Tíminn - 14.04.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.04.1978, Blaðsíða 2
2* Föstudagur 14. april 1978 — bílasýningin að Bíldshöfða Rauðinúpur: Náðist á flot Me&al sýningargripa er þessi „gagnsæja” bifreiö frá Alfa Romeo verk- smi&junum. Sýningargestum gefst þarna gott tækifæri til aö fræ&ast um gangverk bilsins. Auto ’78 hefst í dag — en verður trúlega frá veiðum i nokkra GV — Auto ’78 fyrsta alþjóölega bilasýningin á Islandi, veröur opnuð formlega kl. 5 i dag. Hall- dór E. Sigurðsson mun opna sýn- inguna, en hann er jafnframt verndari sýningarinnar. Auto ’78 verður opin daglega frákl. 15-22ogfrá 13-22 um helgar og á sumardaginn fyrsta. Sýning er haldin I Sýningarhöllinni aö Bfldshöfða 20 og aö Tangarhöföa 8-12 og er sýningarsvæöiö alls um 9000 fermetrar. Sýningarsvæöiö er takmarkaö þó aö þaö sé stórt, og uröu margir frá aö hverfa meöai annarra ein stórkostlegasta nýjungin á bllasýningunni, Oldsmobile Delta 88, sem er disilknúinn. Timamyndir/ Gunnar. mánuði vegna skemmda ESE —-Snemma i fyrrinótt náöist Raufarhafnartogarinn Rauöinúp- ur á flot meö aðstoð varöskipsins Þórs og togarans Sléttbaks frá Akureyri. Rauðinúpur liggur nú viö bryggju á Raufarhöfn og i gær var unnið Við að dæla sjó úr hon- um meö dælum sem fengnar voru um borö i Þór. Skipið er allmikiö skemmt, og m.a. komu rifur á botn skipsins, sem er mikið dældaöur eftir strandiö, auk þess sem göt komu á svartoliutanka. Aö sögn Sveins Eiössonar sveitarstjóra á Raufar- höfn, er tjóniö sem varö á Rauöa- núpi mjög tilfinnanlegt fyrir at- vinnulífiö á Raufarhöfn og ekki bætir þaö úr skák á viðgerð á Rauðanúpi veröur trúlega mjög dýr, auk þess sem hún tekur lang- an tima. Að sögn Sveins er ekki vitaö fyrir vlst hvaö bilaði i Rauöanúpi og varö til þess að hann strand- aði. Það eina sem vitaö er, er það aö allt rafmagnskerfiö fór úr sambandi meö þeim afleiðingum að stýrið læstist, og þvi fór sem fór sagöi Sveinn Eiösson aö lok- um. Kristján Benediktsson forma&ur Menntamálaráös ásamt listamönnunum, sem hlutu dvalarstyrki úr Menningarsjó&i, og a&standendum Kaidaiónsútgáfunnar. Timamynd: Róbert. Menningarsj óður 50 ára Ákveðið að gefa út bók um þjóðgarða íslands Styrkir til átta listamanna og Kaldalónsútgáfunnar SJ —Þann 12. april átti Menning- arsjóöur 50 áraafmæli, en lögum Menntamálaráö og Menningar- sjóð voru staðfest þann dag 1928.1 tilefni þess hefur ráðiö samþykkt að efna til útgáfu bókar um þjóð- garða íslands, fólkvanga og frið- lýst svæði. Ritstjóri bókarinnar verður Gisli Jónsson mennta- skólakennari. Frá þessu var skýrt á fundi á skrifstofu Menn- ingarsjóðs við Skálholtsstig i gær og voru þá jafnframt afhentir dvalarstyrkir til átta listamanna og styrkur til endurútgáfu á sjö sönglagaheftum Sigvalda Kalda- lóns, sem nú eru ófáanleg. Styrkirnir til listamanna eru ætlaðir til dvalar erlendis og hlutu þá eftirtaldir: Arni Tryggvason leikari til að kynna sér leiklist á Norðurlöndum og i Englandi, Baldvin Halldórsson leikarii til kynnisferöartil Dublin og London, Elisabet