Tíminn - 06.05.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.05.1978, Blaðsíða 11
Laugardagur 6. maí 1978 11 Jónas Jónsson: Mistök -eða hvað? Ofthefur snillingurinn, Ómar Ragnarsson, skemmt okkur vel, Islendingum, yngri og eldri, meðsinum gamanþáttum, söng og leik. Þá eru og myndir hans (úr lofti m.a.) og viðtöl viðs- vegar um landið, bæði gott efni og íróðlegt, til okkar komið á „skjáinn”. Ég er því bæði leiður og undr- andi yfir mistökum hans við sjónvarpsþáttinn, Kastljós, i gærkvöld, þar sem saman leiddu hesta sina, misvel tamda, hópur „framámanna” i Kröfluvirkjunarmáli. Þar brást Ómar alveg sem stjórnandi, — viljandi eða af vanmætti — hvort heldur? Vildi hann skemmta okkur, áhorfendum, með hanaati, eða stóð hann sjálfur alveg öðrumegin i deil- unni? _ Hverns vegna skyldi hinn sjálfglaði en orðljóti unglingur „gefa tóninn”, hafa fyrsta orðið, mest af framhaldinu og svo lokaþáttinn? Eftir hans byrjun var ekki furða, þótt fleiri lentu i sama feninu, svamlandi þar i öfgum, stóryrðum og ásökunum af versta tagi! Þvilíkt er ekki bjóð- andi sæmilegu fólki að sjá og heyra i áhrifamesta fjölmiðli þjóðarinnar. Hvar var stjórnandinn, þegar ákærandinn á vinstri væng fylk- ingarinnar þarna, „unglingur- inn”, hrifsaði orðið af undra- verðri frekju og hávaða af hverjum ræðumanni eftir annan? E.t.v. mega þeir fara að hlakka til i Alþingi, a.m.k. ef Ómar situr i forsetastóli! Sumir geta talað á við tvo og fyrir aðra, það mætti liklega minnka „báknið” þarna ogspara nokkr- ar krónurfyrir „kassann”. Ekki veitti af þvi, segja menn. Áður en þessi þáttur kom á „skjáinn” mun alþjóð hafa verið nokkuð kunnugt, að margt hefurfarið úrskeiðis við Kröflu- virkjunina og „að dýr yrði Haf- liði allur”, en hverjum er um að kenna? Ég er hræddur um, að við höfum litið fræðzt um það við þennan þátt: Alþingismenn, sem einróma samþykktu fram- kvæmdina, og óskuðu eftir sem mestum hraða, iönaðarráð- herra, orkunefnd og Kröflu- nefnd með „ákærða” þarna á hægri væng móti „ákæranda”. Allir vildi þessir gera að vilja Alþingis, vinna bæði fljótt og vel. En þarna, eins og viðar, reyndist ekki „flas til fagnað- ar”. Hér var reynsluleysið mikið, tillögur visindamanna ekki alltaf samhljóma — eðli- lega —. Með meiri gætni, meiri og langstæðari tilraunum hefði þurft að fara, eins og málin snerust! Jarðskjálftar og eldsumbrot gjörbreyttu allri aðstöðu við Kröflu meðan á uppbyggingu stóð. En hver vissi það fyrir, hverjum á að kenna um það? Ef kyrrt hefði verið og rófegt allt við Kröflu og Leirhnjúk þessi þrjú s .1. ár eins og hin tvö hundruð og fjörutiu þar á und- an, má ætla, að i dag væri Kröfluvirkjun uppkomin og i fullum gangi — af öllum annál- uð og hálofuð framkvæmd! Þá ekkert „réttarhald” isjónvarpi, „ákærandinn” hefði misst af mörgum „góðum” tækifærum, en hinn „ákærði” i miklum há- vegum hafður fyrir dugnað sinn. Hvernig myndi framkvæmd- um og fjárhag komið við Sig- öldu, ef viðlika náttúruhamfarir og við Kröflu undanfarið hefðu þar látið að sér kveða við upp- byggingu þess fyrirtækis? „I dag mér, á morgun þér”. Við búum i eldfjallalandi og stönd- um viða án öryggis í báða fætur. Og Sigalda1 er ekki undanskilin, þótt við vonum að vel standi. Oflugir jarðskjálftar geta miklu valdið