Tíminn - 10.05.1978, Page 20

Tíminn - 10.05.1978, Page 20
Sýrð eik er sígild eign AGiÖGIÍ TRÉSMIDJAN MÉIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 GISTING MORGUNVERDUR í|Ótel RAUDARÁRSTÍG 18 lekla . -^pfrrfícr11-1 ^.j.niinn ■ [ SIMI 2 88 66 ^HÍÍÍIUÍJ. Miðvikudagur 10. maí 1978 62. árgangur — 96. tölublað. ... . .................................................. Formaður VSÍ á aðalfundi félagsins i gær: Setja þarf skorður við verkfallsrétti opin- berra starfsmanna —og umgjörð i launamálum JB — Aðalfundur Vinnuveitenda- sambands Islands hófst i gær. Verður fundinum fram haldið i dag, en honum lýkur á morgun. Aðalviðfangsefni fundarins nú sem undan farin ár munu snúast um efnahagsmálin, en auk þess veröur rætt um ýmis félagsmál að vanda. Við upphaf fundarins voru kosnir fundarstjórar og -rit- arar, en siðan flutti formaður Vinnuveitendasambandsins, Jón H. Bergs, ræðu. Þá tók getur fundarins, Geir Hallgrimsson for- sætisráöherra, til máls. Jón H. Bergs mun nú láta af störfum sem formaður VSl en mun áfram gefa kost á sér til framkvæmda- stjórnar þar sem hann hefur setið i tuttugu ár. Jón H. Bergs hóf mál sitt á þvi að ræða um þjóðarhags.l. árs, en áfyrrihluta ársins batnaði hann nokkuð. Þjóðarframleiðsla jókst, atvinna var næg og vegna batn- andi viðskiptakjara jukust tekjur þjóðarinnar talsvert umfram þjóðarframleiðslu. Einnig miðaði nokkuð i þá átt að draga úr verö- bólgunni, þótt hún færi aftur vax- andi i lok ársins, og i árslok hafi verið við mjög alvarlegan verð- bólguvanda að etja og þar af leið- andi ótryggan rekstur i útflutn- ingsgreinum þjóðarinnar. Sagði Jón H. Bergs að miklar sviptingar hefðu orðið i launa- málum i fyrra og samningaum- leitanir erfiðar. Enda hafi verka- lýðshreyfingin lagt fram meiri kröfurenáður ,og hafi óraunsæi, óþolinmæði og óskhyggja sett svip sinn á þær. Hafi VSI varað við afleiðingum kjaraákvarðana er ekki tækju mið af efnahags- horfum og stöðu atvinnuveganna, og spáð þvi að ella yrðu kallaðar yfir þjóðir stórfelldar vixlhækk- anir verðlags og kaupgjalds auk- inn viöskiptahalli, gengislækkan- ir og rekstrarörðugleikar. Verka- lýðshreyfingin hafi með verk- fallsaðgerðum knúið á um nauð- ungarsamninga, sem vinnuveit- Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri: Jón H. Bergs, formaöur VSl, flytur ræöu á aöalfundi félagsins I gær. Jón mun nú biðjast undan endurkjöri sem formaöur. — Mynd GT. endur samþykktu til að halda vinnufrið, og hafi spádómur þeirra rætzt. Sagði Jón H. Bergs, að auk þessa hefði svokomið til verkfalls opinberra starfsmanna, of hafi þetta hvorttveggja orsakað rösk- un í atvinnulifi og valdið þjóðar- búinu milljarða tjóni. Kom fram i máli formanns VSl, að með veitt- um verkfallsrétti opinberra starfsmanna stæðu menn frammi fyrir ennþá meira skipulagsleysi við gerð kjarasamninga en áður, og að fenginni reynslu af honum væri óhjákvæmilegt að setja skorður við verkfallsrétti þeirra og skýrari ákvæði um fram- kvæmd löglegra verkfalia. Teldu vinnuveitendur nauðsyn- legt að vinnufriður héldist en hann sagði, að vandséð væri hvernig vinnuveitendur ættu að geta boðið fram launahækkanir nútil lausnar þessum vinnudeild- um sem nú riktu, nema skilyrði mynuðust til breytinga á lögum frá í febrúar, en það þyrfti að koma fyrir atbeina rikisvaldsins. Þá lagði Jón H. Bergs á það á- herzlu að einstaklingar, hags- munasamtök þeirra og stjórnvöld taki höndum saman i baráttunni gegn verðbólgunni, höfuðmein- semd islenzks efnahagslífs, og þörf væri umbóta i hagstjórn og samræmdrar efnahagsstefnu um ákvarðanir i rikisfjármálum, peningamálum, f járfestingar- málum og launamálum'. Yrði t.d. að setja