Tíminn - 15.04.1978, Side 8

Tíminn - 15.04.1978, Side 8
8 Laugardagur 15. april 1978 ggggsjaar áaga->.w MU selja físk á Banda- nkjamarkað mL17sT?iwim Rannsókn á brot'á verðlagstöggjo^ -aggg-. sigvél Pme *— 0*wtl» «»»«„ kAkIík í LoacJ rftiumim vUr i ur«u úmlll Marueir PÍ,J Itttcriuk fri ] lafstuB íu B»adar(ki«: iu»«u»kn 0« »S vrrtmutaltwaL Samtökin skamma SIS < „Kexverksmidju-audhringur” ■ ■ A baksiðu Nýrra þjóft- mála, mélgatjns Samtaka friálslyndra og vinstri manna, er i siðasta tölu blaöi gerö hörð hriö aö Sambandí ísienikra sam- vinnuféiaga. Þar er SIS aft þesísu sinní þarf etnu sinni ekkí »ft aítanvift hinni slgildu setmngu. „tmftaft vift fnlks- fjöWa*' hau gk'ftílegu ilftindi hafa nu mn sági gi'Ht aft Samb fsl. sam- vúinufeiaga hefur hafift fratn- leíftslu a kexi og t»l {i*ss dugir aft sjiijfaogftu ekkert mmna en . k-ngslt b^tunarofn Norfturlanda. tugí »í íjármunum samvímtU' manna vltt og hreitt um tandfft alUJ kexverksmiftju»Iteykjavtk, st*m f raun er engin j«>rf fyrir. Af markaftsmalum jiarf ekki aft hafa áhyggjur. Hér eftir verfta þe»r heíftursmenn, Jðn Jönsatm, hjomaftur á horsiiöfn og Pétur Pfttursson, böndi & Vestfjörftum, emfaldlega latnir kaupa S.t.S W Þrjár fyrirsagnir Margir taka sér dagblað i höndogrenna augum yfir fyrir- sagnirnar. Veki þær athygli er grein eða frétt lesin.Blaðamenn fá mikla æfingu i að draga kjarnann fram i nokkrum orð- um og stundum er óþarfi að lesa annað en fyrirsögnina eina, hiín segir allt sem máli skiptir. Ekki tekst þó ætið vel til, og fyrir kemur að reynt er með fyrir- sögn að villa mönnum sýn. Hér verður staldrað við þrjár dagblaðafyrirsagnir sem fyrir augun bar þann 5. april siðast- liðinn og nokkur orð sögð af þvi tilefni. Fyrsta fyrirsögnin ,,Vill selja fisk á Bandarikjamarkað — Hefur betri verðtilboð en SH og StS hafa selt á.” Þessi fyrirsögn gefur til kynna, að Sölumiðstöðin og Sambandið standi sig illa við fisksölu i Bandarikjunum. I undirfyrirsögn segir svo, að lög- maður nokkur óski útflutngs- leyfis fyrir tilraunasendingu og aðhonum bjóðist talsvert hærra verð en SH og SIS hafa selt fisk á þar. Þegarsvo fréttagreinin,sem á eftir fer,er lesin, kemur i grund- vallaratriði allt annað fram en það, sem fyrirsögnin gefur til kynna. Greint er frá þeim verðum sem lögmaðurinn telur sig geta fengið fyrir „tilraunasending- una”. Það fylgir þó frásögninni að markaðurinn væri kannski eitthvað veikari nú. Orðrétt er svo haft eftir lögmanninum þetta: ,,Það er hægt að gera þetta í smáum stil með beinum sölum og þvi eru þessi verðtil- boð nokkuð góð en varla ef selja ætti helming framleiðslu Is- lendinga eða eitthvað i þá átt.” Gefur þetta okkur ekki tilefni til nokkurra athugasemda eða spurninga? Erum við ekki búnir að leggja rækt við sölu freðfiskjar á Bandarikjamarkaði i áratugi? Er sá timi ekki löngu að baki, að þangað þurfi að senda „til- raunasendingar” til að vita hvort fiskur okkar liki vel eða illa og til að prófa markaðinn að þvi er verð snertir? Flestir munu halda að svo sé. Þá er það markaðsverðið. Lögmaðurinn viðurkennir að markaður sé