Tíminn - 08.04.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.04.1978, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 8. aprfl 1978 Þingsályktunartillaga: Könnun á atvinnu- og félagsmáhim á Þórshöfn Fram er komin á Alþingi þings- ályktunartiliaga um könnun á at- vinnu- og félagsmálum á Þórs- liöfn. Flutningsmenn tillögunnar eru Ingvar Gislason (F), Jón G. Sólnes (S), Stefán Jónsson (Abl), Stefán Valgeirsson (F), Lárus Jónsson (S) og Ingi Tryggvason (F). Tillögugrcinin hljóðar þannig: „Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni aö láta nú þegar kanna ástand og liorfur i atvinnu- og félagsmálum Þórshafnar i Norður-Þmgeyjarsýslu. Athuga skal, hvaða ráðstafanir sé nauð- synlegt að gera til þess aö tryggja þar eðlilega byggðaþróun. Sér- staklega skulu kannaðir mögu- leikar þess að koma upp loðnu- vinnslu á Þórshöfn, t.d. með þvi að Sildarverksmiðjur rikisins kaupi sildarbræðsluna á staðnum' og breyti henni i loðnuverk- smiðju. 1 greinargerð með frumvarpinu er fyrst gerð grein fyrir vanda Þórshafnarhreps i atvinnu- og fjármálum og hvað hingað til hafi verið aðhafzt lil lausnar þessum vanda. Fram kemur að fyrir samstillt átak sveitarstjóra Þórs- hafnar, forráðamanna Utgerðar- félagsins, alþingismanna og rikisstjórnarinnar, að ógleymd- um hlut forstjóra og starfsmanna Framkvæmdastofnunar rikisins, sésvo komið að togarinn Fontur ÞH 255 hafi hlotið þá viðgerð og endurnyjun, sem vænta verður að dugi til þess að rekstur skipsins geti gengið eðlilega. Að þessu leyti hafi verið ráðið fram úr brýnum vandamálum atvinnu- lifsins á Þórshöfn. Framtíðarvandi Siðan segir i greinargerð: „Hins vegar er enn margt ótryggt hvað varðar framtiðaraf- komu byggðarlagsins. Atvinnu-, fjárhags- og félagslif staðarins skortir enn nægilega festu og öryggi. Það er því nauðsynlegt að hugsatil óleystra framtiðarverk- efna i þágu Þórshafnarhrepps. Þingmenn kjördæmisins, flutn- ingsmenn þessarar tillögu, vilja gera sitt til þess að vekja sér- staka athygli á framtiðarvanda- málum staðarins, og þvi er þessi tillaga flutt. I tillögunni segir, að athuga skuli hvaða ráðstafanir sé nauðsynlegt að gera til þess að „tryggja eðlilega byggðaþróun” á Þórshöfn. Ef ibúafjölgun er not- uðsem kvarði á byggðaþróun, þá kemur i ljós, að Þórshafnar- hreppur er nálega eini þéttbýlis- staðurinn i Norðurlandskjördæmi eystra, þar sem ekki var um fólksfjölgun að ræða á siðasta ári. Sú staðreynd er út af fyrir sig al- varlegt umhugsunarefni og bendir eindregið til þess að veru- legra aðgerða sé þörf i þágu byggðarlagsins á ýmsum sviðum atvinnu- og félagslifs”. Loönuvinnsla „1 tillögunni er bent á, að sér- staklega sé ástæða til að kanna möguleika á þvi að koma upp loðnuvinnslu á Þórshöfn. Mundi slik atvinnustarfsemi fyrst og fremst auka fjölbreytni atvinnu- lifsins, en einnig yrði hún bein fjárhagsleg lyftistöng fyrir stað- inn, m.a. með tilliti til þess, að þá værifarið að nýta á eðlilegan hátt Ingvar Gislason atvinnutæki, sem hingað til hefur staðið ónotað nema i minni háttar tilgangi. Á Þórshöfn er sildarverk- smiðja, sem byggð var í lok sildaráranna, og henni má breyta i loðnubræðslu með nokkrum til- kostnaði. Verksmiðjan er að visu ófullkomin eins og er, en eigi að siður mjög mikils virði, oghún er eign heimamanna og gæti sem slik staðið undir verulegum hluta af þeim skuldum, sem