til tjóns á byggingum og leiðslum, og hraunflóð geta breytt leiðum fallvatna, jafnvel svo, aðsvartverði hvítt! Á þetta var litiðminnztf nefndum þætti. Þess var þar heldur ekki getið, að kostnaðurinn við „Kröfluæfintýrið”,hvortsem er lleða 17milfjarðar, ætti ekki að tilheyra aðeins þvi eina stór- virki. Hér er um byrjunartil- raunir við stórkostleg fram- tiðarafrek þjóðarinnar að ræða. Hér fæst dýrkeypt reynsla, sem kemur til góða við ótaldar stór- virkjanir jarðhitans i landi okkar. Bjartsýni, ákafi og nauðsyn réðu hér ferðinni, en hamfarir náttúruafla komu i veg fyrir væntanlegan árangur, en nú er svo langt komið, að ekki verður aftur snúið. Meiri hluti allra þeirra, sem létu til sin heyra, i þessum þætti, á götum, torgum og góðum stólum, voru um það sammála, að nú mætti ekki „láta deigan síga”, heldur leita nýrrar orku við Kröflu, þegar á þessu sumri. Af nógu mun að taka i námunda, þótt meira verði til að kosta en ætlað var. Og að lokum mun Krafla vinna sin stórvirki, veita mörgum ljós, yl og nýja mögu- leika til góðra afreka. Við von- um það, Norðlendingar, biðjum þess og trúum á það. Og vonandi er svo lika um aðra landsmenn, jafnvel þann orðhvata á vinstri væng fylkingarinnar á „skján- um” i gærkvöldi. „Brekknakoti” 29. april 1978. Jónas Jónsson + Eiginmaöur minn t Guðmundur Löve framkvæmdastjóri öryrkjabandalags tslands andaðist snögglega að morgni 3. maf, á heimili sonar okk- ar i Kaupmannahöfn. Rannveig Löve. Minningarathöfn um föður okkar Eystein Björnsson frá Guðrúnarstöðum verður i Fossvogskapellu, mánudaginn 8. mai kl. 10,30. Jarðarförin fer fram frá Blönduóskirkju, þriðjudaginn 9. mai, kl. 14. Þeim sem vilja minnast hans, er bent á Héraöshælið á Blönduósi og liknarstofnanir. Börnin Birgitte Hövring, hin nýlátna eiginkona Þorsteins Stefánssonar, réðst, ásamt manni sinum, I stofnun forlags tii þess að gefa át bæk- ur Islenzkra höfunda á dönsku. Hér er hún með nokkrar útgáfu- bókanna, tvær eftir Óiaf Jóhann Sigurðsson og eina eftir Þorstein Stefánsson. Trúlofunarhringurinn, er það, sem við myndum kannski kalla „gamaldags”. I sumum köfl- um bókarinnar jaðrar við viðkvæmni, svo sem i draumun- um um unnustuna heima á Islandi. 1 sögunni koma einnig fram „gömul” viðhorf, til dæmis i verðmætamati, og þar er tryggð mannsins og saklaus gleði yfir tilverunni hin fagur- fræðilega eggjun. Það er þó ekki fyrst og fremst vegna verðmætamatsins, aö sagan er ánægjuleg aflestrar heldur kemur þar einkanlega til lýsingin á tveimur Islendingum, sem standa andspænis hinni viðu veröld Kaupmannahafnar einhvern tima á fjóröa tug aldarinnar. Ma'laraneminn Daniel og hinn ungi rithöfundur, Steindór, virðast báöir hafa þegiðað láni ýmsa drætti úr lífi höfundarins. Þetta þarf engum að koma á óvart, þar sem Þorsteinn hefur viö eigin reynslu að styöjast. Margt mætti segja um það tvisæi, sem þarna er teflt fram i skiptum listamanna og hand- iðnaðarmanna Enn áhugaverð- Hithöfundarstörf Þorsteins Stefánssonar í Aftenposten var fyrir skömmu grein eftir Iver Tore Svenning um Þorstein Stefánsson og rithöfundárferil hans, eink- um skáldsöguna Trúlofunarhringinn. Eins og fram kemur i greininni hefur Þorsteinn verið búsettur i Danmörku á fjórða tug ára. Eiginkona hans, sem lézt i