sveiflukenndur „og kannski eitthvað veikari nú” en þegar mál hans var lagt inn til viðkomandi yfirvalda. Svo kemur rúsinan. Lögmaður- inn viðurkennir að verð hans séu óraunhæf ,,ef selja ætti helming framleiðslu Islendinga eða eitthvað i þá átt” með hans aðferð og milligöngu. öllum er ljóst að fyrir litið kemur þótt hægt væri að fá sæmilegt verð fyrir litla „til- raunasendingu”. Allir skilja það lika, að allsendis er ófull- nægjandi að selja helming framleiðslunnar fyrir þokkalegt verð Hvað á að verða um hinn helminginn? Verkefnið er að selja alla framleiðsluna fyrir gott verð. Það verkefni hafa samvinnu- sölusamtökin leyst myndarlega af hendi. A það jafnt við um Sambandið og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Þessi samtök hafa verið i far- arbroddi á Amerikumarkaðn- um við að vernda markaðsverð- ið þegar söluaðstæður hafa verið erfiðar og markaðir veikir og þau hafa oft og einatt rutt brautina, þegar talið hefir verið mögulegt að hækka verðið. Margar aðrar hliðar eru enn- fremur á sölustarfinu i Banda- rikjunum sem byggthefir verið upp af myndarskap og fram- sýni, oft og einatt við örðugar aðstæður. Hér verður það mál ekki rætt sérstaklega en vakin athygli á því, að skyndiupp- hlaup á traustum viðskipta- mörkuðum, sem ábyrgir aðilar annast sölu til hafa ekki skilað þeim árangri sem draumaóra- menn hafa vænzt. Slikt er kunn- ugt og minnisstætt þeim sem til þekkja. Önnur fyrirsögnin. „Rannsókn á broti á verðlagslöggj öf inni” I framhaldi hennar segir að innflutningsfyrirtæki i Reykja- vík sé grunað umsvik sem nemi allt að sjö milljónum kr óna. og á það að hafa auðgazt með óíög- legum hættium þessar milljónir á 6 mánaða timabili. Ekki fylgja fréttinni upplýsingar um það, hvort átt hafi að skjóta þessari ólöglega fengnu fjárhæð undan skatti. Ekki er óliklegt að að þvi hafi veriðstefnt. Færi þá saman að fyrst er röng verðlagning viðhöfð og almenningur snuð- aður og siðan eru borgarsjóður og rikissjóður sviknir. Slikt sem þetta er sennilega ekkert eins- dæmi. Það er margra álit að verðlagslöggjöfin sé þráfald- lega brotin og þar til viðbótar komi, að söluskattslöggjöfin sé fótum troðin i rikum mæli. Nýlega var frá þvi skýrt að 42 kaupfélög, Sambandið og sam- starfsfyrirtæki þess hefðu skilað um 4 milljörðum króna i sölu- skatt á árinu 1976. Þetta nam um einum sjötta huta — eða um 16 prósent — af innheimtu sölu- skatts á þvi ári. Það heyrist stundum að sam- vinnuhreyfingin sé stór og um- svifamikil. Séu söluskattsskilin réttur mælikvarði eða nothæf til viðmiðunar má það að visu til sanns vegar færa. Þvi er hins vegar ekki að neita, að nokk- ur hluti þeirra rúmlega 7000 að- ila sem sjá um innheimtu sölu- skatts villist sennilega af leið og þeim gengur illa að finna þann rikissjóð sem söluskattinn á að fá. Eru hinar villuráfandi upp- hæðir sennilega svimandi háar og myndu fjármálaráðherra kærkomin hjálp ef til hans bær- ust. Klækjabrögð og viðskipta- hættir áþekkir þeim, sem sagt er frá í framangreindri fyrir- sögn, eru kannski ekkert eins- dæmi. Hitt er ekki algengt að ferðalangar detti