Tíminn - 10.05.1978, Side 11

Tíminn - 10.05.1978, Side 11
Miðvikudagur 10, mal 1978. n Sigurbjörg 6 ára á Drottningu frá Kröggólfsstööum. Sigurbjörg heldur á bikar sem Sveinn Friðriksson Hveragerði gaf yngsta keppanda. Firmakeppni Hestamanna- félagsins Ljúfs í Hveragerði PÞ—Sandhóli. Firmakeppni hestamannafélags- ins Ljúfs var haldin i Hveragerði siðastliðinn sunnudag. 45 firmu tóku þátt i keppninni. Keppt var i tveim aldursflokkum. t flokki 15 ára og eldri var efst Maria Þórarinsdóttir, Hveragerði á Skugga 6 vetra, firma Búnaðar- bankinn i Hveragerði. Annar var Kristinn Antonsson á Mána 9 vetra frá Torfastöðum Biskups- tungum, firma Heyverk hf. Þriöji var Guðmundur Hauk«son á Brönu 5 vetra. Eigandi Brönu er Guðjón Sigurðsson Kirkjuferju- hjáleigu firma Bifreiðaþjónusta Sólmundar Sigurðssonar. 1 unglingaflokki var efst Mónikka Pálsdóttir frá Krögg- ólfsstööum á Faxa 8 vetra, firma Hárgreiðslustofa Sillu og Brynju. Annar var Anton Tómasson, Hveragerði á Sif .8 vetra úr Hveragerði, firma Bifreiðaverkstæði Svavars Ólafs- sonar. Þriðji var Sigtryggur Kristóf ersson Hveragerði á Frábær, firma Garðyrkjustöðin Gufudal. Yngsti knapínn var Sigurbjörg Skarphéðinsdóttir 6 ára úr Hveragerði. Hún keppti fyrir firma Sveins Gislasonar byggingameistara. Starfsemi hestamannafélags- ins Ljúfs hefur verið mjög öflug i vetur, m.a. héldu fyrirmenn hestamannafélagsins námskeið i hestamennsku fyrir unglinga. Formaður Ljúfs er Tómas Antonsson Hveragerði. Manntalið 1801 FI — A aðalfundi Ættfræðifélags- ins, sem haldinn var fyrir skömmu, kom fram, að setning á fyrsta bindi af manntalinu 1801 er um það bil hálfnuð, en félagið hef- ur með höndum útgáfu þess. Þetta bindi nær yfir Suðuramt frá Lónsheiði að Hvitá i Borgarfirði, en á þvi iandssvæði bjuggu um 17 þúsund manns árið 1801. Gert er ráð fyrir þvi, að manntalið allt verði þrjú bindi. Manntal þetta er elzta alls- herjarmanntal Islendinga, næst manntalinu frá 1703 og hin merk- asta heimild, ekki aðeins ætt- fræðilega heldur engu siður hag- fræðilega á margan hátt. Félagið hefur áður gefið út manntal frá 1816, en það er ekki til úr nándar nærri öllum sóknum á landinu. I manntalið frá 1801 vantar hins vegar ekkert. Skýrt var frá þvi á fundinum. að Námsflokkar Reykjavikur hefðu staðið að tveim námskeið- um I ættfræði á sl. vetri, en slikt námskeið er alger nýjung hér á landi og þótt viðar væri leitað. Ekki voru námskeið þessi ætt- fræöifélaginu viðkomandi að öðru en þvi, að formaður félagsins var þar leiðbeinandi. Á aðalfundinum flutti Sigurgeir Þorgrimsson erindi um ólaf Snókdalin ættfræðing og ætta- bækur hans. Stjórn félagsins var endurkos- in. Hana skipa: Ólafur Þ. Kristjánsson formaður, Bjarni Vilhjálmsson, Jakobina Péturs- dóttir, Jóhann Gunnar Ólafsson og Pétur Haraldsson. Félagsmenn i Ættfræðifélaginu geta allir orðið sem áhuga hafa á ættfræði og vilja hlynna að henni og útgáfu heimildarrita um þau efni. Myndlistarmenn vilja samstarf við pólska starfsbræður SJ — Stjórn Félags islenzkra myndlistarmanna hefur rætt um að koma á samstarfi við mynd- listarmenn i Póllandi, gagn- kvæmum sýningum og öðrum samskiptum. Formaður FIM, Hjörleifur Sigurðsson ræddi þessi mál við sendiherra Póllands hér sem kom þeim á framfæri I heimalandi sinu. Pólskur mynd- listarmaður Outreba lagöi siðan fram samstarfstillögur á fundi með stjórn FIM I vetur. Þessar tillögur hafa hins vegar enn ekki verið ræddar að gagni hjá félag- inu, að þvi er segir i 10. félags- bréfi FIM, sem blaðinu hefur ný- lega borizt. Kristín Eyfells sýnir í Flórida SJ — I aprilmánuði sýndi Kristin H. Eyfells myndhöggvari 17 lista- verk i nýjasta sýningarsalnum iOrlando, Flórida, Church Strœt Station Gallery. Kristin hefur haldið nokkrar einkasýningar i Flórida og á Islandi og tekið þátt i samsýningum á Norðurlöndum Tvær höggmynda Kristinar Eyfells Kristin við eitt verka sinna. og f Bandarikjunum. Undanfarin árhefur hún dvalizt i Bandarikjunum, en þar hlaut hún einnig myndlistarmenntun sina og lauk jafnframt sálfræði- prófi 1962. Listaverkin, sem Kristin Hall- dórsdóttir Eyfells sýndi i aprii, eru úr málmi og asbestsementi. Eiginmaður Kristinar, Jóhann Eyfells, er prófessor við Florida Technological University i Orlando. Sendandt heirnilisfa. SVe‘tarf?L^ Quelle stæista póstverslun Evrópu er einnig á íslandi 'UELLEvor- og sumar- býdur yfir 40.000 ------- nœrri því 1000 stórum, litprentudum síðum. Þar af 450 síðum með nýjustu fatatýskunni á alla fjölskylduna. I þessum glœsilega lista gefur auk þess að líta fjölbreytt úrval rafmagnstækja og bús- áhalda, útivistar- og viðlegu- búnaðar, fallegs borðlíns og sæhgurlíns, dýrmœtra skartgripa og úra,gjafavara í úrvali... Með öðrum orðum allt, sem hugurinn girnist og léttir lífið, án þess að það kosti ferð í kaupstaðinn. Þér getið nú pantað hjá QUELLE umboðinu á Islandi. á íslensku og greitt með íslenskum krónum. Hjá umboðinu getið þér fengið eitt glœsilegasta inn- kaupatilboð í Evrópu, ■nýja QUELLE verðlistann. Umboðið mun, með ánægju, veita aðstoð og svara fyrirspurnum varðandi pöntun, afgreiðslu eða greiðslu á sendingu yðar frá QUELLE í síma 92-3576 milli klukkan 13-17 alla virka daga. QUELLE umboðið á Islandi. Hlein hf. Pósthólf 39, 230 Njarðvík. .

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.