Tíminn - 11.04.1978, Qupperneq 2
T
Þriðjudagur 11. april 1978
Wmrnm
ísraelsher kallaður nokkra
kílómetra heim á leið
Tel Aviv/Reuter. Nú eru liðnar
fjórar vikur frá innrás ísraels-
manna i Suður-Libanon og i dag
munu fyrstu hermennirnir snúa
heim á leið og afhenda friðar-
gæzluliði Sameinuðu þjóðanna
hin nýherteknu svæði. Her-
mennirnir munu færa stöðvar
sinar tvo til sjö kilómetra til
baka, en það er langt frá þvi að
vera i samræmi við kröfur Sam-
einuðu þjóðanna, sem farið hafa
fram á að Israelsstjórn kalli heim
allt herliðsitt i Suður-Libanon. 14.
april munu hermenn tsraelshers
verða kallaðir enn lengra til
baka, en þrátt fyrir það verður
umtalsverður hluti Suður-Liba-
nons enn i höndum Israelsmanna.
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
hefur gert ráðamönnum i Israel
ljóst, aðhann telji brottkvaðningu
hersins alls ófullnægjandi. Begin
forsætisráðherra hefur svarað
þvi til, að þegar tsraelsmenn telji
tryggt að gæzlulið Sameinuðu
þjóðanna geti tekizt á við hugsan-
lega innrás Palestinuskæruliða,
verði allt israelskt herlið á brott
frá Suður-Libanon.
tsraelsmenn gerðu innrásina i
Libanon i þeim tilgangi að brjóta
á bak aftur alla starfsemi
palestinskra skæruliða i
Suður-Libanon. A morgun munu
hermennirnir verða á brott frá
einu af umdeildustu svæðunum.
Þeir verða á brott frá svæði um-
hverfis bæinn Marjayoun, en þar
eru flestir ibúanna kristinnar trú-
ar. Herinn mun þó ekki verða á
brott úr bænum sjálfum. Það er á
þessu svæði, sem hermenn f riðar-
gæzluliðsins hafa orðið fyrir skot-
árásum frá Beaufort kastala, en
þaðer gamalt krossfaravirki sem
Palestinumenn hafa á valdi sfnu.
Erfiðlega gengur að fá stjórn-
Salisbury/Reuter. Bráðabirgða-
stjórnin i Ródesiu hafnaði i gær
tillögum Bandarikjamanna og
Breta um að teknar verði upp við-
rseður um Ródesiumálið með
þátttöku allra málsaðila, þar á
meðal foringja þjóðernissinnaðra
skæruliðasamtaka. Stjórnin lét
hins vegar það boð út ganga, að
vel mætti halda uppi umræðu um
málið.
Yfirlýsingin kom frá stjórninni
eftir að fulltrúar hennar höfðu
setið á fjögurra klukkustunda
fundi með sendimönnum stjórna
Bretlands og Bandarikjanna.
völd ýmissa landa til að senda
hermenn í friðargæzluliðið, og
vantar þvi enn mikið á að i liðinu
séu 4.000 menn. Um helmingur
liðsins er kominn til S-Libanon.
Stjórn Mexikó er meðal þeirra
sem hætt hafa við að senda menn
til vigstöðvanna. Við þetta bætist,
að yfirvöld i Israel segja að það
verði að reyna á styrk liðs S.Þ.
Bráðabirgðastjórnin var mynduð
eftir undirritun samkomulags
milli lans Smith og þriggja leið-
toga blökkumanna, en hún hefur
hlotiö mikla gagnrýni frá ródes-
iskum þjóðernissinnum erlendis
Bonn/Reuter 1 gær kom
kommúnistaleiðtoginn Gustav
Husak til Vestur-Þýzkalands, en
hann verður þar i fjóra daga i op-
inberri heimsókn. Þetta er fyrsta
heimsókn Husaks til lands sem
aðild á að NATO. Leiðtogar i
Bonn segjast fagna heimsókninni,
og telja hana veita tækifæri til að
koma á bættum samskiptum milli
rikjanna.
