Tíminn - 14.04.1978, Side 10

Tíminn - 14.04.1978, Side 10
10 Föstudagur 14. april 1978 SAMVINNAN Annað tölublaðið i ár komið út Febrúarblað Samvinnunnar er komið út. Blaöið er tuttugu og sex siður að stærö og er efni þess mjög fjölbreytt. Eru þar greinar, sögur og kvæði auk þess sem margar myndir prýða blaðið. í blaðinu er til að mynda sagt frá Kexverksmiðj- unni Holti i máli og myndum, en verksmiðjan tók nýlega til starfa á vegum SIS. Sagt er frá ritgerða- samkeppni meðal æskufólks um samvinnuhreyfinguna á Islandi. Fjárhús Arna á Eyri er grein eftir Finn Kristjánsson, kaupfélags- stjóra á Húsavik. Jón ólafsson hæstaréttarlögmaður rifjar upp þátttöku sina i sjálfstæðismálinu 1941-1944 i greininni Hljómurinn sem átti að kæfa. Rætt er viö Gunnar Grimsson um skjalasafn Sambandsins og Haukur Ingi- bergsson skólastjóri fjallar um landbúnaðarmál i þættinum Orð af orði. Þá er i Samvinnunni merk grein eftir Valgeir Sigurðsson blaðamann, Greinina kallar Val- geir A viðsjálum timum og fjallar um bók Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar, Seið og Hélog. Ennfremur er i blaðinu smásagan Saga kaup- mannsins eftir Leo Tolstoy i þýö- ingu Jóns Helgasonar. Samband Islenzkra samvinnu- félaga er útgefandi Samvinnunn- ar, en ritstjóri hennar er Gylfi Gröndal. Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla íditl isi CHEVROLET TRUCKS Höfum til sölu: "egund: Ooel Kacíett L .Aazda 929 4o. Vaaoneer '0ÍV0 244 DL ~)pel Manta Scout 11 D.L. siálfsk. skuldabr. Opei Caravan . M. Benz250 siálfsk. m/vökvast Chevrolet Nova Concours2 d. Ford Broncc V8 beinsk. Ch. Nova Custom Chevroief Monza Skoda Parous Skoda 110 L Chevroiet Impaia ','olvo 244 DL Mercury Cougar XR7 Scout 11 6 cyl beinsk. /auxhall Chevette Chevrolet AAaIibu Chevrolet Nova Saab96 Bedford CF-J100 d. Scout Traveller Scout V8 siálfsk. m/vökvast. Ch. Nova Coricours2ia d. Ch. Blazer Chyenne Ch. Nova Concours 4 d Peugeoi 540 dísel Opel Caravan Chevrolet Cheveile Chevroiet Nova sialfsk. Mazda 929 2ia dyra Datsun Cherry 100 A Ara. 76 ‘7c 16 ‘76 '71 '69 '77 '74 "8 '76 76 kr. '74 74 '74 74 76 '76 73 74 76 71 Veró í bús. 2.4001 2.500 900 3 400 ' o00 5 5C0 ■-'90 : .900 4.300 2.600 4.300 2.900 '.050 950 3.100 3.000 2.400 2.100 '.900 1.500 .600 5.500 2.900 3.950 5.500 4.200 '700 1.750 ' 800 2.200 2,600 850 Samband Véladeild ÁRMÚLA 3 - SÍMl 38900 AVINNSLU ALTKINHEAD □vinnsluherfi fyrírliggjandi Verð aðeins 76.250 SÍMI 81500'ÁRMÚLAII Traktorar Buvelar Þorsteinn Gunnarsson og Valgeröur Dan I hlutverkum sfnum f Skjaldhömrum. Skjaldhamrar slá fyrri met í sýningaf j ölda Ekkert leikrit hefur verið sýnt jafn oft í Reykjavik Laugardaginn 15. april verður 179. sýning á leikriti Jónasar Arnasonar, Skjaldhömrum i Iðnó og hefur þá ekkert islenzkt verk verið sýnt jafnoft i Reykjavik, samfleytt. Skjaldhamrar voru auk þess sýndir fjórum sinnum i leikferð, sem farin var til Fær- eyja. — Þar með er hnekkt meti sem sett var 1972 með Kristni- haldi undir Jökli eftir Halldór Laxness, en það var sýnt sam- fleytt 178. sinnum I Iðnó. Það verk, sem næst kemur að sýn- ingafjölda á fjölum Iðnós, er Hart i Bak eftir Jökul Jakobsson sýnt 160 sinnum hér i Reykjavik, en auk þess 45 sinnum á leikferðum úti um land. Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson hefur verið sýnd 135 sinnum i Iðnó og auk þess 57 sinnum utan Reykjavik- ur. — Sýningum á þessum vin- sælu leikjum, Skjaldhömrum og Saumastofu, er nú að ljúka. Litbrigði jarðarinnar — eftir Ólaf Jóhann Signrðsson á slóvensku — ásamt sögum eftir nokkra heimskunna snillinga Nýkomin er út i Bratislava bók- in Ncsinrtel’ni milenci, sem orð- rétt mun þýða Ódauðlegar ástar- sögur. Bókin er gefin út á slóv- ensku. Hún er i stóru broti, mynd- skreytt og fagurlega útgefin. 