Tíminn - 11.04.1978, Side 6
6
Wmrnm
Þórarinn Þórarinsson:
Allt bankakerfið
verði endurskoðað
Þriöjudagur 11. april 1978
alþingi
— þ.á.m. Seðlabankinn, stofnlánasjóðir, sparisjóðir, hlutafjárbankar o.fl.
Frumvarp Lúðviks
Jósepssonar um við-
skiptabanka rikisins var
til framhalds fyrstu um-
ræðu á fundi neðri deild-
ar Alþingis i gær. Til
máls tóku Þórarinn Þór-
arinsson (F), Jón
Skaftason (F) og Frið-
jónÞórðarson (S). Sagði
Þórarinn Þórarinsson
að skoðun sin væri ó-
breytt frá þvi að frum-
varp Lúðviks var lagt
fram sem stjórnarfrum-
varp árið 1974, og hann
teldi að stuðla ætti að
fækkun lánastofnana,
m.a. með sameiningu
rikisviðskiptabanka. Sér
þætti vel koma til greina
að fækka þeim i einn eða
tvo i stað þriggja sem nú
er.
Minni ástæöa væri nú en áöur
aö hafa rikisviöskiptabankana
fleiri en einn, þar sem til væru
komnir hlutafjárbankar, og vel
kæmi jafnvel til greina aö fækka
þeim samtimis, t.d. meö samein-
ingu Iönaöar- og Verzlunarbanka
og Samvinnubankans og Alþýöu-
bankans.
Þá sagði Þórarinn aö mál
Seölabankans þörfnuðust oröiö
endurskoðunar. Seölabankinn
hefði þróazt nokkuð ööruvisi en
ætlazt var til i fyrstu. Athyglis-
verð staðreynd væri þaö aö
starfsmenn þessa eina banka
væru nú orðnir jafnmargir eöa
fleiri en starfsmenn stjórnarráös-
Þórarinn Þórarinsson
ins alls. Þá væri fjármálastjórnin
i landinu nú ekki betri en þegar
litill hluti stjórnarráösins fór meö
öll núverandi völd Seölabankans.
Sér þætti þvi, sagöi Þórarinn,
aö sameining tveggja banka eins
og frumvarp Lúöviks geröi ráö
fyrir væri aðeins til lausnar litils
hluta vandans. Timi væri til kom-
inn að endurskoða alla löggjöf um
bankastarfsemi og stofnlána-
sjóöa i landinu og nauösynlegt aö
gera slikt undanbragöalaust.
Þá benti Þórarinn á aö i hvor-
ugu frumvarpinu, rikisstjórnar-
innar né Lúöviks um viöskipta-
bankana, væri nægilega tryggt
eftirlit Alþingis eða endurskoðun
hjá bönkunum. Minnti Þórarinn á
mjög svo athyglisvert frumvarp
Halldórs Asgrimssonar (F) um
Rikisendurskoðun, þar sem gert
væriráð fyrir að hún heyröi undir
Alþingi og sæi m.a. um endur-
skoðun hjá rikisviðskiptabönkun-
um.
1 ööru lagi benti Þórarinn á til-
lögu tveggja þingmanna, Péturs
Sigurðssonar (S) og Eyjólfs K.
Jónssonar (S), um aö allt banka-
kerfið. sparisjóðir og skyldir hlut-
ir veröi teknir til athugunar i
sparnaðarskyni. Taldi Þórarinn
að vafasamt væri hvort timabært
væri aö afgreiöa frumvörp fyrir
þingi nú um þessi efni, en vinna
fremur aö ýtarlegri endurskoöun
á málunum í heild.
Þá benti Þórarinn á að vel
kæmi til athugunar að taka
Bandarikin okkur til fyrirmyndar
Viö uinræöur um frumvarp
Lúöviks um viöskiptabanka I eigu
rlkisins tók Jón Skaftason (F) til
máls og kvaöst m.a. vera sam-
mála Þórarni um nauösyn á end-
urskoöun á bankakerfinu. Hann
benti ennfremur á, aö i banka-
málaherratiö Ólafs Jóhannesson-
ar s.I. fjögur ár hefði einmitt mik-
iö verk veriö unniö I þessum efn-
um, og afraksturinn væri stjórn-
arfrumvarp um rikisviöskipta-
bankana og i undirbúningi heild-
arlöggjöf um hlutafjárbanka og
fyrirhugaö aö gera frumvarp um
sparisjóöi.
