Tíminn - 12.05.1978, Page 24

Tíminn - 12.05.1978, Page 24
4 Sýrð eik er sígild eign HM&CiÖCiH TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 - SÍMI: 86822 Fimmtudagur 11. maí 62. árgangur — 97. tölublað GIST1NG MORGUNVERDU R ^ ní=nrfíí^®n M ll'Ot&lRAUDABÁRSTlG ia[ uHJLl II **11 ^ ^ ® SÍMI 2 88 66 "’í Framúrakstur í þoku leiddi til áreksturs ESE — t gær varð haröur árekst- ur á Helliheiöi, en þar rákust saman tveir bilar, Bronco jeppi og Taunus fólksbill, með þeim af- leiöingum að flytja varö annan ökumanninn á slysadeild i Reykjavik þar sem gert var að meiöslum hans. Tildrög slyssins voru þau að ökumaður Bronco bilsins sem var á leið austur. reyndi íramúrakstur, en mikil þoka var á heiðinni og skyggni innan við hundrað metrar, þannig að hann varð ekki var við Taunus bilinn, sem kom úr gagnstæöri átt, fyrr en um seinan og varð árekstri ekki afstýrt. Mikil mildi var aö bilunum var ekið fremur hægt svo að ekki hlauzt manntjón af, en ökutækin eru þó nokkuð mikið skemmd. Mörg innbrot að undanförnu — flest þeirra upplýst ESE — 1 gær og i fyrradag var brotizt inn á átta stöðum i Reykjavik og hefur rannsóknar- lögreglan upplýst flest innbrot- anna. Þeir staðir sem brotizt var inn á voru eftirtaldir: Honda um- boðið, Gamla kompaniið, Garða- kjör i Hraunbæ, söluturn i Hraun- bæ, Gallia i Siðumúla, ibúð við Sólvallagötu. en þaðan var stolið golfkylfum og bókum. Einnig var farið um borð i togara i Reykja- vikurhöfn og stolið þaðan lyfjum, og var þaraö verki 16 ára gamall piltur. Þá hefur rannsóknarlögreglan upplýst fimm innbrot sem voru framin i Bilaborg h.f. i febrúar- mánuði. Voruþaðtveirpiltarsem þar voru að verki, 14 og 15 ára gamlir. Enn fannfergi fyrir vestan Þessa mynd tók MÓ i Vattarfiröi i Baröastrandar- sýslu nú i vikunni. en sem sjá má eru þar enn meir en mann- hæðarháir skaflar á veginum, skammt ofan við sjávarmál. Það var 21. april sl. sem vegurinn á þessum slóöum opnaðist og hafði hann þá verið lokaöur frá þvi um 20. nóv. i haust.Það er leiðin frá Kletthálsi að Fossá, sem ekki er rudd á vetrum, enda er eng- in byggö lengur á þessu svæði. Tvisvar i mánuði er vegurinn um Gufudalssveit ruddur og er þá fært þaðan allt til Reykjavikur, en þar eru nú 8 bæir I byggð. ibúar i Vestur-Barða- strandarsýslu verða að fara fljúgandi, ineö flóabátnum Baldri frá Brjánslæk I Stykkishólm eða með öðrum skipurn, þurfi þeir i aðra landshluta yfir vetrarmánuð- ina. Hjörleifur Ólafsson vegaef- irlitsmaöur sagði i samtali við Timann að leiðin frá Klett- hálsi aö Fossá væri mjög snjó- þung og væri þar oft eins mik- ill snjór og á hæstu heiöum. Væri því alveg ófært aö halda þeim vegi opnum yfir vetrar- mánuðina að óbreyttu ás- tandi. Almennt um vegi á Vest- fjörðum sagði Hjörleifur, að þeir væru nú orðnir færir að undantekinni Þorskafjarðar- heiöi.en hún er ófær vegna vatnavaxta. Yfirleitt eru þó vegirnir aðeins opnir fyrir létta umferð.enda eru þeir enn mjög blautir. M.