atvinnu- fyrirtæki Þórshafnar hafa orðið að taka á sig vegna útgerðar- erfiðleika siðustu missera. t til- lögugreininni er minnzt á þann Stefán Valgeirsson möguleika, að Sildarverksmiðjur rikisins kaupi sildarbræðsluna á Þórshöfn og breyti i loðnu- bræðslu. Fyrir liggur að eigendur sildarbræðslunnar eru fúsir til þess að selja SR þessa eign sina, og hefur það mál lengi verið til umræðu. Hins vegar hefur stjórn SR ekki fallizt á að kaupa verk- smiðjuna, þrátt fyrir eindregin tilmæli og yfirlýstan vilja sjávar- útvegsráðherra þar að lútandi fyrir hönd rikisstjórnarinnar. Al- þingismenn kjördæmisins hafa einnig beitt áhrifum sinum á stjórn SR um slik kaup og staðið Framhald á bls. 19. Ingi Tryggvason Ólafur Jóhannesson: Greiðsla stöðumælasekta skilyrði fyrir skoðun og umskráningu bifreiða Á fundi neðri deildar Alþingis s.l. finuntudag mælti Ólafur Jó- bannesson dómsmálaráðherra fyrir frumvarpi til laga um sér- staka meðferð mála vegna rangr- ar notkunar stöðureita fyrir öku- tæki o.fl. Sagði ólafur I stuttri framsöguræðu, aö frumvarp þetta væri samið af réttarfars- nefnd að ósk dómsmálaráðherra. Það væri meöal annars fallið til aöhraða meðferð dómsmála. Um þetta atriði segir nánar i greinar- gcrð: „Eins og kunnugt er hefur ýmislegt verið gert að undan- förnu til þess að bæta meðferð dómsmála. Má nefna reglurnar um áskorunarmál frá 1968, lög um rannsóknarlögreglu ríkisins frá 1976 og breytingar á meðferð opinberra mála frá 1973, 1974 og 1976. Þá hefur verið lagt fram frumvarp til lögréttulaga Myndi það frumvarp og fylgifrumvörp þess, ef lögfest yrðu, snerta öll 3 ofangreind atriði. Til að minnka álag á dómstóla koma einkum tvö úrræði til greina: a) aukinn mannafli og bætt starfsaðstaða og b) fækkun verkefna eða einföldun á þeim. Frumvarp það, sem hér er lagt fram, beinist fyrst og fremst að hinu siðara. Hin mikla fjölgun ökumanna og ökutækja á undanförnum áratug- um hefur margfaldað fjölda opin- berra mála svo sem alkunna er. Ýmislegt hefur verið gert til þess að létta einhverju af þessum mikla málafjölda af dómstólum, alþingi svo sem með ákvæðum um lög- reglusektir og lögregiustjóra- sektir. Þó eru mál þessi ennþá opinber mál, sem taka afar mikið af starfsti'ma lögregluyfirvalda og þeirra, sem fara með saka- dómsmál. Einn er sá flokkur þessara mála, sem tæplega verð- ur talinn eiga að varða refsingu, en það eru svokölluð stööumæla- Ólafur Jóhannesson brot og önnur brot á stöðureglum ökutækja. Þessi mál taka hins vegar svo mikið af starfstima lögregluyfirvalda ogsakadómara (dómarafulltrúa), að til mikils væri að vinna, ef unnt væri að létta þeim störfum af þessum starfemönnum til þess að þeir gætu betur sinnt öðrum málum.” Lögtaksréttur og lögveð i ökutæki „Til þess að reyna að fyrir- byggja það, að frumvarp þetta, ef lögfest verður, yrði til þess að flytja vandann frá einum dóm- stóli (sakadómi) til annars (fógetaréttar eða uppboðsréttar), er farin sú leið að láta gjöld þau, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, njóta bæði lögtaksréttar og lög- veðs i' ökutæki, en auk þess bætt við heimild til þess að skrá öll slik gjöld um leið og þau eru á lögð, á sérstaka skrá, tengda ökutækja- skrá. Skrá þessi yrði siöan nokuð af innheimtumanni til þess að innheimta öll slik álögð gjöld ár- lega með öðrum gjöldum af öku- tækjum, og fengist ekki skoðun