Tíminn - 08.04.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.04.1978, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 8. apríl 1978 Oft berast fréttir hingað til lands af hryðjuverkum hér og þar i heiminum. Flugrán eru óhugnanlega algeng og fjöl- margir eru myrtir af hryðju- verkamönnum ár hvert. Margir velta því fyrir sér hver sé ástæðan fyrir þessum hryðju- verkum og hvaða ráðum eigi helzt að beita gegn hryðju- verkamönnurn. Um þetta eruþó mjög skiptar skoðanir. Sumir telja að gegn þessum mönnum eigi að beita mjög hörðum að- gerðum. Aðrir telja, að ef að- gerðir stjórnvalda séu það rót- tækar að þær skerði almenn mannréttindi, geti slikt leitt til enn öfgafyllri aðgerða af hálfu hryðjuverkamanna og þeir eigi auðveldara með að fá Qeiri til liðs við sig. Nýlega hélt EFLRY (samtök ungs fólks i' frjálslyndum og rót- tækum flokkum i Evrópu) ráð- stefnu um þessi mál. Undir- rituðum var boðið að sitja þessa ráðstefnu, en hana sótti ungt fólk frá flestum londum Evrópu. Hér á eftir verður gerð stutt grein fyrir því, sem kom fram i máli nokkurra fulltrúa á ráð- stefnunni og einnig birt viðtal við Vesa Turtianen frá Finn- landi um, hvað helzt sé á döfinni hjá EFLRY, en Vesa er einn af varaforsetum þeirra samtaka. Fulitrúi radikala á Spáni sagði m.a., að hryðjuverka- starfsemi hafi alltaf átt sér stað á Spáni, en sú tegund hryðju- verkastarfsemi, er algengust sé i dag, hafi sérstök einkenni sem geri hana að nýju fyrir- brigði. Nú á timum virðast hægri og vinstri hópar hryðju- verkamanna hafa tengzt á skipulegan hátt og hafa það að meginmarkmiði að eyðileggja núverandi stjornskipun i þvi skyni að koma á skipan sem byggð er á fasisma eða kommúnisma. Astæðan fyrir þessari miklu aukningu hryðjuverkastarfsemi nú á timum er aðallega sú, að þeir hópar, sem beita slikum vinnubrögðum, hafa oröið utan- veltu við þingræðislegt lýð- ræðisskipulag, og eina leiðin sem þeir hafa til þess að ná stjórnaraðstöðu er að eyði- leggja þingræöiskerfið. A Spáni verður að gera greinarmuná ástandinu eins og það var meðan þar rikti einræði og hvernig þaö er siðan þing- ræði komst á. Meðan á valda- tima Francos stóð voru öll grundvallarmannréttindi fótum troðin og þvi ekki furða, þó að þeir sem börðust á móti fas- ismanum, gripu til róttækra að- gerða og þá oft hryöjuverka. Eftir kosningarnar, sem fóru fram eftir dauða Francos varð sósialistaflokkurinn stærstur, og eftir það breyttist ástandið á Spáni mjög mikiö. Okkar skoö- un er sú, að fullkomið lýöræði hafi enn ekki komizt á, en viö teljum að á allra siöustu timum hafi mikið jákvætt starf veriö unnið i þvi skyni að auka frjáls- ræði i landinu. Af þvi leiðir að við teljum aö hryðjuverkastarf- semi núna hafi þann eina til- gang að grafa undan lýðræðinu og skapa jarðveg fyrir herstjórn á nýjan leik. Staðreynderað bæði hægri og vinstri sinnaðir hryðjuverka- menn beina spjótum sinum fvrst og fremst að hernum, en ekki hvorir að öðrum. Báðir vilja ögra hernum til að taka völdin i si'nar hendur og koll- varpa þingræðinu. Fulitrúi tra á ráöstefnunni fjallaði mjög ýtarlega um ástandið i sinu heimalandi. Hann gat þess aö núverandi hryðjuverka og blóðsúthellinga- alda hefði byrjáð Í969, en þaí) ár hefði endanlega soöið