Tíminn - 15.04.1978, Qupperneq 5

Tíminn - 15.04.1978, Qupperneq 5
Laugardagur 15. april 1978 5 Galleri Suðurgata 7: Fjölbreytt dagskrá í sumar — myndlist, tónlist og tilraunakvikmyndir í um 150 ára gömlu húsi við Suðurgötu hér í bæ hefur nú verið starfrækt galleri i eitt ár, Galleri Suðurgata 7. Aðstandendur gall- erisins eru um 17 talsins og á þessu eina ári hafa verið kynnt verk um 30 listamanna, bæði er- lendra og innlendra á 12 sýning- um, auk þess sem galleriið höf út- gáfu á timaritinu Svart á hvitu i haust sem leið. Sumardagskráin Nokkrir aðstandendur galleris- ins kynntu dagskrá sumarsins fyrir blaðamönnum nú fyrir skömmu. Á fundinum kom fram, að reynt er að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta og jafnframt vandaða. — Við reynum að ein- beita okkur að þvi að sýna það sem er að gerast i listaheiminum i dag, sagði Eggert Pétursson, einn af aðstandendum gallerisins, áfundinum. 1 dagskrá gallerisins i sumar kennir margra grasa, myndlistarsýningar innlendra og erlendra listamanna, spunatón- leikar ogtilraunakvikmyndir, svo eitthvað sé nefnt. Galleri i tösku Sýningum á verkum Friðriks Þórs Friðrikssonar og Steingrims Eyfjörð Kristmundssonar er um það bil að ljúka, en á þriðjudag verður Galleri i tösku i galleriinu og mun Magnús Pálsson opna sýningu á þvi. Ingiberg Magnús- son opnar einkasýningu 22. april og sýnir grafikmyndir og teikn- ingar til 7. mai. 13.-28. mai stend- ur yfir sýning Gylfa Gislasonar og 3. júni munu aðstandendur gallerisins sýna verk sin, en þessi sýning er jafnframt rúmlega eins árs afmælissýning. Atburður Galleriið hyggst halda áfram á þeirri braut að kynna verk er- lendra listamanna og þá fjöl- breytni sem á sér stað i listum er- lendis, og i því sambandi má minna á að á liðnu starfsári sýndi galleriið verk eftir niu erlenda listamenn. 24. júní opnar listamaðurinn Brian Buczak frá New York sýn- ingu á teikningum, sem hann hefur unnið út frá umhverfi og innviðum gallerisins. 15.-30. júli mun Peter Schmidt verða með sýningu á vatnslitamyndum i galleriinu. Þessi sýning kemur frá Paris, en hefur áður verið í London. Þá mun 5. ágúst verða opnuð sýning á Brunch safninu sem Sjálfkjörið í stjórn Lögreglu- félags Rvíkur Ný stjórn hefur verið kjörin i Lögreglufélagi Reykjavikur. Að- eins einn listi kom fram við kosn- ingarnar, listi uppstillingar- nefndar, og var hann sjálfkjörinn. Stjórn Lögreglufélagsins er nú kosin til tveggja ára sem er ný- mæli, þvi áður hafa stjórnir félagsins veriðkjörnartil eins árs i senn. Hin nýja stjórn hefur komið saman og skipt með sér störfum, en hana skipa eftirtaldir menn. Björn Sigurðsson, formaður Guðmundur Guðbertsson, vara- formaður. Jóhann Löve, gjaldkeri, Jóhann Jóhannsson ritari. Meðstjórnendur eru Egill Bjarnason, Hrafn Marinósson og Þorgrimur Guðmundsson. ...................... Timinner peningar J AuglýsicT . | iTímanum: »»»«M«»»M»MCM6««M«»ð»M««fi9 George Brecht og Stephan Kuko- wski hafa sett saman. Brecht er Bandarik jamaður og einn al' upp- hafsmönnum Fluxushreyfingar- innar og bjó til listformið atburð (event). Brunch safnið er sam- stæða af verkum eftir imyndaðan sérvitring. Lita má á verkið sem skopstælingu á visindum og dýrk- un á mennta- og listamönnum. 26. ágúst mun Gabor Atalai opna sýningu á Red-y made, rauðu umhverfisverki, sem að- standendur gallerisins munu vinna upp fyrir hann en Atalai er Ungverji sem á ekki kost á að fara frá landi sinu. Sýningunni lýkur 10. september. Þess má geta að stöðug bókasýning verður i allt sumar á handunnum bókum eftir myndlistamenn. Spunahreyfingin Aðstandendur gallerisins hyggjast gera starfsemina fjöl- breyttari svo hún snúist ekki ein- göngu um galleri og timarit. 1 þvi sambandi eru fyrirhugaðir lón- leikar með forvigismönnum brezku spunahreyfingarinnar, þeim Evan Parker og Derek Bai- ley. Parker leikur á sópransaxó- fón en Bailey á gitar. Evan Park- er var nylega kosinn bezti sópransaxótonleikar í alþjóðleg- um gagnrýnendakosningum. Einnig er æt lunin að gangast fyrir tónlistarkvöldum með íslenzkum hljómlistarmönnum. Tilraunakvikmyndir Galleriið mun fá hingað til lands i sumar úrval erlendra til- raunakvikmynda eftirhelztu höf- unda þessarar tegundar kvik- myndalistar, sem litiðsem ekkert hefur verið kynnt hér á landi. G.V. Nokkrir aðstandendur galierfsins f Suðurgötu. Fró vinstri: Arni, Jón, Kristín, Aagot, Eggert, Friðrik og lngólfur. Tfmamynd: Róbert. Suðurgata 7. Húsið er byggt árið 1833 og fékk skömmu sfðar konung ;lega viðurkenningu fyrir fallegan byggingastil. Tfmamynd: G.E. Við byggóum 150m2 einbýlishús í Reykjavík á fjórum dögum! mánudagu EKIÐ TIL REYKJAVÍKUR Pli- y"L'~ lp1ii'~i^] I huséíningarTifI “þriójudagu AFHENDING EININGA ■mióvikudagur UPPSETNING rfimrrrtudagun Húsið var af hent uppsett og frágengió til innréttingar, á 4 dögum tilbúió til innréttingar Gjörið svo vel.... skoðið kosti húseininga með eigin augum Einbýlishúsið að Steinaseli 1 Breiðholti LAUGARDAG 15.4: KL.14-22 SUNNUDAG 16.4: KL.14-22 SIGLUFIRÐI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.