umgjörð i launamálum, sem miðaðist við þjóðartekjur og þjóðarframleisðlu. Framhald á bls. 5 „Tekizt sé á við vanda stofnun- arinnar með fullri alvöru” E ndurgr eiðsla irmflutningsgjalda af þungaflutningabílnm KEJ — Fjármálaráðuneytið er nú byrjað að endurgreiða inn- flutningsgjald af ökutækjum með burðarþol 6 tonn og þar yfir sem innheimt hafa verið á grundvelli nýs gengis eftir að gengisskráning hófst að nýju hinn 10. febrúar siðastliðinn. Er þetta gert í samræmi við nýja reglugerð um innflutningsgjald af bifreiðum og bifhjólum en i henni felst m.a. að innflutnings- gjöld af ofangreindum ökutækj- um Iækkuðu verulega. Endan- legur kaupandi og skráður eig- andi ökutækis eða fullgildur aðili fyrir hans hönd getur sótt um endurgreiðslu til viðkom- andi innheimtumannsrikissjóðs i samræmi við ofangreind atriði. Brúni liturinn í tizku? 20 stiga hiti á Akureyri „Þær ráðstafanir sem beitt hef- ur verið til lausnar fjárhags- v a n d a H a f m a g n s v e i t n a n n a liverju sinni hafa dugað skammt", sagði Kristján Jónsson r af magns veitustjóri ríkisins meðal annars f ræðu sinni á aðal- fundi Sambands islenzkra rafveitna f gær, og bætti við að ..auknar lántökur, sem nú eru til umræðu, auka einungis lánabyrð- ina og gera vandann verri viður- eignár.” 1 ræðu sinni rakti rafmagns- veitustjóri þær framvkæmdir sem Rafmagnsveitur rikisins hafa i' undirbúningi og eru að vinna að, og gerði grein fyrir erfiðri fjárhagsstöðu stofnunar- innar. Kom það fram í máli hans að vandi Rafmagnsveitnanna felstekkisizt i þvi að þeim er gert af opinberri hálfu að standa undir ýTnsum framkvæmdum sem ekki geta skilað af sér neinum arði en helgast af félagslegum sjónar- miðum og byggöasjónarmiðum. Hefur Rafmagnsveitunum verið gertað greiða kostnaðinn við slik- ar framkvæmdir af rekstrartekj- Kristján Jónsson um sínum, semengan veginn geta staöið undir þeim ásamt almenn- um rekstrarkostnaði. I lok ræðu sinnar sagði rafmagnsveitustjóri rikisins meðal annars. „Þær ráðstafanir sem gera þarf til þes; að Rafmagnsveitur rikisins fái tryggan rekstrar- grundvöll, þ \nnig að þær geti sinnt þvi hlut/erki sem þeim er ætlað lögum samkvæmt, eru að minu mati eftirfarandi: 1. Eigandi stofnunarinnar, rikið, yfirtaki nú þegar ákveðinn hluta f jármagnskostnaöar, þannig að reksturinn standi undir sér. Sem fordæmi má nefna að orkusjóður, væntanlega fyrir hönd rikissjóös, hefur yfirtekið um 75% af skuldum Vestfjarða- veitu við stofnun Orkubús Vest- fjarða. 2. Framvegis verði hinn félags- legi þáttur framkvæmda Rafmagnsveitnanna fjármagn- aður með óendurkræfum fram- lögum úr ríkissjóði. Rafmagnsveitur rikisins hafa mjög mikilvægu þjónustuhlut- verki aö gegna, eins og kveðið er á um i lögum og notendur eiga fúllan rétt á að krefjast þess aö tekizt sé á við vanda stofnunar- innar með fullri alvöru”, sagði Kristján Jónsson að lokum. HEI —Það liggur vel á Akrueyr- ingum þessa dagana, sem von er þvi þeir hafa baðað sig i sólskini og hita undanfarna daga. Hitinn hefur veriðum 20 stig i forsælu og hitamælar sem snúa i sólarátt hafa farið yfir 40 stig sagði Vilhelm Þorsteinsson á Akureyri i gær. Blaðið hafði samband við veðurstofuna, og var sagt að þetta væri mjög nærri lagi. Frá þvi á sunnudag hafi verið mikill hiti á Akureyri og viða i innsveit- um norðanlands hafi verið 16 til 18 stiga hiti. Við armir Sunnlending- ar myndum vist þakka svona hita i júli, hvað þá um þetta leyti. Legvatnsrannsóknir að hefjast hér — sem ættu að verða til þess að færri konur eignast mongólíta og önnur vanheil börn SJ — Á næstunni verður fariö að kanna á Rannsóknastofu Há- skóians legvatnsástand hjá vissum hópum vanfærra kvenna með