upp úr meðal kaþólikka vegna þess að mótmælendur hefðu hafnað öll- um óskum þeirra um hlutdeild i stjórnun bæjarfélaga og i stjórn landsins. Hann rakti ýtarlega þróun mála frá 1969, sem flestum er enn i fersku minni. Hann sagði að árið 1972 hefði sinn flokkur (Trinity Fine Gael) gefið svo- hljóðandi yfirlýsingu um irska lýðveldisherinn. — Þessir menn neita að hlýða þeim lögum sem gilda i landi okkar, virða engar reglur nema þær, sem þeir setja sjálfir, hafna rétti fólksins til að ákveða hverjir skuli stjórna og hver stefnan skuli vera. Þeir stefna að þvi aö grafa undan stofnunum rikisins og myndu stjórna i krafti einræðis á rúst- um lýðræðisins, sem þeir eru tilbúnir að koma fyrir kattarnef með hjálp ógnunar og ofbeldis. Við höfnum þessum aðferðum, þvi þetta er ekki lýðræðisleg leið til þess að ná stjórninni i sinar hendur. Þessir menn, eins og allir aörir hópar i þjóðfélaginu, eru háðir lögum þegar þeir setja fram skoðanir sinar. Þeir hafa ekki leyfi til þess að þröngva Umsjónarmenn: Magnús Ólafsson Ómar Kristjánsson _____________________________*___ Dr. Theodor Ebert prófessor við háskólann I Vestur-Berlln flytur hér fyrirlestur um hryðjuverka starfsemi I Vestur-Berlin. Viö hlið hans situr ritari ráðstefnunnar. Næst henni situr Volkmar Kallen- bach frá Vestur-Þýzkalandi, formaður EFLRY og Pierre Houtmans frá Belgfu, einn af varafor- mönnum EFLRY. Hann sagði i upphafi að þetta værifyrsta ráðstefna EFLRY á þessu ári en ekki sú siðasta, þvi ákveðin hefur verið mjög stif ráðstefnudagskráfyrirþetta ár. Þessar ráðstefnur munu fjalla um hin margbreytilegustu mál- efniogverða haldnar viðs vegar um Evrópu. Sá atburður, sem ég hlakka mest til sem Finni, er áö á komandi sumri mun EFLRY gangast fyrir sumar- skóla iFinnlandi. Við gerum ráð fyrir þvi að 150 þátttakendur komi til Finnlands frá 23 lönd- um og taki þátt i þessum skóla. Vonumst við til þess að sjá nokkra Islendinga þar einnig. Hvað varðarráðstefnunahér i Berlin um hryðjuverk i nútima- þjóðfélagi, er ég mjög ánægður með þær umræður. sem hér hafa átt sér stað. Ég tel mjög mikilvægt að stjórnmálahreyf- ing ungs fólks taki til umfjöllun- ar jafn alvarlegt málefni sem hryðjuverk eru, málefni sem snertir fjölda fólks i þeim lönd- um, sem við komum frá. Ég tel mjög mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir vandamálinu og reynum að móta sameigin- lega stefnu um það hvernig við ráðum bót á þvi. Hér á þessari ráðstefnu höf- um við heyrt skýrslur um ástandið i' þeim löndum sem fulltrúarnir eru frá. Við höfum einnig heyrt hvert sé álit fulltrú- anna á þvi hvernig bregðast eigi við vandanum. Mér virðist aug- ljóst aö menn hafi orðið sam- mála um það að við verðum að ráðast gegn vandamálinu á tvennan hátt. I fyrsta lagi verðum við að setja okkur langtimatakmark, en i þvi felst að við verðum að Starfsemi hryðju- verkamanna í Evrópu — Stutt greinargerð um ráðstefnu ungs fólks um hryðj uverkastarf semi Vesa Turtianen frá Finnlandi einn af varaformönnum EFLRY. skoðunum sinum upp á fólk, ef þeir vilja að þeirra skoðanir nái fram að ganga, þá verða þeir að leggja þær undir dóm kjósenda. Fulltrúi (Gioventú Liberale) þ.e. frjálslynda flokksins á italiu sagði m.a., að nú rikti skálmöld á italiu, sem ætti ræt- ur að rekja til morðs á Piazza Fontane, en hann var myrtur i Milanó i desember 1969. Ennþá, átta árum siðar, hefur dóms- valdinu ekki tekizt að upplýsa þetta morð. Við þetta morðmál tengist leyniþjónustan og ýmsir aðilar i stjórnmálalifi landsins. Morðið á Piazza Fontane hef- ur leitt af sér morð á fjölmörg- um öðrum mönnum, sem eru tengdir stjórnmálalifi á Italiu. 