Tíminn - 11.04.1978, Qupperneq 18

Tíminn - 11.04.1978, Qupperneq 18
18 Þriöjudagur 11. april 1978 ÍÞRÓTTIR Stórskemmti- legur pressu- leikur í körfu — Landsliöið sigraöi pressuna 106:102 Pétur t; uðmundsson, sem leikur með University of Washington er mikill styrkur fyrir landsliðið og gæti orðið að enn meira liöi ef hann beitti sér meira. Landsliðið byggði spilið mikiö upp a Pétri, sem er risi að vexti, 2,17 m. Leikmenn lands- liðsins eru þó ekki nógu djarfir að senda háa bolta inn á hann ennþá, en það ætti að lærast á þeim hálfa mánuði, sem er til stefnu fram að Polar Cup Bandarikjamennirnir, sem léku hér á landi i vetur, léku með pressuliðinu og var oft gaman að sjá sendingar þeirra sin á milli og á aðra leikmenn pressuliðsins. Allir skoruðu þeir mikið af stig- um og hirtu mikið af fráköstum. Leikurinn var eins og áður segir, jafn allan timann, og mátti sjá tölur á töflunni eins og 50-51, 80-82, 95-94, 100-100. Og þegar 1 mín. var eftir, var staðan 102-102. Landsliðið skoraði siðan 4 siðustu stigin ileiknum ogsigraði 106-102. Hjá landsliðinu áttu nokkrir leikmenn góðan leik og tryggðu liklega sæti sitt i landsliðinu sem leikur á Polar Cup. Þeir voru: Pétur Guðmundsson, sem skoraði 25stig, JónSigurðsson, sem skor- aði 15 stig, Simon Ólafsson, sem skoraöi 17 stig, og Kristján ÁgUstsson sem skoraði 17 stig. Einnig áttu þeir Gunnar Þorvarðarson og Torfi Magnússon ágætan leik. Af leik- mönnum „pressunnar’’ áttu Bandarikjamennirnir breztan leik og varoft gamanað sjá Mark Christiansen berjast við Pétur undir körfunni. Dirk Dunbar var stigahæsti maður pressuliðsins með 22 stig, þar af 20 stig i siðari hálfleik, Rick Hockenos með 19 stig og Mark Christiansen með 17 stig. Aðrir leikmenn, sem stóðu sig vel með pressunni voru Einar Bollason og Jónas Jóhannesson. SJÓ SEX VERÐ- LAUNASÆTI Á NM í JIJDÓ Finnar sigruðu í öllum flokkum Islenzka jUdolandsliðiö stóð sig vel á Noröurlandameistaramót- inu, sem fram fór i Helsinki um helgina, þóað þeim tækist ekki að verja Noröurlandameistaratitl- ana, sem þeir unnu á siðasta móti. Gisli Þorsteinsson tapaöi Norðurlandameistaratitli sinum, en hlaut samt tvenn verðlaun, varð annar i 95 kg flokki og þriðji i opna flokknum. Bjarni Friðriks- son hlaut einnig tvenn verðlaun, varð annar, og hlaut þvi silfur, i opna flokknum og þriðji i 95 kg flokki. Mjög góður árangur i hans fyrstu keppnisferð erlendis. Hall- dór Guöbjörnsson tapaði titli sin- um eins og Gísli, en hlaut silfur i 71 kg flokknum. Jónas Jónasson varð sá fjórði af Islendingunum til að hljóta verðlaun, hlaut brons ■' ^ Blikam- ir kaf- sigldu Haukana Tveir leikir fóru fram i Litlu bikarkeppninni um helgina. Skagamenn fengu Keflvikinga i heimsókn og lauk leiknum með markalausu jafntefli. 1 Kópavogi sigruðu Blikarnir lið Hauka með 6-1 i hálfleik var staðan 1-1 Staðan i keppninni er nú þessi: Akranes Breiöabl Haukar ÍBK FH i 86 kg flokknum. Finnar unnu flokkakeppnina eins og búizt hafði verið við, Svíar lentu I öðru sæti, Norðmenn i þriðja, Danir i fjórða og Islendingar ráku lest- ina, enda ekki meö fullskipaö liö. Islendingar hlutu næst flest verð- laun ásamt Svium á mótinu. Gisli Þorsteinsson fékk eitt silfur og eitt brons á NM i júdó. SJÓ. Pressun - Fatasaumur Óskum strax eftir starfsfólki við pressun og fatasaum. Model Magasin Tunguhálsi 9, Arbæjarhverfi, simi 8-50-20. Bændur Ég er 12 ára röskur strákitr sem óskar eft- ir að komast i sveit i sumar. Hef verið 2 ár i sveit. Upplýsingar i sima (92)2624. Laus staða Staða lögreglumanns á Raufarhöfn er laus til umsóknar frá og með 16. maí n.k. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 1. mai 1978. Sýslumaður Þingeyjarsýslu Bæjarfógeti Húsavikur. 3 2 1 0 5:1 5 2 2 0 0 7:1 4 3 1 0 2 4:9 2 2 0 1 1 0:1 1 2 0 0 2 2:6 0 —RP. Bændur Drengur á 14. ári óskar eftir vinnu i sveit i sumar. Simi 1-11-10, Akureyri. Starfsmenn í Heimilishjálp Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar óskar að ráða starfsfólk til heimilishjálp- ar 1. sinni til 3svar i viku við þrif, 4 tima á dag. Nánari upplýsingar veittar i Tjarnargötu 11, simi 18800. Ejfl Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar | f Vonarstræti 4 sími 25500 Skrifstofustörf Óskum eftir að ráða starfsfólk til skrif- stofustarfa við innheimtu o.fl. strax. Umsóknir sendist starfsmannastjóra sem gefur nánari upplýsingar. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Laus staða Staða skólameistara við Menntaskóiann á Egilsstöðum er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borizt menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 5. mai n.k. Menntamálaráðuneytinu 4. april 1978 Borgarnes íbúðarhúsið nr. 6 við Berugötu i Borgar- nesi er til sölu. Tilboð sendist undirrituðum sem veitir nánari upplýsingar fyrir lok þessa mánað- ar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Guðmundur Arason, Þórunnargötu 3, Borgarnesi, simi (93)7221, (vinnusimi (93)7221)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.