Tíminn - 06.05.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.05.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. mal 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurösson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðimúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar bláðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð Ilausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á mánuði. Blaðaprent h.f. Atvinnuöryggið í fyrirrúmi Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn eru ósammála um flesta hluti þá sem tekizt er á um i islenzkum þjóðmálum. Það lætur þvi að likum að flest mál hafa verið leyst með málamiðlun i núverandi rikisstjórn. Er það i senn kostur og galli i sjálfu sér, og má vera að hafi stundum dregið úr möguleika á tafarlausum aðgerðum. Þegar núverandi rikisstjórn var mynduð var það hins vegar sameiginlegt markmið beggja stjórnarflokkanna að vinna sigur i landhelgis- málinu og ná tökum á óðaverðbólgunni. Sigur hefur unnizt i landhelgismálinu, óg eru umskiptin á Islandsmiðum alger. Mun þjóðin njóta þeirra timamóta um langa framtið. Mikill árangur náðist einnig i baráttunni við verðbólguna. Á tæpum þremur árum tókst að koma henni niður i helming þess sem var við upphaf stjórnarsamstarfsins. Á siðustu mánuð- um hefur aftur sótt í fyrra horf og af ýmsum ástæðum. Meðal annarra ástæðna er ekki um það deilt að kjarasamningar vega þungt i þessum efnum, en eins og kunnugt er gerðu þeir ráð fyrir veru- legum launahækkunum til annarra en láglauna- fólksins. Þegar stjórnarandstæðingar hafa sem hæst um „kauprán” svo kallað,er hyggilegt að menn hafi það i huga að allt starfstimabil rikisstjórn- arinnar hefur þess verið gætt að fullt atvinnuör- yggi héldist um land allt. Meðan mikið atvinnu- leysi hefur rikt i nágrannalöndum hefur hér tek- izt að standa vörðumfulla atvinnu fyrir tilstyrk stjórnvalda. Þessa staðreynd verða menn að virða ef þeir vilja af sanngirni fjalla um islenzk efnahags- mál. Menn geta til dæmis borið atvinnumála- og byggðastefnu rikisstjórnarinnar saman við þá ógæfulegu stefnu sem „viðreisnarstjórnin” fylgdi i þessum efnum. Vitað er að sumir stjórnarandstæðingar halda enn i „viðreisnarúrræðin” til lausnar. Þeir hafa ekki enn megnað að læra af reynslunni. Um þá stjórnarandstæðinga sem ekki hampa „viðreisnardraumum” sinum^verður það hins vegar sagt að þeir virðast ekki hafa náð að gera sér neina heildarmynd af efnahagslifinu. Þeir ætla að taka það út hér sem þeir troða inn þar i brotakenndum málflutningi sinum. Annars veg- ar átelja þeir hækkun f járlaga, svo að dæmi sé nefnt, en heimta hins vegar enn þá meiri fram- lög opinberra aðila. Þeir heimta i senn aukna einkaneyzlu og vaxandi samneyzlu en án tillits til þróunar þjóðarframleiðslu og þjóðartekna. Stjórnarflokkarnir hafa staðið frammi fyrir örðugum aðstæðum og þröngum valkostum. Valið hefur verið af skynsemi um aðgerðir með tilliti til hagsmuna allrar þjóðarinnar. Slikt ræð- ur farsæld til frambúðar, en ekki flas stjórnar- andstæðinga og yfirboð á öllum sviðum. Atvinnuþurrð ýtir undir andúð á útlendingum 10% fólks í Svíþjóð innflytjendur 10 þúsund útlendingar fá rikisborgararétt ár hvert Á nitjándu öld varð