Tíminn - 12.05.1978, Page 12

Tíminn - 12.05.1978, Page 12
12 Föstudagur 12. maí 1978. TÍMINN HEIMSÆKIR VÍK í MÝRDAL: Efling iðnaðarins er okkar höfuðmál — segir Ingimar Ingimarsson, oddviti Við leggjum áherslu á að eíla hér hyggðog hvetjum tolk til að koma hingað og setjast hér að, sagði sr. Ingimar Ingimarsson oddviti i \'ik i samtaii við Tim- ann. \'ið reynum að laða hingað iönfyrirtæki til þess að efla hér atvinnulif og gerum það m.a. með þvi að legg-ja til iðnaðarlóð- ir endurgjaldslaust og leggjum ekki á gatna eða holræsagjöld. Atvinnumálanefnd fyrir Vest- ur-Skaftafellssyslu heíur verið starfandi um skeið og var hún fyrst og lremst sett á fót vegna þessalvarlega ástands, sem við blasti þegar íjóst var að Loran- stöðinni á Keynisfjalli yrði lok- að. f>essi nefnd het'ur starfað mikið og athugað marga mögu- Sr. Ingimar lngimarsson leika á eflingu iðnaðar hér um slóðir. Nú eru t.d allar likur á að hingað flytji þrir ungir menn sem eru i rafiðnaði. Munu þeir hefja starl'semi sina i húsnæði Loranstöðvarinnar en siðan er nugm>nd þeirra að byggja yfir starfsemina. Hins vegar hefur framgangur þessa máls tafist verulega vegna þess að ekki var ljóst hver ætti með húsnæðið að gera, en nú vona ég að þau mál séu að leysast. bessir menn munu taka skólafólk i sumar vinnu fyrst um sinn. en siðar er a'tlun þeirra að fjölga starfs- mönnum. eftir þvi sem þeim vex fiskur um hrygg. Fyrir utan þessa menn hafa þrir aðrir aðilar sótt hér um iðn- aðarlóðir. T.d. eru þar ungir Krá Vík i Myrdal. menn, sem hyggjast hefja yfir- byggingu bila og ýmsar fleiri hugmyndir eru menn nreð að efla hér iðnaöavframleiðslu. Betur hefur leystst úr þvi fyrir fvrrverandi starfsmenn Loran- stöðvarinnar að fá vinnu en á horfðist. Þó fiuttu tvær stórar íjölskyldur burtu héðan vegna þess að starfsemi stöðvarinnar var hætt. Fækkun hefur þvi orð- ið i sveitarfélaginu og búa nú 360 manns i Vik. en 490 manns i Hvammshreppi. Von okkar er hins vegar að hér fari fólki aft- urað fjölga ef tekst að efla iðn- aðinn, sagði Ingimar Ingimars- son oddviti. Iðnaðarhúsnæöi Kaupfélags Vestur-Skaftfellinga f Vlk I Mýrdal. Uppvaxandi Karl Ragnarsson f Samvinnutrésmiðjunni I Vfk. æska I forgrunn. Samvinnutrésmiðj urnar 3K Aöalkostir þessa fyrirkomu- lags er að við getum einbeitt okkur að einstökum verkefn- umog náð meiri afköstum, jafn- framt þvi, sem samvinnan eyk- ur markaðsmöguleika okkar. sagði Karl Ragnarsson verk- stjóri á Trésmiðju Kaupfélags Skaftfellinga i Vik. Trésmiðja Kaupfélagsins i Vik er ein af þremur sam- vinnutrésmiðjum á Suöurlandi sem starfa undir merkinu 3K. Hinar eru á Selfossi og Hvols- velli. I Vik eru framleiddar inni- hurðir, stólar o.fl., djúpbólstruð húsgögn o.fl. á Hvolsvelli og skrifborð, eldhúsinnréttingar o.fl. á Selfossi. Siðan hafa þess- ar þrjár verksmiðjur sameigin- lega söluskrifstofu á Suöur- landsbraut 18 i Reykjavik. Karl sagði að I Vik ynnu um 10 manns að þessari framleiðslu og væri húsnæðisleysi nú farið að standa vexti starfsseminnar fyrir þrifum. Hann taldi mjög auövelt að koma slikri