Tíminn - 08.04.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.04.1978, Blaðsíða 11
Laugardagur 8. april 1978 11 unni Ófremdarástand í vega- málum í Fram-Eyjafirði JB— Hans G. Andersen formaður sendinefndar íslands á 7. fundi Hafréttarráðstefnunnar sem nú stenduryfir iGenf kvað sér hljóðs i upphafi allsherjarfundar henn- ar. Minntist hann i ræðu sinni 30 ára afmælis hinna islenzku laga um visindalega verndun fiski- miða landgrunnsins sem sett voru 5. april 1948. 30 ár frá setningu ísl. laga um verndun fiskmiða Hafréttar- ráðstefn- 1 ræðu sinni sagði hann m.a.: „Löginfrá 1948 vorumjög merk lagasetning og raunar boðberi nýrra tima á sinu sviði. í fyrsta lagi greindu þau milli landhelgi sem slikrar og iögsögu yfir lifrænum auðæfum sjávar einnig utan landhelgi. 1 öðru lagi var landhelgin sem slik ekki færð út en lögsaga yfir lifrænum auðæfum utan landhelgi var færð út á hafinu ofan land- grunnsins. 1 þriðja lagi var lögð áherzla á visindalega verndun lifrænna auðæfa sjávar bæði með lands- lögum og alþjóðlegum ráðstöfun- um. 1 fjórða lagi gerðu lögin ráð fyrir aðþau yrðuað framkvæmd i samræmi við þróun þjóðaréttar. Með hliðsjón af þvi lagði fulltrúi Islands i laganefnd allsherjar- nefndar Sameinuðu þjóðanna árið 1949 til að hinni nýstofnuðu þjóð- réttarnefnd Sameinuðu þjóðanna yrði falið að rannsaka reglur haf- réttarins i heild. Sú rannsókn leiddi siðan til hafréttarráöstefn- anna 1958, 1960 og þeirrar sem nú situr. Það var á grundvelli land- grunnslaganna frá 1948 sem fisk- veiðimörk Islands voru færð Ut fyrst i fjörarmilur siðn tólf milur, fimmtiu milur og loks i tvö hundruð milur. Vissulega voru lögin frá 1948 undanfari efna- hagslögsöguhugtaksins sem nú hefur hlotið alþjóðlega viður- kenningu.” landgrunns: Minnzt á Með „almennum sérfargjöldum" getur afsláttur af fargjaldi þínu orðið 40%, og enn hærri sért þú á aldrinum 12 - 22ja ára - og ekki nóg með það, nú bjóðum við enn betur. Nú færð þú fjölskyíduafsíátt til viðhótar „Almenn sérfargjöld“ okkar eru 8-21 dags fargjöld sem gilda allt árið til nær 60 staða í Evrópu. Láttu starfsfólk okkar á söluskrifstofunum, umboðsmenn okkar, eða starfsfólk ferðaskrif- stofanna finna hagkvæmasta fargjaldið fyrir þig og þína. Þessi nýi fjölskylduafsláttur gildir til allra Norðurlandanna, Bretlands og Luxemborgar. Fyrst er reiknað út „almennt sérfargjald" fyrir hvern einstakan í fjölskyldunni - þá kemur fjölskylduafslátturinn til sögunnar á þann hátt að einn í fjölskyldunni borgar fullt „almennt sérfargjald“ en allir hinir aðeins hálft. FLUCFÉLAC LOFTLEIDIR ÍSLANDS segir i ályktun frá Búnaðarfélagi Hrafnagilshrepps St. Bernharðshundur. Teikning: GB Orðsending til slysavarnarmanna FI —A aðalfundi Búnaöarfélags Hrafnagilshrepps, sem haldinn var aö Laugarborg hinn 13. marz s.l. var samþvkkt aö vekja athygli stjórnvalda, yfirmanna samgöngumála og þingmanna Noröurlandskjördæmis eystra á þvi ófremdarástandi, sem rikir i vegamálum i Fram-Eyjafiröi. Segir I ályktun fundar- ins, aö aö meginhluta til séu veg- irnir enn þeir sömu og byggöir voru i upphafi bílaumferöar, og þola þeir á engan hátt þá marg- földun sem oröið hefur á umferö um þá. Viðhald veganna sé i ai- gjöru lágmarki, þannig aö oft á tiöum séu þeir illa færir eöa ófær- ir venjulegum ökutækjum. Þá itrekaði fundurinn margfram- komnar áskoranir ýmissa aðila um nauðsyn þess, að byggð verði hið fyrsta brú á Eyjafjarðará miðsvæðis i héraðinu til að tengja saman vaxandi byggðir beggja megin ár, svo og til að nýta megi betur skólahúsnæði beggja megin fjarðarins. Skorar fundurinn á alla þing- menn Norðurlandskjördæmis eystra aö fylgja þvi fast eftir við yfirvöld vegamála, að myndar- legt átak verði gert I byggingu vega i Fram-Eyjafiröi, svo að þeir hæfi vel og þjóni sem bezt hinum myndarlega og þróttmikla búskap, sem rekinn er i héraðinu. Ég beini þessum linum til slysavarnadeilda og hjálpar- sveita. Tilefnið er þau hörmungartiðindi að tveir ungir menn frá Neskaupstaö týndu lifi i snjóflóði. Fjöldi fólks leitaði þeirra lengi með stöngum. Nú varpa ég fram þeirri spurningu hvort engin ráð séu til að fá hingað vel þjálfaðan hund sem hægt væri að nota til leitar þegar þessu likt ber að höndum. St. Bernharðs- hundarnir eru frægastir leitar- hundar og sagt er að þefskyn þeirrasé svo þroskað að allt að þvi yfirnáttúrlegtsé. Þeir missa tildæmis ekki af slóð þótt i gegn um reyk sé að fara. Slikur hundur hefði komið sér vel á Norðfirði. Við íslendingar þurfum að eiga slikan hund og veit ég ekki aöra liklegri til úr- ræða en þá sem að slysavörnum gefa sig. Þegar fólk lendir i snjóflóði getur tilvera sliks hunds : flýtt mjög fyrir þvi að það finnist. , Guðmundur Björgúlfsson Auglýsið í TIMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.