sænska þjóðin fyrir gifurlegri blóð- töku vegna brottflutnings fólks úr landi. Þá var þar enn mikil örbirgð og rikjandi stétt- ir þröngsýnar. Á siðustu ára- tugum hafa Sviar verið ein af þeim þjóöum heims, sem vib mesta velgengni hafa búið og hlutfallslega stórtækastir i framlögum til raunverulegrar hjálpar við fátækar þjóðir. Þessu biómaskeibi Svia hefur fylgt, að til Sviþjóðar hafa þyrpzt innflytjendur úr mörg- um löndum, og nú er svo kom- ið. að sjö til átta hundrub þús- und útlendingar hafa þar bú- setu, um 10% allra lands- manna. t mörgum öðrum iönaöar- löndum hafa útlendingar get- aö fengið svokallaöa gesta- vinnu. Þaö þýöir, aö þeir geta fengiö þar vinnu á meöan þeirra er þörf, og helzt þá vinnu, sem aörir vilja sizt ganga i. En þegar þeirra ger- ist ekki lengur þörf, er þeim visað úr landi. Sviar hafa fariö ööru visi aö. Þeir hafa tekiö á móti fólki frá vanþróuöum eöa fátækum löndum með það ihuga.aöþaðgetiátt athvarf i Sviþjóö til frambúðar, ef þaö kýs ekki annað, og eignazt þar nýtt heimaland. Þetta fólk hefur getað reitt sig á, aö það fær aö vera um kyrrt, og svo frjálslyndir hafa Sviar veriö aö leyfa þvi einnig að fá til sin ættingja sina, og þeir geta veriö talsvert margir, ef um stórfjölskyldur er að ræöa. Lengi hefur veriö talsvert um innflutning fólks frá Finn- landi og raunar fleiri grann- löndum. En svo ' tóku Júgóslavar einnig aö streyma til Sviþjóöar og siöan fólk úr mörgum fjarlægum löndum — sumt af þjóöerni, sem veriö hafði bitbein i átthögum sin- um. Arið 1976 voru Finnar þó langfjölmennastir innflytj- enda, 184 þúsund, Júgóslavar 40 þúsund, Danir 38 þúsund, Norðmenn 27 þúsund, Grikkir átján þúsund, Vestur-Þjóð- verjar seytján þúsund, en aðr- ir þaðan af færri. Innflytjend- ur af bandariskum uppruna eru um sjö þúsund, margir flóttamenn frá timum striðs- ins i Vietnam. A hverju ein- asta ári fá um tiu þúsund út- lendingar sænskan rikisborg- ararétt. Allt þetta fólk hefur fengið sömu réttindi og Sviar sjálfir jafnskjótt og það var komiö inn i landið. Þar meö eru tald- ar sjúkratryggingar og at- vinnuleysisstyrkir og at- kvæðisréttur eftir þriggja ára dvöl. Þaö var fyrst fyrir þremur árum, að fariö var að krefjast þess, aö innflytjendur heföu iryggt sé vinnu i landinu, áö- ur en þeir komu, en verklýös- félögin og atvinnurekenda- samtökin ákveða nú i samein- ingu, hvort útlends vinnuafls er þörf. Sú breyting hefur haft það i för meö sér, aö þessi siö- ustu ár hafa innflytjendur ver- ið nauöafáir frá öðrum lönd- um en þeim, sem millilanda- samningar um vinnuleyfi taka til. Sviar hafa gert sér afar mikiö far um að hlynna aö inn- fiytjendunum. Jafnskjótt og þetta fólk stigur fæti á sænska jörð er þvi fenginn bæklingur, þar sem þvi er gerö grein fyrir þvi, sem talin er mest þörf á, að það viti um réttindi sin sænska löggjöf og sænska lifs- hætti. Þessi bæklingur var gefinn út á þrettán tungumál- um, eins og til dæmis ung- Khemiisa Sayari frá Téaia rM sænskunám á kaupi i vinnu- tima. versku, tékknesku og króa- tisku. 