011 eiga þessi morðmál það sameiginlegt að undarlega illa hefur gengiö að upplýsa þau. Auk þessa eruá Italíu dagleg- ar óeirðir, sem ekki eru þó eins alvarlegar og morðin, en geta eigi að siður haft alvarlegar af- leiðingar þegar fram liöa stund- ir. M.a. geta þær stuðlað aö fylgisaukningu öfgahópanna til hægri og vinstri. I mörgum til- fellum má leiða aö þvi likur, að þessir öfgahópar séu fjár- magnaöir erlendis frá. Takmark hryðjuverkamann- anna virðist vera að leiða stjórnvöld i þá freistniað skerða i einhverju þau borgararéttindi sem nú eru i' heiöri höfð á Italíu. Siðan ætla hryðjuverkamenn- irnir aðnýta sér þá reiði ogand- Timamyndir M.Ó. úð, sem gripa myndi um sig meðal almennra borgara gegn skertu frjálsræði, til að fá með- byr fyrir enn aukin hryðjuverk. Stjórnvöld hafa hins vegar var- azt aö falla i þessa gryf ju og ein- ungis sett væg lög og reglugerð- ir til þess aö hindra hryðju- verkastarfsemi, án þess þó að skerða almenn mannréttindi á nokkurn hátt. Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir þvi, sem kom fram i ræðum þriggja fulltrúa. 1 lok ráöstefnunnar tók ég Vesa Turtianen frá Finnlandi tali og spuröi hann um starf EFLRY, álit hans á þessari ráðstefnu og hvernig ástandiö væri i Finn- landi. breyta þjóðfélögum okkar. Við verðum að stefna að meiri vald- dreifingu, færa valdið meir i hendur sveitarfélaganna og gefa fólkinu fleiri tækifæri til þess að ráða sinum meginmál- um sjálft. Einnig verður að vinna bráðan bug á þvi vanda- máli, sem atvinnuleysi ungs fólks er. 1 öðru lagi er það spurningin hvað stjómvöld eigi að gera þegar þau eru að berjast við hryðjuverkastarfsemi. Allir eru sammála um að eitthvað verður að gera. Hins vegar mega stjórnvöld ekki gripa til þeirra aðgerða sem skerða almenn mannréttindi, þvi slikt getur leitt til ýmissa öfgafullra við- bragða af hálfu þeirra, sem telja sig órétti beitta. Hvað varðar stjórnmálalega hryðjuverkastarfeemi i Finn- landi, er mér óhætt að fullyrða, að h ún er nær óþekkt þar. Á sið- ustu árum höfum við aðeins átt við að striða tvö tilfelli. I fyrsta lagi var flugvél frá AREOFLOT rænt og henni lent á Helsinki- flugvelli. Flugvélarræninginn var framseldur sovézkum yfir- völdum i samræmi við gagn- kvæman samning sem er i gildi milli Finnlands og Sovétrikj- anna. 1 öðru lagi var það fyrir nokkrum vikum sem mjög hægri sinnaður stjórnmálahóp- ur gerði tilraun til þess að sprengja i' k>ft upp prentsmiðju i eigu Stalinista i finnska kommúnistaflokknum. Aö öðru leyti er óhætt að segja, að ástandið I Finnlandi sé gott eins og á hinum Norður- löndunum. Við getum þakkað þetta tiltölulega góða ástand þvi, að miðað við önnur þjóöfé- lög eru þjóðfélagsaöstæöur mjög góðar, stjórnmálalíf stöðugt og frjálsræði þegnanna til þess að gera mikið. M.Ó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.