Tíminn - 11.04.1978, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. april 1978
7
Útgefandi Franisóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Heigason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar biaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Áskriftargjald kr. 1700 á
mánuði. m . u f
Blaðaprent h.f.
Hver er afstaða Lúð-
víks og Benedikts?
Sennilega hefur engin hótun af hálfu islenzkra
stéttarsamtaka vakið meiri undrun en sú yfirlýsing
stjórnar Verkamannasambands íslands að hún
muni leita til erlendra verkamannasamtaka og fá
þau til að setja löndunarbann á islenzk skip sem
ætla að selja afla sinn erlendis, meðan á út-
flutningsbanninu stendur. Stjórn Verkamannasam-
bands íslands fylgir þannig i fótspor þeirra er-
lendra ofbeldismanna sem hugðist með löndunar-
banni geta kúgað íslendinga til að falla frá
ákvörðunum sinum um útfærslu fiskveiðilögsög-
unnar.
Sjómannafélag Reykjavikur hefur mótmælt
þessu með eftirfarandi ályktun:
„Stjórn félagsins felur starfsmönnum sinum að
koma á framfæri við þá sem ekki virðast til þekkja,
að siglingar togara á erlenda markaði hafa tiðkazt
frá þvi að togaraútgerð hófst hér á landi. Hafa þær
til þessa þvi aðeins stöðvazt, þegar erlendir of-
beldismenn hafa ætlað að kúga islenzka þjóð. Slikar
siglingar eru nú sem fyrr nauðsynlegar fyrir útgerð
skipa og skipshafnir til uppbótar á það þjónustu-
starf sem margir þeirra vinna.”
Það eru áreiðanlega ekki reykviskir sjómenn ein-
ir sem eru undrandi og reiðir yfir þvi furðulega til-
tæki stjórnar Verkamannasambandsins að ætla hér
að beita sömu ofbeldisbrögðum og gripið var til af
erlendum andstæðingum okkar i landhelgisdeil-
unni. Sú tilraun var fordæmd af íslendingum á sin-
um tima. Slik tilraun mun ekki siður fordæmd nú
þótt islenzkir menn eigi frumkvæði að henni.
Það er alkunnugt. að forkólfar Alþýðubandalags-
ins og Alþýðuflokksins hafa átt frumkvæðið að út-
flutningsbanninu. Þar hafa þeir Lúðvik Jósepsson
og Benedikt Gröndal staðið hlið við hlið. Sú afstaða
þeirra hefur þá mannlegu skýringu, að þeir treysta
ekki á málstað sinn i kosningabáráttunni og telja
sig þvi þurfa að gripa til örþrifaráða. Þess vegna
standa þeir að útflutningsbanninu. En standa þeir
lika að löndunarbannstilrauninni? Þjóðinni ber að
fá vitneskju um það hvort þeir Lúðvik og Benedikt
eru samþykkir þvi að leitað sé erlendrar aðstoðar
til að setja löndunarbann á islenzkar vörur erlendis.
Kjósendur eiga heimtingu á skýrum svörum um
það, hver sé afstaða formanns Alþýðubandalagsins
og formanns Alþýðuflokksins til þessa löndunar-
bannsmáls. Láti þeir ekkert frá sér heyra verður
þögn talin sama og samþykki.
Landgrunnslögin
1948
Það var vel ráðið af Hans G. Andersen að minnast
þess i ræðu á Hafréttarráðstefnunni. að hinn 5. þ.m.
voru liðin 30 ár frá setningu landgrunnslaganna.
„Það var á grundvelli landgrunnslaganna frá
1948”, sagði Hans G. Andersen, „sem fiskveiðimörk
íslands voru færð út fyrst i fjórar milur, siðan tólf
milur, fimmtiu milur og loks tvö hundruð milur.
Vissulega voru lögin frá 1948 undanfari efnahags-
lögsöguhugtaksins, sem nú hefur hlotið alþjóðlega
viðurkenningu.”
Landgrunnslögin frá 1948 hafa ekki aðeins reynzt
þýðingarmikil fyrir ísland heldur þróun hafréttar-
málanna yfirleitt.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Afríkuferðin varð
Carter lærdómsrík
Mikilvægt fyrir hann að kynnast þriðja heiminum
SENNILEGA er það megin-
árangurinn af sjö daga ferða-
lagi Carters forseta til Suður-
Ameriku og Afriku. að hann og
ráðunautar hans hafa öðlazt
aukna þekkingu a málefnum
og viðhorfum i þessum hluta
heims. Ef til vill hefur Carter
eitthvað tekizt að draga úr
þeirri tortryggni, sem rikjandi
er viða i þróunarlöndunum i
garð Bandarikjanna, en þó
ekki mikið. Megintilgangur
fararinnar var vafalitið sá að
koma á bættri sambúð miíli
Bandarikjanna og þriðja
heimsins, en ferðalag forset-
ans hefur ekki orðið nema
stuttur áfangi i þá átt. Við ger-
um okkur engar tálmyndir um
það, sagði Brezinski, aðal-
ráðunautur Carters, i ferða-
lokin, að þetta muni heppnast
á stuttum tima og fyrirhafnar-
laust. Jafnframt lagði hann
áherzlu á, að Bandarikin teldu
sig þess ekki umkomin að gefa
Afriku ráð um það, hvernig
hún ætti að leysa mál sin.
Carter endurtók það marg-
sinnis, að Afrikumenn yrðu að
leysa vandamál sin sjálfir og
finna þá lausn, sem hentaði
þeim bezt. Við getum aðeins
verið til aðstoðar innan þeirra
marka, sagði hann.