tilliti til þess hvort fóstrið berif sér litningagalla, en sá al- gengasti af þessum göllum veldur því aö barnið veröur vangefið, mongólíti. Veröur hér væntanlega cinkum um að ræða vanfærar konur 35 ára og eldri, en með hækkandi aldri vex hættan á þvi að konur eign- ist móngólfta eða börn með aðra litningagalla mjög mikið, þótt aðeins lág hundraöstala barna kvenna á þessum aldri reynist mongólitar eða með aöra litn- ingagalia. Einnig verða gerðar legvatnsrannsóknir hjá konum, þar sem vitaö er um að annaö hvort móðir eða faðir hins ófædda barns eru arfberar litn- ingagaila og hjá konum, sem áður hafa átt mongóiita eða börn með aðra litningagalla. í rannsókn þessari kemur jafn- framt i Ijós hvort of mikiö er af ákveðnu eggjahvftuefni I leg- vatninu, en ef svo cr þá eru sterkar likur á þvi að barnið fæðist með klofinn hrygg eða vatnshöfuð. Arið 1976 fæddust tiu mongólitar hér á landi og þar af voru 5 börn mæðra 35 ára eða eldri. A þriggja ára tfmabili 1972-1974 fæddust hér 24 mongó- litar, þar af 11 börn mæðra 35 ára eða eidri. Þegar legvatns- rannsókn leiðir i ljós að sterkar likur eru á að barnið fæðist með alvarlega ágalla, verður konum gcfinn kostur á fóstureyðingu. Auk þess sem flestum foreldr- um mun þaö mikill léttir að cignast ekki vangefið barn er hér um heilsuhagfræðilegt mál að ræða. Kostnaðurinn viö aö koma upp þessari rannsóknar- starfsemi miðað við verðiag sl. haust mun vera 5-6 milljónir auk launa 1 1/2 starfsmanns, en kostnaður við vistun eins mongólita á stofnun mun vera 3 1/2 -4 mUIjónir króna á ári. Rúmlega 300 konur 35 ára og eldri eignast börn hér á landi árlega (304 af 4291 fæöingum alls 1976). Að undanförnu hafa verið gerðar legvatnsranns- sóknir hjá hluta þessara kvenna og þá einkum þeim, sem hafa óskað þess sérstaklega ellegar læknar þeirra hafa bent þeim á það. Sýni af legvatninu hafa verið tekin hér heima en rann- sóknirnar hafa verið gerðar á John F. Kennedy stofnuninni i Glostrup i Danmörku. Hingað til hefur ekki þurft að greiða fyrir þessar rannsóknir annað en flutningskostnað, ai þær munu ekki gerðar endurgjaldslaust til frambúðar, auk þess, sem stofnunin getur ekki annað þvi aö gera allar þær rannsóknir, sem hér eru nauðsynlegar. Kostnaður viö hverja rannsókn er a.m.k. 50.000 kr. I fyrra voru send 30 legvatns- sýni til Danmerkur til rann- sóknar, 20 árið 1976 og 10 árið 1975. A þessu ári er sennilega einnig búiö að senda nær 30 leg- vatnssýni. Tvisvar hafa fundizt meðíæddir erfðagaliar hjá fóstrum kvennanna sem sýni voru tekin úr, enda eru þessar tölur svo lágar að ekki eru lik- indiá að slikt hefði fundizt oftar. Tæki til þessara rannsókna hafa þegar verið keypt, en þó vantar ennefni og tæki, sem eru i pöntun. Ron Berry, brezkur erfðafræðingur,sem hér starfar nú, mun koma þessum rann- sóknum af stað en með honum vinnur Margrét Steinarsdóttir erfðafræðingur, sem væntan- lega mun standa fyrir þeim i framtiðinni. Hingað til hafa læknar al- mennt ekki getað bent konum á að láta gera slika rannsókn séu þær komnar yfir 35 ára aldur, en nú verður væntanlega breyting á við aö rannsóknastarfsemin færist hingað heim. Sumir lækn- ar telja aö ástæða sé til að kona láti gera rannsókn á legvatni hafi hún sérstakar áhyggjur af aö fóstrið beri I sér meðfæddan gaUa þótt hún sé ekki orðin 35 ára. Ó veruleg áhætta fylgir töku á legvatnssýni. Rannsóknir á legvatnssýnum eru nú orönar nær 100% öruggar. Sá galli er á þessum rannsóknum, að þær er ekki hægt að gera fyrr en i 14.-17. viku meðgöngu og fóstur- eyðing svo seint á meðgöngu- tima er konum meira tilfinn- ingamál en sé hún gerð fyrr.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.