Þaö væri skoöun æ fleiri
manna, sagöi Jón, að hverfa eigi
af þeirri braut aö bankarnir séu
sérstaklega bundnir ákveðnum
atvinnugreinum eöa hagsmuna-
hóDum eins og nú er. Væri slikur
rekstur vafasamur og kvaðst Jón
taka undir nauösyn þess aö vinna
að sameiningu banka i rikiseign
og hlutafélaga. Aöalkosturinn
væri kannski ekki sparnaður.
heldur sterkari bankar.
Gerði Jón Skaftason siöan at-
hugasemdir viö upplýsingar Lúð-
viks Jósepssonar áöur um starfs-
i þvi efni aö t.d. Seölabankastjór-
ar veröi ekki kjörnir til nema 4-6
ára I stað lffstlöar eins og nú er.
Viö endurskoöun á bankakerfinu
veröi aö taka þessi mál til athug-
unar sem önnur er varða Seðla-
bankann og stofnlánasjóði rikis-
ins. Ennfremur væri ástæöa til aö
athuga hvort ekki mætti koma á
meiri sparnaði á þessum væng
Jón Skaftason
mannahald banka sem veriö
hefðu nokkuö ýktar. Benti Jón
m.a. á að engin fjölgun heföi átt
sér staö hjá Seðlabankanum und-
anfarið i starfsmannatölu.
Sagði Jón siöan, aö fjöldi útibúa
væri aö verða mikið vandamál og
mættifækka þeim nokkuö án þess
að skeröa þjónustu við lands-
byggðina. Astæöan fyrir miklum
útibúafjölda væri einmitt of
margir aðalbankar og óeölileg
bankakerfisins. Benti Þórarinn
t.d. á hversu svipaöar upplýsing-
ar kæmu oft fram i skýrslum
Seðlabankans, Þjóðhagsstofnun-
ar og jafnvel Framkvæmdastofn-
unar. Athuga þyrfti hvort hér
væri ekki um að ræða sömu verk-
efni hjá mismunandi ríkisstofn-
unum og þyrfti þvi lagfæringar
við.
samkeppni þeirra á milli. Nefndi
Jón nokkrar tölur um þróun þess-
ara mála, og kom þar fram, að
árið 1973 hefðu útibúin veriö 105
og þar af 17 i Reykjavik, en á ár-
inu 1977 hefðu útibúin verið oröin
113 og þar af 20 i Reykjavík.
Benti Jón á að bezta leiðin til aö
fækka útibúunum án þess að
minnka þjónustu væri að sameina
viðskiptabanka. Þó væru, sagöi
Jón,til fleiri leiðir en frumvörp á
Alþingi nú gerðu ráö fyrir. Ekki
þyrfti endilega að fara þá leiö aö
slá saman Ctvegsbanka og Bún-
aðarbanka. Vel mætti hugsa sér
að stokka upp alla rikisbankana,
þannig að eftir stæöu tveir. Mark-
mið slikrar sameiningar hlyti að
vera sparnaður, betri þjónusta og
aukið rekstraröryggi.
Geröi Jón siðan nokkuð frekari
grein fyrir þessum markmiöum,
en það veröur ekki rakið nánar
hér.
Varaþing
menn
Tveir váramenn tóku sæti á
þingi I gær. Þeir eru Ólafur Þ.
Þórðarson, sem tekur sæti Stein-
grims Hermannssonar, sem er
erlendis i opinberum erindum. Þá
tekur Bragi Sigurjónsson sæti á
Alþingi I fjarveru Eggerts G.
Þorsteinssonar.