1 mörg ár hefur verið haldiö uppi mikilli sænskukennslu, sem ætluð er innflytjendum, einkum börnum og ungling- um. En fulloröiö fólk á einnig rétt á sænskukennslu I vinnu- tima sinum — tvö hundruð og fjörutiu stundir á ári á fullum launum. En jafnframt er tunga inn- flytjendanna viðurkennd, og er I lögum mælt svo fyrir, að börn innflytjenda skuli njóta kennslu á móðurmál sinu. Sú löggjöf kemur til fullra fram- kvæmda isumar. Þannig er til dæmis i Gautaborg kennt á tuttugu og fimm tungumálum i barnaskólunum. Sænska ríkisútvarpið sendir að staö- aldri út efni á máli þjóða, sem fjölmennar eru i Sviþjóö, og sjónvarpið er einnig byrjaö á hinu sama. Þegar áriö 1974 var tekin upp sérstök kennsla, sem ætluð var túlkum, i sænskum háskólum og lýöhá- skólum. Það var einmitt gert vegna innflytjendanna. Alls eru i Sviþjóö yfir sjötiu innflytjendaskrifstofur, og er þeirra hlutverk að miðla fræöslu og veita aöstoö. Þrátt fyrir þetta allt hafa þó mikil vandkvæði fylgt inn- flytjendastraumnum. Þetta aökomufólk hefur margt átt bágt meö aö samlagast sænsku þjóöfélagi og fella sig aö sænskum háttum, lögum, reglum og umgengnisvenjum. Þaö á ekki sizt viö um Tyrki, Assýriumenn og fólk af ýmsu Miöjaröarhafsþjóöerni. Jafn- vel Finnar hafa átt i veruleg- um öröugleikum viö aö sam- lagast Svium, en standa betur aö vigi en aörir sökum fjöl- mennis sins. Nú hefur þaö aukiö erfiö- leikana á siöustu misserum, aö atvinna I Sviþjóö liggur ekki lengur á lausu, og mörg fyrirtæki, sem áöur veittu fjölda fólks næga vinnu, ramba svo aö segja á heljar- barmi, og er þar skipasmiöa- stööin Kochum, þar sem fjöldi íslendinga vann á viðreisnar- árunum, þegar atvinnuleysi magnaöist hérlendis, eitt skýrasta dæmið. 1 kjölfar þessarar atvinnu- þurröar i Sviþjóö hefur þess gætt meira og meira, aö sum- ir, sem bornir eru og barn- fæddir i landinu, eru farnir aö lita útlendingana óhýru auga, mikla fyrir sér þá vinnu, sem þeir taka frá heima-Svium, og þá fjármuni, sem þeir fá i hvers konar styrki, fjölskyldu- bætur og annaö samkvæmt sænskum lögum. A hinn bóginn kemur ekki til greina sú einfalda lausn, sem ekki þykir umtalsverð i mörg- um öörum Evrópulöndum, þegar aö þrengir um atvinnu, aö visa fólkinu burt til upp- runalands sins, þar eö Svíar hafa lofaðþvi nýju heimkynni. Óvildar i garö innflytjend- anna gætir einkum meöal rót- litilla unglinga, sem sjálfir eiga I erfiöleikum og jafnvel útistööum viö þjóöfélagiö, og birtist ekki sizt i tengslum við drykkjuskap. Hefur komiö fyrir, að verulegar róstur hafi orðið, er unglingar af þessu tagi veittust aö hverfum inn- flytjenda. En miklu viðar bryddir á einhverju svipuðu, þótt ekki taki á sig jafnhastarlega mynd. Sumum vex i augum fjöldi innflytjenda i landinu, verkafólk, sem misst hefur vinnu, gýtur hornauga til þeirra, og meöal hægrisinnaðs fólks blundar andúð á fólki af öðru þjóöerni, einkum ef hör- undsliturinn er annar. Þessi alda getur risið hærra en hingaö til hefur verið, ef at- vinnuástand i Sviþjóö versnar frá þvi, sem nú er, og skatta- álögur þyngjast. Getur þá jafnvel svo farið, aö svipað gerist og i Bretlandi, þar sem þeir, sem kynda undir óvild á fólki úr hinum gömlu nýlend- um Breta, er þar hafa setzt aö, virðast eiga léttan leik aö brengla skyn fólks, ekki sizt hinna fátækustu stétta. Sýrlenzk fjölskylda I Sviþjóö — Ibúöarblokkir Sýrlending- anna i baksýn. JS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.