Margir andstæðingar stjórnar-
innar iPraghafa hins vegar tekið
heimsókn Husaks sem kærkomnu
tækifæri til að draga fram i dags-
ljósið brot á mannréttindum
Tékkóslóvakiu. Um það bil 120
þúsund manns flýðu frá Tékkó-
slóvakiu eftir innrás Sovétrikj-
anna 1968 og fóru flestir þeirra til
Vestur-Þýzkalands.
1 gær ræddi Husak við forseta
Vestur-Þýzkalands, Walter
Scheel, en utanríkisráðherrar
rikjanna sátu á öðrum fundi, og
var sagt að viðræður hefðu verið
vinsamlegar.-
Stjórnmálasamtök hafa orðið
til þess að gagnrýna heimsóknina
og segja það smekkleysu að bjóða
tékkneska leiðtoganum heim tiu
árum eftir innrás Sovétmanna i
Tékkóslóvakiu. Samtök ungra
sósialdemókrata hafa farið þess á
áður en unnt verði að kalla tsra-
elsher heim, og virðast st jórnvöld
vantrúuð á að svo muni fara i ná-
inni framtið. Innrásin i.
Suður-Libanon hefur mætt mikilli
gagnrýni i tsrael en einnig telja
margir landsmanna að herinn sé
dreginn til baka alit of fljótt, áður
en honum hafi tekizt að ná settu
marki.
t tilkynningu stjórnarinnar
sagði, aðnú skiptimestu að fylgja
eftir samkomulaginu er náðist 3.
marz, og þess vegna væri ekki
æskilegt að hefja viðræður eins og
málin stæðu.
leit við Helmut Schmidt að hann
biðji Husak um að láta lausaalla
pólitiska fanga i Tékkóslóvakiu.
Gagnrýni á Husak kom einnig frá
fólki af þýzkum ættum er býr i
Tékkóslóvakiu og segir það að
ekki hafi verið staðið við gefin lof-
orð um aðleyfa þeim, er vilja, að
flytja á brott frá landinu.
Mér brá, en hefði glaðzt ef trúa
mætti þvi sem ég las i kosninga-
ávarpi oddvitans okkar i Morgun-
blaðinu, en þar segir hann fjár-
hagsstöðu Hveragerðishrepps
trausta. Þetta segir fjölskyldu-
faðirinn, þegar við hinir i fjöl-
skyldunni stöndum i þeirri trú, að
varla sé til salt i grautinn. Ekki
blasir heldur rikidæmið við þeim
fjölmörgu gestum, er leið eiga um
Hveragerði. Ég vænti þess að
oddvitinn, Hafsteinn Kristinsson,
muni skýra fyrir okkur fjöl-
skyldumeðlimunum hvers vegna
hann hafi dulið okkur hinn trausta
fjárhag. Þaö er nefnilega svo, að
við eigum i fórum okkar oska-
lista, sem við einfaldlega höfum
talið tilgangslaust að sýna. Við
höfum jafnvel ekki
Enn
eitt
strand
ESE—Aðfaranótt s.l. sunnudags,
strandaði Bjargey SH 230 við
Keflavikurbjarg á milli Helii-
sands og Rifs á Snæfellsnesi.
Fljótlega eftir strandið tókst
Skarðsvik SH 205 að ná Bjargeyju
á flot og reyndist báturinn litið
skemmdur.
Þar sem strandið varð.er fjara
mjög stórgrýtt og þvi mikil mildi
að ekki fór verr, en menn þakka
mjög hagstæðu veðri á strand-
stað að björgun tókst svo giftu-
samlega, en þess má geta að 8
manna áhöfn bátsins var aldrei i
hættu.
Starfsmenn
hjá tannlækn-
um stofna
stéttarfélag
Stéttarfélag starfsfólks tann-
lækna var stofnað laugardaginn
8. april sl. Tilgangur með stofnun
félagsins er að gæta hagsmuna
félagsmanna og semja um kaup
og kjör við tannlækna. A fundin-
um gengu i félagið á annað
hundrað manns. Þessi starfshóp-
ur hefur ekki verið i samtökum
launafólks fram til þessa og rikti
þvi mikill áhugi og einhugur á
stofnfundinum. Formaður félags-
ins var kjörin Erla Ingólfsdóttir.
undrazt þó að margt
væri látið drabbast nið-
ur og um margt væri
illa, háif eða ekkert
hirt. Við höfum jafnvel talið
eðlilegt að útborgun launa dræg-
ist þó að sumir hafi reiðzt ef út-
borgun launa hefur dregizt úr hófi
fram. En allt þetta hefur verið af-
sakað með fátæktinni, sem þú út-
skýrðir svo vel sjálfur, að væri
vegna þess að hér væru engir
toppar i skattgreiðslunni, heldur
aðeins smágreiðendur. Þetta
skildu flestir hér i Hveragerði,
enda alveg satt hjá þér. Hér
greiða margir of litið.