Erlingsd. söngvari til söngnáms i Mtlnchen, Sigriður Björnsdóttir listmálari til að kynna sér myndlist i Finn- landi, Sigrún Eldjárn, grafiker til Póllandsdvalar, Stefán Hörður Grimsson til að stunda ritstörf i Sviþjóð i sumar, Þorbjörg Höskuldsdóttir listmálari, sem hyggur á Italiuför, Þóroddur Guðmundsson til Sviþjóðarveru, en hann ætlar að kynna sér nú- timaljóðlist með þýðingar á islenzku fyrir augum. Kaldalónsútgáfan gefur út sönglagahefti Sigvalda Kaldalóns og hafa komið út niu hefti. Tvö þau siðustu eru fáanleg og senn verða hin gefin út á ný. Tollfrjáls varningur feröamanna og farmanna: Hækkar úr 14 þús. kr. Leyfilegt að hafa með- ferðis 1 lítra af sterku áfengi í stað 3/4 lítra áður Mjög hefur veriö rýmkað um það magn af tollfrjálsum varningi sem ferðamenn fá nú að taka meðsértil landsins. Sama er að segja um tollfrjálsan varning farmanna og flugliða. Eftirleiðis mega ferðamenn taka með sér 1 litra af sterku vini inn i landið, en voru áður 3 pelar. Ekki hefur verið aukið við áfengismagn það sem sjómenn og flugliðar mega taka með sér. Eftirfarandi tilkynning barst frá fjármálaráðuneytinu i gær: „Fjármálaráöuneytið hefur hinn 12. april s.l. gefið út nýja reglugerð um tollfrjálsan farang- ur ferðamanna og farmanna við komu frá útlöndum. Helztu nýmæli reglugerðarinn- ar eru þau að þvi er ferðamenn varðar, að andvirði varnings, sem feröamönnum er heimilt aö hafa með sér frá útlöndum án greiðslu aðflutningsgjalda, hækk- ar úr 14.000 kr. i 32.000 kr. miöað við smásöluverö erlendis. Af þeirri fjárhæð má andvirði ann- arra vara en fatnaðar þó ekki nema meiru en 16.000 kr. og and- virði matvæla, þar með talið sæl- gæti, ekki meiru en 3.200 kr. i stað 1.400 kr. áður. Andvirði mynda- véla, sjónauka, útvarpstækja og segulbandstækja má nema 24.000kr., enda sé andvirði nýrra vara i heild ekki meira en 32.000 kr. Að þvi er varðar innflutning farmanna og flugliða, sem hafa verið 20 daga eöa skeinur I ferð, hækkar hámarksandvirði toll- frjáls varnings úr 3.000 kr. i 7.000 kr. við hverja komu til landsins. Sé lengd ferðar á bilinu frá 21 til 40dagar skal farmönnum og flug- liðum heimilt aö flytja með sér tollfrjálsan varning að andvirði 21.000 kr i stað 9.000 kr. áður, en fyrir 32.000 kr. i stað 14.000 kr. áður, sé ferð lengri en 40 dagar. Engar breytingar eru frá eldri reglugerö um það magn áfengis og tóbaks,sem áhafnir mega taka með sér til landsins, en feröa- mönnum er nú heimilt að hafa með sér l litra af sterku áfengi i stað 3/4 litra áður. Fjármálaráöuneytið, 13. april 1978” Vantar vitni að árekstri ES15—1 gær kl. 13.32 var allharð- ur árekstur á mótum Grensás- veggar og Miklubrautar, en þar rákust saman gulur ameriskur fólksbill og grænn Volkswagen. Litil sem engin meiðsl urðu á mönnum. Þeim sem lentu ' i árekstrinum, ber ekki saman um stöðu umferðarljósanna þegar áreksturinn varð, og þvi biður lögreglan sjónarvotta að árekstrinum aðhafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunn- ar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.