vetur, var Birgitte Hövring, sem af miklum dugnaði hafði stofnað útgáfufyrirtæki, sem ein- vörðungu var helguð útgáfu bóka eftir íslendinga, Birgitte Hövrings Biblioteks- forlag. Höfðu þau hjón þegar unnið mark- vert starf á þvi sviði. Islenzkir rithöfundar eru ekki i hópi þeirra rithöfunda á Norðurlöndum, er eiga auðveldastan leik. Sumir þeirra hafa nauðugir viljugir orðið að fara úr landiog skipta um tungu til þess að komast áleiðis. Þorsteinn Stefánsson er einn þeirra. Allt siðan árið 1935 hefur hann átt heima i Danmörku. Þetta sama ár kom fyrsta bók hans út á íslandi. Sigur á sviði bókmenntanna vann hann með skáldsögunni „Den gyldne Fremtid”, sem meðal annars hefur verið gefin út I Þýzkalandi, Bandarikjunum og Englandi. Hinn enska búning fékk höfundurinn sögu sinni sjálfur. Skáldsagan Dalurinn (1942) hefur einnig veriö þýdd á önnur mál, þar á meðal frönsku og hollenzku — auk islenzku. A seinni árum hafa komið út margar sögur og smásagnasöfn eftir Þorstein Stefánsson. Sérstaka athygli hefur vakið saga, sem nefnist „Dybgrönne Tun” (1976) — skáldsaga, iþætt lifi höfundarins sjálfs. Hún gerist á Islandi milli styrjaldanna og lýsir hvers- dagslifi þar. Siðasta skáldsaga Þorsteins, ara er þó að fylgjast með lifi þessara tveggja manna i ókunnu umhverfi, minnimáttar- kennd þeirra (sem leiðir þá meðal annars til þess að vilja afneita upphafi sinu) og fátækt þeirra. öll þessi lýsing hefur mikið félagslegt gildi. Gæti viðkvæmni hjá Þorsteini i af- stöðu hans á einu sviði, þá kem- ur það ekki fram i umfjöllun hans um daglegt lif. Hann talar aö visu lágum rómi, en gengur beint aðefni og heggur til kjarn- ans. Þar kemur fram listrænn og eftirtektarverður sjálfsagi höfundarins. I sögunni er raunar brugðið fleiri mannlifsmyndum. I bréf- unum frá ættingjum Steindórs heima á Islandi, fáum við einnig innsýn i mannlifið þar, og ekki sizt áhrifamikla mynd af kyn- slóðabilinu og mismunandi verðmætamati landsmanna. Þessi bréf, ásamt sálfræöileg- um athugunum, stuðla aö listrænni spennu i sögunni. Að öllu samanlögðu er Trúlof- unarhringurinn vandlega unnin saga — saga, sem miðlar þekk- ingu á liðinni tið og samfélag- inu, og jafnframt dregur fram þroskaferil listamanns og sér- eigindir. Það er á margan hátt sálubót að kynnast Þorsteini Stefáns- syni. Leikfélagid Grimnir i leikför með Hlaup- vídd sex KLG/Stykkishólmi — Föstudag- inn 28. april frumsýndi Leikfélag- ið Grimnir Stykkishólmi leikritið Hlaupvidd sex eftir Sigurö Páls- son undir leikstjórn Signýjar Pálsdóttur i Félagsheimilinu i Stykkishólmi. Leikritið hefur veriö sýnt hér tvisvar viö góðar undirtektir. Leikarar eru 12 og þykir leikurinn mjög jafn og góður. Leikurinn gerist hér á landi á striðstimunum. Um helgina fer hópurinn með leikinn suður á bóginn og sýnir i Kópavogsbiói i kvöld laugardag 6. mai. Miðapantanir eru i sima 41985 en miðasala er i bióinu i dag frá kl. 16. Á morgun sunnudag verður svo sýning i Selfossbiói kl. 16. Auglýsið í Tímanum Þjóðarbókhlaða. Tilboð óskast i að steypa sökkla og botn- plötu, steypumagn 1140 rúmm. Verkinu skal að fullu lokið 1. sept. 1978. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 23. mai, kl. 11.00. INNKAURASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.