af baki á þann hátt sem hér hefir orðið. Illa kannað fara þegar gróðahyggj- an eða persónuleg sérhyggja fær yfirhöndina. Þar skilur á milli sam vinnureksturs og einkareksturs sérhyggju- manna. Hin persónulega gróða- von afvegaleiðir ekki þá,sem til daglegrar forystu eru valdir hjá samvinnufy rirtækjum. Að þessu leyti er eðli. skipulag og starfshættir samvinnuformsins traustara en leið sérhyggjunn- ar. Þriðja fyrirsögnin ,,Samtökin skamma SiS — Kexverksmiðju — auðhringur”. Þannig hljóðar þriðja fyrir- sögnin, sem staldrað var við þennan umrædda aprildag. Þar er Sambandinu valinný nafngift um leið og sagt er orðrétt: „Ekki fara sögur af þvi, að þær kexverksmiðjur sem i landinu hafa starfað til þessa, hafi átt i erfiðleikum með að metta markaðinn.” Þetta er fávislega mælt. Þannig geta þeir einir tal- aðogskrifað, sem ganga blindir um búðir. Allir aðrir vita að kex hefir verið flutt inn í stórum stil á undanförnum árum. Ætli það láti ekki nærri að heildarneyzla þess hafi numið 2100' tonnum á ári. Innlenda framleiðslan mun hafa verið ca. 1200 tonn. Af þessu sést, að það er fjarstæða að innlenda framleiðslan hafi mettað markaðinn. Svigrúm fyrir aukna innlenda fram- leiðslu er þvi verulegt á þessu sviði. Það er hins vegar kunnugt að hin innflutta framleiðsla er fjölbreyttari en sú heimaunna. Engan veginn er auðvelt að keppa við langþróaða útlenda framleiðslu. Það hefir komið fram hjá forsvarsmönnum þessanýjasamvinnuiðnaðar, að að þvi er þó stefnt. Hvernig til tekst verður reynslan aðsýna. Af framangreindum tölum er ljóst, að svigrúm er ærið fyrir tvær myndarlegar kexverk- smiðjur til að hamla gegn þvi, að útlent kex skipi fyrsta sæti hjá okkur. Þessar þrjár fyrirsagnir eru i eðli sinu ólikar. SU fyrsta sem fjallar um fisksölumál, er bein- linis villandi. Sú næsta er upp- lýsandi og hlýtur að vekja til umhugsunar um þann vanda og ábyrgð, sem hvilir á herðum þeirra, sem tekið hafa að sér að sjá um innflutningsverzlun, og minnir á, að margir bregðast illa þeim trúnaði. Og þriðja fyrirsögnin er vanhugsuð og fá- vislega og algjörlega út i hött. Hún er i stil við upphrópanir þeirra sem halda að það sé góð latina ogskamma samtök sam- vinnumanna með stóryrðum og hrópum einum saman án minnstu raka. Samvinnumaður. Til sölu er mjög sterkur vörubilspallur og sturtur með föstum skjólborðum á lO hjólavöru- bil. Upplýsingar i sima (95) 5541 eftir kl. 7. M.b. Askur Ár-13 Til sölu vélbáturinn Askur Ár-13 sem er 68 tonna eikarbátur, byggður i V-Þýzkalandi 1960. Vélin er 425 ha Caterpillar frá 1976. Allar frekari upplýsingar varðandi bátinn gefur lögfræðingur Byggðasjóðs, simi 2-51-33. Ártúnshöfðasamtökin Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl 1978, kl. 16 í matstofu Miðfells h.f. að Funahöfða 7 Dagskrá: 1. Borgarstjóri heimsækir fundinn og skýrir stöðu borgarinnar og þær framkvæmdir sem gerðar verða á Artúnshöfðasvæðinu af borgarinnar hálfu á árinu 1978. 2. Aðalfundarstörf. 3. Fegrun og snyrting umhverfis. 4. Næturvarzla. 5. önnur mál. _ ., Stiornin Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.