Þetta var fyrsta heimsókn
Bandarikjaforseta til Afriku-
rikja sunnan Sahara. Banda-
rikjaforseti hefur aldrei áður
heimsótt blökkumannarikin i
Afriku. Hér var þvi um sögu-
lega ferð að ræða. Eðlilegt
var, að Nigeria yrði fyrsta riki
hinnar svörtu Afriku, sem
Bandarikjaforseti heimsækti.
Það er langfjölmennasta riki
Afriku og auk þess eitt mesta
oliuframleiðsluriki heims.
Carter dvaldi þar i þrjá daga,
en alls tók ferðalag hans ekki
nema sjö daga. Þeir tóku hon-
um lika vel, en ekki meira. A
heimleiðinni kom hann við i
Liberiu, en dvaldi þar aðeins i
fáar klukkustundir. Liberia
hefur sérstöðu meðal svartra
rikja i Afriku. Það er byggt af
blökkumönnum, sem voru
fluttir ánauðugir til Banda-
rikjanna, en veitt frelsi og
leyft að hverfa heim aftur.
Þar eiga Bandarikin miklar
eignir og bandarisk áhrif eru
sterk. Carter taldi því ekki
þörf á langri viðkomu þar.
CARTER hefur áreiðanlega
fundið það vel i Nigeriu, hve
mikilvæg kynþáttamálin i
sunnanverðri Afriku eru i aug-
um Afrikumanna. Þau eru
þeim miklu mikilvægari og
viðkvæmari en Evrópumenn
Carter og Obasanjo eftir að hafa
kirkjunni i Lagos
og Bandarikjamenn gera sér
ljóst. Carter flutti lika ræðu i *
Nigeriu, þar sem hann reyndi
að gera sem ljósasta grein
fyrir afstoðu Bandarikjanna
til þessara mála. 1 fyrsta lagi
vildu Bandarikin stuðla að
meirihlutastjórn blökku-
manna i Rodesiu á þeim
grundvelli, að skæruliðasam-
tökin fengju einnig hlutdeild i
henni. Þess vegna væru þau
andvig samkomulagi Smiths
við blökkumannaleiðtogana
þrjá. 1 öðru lagi vildu þau
stuðla að þvi, að Namibia
fengi fullt sjálfstæði og yrði
ekki leppriki Suður-Afriku. 1
þriðja lagi vildu þau vinna að
þvi, að blökkumenn fengju
meirihlutavöld i Suöur-Afriku
á friðsamlegan hátt. I fjórða
lagi vildu þau veita hinum fá-
tæku Afrikuþjóðum efnahags-
lega aðstoð. t fimmta lagi
vildu þau svo stuðla að þvi, að
Afrika yrði ekki nýtt átaka-
svæði stórvelda.
Ollu þessu var tekið vel af
Olusegun Obasanjo, leiðtoga
Nigeriu, og samstarfsmönn-
um hans. Þó þótti þeim, að
Bandarikin mættu beita meiri
þrýstingi til að greiða fyrir
valdatöku blökkumanna i
suðurhluta Afriku. Þá vildu
þeir ekki eiga aðild að neinni
yfirlýsingu, sem beindist aö
hlýtt á guösþjónustu i baptista-
þvi að fordæma ihlutun Rússa
og Kúbumanna i deilu Eþiópiu
og Sómaliu. Nigeriumenn
telja sér þessa ihlutun ekki
óhagstæða, meðan hún beinist
að þvi að viðhalda óbreyttum
landamærum og bæla niður
uppreisn ættflokka. Þeir vildu
ekki heldur, að heimsókn
Carters fengi þann blæ, að .
Nigeria stæði eitthvað nær
Bandarikjunum en Sovétrikj-
unum. Obasanjo er enn ekki
traustur i sessi og telur það
ekki vænlegt til fylgis aö vera
talin i fylgd með Bandarikjun-
Carter og Tolbert, forseti Liberiu.
CARTER FORSETI reyndi
það einnig i Suður-Ameriku,
að þar vilja rikin teljast óháð
og ekki vera dregin i dilk með
einu stórveldi fremur en öör-
um. I Suður-Ameriku heim-
sótti hann Venezuela og
Brasiliu. Milli Carters og
Andres Peres, forseta Venezu-
ela, er góður kunningsskapur,
þvi að Peres er búinn að heim-
sækja Carter tvivegis. Peres
lét það þó koma opinberlega
fram i sambandi við heimsókn
Carters, að hann teldi iðn-
aöarþjóðirnar eiga mikla sök
á fátækt þróunarlandanna
með þvi að greiða þeim of lágt
hráefnaverð. I Brasiliu, sem
Carter taldi sjálfsagt að heim-
sækja sem stærsta riki Suður-
Ameriku, fékk hann kuldalega
móttöku og var þaö óspart
gefið til kynna.að hann hefði
sjálfur óskaö eftir að koma
þangað. Orsök þessarar
kuldalegu móttöku var sú, að
Carter hafði deilt á Brasiliu-
stjórn fyrir brot á mann-
réttindum. Hann lét þetta þó
ekki á sig fá, heldur óskaöi eft-
ir að mega ræða við forustu-
menn mannréttindabarátt-
unnar i Brasiliu. Það fékk
hann, en af hálfu mann-
réttindamanna er nú dregið i
efa að þaö hafi veriö þeim til
ávinnings, þvi að nú geti
stjórnin bent á. að hún hafi
leyft þessum andstæðingum
sinum að ræða við sjálfan for-
seta Bandarikjanna og flytja
fram kærumál sin. Þetta sé
merki um allt annað en
ófrelsi. Liklegt þykir, að
stjórnin muni hampa þessu i
forsetakosningunum. sem eru
framundan. Heimsókn Cart-
ers kann þvi aö bera annan
ávöxt en hann ætlaðist til.
Þ.Þ.