1 henni eru sex sögur og meðal þeirra Litbrigði jarðarinnar eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Það er Emilia Nemsilová, sem hefur þýtt Litbrigðin úr tékknesku á slóvensku, en súsaga kom út i flokki erlendra nútimabók- mennta i Prag árið 1964, þýdd af dr. Helenu Kadecková, og hlaut frábærlega góðar viðtökur, þvi að hún seldist upp á einni viku. Nesmrtel’ni milenci er 288 blaðsiður,og i bókinni stendur, að hún sé gefin út i þrjátiu þúsund eintökum. Fyrir framan hverja söguer höfundur hennar kynntur áeinni blaösiöu. Ekki verður ann- að sagt, en islenzki höfundurinn sé þarna i góðum félagsskap, þvi aöhinar sögurnar fimm eru allar eftir öndvegissnillinga. Þeir eru Cinzio Giraldi, italskur sextándu aldar höfúndur, Honoré de Bal- zac, Jean Giono, Leonard Frank og Karel Capek. Tíminn spuröi Ólaf Jóhann Sigurðsson kvað væri að frétta af öörumþýðingum á Litbrigðum jarðarinnar. Hann svaraöi því til, að auk tékknesku og slóvensku hefðu Litbrigðin nú þegar birzt á rússnesku, lettnesku, litháisku og dönsku. Siðar á þessu ári mun sagan eiga að koma út á a.m.k. þremerlendum málum til viðbót- ar: norsku, þýzku og ensku. Alþingi O verið er að byggja upp á Hvann- eyri og mjög brýnt að tara i veru- legar framkvæmdir á Hólum sem eðlilega mundu sitja fyrir með framkvæmdafé Ef málin færu á þann veg að húsnæði yrði fyrir hendi fyrir bændaskóla á Suður- landi á hentugum stað fyrir slikan skóla, þá væri álltaf hægt að breyta lögunum, ef menn þá yrðu þess sinnis. Bútækninám er einnig nýmæli, gert er ráð fyrir eins vetrar fram- haldsnámi i búfræöi eftir búfræði- próf. Er þetta i heimildarformi. 1 greinargerð með frumvarpinu kemur fram að nefndin telur eðli- legt að ef af slikri kennslu verður verði hún fyrst tekin upp á Hól- um, enda er mikilvægt að efla þann skóla sem er að dómi nefnd- arinnar of litill. Landbúnaöarnefnd ræddi einnig þetta atriði og var sammáia þvi sjónarmiði, að ef úr sliku námi yrði, sem eflaust væri nauö- synlegt, þá ættu Hólar aö verða fyrir valinu. Þriðji kaflinn er eins og áður sagði um búvisindanám, er hann allur nýr. 4. kafli er um embættisbústaði og 5. kafli ýmis ákvæði. Landbúnaðarnefnd sendi Bún- aðarþingi þetta frumvarp til um- sagnar, og mælti Búnaðarþing með samþykkt frumvarpsins óbreyttu. Landbúnaðarnefnd háttvirtrar deildar mælir með samþykkt frumvarpsins óbreyttu. Háttvirtur þm. Benedikt Gröndal var fjarstaddur við af- greiðslu málsins.” Klassiskar teikningar frá Róm i FÍM-salnum Laugardaginn 15 april veröur opnuð sýning á gömlum teikning- um frá Rómaborg i FÍM — saln- um að Laugarnesvegi 112. Teikningar þessar — og raunar einnig nokkrar 1 jósmyndir, bækur og skjöl — hafa verið á ferð um Norðurlöndin aö undanförnu. Til- gangurinn er einkum sá að kynna Skandinaviska félagið I Róm, sem er meira en aldargamalt og á rætur sinar i samkomum skandi- naviskra visindamanna, lista- manna og annarra Rómarfara um miðja siðustu öld. Vorið 1860 tókst forráðamönnum þess að fá stjórnir skandinavisku landanna til aðveitaþvinokkurnfjárstuön- ing og um leið fékk danska bóka- safniö i'borginn fastan samastað. Margir þekktir visinda- og lista- menn nutu góðs af húsakynnum og félagsskap Skandinaviska félagsins á öldinni sem leið. Nefaamá þar tilnorska tónskáld- ið Edvard Grieg, dönsku málar- .ana Carl Bloch og P.S. Kröyer, norska málarann Eilif Peterssen og Svi'ana Bernhard og Emil Ostermann. Málararnir gerðu teikningar hver af öðrum en einnig félögum sinum úr öðrum starfsgreinum. Nokkrar þeirra eru á sýningunni i FtM — salnum. Þetta eru verk I klassiskum anda og framin af ákaflega mikilli kunnáttu og leikni höfundanna. Arið 1975 var starfsemi Skandi- navíska félagsins i Róm endur- skipulögð. Hún nýturnú fjárhags- stuðnings Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Allmargir islenzkir myndlistarmenn hafa búið þarna og unniö að list sinni á undanförn- um árum, og i dag er Norræna myndlistarbandalagið aðili að rekstri stofnunarinnar. Með sýningunni á hinum klassisku teikningum fra Róm vill FIM leggja nokkuð af mörk- um til að kynna starfsemi þessar- ar gömlu stofnunar, sem oröið hefur til að hleypa nokkru lifsljósi inn i tilveru félags félagsmanna þess með hressandi dvöl i Róma- borg. Sýningin verður opin til sunnudags, 23. apríl. Hún verður opnuð kl. 16.00 næstkomandi laugardag.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.