eða umskráning végna eigenda- skipta eða flutnings, nema gjöldin væru greidd. Má búast Við, að þessi aðferð yrði notuð i flestum tilvikum, og yrði innheimtan mjög einföld og kostnaðarlitil og gerði litlar kröfur til mannafla. Lögtaksheimildinni yrði aðallega beitt, þar sem vörnum væri hald- ið uppi, til þess að ökumaður eða eigandi ökutækis fengi tækifæri til þess að láta dómstól skera úr um réttmæti álagningar gjalds þessa. Er lögð skylda á lögreglustjóra að leita til fógetaréttar um lögtak, ef álagningu gjalds er mótmælt. Þá segir i greinargerð að með þeim innheimtureglum, sem frumvarpið geri ráð fyrir, megi fullvíst telja að meðferð þessara Tveir kvöldfundir voru haldnir i neðri deild Alþingis i þessari viku og allnokikur hreyfing á mörgum málum. A fundum neðri deildar á miðvikudag fóru þrjú frum- vörp um lifeyrissjóði með leyfðum afbrigðum i gegnum tvær umræður og voru sam- Mikil hreyfing á dómsmálum á Alþingi Mikil hreyfing hefur verið á dómsmálum á fundum Alþingis i þessari viku og allt útlit fyrir aö a.m.k. fjögur stjórnarfrumvörp úr dómsmálaráðuneytinu veröi aö lögum á þessu vori. Þessi mál eru frumvarp til gjaldþrotalaga, áskorunarmál, ættleiöingarlög og áfengislög. Frumvarp til gjaldþrotalaga var I þessari viku samþykkt viö þriöju umræöu I neöri deild og sent efri deild, þar sem þaö er þegar komiö til nefndar og samþykkt til annarrar umræöu. Frumvarp til breyt- ingar á lögum um áskorunarmál var afgreitt I vikunni frá efri deild og komiö til nefndar og annarrar umræðu í neöri deild. Frumvarp til breytinga á áfengislögum var einnig f vikunni samþykkt f efri deild við þriöju umræöu og er komiö til annarrar umræöu og nefndar I neöri deild. Þá er frumvarp til ættleiö- inga komiö til annarrar umræöu og nefndar i efrideild, en hefur verið samþykkt i neðri deild. mála gæti orðið svo einföld, að miklir starfskraftar losni til þýðingarmeiri starfa, bæði hjá lögreglu og dómstólum, einkum hjá þeim siðarnefndu. I framsöguræðu gerði dóms- málaráðherra, Ólafur Jóhannes- son, grein fyrir þvi að tæknilegar breytingartillögur hefðu borizt frá Umferðarráði. Rétt hefði þó þótt að leggja frumvarpið fram nú, a.m.k. til kynningar og senda þingnefnd er það fengi til um- fjöllunar athugasemdir er borizt hefðu frá Umferðarráði. þykkt við þriðju umræðu og send efri deild þingsins. Umræddir lifeyrissjóðir eru starfsmanna rikisins, barna- kennara og hjúkrunarkvenna. Frumvörpin fela í sér þá breytingu að lifeyrissjóðirnir geti lánað til húsbygginga án fyrsta veðréttar i öllum tilvik- um. A sömu fundum fóru til tveggja umræðna og af- greiðslu deildarinnar frum- vörp um verðlagsráð sjávar- útvegsins og fiskimálasjóð. A fundi neðri deildar Al- þingis á fimmtudag var mælt fyrir sex stjórnarfrumvörp- um, þar af þremur er sam- þykkt hafa verið af efri deild. Þá var auk þess veitt afbrigði til að taka til annarrar um- ræðu frumvörp um kvik- myndasafn tslands og kvik- myndasjóð og hins vegar um umferðalög. t báðum tilvikum mæltu nefndir með samþykkt frumvarpanna en Páll Péturs- son og Svava Jakobsdóttir þó með fyrirvara varðandi frum- varp til breytinga á umferða- lögum. Það frumvarp felur m.a. i sér að heimilt sé dóms- málaráðherra að veita undan- þágu frá almennu hraða- hámarki umferðalaga þegar um er að ræða aksturskeppni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.