Ef ég vissi ekki hvilikur hóf-
semdarmaður þú ert, hefði mér
helzt dottið i hug það sama og
stráknum, sem óvænt fékk
hundraðkall hjá pabba sinum, nú
er pabbi fullur, en það er eitthvað
annað og verra, sem kemur þér
til að segja þetta. Frá þvi skýrir
þú okkur auðvitað nánar fyrir
kosningar.
Hér ætlaði ég að láta staðar
numið, en þá rakst ég á viðtal við
þig i nýjasta hefti Frjálsrar
verzlunar, þar sem þú þylur úr
skjóðu þinni svo magnaða þvælu
um atvinnumál okkar Hvergerð-
inga og fleira, aö full ástæða væri
aðskrifa þar um langt mál. Vil ég
aðeins nefna fáein dæmi.
1. Þú telur garðyrkju uppistööu
atvinnulifsins i Hveragerði.
2. Þú segir ekkert atvinnuleysi I
Hveragerði, þó skýrir þú frá i
nefndri grein, að 45 Hvergerðing-
ar vinni i Reykjavik og viðar.
3. Hvers vegna nefnir þú ekki
stærsta atvinnufyrirtækið hér i
upptalningu þinni á fyrirtækjum i
Hveragerði?
4. Þú segir að hreppurinn sjái
bara um þá venjulegu þjónustu
sem sveitarfélög þurfa að veita.
Hefur Hverageröishreppur gert
það? Hvers vegna skýrir þú ekki
frá staðreyndum i hitaveitumál-
inu i stað þess að þegja um þaö?
Svona mætti lengi telja, en ég
tel ekki ástæðu til að fara lengra
að sinni, þvi við Framsóknar-
menn skorum á þig til almenns
fundar um þessi mál og fleiri, I
Hveragerði, sem allra fyrst.
Hjálparmenn máttu velja úr röð-
um flokksmanna þinna og mun ég
gera hið sama. Nefndu okkur stað
og stund.
Hveragerði 10.04.78
Páll Þorgeirsson,
ritari Framsóknarfélags Hvera-
gerðis.
Jörð í Eyjafirði
Vil kaupa eða taka á leigu jörð i Eyjafirði.
Þeir eigendur jarða þar, sem hafa áhuga á
sölu eða leigu, sendi upplýsingar á af-
greiðslu Timans, merkt, Jörð i Eyjafirði,
1281.
Diselrafstöð
Til sölu 50 k.w. Caterpillar rafstöð, 220-380
volt, 50 rið.
Upplýsingar i sima 4-16-68 eða 4-22-60.
Pípulagningaþjónusta
Getum bætt við okkur verkefnum i ný-
lögnum, viðgerðum og breytingum, ger-
um verðtilboð ef óskað er.
Vatnslagnir s/f
simar 86947 og 76423
Skúli M. Gestsson.Löggiltur pipuiagningumeistari.
Ef til hags menn leita iax
látið strax mig heyra.
Si/ungsnet ég einnig get
útvegað og fieira.
ÖIMUIMDUR JÓSEPSSON,
Hrafnistu 3.hæð, herb. 426.
Ævin týralínan
■ - -í' .
Antik-eik
Fura
Eik
FALLEG FERMINGARGJOF
Svefnsófar
Greiðs/uski/má/ar
Sendum hvert á land sem er
Sérhannað
Islenzkt
Haghvæmt
Litað og ólitað
Laugavegi 168, simi 28480 inngangur frá Brautarhoiti
Opið 2-6 aiia daga
Laugardaga 10-12
Ródesíustjórn:
Hafna tillögum Breta
og Bandaríkjamanna
Stjórn Husaks gagnrýnd
„Ef ég væri ríkur”