ólafur Þ. Þóröarson
Kaupstaðarréttindi Selfosskauptúns:
Selfoss og Árnessýsla verði
áfram eitt lögsagnarumdæmi
— ástæða til að athuga slíkt, sagði Gunnlaugur Finnsson
Krumvarp til laga um kaup-
staöarréttindi Selfosskauptúns
var til annarrar umræöu i neöri
deild Alþingis i gær. Mælt var
fyrir nef ndaráliti, en félags-
málanefnd varð ekki sammála
um nefndarniöurstööu. Mæltu
sex nefndarmenn meö
samþykkt frumvarpsins
óbreytts, en Gunnlaugur Finns-
son, (F) formaður nefndarinn-
ar, skilaöi séráliti, þar sem
hann lagöi til aö frumvarpinu
yröi visað til rikisstjórnarinnar,
,,enda stefni hún aö þvi að
leggja fyrir næsta Alþingi frum-
varptil laga, þarsem gertverði
ráð fyrir samræmdri réttar-
stiiðu allra sveitarfélaga i land-
inu”.
Ólafur G. Einarsson (S) mælti
fyrir nefndaráliti meirihluta, og
kom fram i ræðu hans, að stjórn
Samtaka s veitarfélaga á Suður-
landi hefði ekki tekið beina af-
stöðu til frumvarpsins er minnti
á þá grundvallarstefnu, að öll
sveitarfélög hefðu sem mest
sjálfræöi i eigin málum. Þá
hefði sýslunefnd Arnessýslu
lagzt gegn samþykkt frum-
Gunnlaugur Kmusson
varpsins og sent nefndinni til-
lögu aö frumvarpi þess efnis að
Selfoss öðlaðist kaupstaðar-
réttindi, en yrði ekki sér lög-
sagnarumdæmi. Þá sagöi Ólaf-
ur að meirihluti nefndarinnar
gæti ekki falliztá þessaleið, þar
sem hún heföi i för með sér að
við bættist þriðja tegund sveit-
arstjórnar, en tvær væru fyrir.
Ennfremur sagði Ólafur, að
frumvarp það, sem lægi fyrir
þinginu, væri mjög samhljóöa
fjölmörgum slikum frumvörp-
um, sem áður hefðu verið af-
greidd um kaupstaðarréttindi,
og teldi nefndin ekki eðlilegt að
Alþingi tæki nú skyndilega upp
á þvi að hafna slikri umleitan.
Gunnlaugur Finnsson (F)
mælti siðan fyrir eigin áliti.
Sagði hann að sjónarmið sitt og
meirihluta nefndarinnar væri á
margan hátt svipað, en hann
teldi þó eðlilegt aö nú yrði
staldrað við með tilliti til þró-
unar kaupstaðarmála undan-
farin ár og sérstöðu þessa máls.
Ekki sagðist Gunnlaugur
treysta sér til að svo komnu
máli að gera hugmyndir sýslu-
nefndar um kaupstaðarréttindi
Selfoss jafnframt þvi að Selfoss
og Arnessýsla veröi áfram eitt
lögsagnarumdæmi, að sinni til-
lögu. Samkvæmt upplýsingum,
er nefndinni bárust, orkaði tvi-
mælis hvort frumvarp þetta
stæðist að óbreyttum lögum. Þó
virtist ekki, sagði Gunnlaugur,
hægt að fullyrða að frumvarps-
tillagan gengi i berhögg við
gildandi lög.
Siðan sagði Gunnlaugur: „1
annan stað skal á það bent, að
verði Selfosshreppur gerður að
kaupstað, heyra fjárreiður hans
beint undir félagsmálaráðu-
neytið, en eigi að siður ætti
kaupstaðurinn aðild að sýslu-
sjóði Arnessýslu og sýslunefnd.
Vakna þá spurningar um fjár-
málatengslin og lögsögu sýslu-
nefndar, þar með talins fulltrúa
kaupstaðarins, yfir fjárreiðum
hreppanna i sýslunni. Hins veg-
ar tel ég hugmyndina þess eðlis,
að það beri að athuga hana vel
og aðhæfa sveitarstjórnarlögum
með breytingu á þeim.
Hvað frv. snertir eins og það
liggur fyrir, tel ég ekki tfma-
bært að gera það að lögum. Það
skal þó viðurkennt, að miðað við
þá þróun, sem átt hefur sér stað
á undanförnum árum, þar sem
fjöldi hreppa hefur hlotið
kaupstaðarréttindi, má lita svo
á að fjölmennasti hreppur
landsins eigi á þvi nokkurn rétt
Frh. á 10. siðu
Jón Skaftason:
Hugsanlegt að stokka
upp ríkisbankana þrjá
Bragi Sigurjónsson