sam- vinnustarfsemi á i framleiðslu á mun fleiri sviðum. Þessi samvinna hefur staðið i 5' ár. Norskur maður aðstoð- aði viö að skipuleggja hana i upphafi, en þar i landi er al- gengt að slik samvinna sé milli framleiðslufyrirtækja, sem eru viðs vegar um landið. — Það er knýjandi nauðsyn fyrir okkur Vikurbúa að auka okkar iðnaðarframleiðsiu veru- lega, sagð Karl. T.d. meðþvi að stækka þessa verksmiðju sem við þurfum nauðsynlega að gera. Einnig mætti koma hér á fót öðrum framleiðsluiönaði. Þessi verksmiöja hefur sýnt það og sannað að svona framleiðsla á fullan rétt á sér úti á lands- byggðinni og svona fyrirtæki efla byggðarinnar verulega.MÓ Mikilvægt að fá sláturleyfi — og hef ja vinnslu úr land- búnaðarafurðum heima í héraði, segir Matthías Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfölag Skaftfellinga er lang stærsti atvinnurekandinn þar i Vestur-Skaftafellssýslu. Það annast alla verslun i hér- aðinu auk þess, sem það veitir ibúunum margháttaða aðra þjónustu og rekur allnokkurn iðnað. Kaupfélagsstjóri er Matthias Gislason. Nýlega ræddi blaðamaður við hann. . — Það væri mjög mikilvægt fyrir kaupfélagiö, að það hefði • sláturleyfi og annaðist slátr- un og einhverja úrvinnslu á sláturafurðum, sagði Mátthias. Eins og er annast Sláturfélag Suðurlands þessi mál. Ef slátrunin væri hins vegar á veg- um kaupfélagsins y nnist tvennt. 1 fyrsta lagi væri mun auðveld- ara að mnheimta viðskipta- skuldir hjá bændum, og i öðru lagi yrðu umboðslaun slátur- leyfíshafans eftir i heraðinu og væru notuð þar til uppbygging- ar. Ég tel þetta eitt af stóru málunum okkar og myndi allt atvinnulif og byggð eflast veru- lega, ef þessi skipan kæmist á. Matthias sagði að á vegum Kauþfélagsins væri rekinn ail- mikill iðnaður, sem hefði aukist verulega síðustu árin. T.d. ræki kaupfélagið tvær trésmiðjur, bifreiðaverkstæði. sem auk al- mennra viðgerða annaðist rétt-ingar og sprautun bila og einnig væru þar járnsmiöar. Launagreiðslur vegna þessa iðnaðar voru á siðasta ári 45 milli. kr. en alls greiddi kaupfé- Matthias Gfslason kaupfélagsstjóri t.h. og Sfmon Gunnarsson fréttaritari Tfmans f Vík fyrir utan verslunarhúsnæöi Kaupféiagsins. TímamyndirMÓ. lagið um 130 millj. kr. i laun á árinu. Þá má geta þess að Kaupfélag Skaftfellinga er einn stærsti hluthafinn i Prjónastofunni Kötlu i Vik og i Hótel Bæ á Kirkjubæjarklaustri. — Við höfum fjárfest mjög mikið siðustu árin, sagði Matthias. Þess vegna er okkur nauðsyn að draga úr fram- kvæmdum á næstu árum, vegna þess hve vaxtakostnaður er orð- inn mikill. Full ástæða er að mómæla harðlega þeirri vaxta- pólitik, sem er rekin hér á landi, enda hækkar hún allt verðlag i landinu verulega. En næsta verkefni, sem við verðum að ráðast i strax og geta okkar leyfir er stækkun á hús- næði trésmiðjunnar okkar, sem framleiðir innihurðir. o.fl. Markaður fyrir þá framleiðslu er mikill og stækkun þvi nauð- synleg. Siðar þurfum við siðan að koma öllu okkar verzlunar og skrifstofuhúsnæði hér i Vik und- ir eitt þak. MÓ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.