til atvinnuljósmynd- ara taka þátt,“ segir Rebekka. Erlendu fjölmiðlarnir hafa ekki sparað stóru orðin um Rebekku og kallaði The Wall Street Journal hana meðal „Web’s Top Photograp- her“ og setti hana á topp tuttugu lista yfir þá sem vert væri að líta eftir á netinu. Flickr-síða Rebekku sýnir líka glöggt hversu mikilla vinsælda hún nýtur því tugir manna hafa lýst skoðunum sínum á hverri einustu mynd sem hún hefur sett á síðuna. Á nýlegum opinberum lista segist Rebekka líka hafa séð að hennar síða væri vinsælasta Flickr- síða allra tíma. „Þetta kom mér svo- lítið á óvart enda áttaði ég mig ekki á því hvað þetta væri orðið stórt. Þetta er svo rosalegur fjöldi fólks og mikið af myndum þarna inni. Maður er bara svo mikill Íslend- ingur, jarðbundinn og hógvær, að manni finnst þetta eiginlega bara fyndið,“ segir hún. Í viðtali The Guardian við Rebekku kemur fram að hún sé búin að landa samningi við bíla- framleiðandann Toyota. „Ég get ekki rætt nein smáatriði um þetta enda er allt bara í vinnslu,“ segir Rebekka um samninginn. Hún við- urkennir þó að eitthvað sé í start- holunum og segir að von sé á frek- ari fréttum innan skamms. Aðspurð um hvað annað sé á döf- inni hjá henni segist hún vera að vinna að sölu á myndunum sínum á netinu. „Það hefur verið mikil eftir- spurn eftir að kaupa myndirnar mínar erlendis frá svo ég fór að íhuga verslun á netinu. Töluverð vinna fylgir að setja það upp svo það gerist bara þegar ég hef tíma til þess og ég fæ einhvern með mér í vinnuna,“ segir Rebekka. Áhugasamir geta litið á myndir Rebekku á síðunni www.flickr. com/photos/rebba. annat@frettabladid.is Besti ljósmyndari netsins REBEKKA GUÐLEIFSDÓTTIR Vinsældir ljósmyndarans Rebekku Guðleifsdóttur eiga rætur sínar að rekja til netsamfélagsins Flickr.com þar sem síða Rebekku er sú vinsælasta allra tíma. MYNDIR/REBEKKA GUÐLEIFSDÓTTIR LETTING GO... Rebekka tekur helst myndir úr sínu nánasta umhverfi og er eldri sonur henn- ar myndefnið á þessari mynd. Aðsóknarmesta sýning síðasta leikárs! Drepfyndinn gamanleikur í Reykjavík! Miðasala er þegar hafin! Miðasala í síma 551 4700 // opið 13:00-17:00 // www.midi.is //Austurbæjarbíó – Snorrabraut 37 Næstu sýningar: Föstudaginn 18. ágúst kl. 20:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 19:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 22:00 Á ÞAKINU 17. ágúst - kl.20:00 - Uppselt 18. ágúst - kl.20:00 - Örfá sæti 24. ágúst - kl.20:00 - Örfá sæti 25. ágúst - kl.20:00 - laus sæti 31. ágúst - kl.20:00 - laus sæti 01. sept - kl.20:00 - laus sæti Sýningartími er kl 21:00 Leikrit byggt á óborganlegri sögu tímaritins Íslensk fyndni verður frumsýnt á sviðslistahátíðinni Art- Fart í kvöld kl. 22. Verkið heitir „Íslensk fyndni lol djók“ en þar segir af dæmalausri upprisu Gunnars Sigurðssonar frá Sela- læk og leitinni að hini sönnu íslensku fyndni. Árni Kristjánsson, höfundur og leikstjóri verksins, heillaðist af skrifum Gunnars, útgefanda tíma- ritsins sem þekktast er fyrir að vera næsta ófyndið, en þessi húmoríski bóndi og lögmaður lagði sitthvað á sig við að staðfesta þá trú Íslendinga að þeir gætu verið alveg jafn sniðugir og aðrir. „Hann hangir endalaust í því að gefa út þessi rit,“ segir Árni og útskýrir að á árunum 1933-62 hafi Gunnar staðið í hálfgerðri krossferð með útgáfu sinni sem þó var misheppn- uð því fáir skildu grínið enda varð höfundurinn að ritskoða brandar- ana og mátti ekki láta uppi nöfn þeirra sem skensið snerist um. Við sögu leikritins koma þjóð- þekktir aðilar eins og utanríkis- ráðherra og sjálfur almáttugur guð enda er íslenskt grín graf- alvarlegt mál. - khh Ekkert skens ÍSLENSK FYNDNI ER GRAFALVARLEGT MÁL Leikhópinn B8 skipa Elísabet Eyþórsdóttir, Árni Kristjánsson, Erlingur Einarsson og Benedikt Karl Gröndal. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.