Ó. Kisiliðjan hf. Byggir loks mannvirki, sem stand- ast á hvers konar jarðhræringar FI — Aö sögn Þorsteins ólafsson- ar, framkvæmdastjóra við Klsil- iðjuna hf. I Mývatnssveit, er nú hafin bygging nýrrar þróar I rúmlega eins kilómetra fjarlægö frá verksmiöjunni, og á sú þró að koma i staö þeirra þriggja hrá- efnisþróa, sem notazt hefur verið <1 Búizt er viö, að rekstur Kisiliðj unnar við Mývatn verði kominn i eðlilegt horf seinni hluta sumars eða i haustbyrjun, en um þaö leyti kemst nýja þróin væntanlega i gagniö. við hingað til. Þróin er á svæði, sem jarðfræöingar telja öruggt fyrir gliðnun á landi og hraun- rennsli. Hins vegar þarf að dæla hráefninu frá þrónni i verksmiðj- una, sem hefur talsverðan auka- kostnað i för með sér. Til þessar- ar framkvæmdar mun Kilisiðjan hf. taka erlend lán og um þau er verið aö semja þessa dagana. Gert er ráö fyrir, að fram- kvæmdir við hina nýju þró gangi það hratt, að hægt verði að dæla hráefni I hana úr Mývatni fyrstu vikuna i júli. Vinnsla gæti þá haf- izt seint i ágúst eða i byrjun sept- ember. Eru menn vissulega lang- eygir eftir þvi, að rekstur fyrir- tækisins komist i eðlilegt horf að sögn Þorsteins. Hér er á feröinni töluvert mannvirki, og er stærð þróarinn- ar um 250 þúsund rúmmetrar, nettó. Kostnaður við fram- kvæmdina er áætlaður um 300 milljónir án fjármagnskostnaðar. Sem stendur eru gömlu þrærn- ar þrjár nýttar að hluta, en svo illa eru þær farnar, að algjör endurbygging yrði að fara fram á þeim, ætti að fullnýta þær. Eru óskilgetin börn á Islandi raunverulega aðeins um 10 af hundraði? 1 aprilhefti Hagtiðinda eru ýmsar upplýsingar um börn á tslandi, eða réttara sagt fjöl- skyldusögu þeirra. Stór hluti barna á tslandi faÆist utan hjónabands. og hefur svo verið alla tið frá 1827. en þar var fyrst greint á milli skilgetinna og ó- skilgetinna barna á manntali. Hlutfall óskilgetinna barna var 13—18 af hundraði árin 1827—1935 en komst þó yfir 20 af hundraði á árunum 1876—90. 1936—65 var hlutfallið um 20 af hundraði en siðan rúmlega 30 af hundraði. Það er fyrst á allra seinustu árum að nokkur Evrópuþjóð nálgast tslendinga á þessu sviði. t Sviþjóö er hlut- fallið nú svipað og á tslandi. 1 ýmsum Evrópulöndum er hlutfallið langtum lægra. 1 Hol- landi. Belgiu, Sviss og Vest- ur-Þýzkalandi og er hlutfallið 2—6 af hundraði, og f Aust- ur-Evrópu og Norður-Ameríku er hlutfallið 5—15 af hundraði. Viða er sárasjaldgæft að börn fæðist utan hjónabands, t.d. i Japan, Israel og Arabalöndun- um. t Suður-Ameríku er hins vegar svipað hlutfall óskilget- inna barna og hér á landi. t Hagtiðindum eru birtar margar fróðlegar upplýsingar um fjölskyldustöðu barna og vitnað til rannsókná sem Guðni Baldursson hefur gert á fjöl- skyldusögu barna fæddra 1970. Guðni vann þessa rannsókn sem kandidatsverkefni i viðskipta- fræði. t rannsókn Guðna kom fram að hugtakið skilgetni er varasamt og verður i þvi sam- bandi að kanna ýmsa fleiri þætti en beinlinis hjúskaparstöðu eða búsetu foreldra barnsins. A Is- landi er algengt að fólk búi sam- an óvigt áður en það gengur i hjónaband. Sömu sögu er aö segja um Sviþjóö og Suð- ur-Amerfku. Hækkar þetta tölu óskilgetinna barna verulega. Sé tekið tillit til þessa kemur f ljós, að af hundrað börnum, sem fæddust 1976, voru 65.8 fædd i hjónabandi, og 34.2 voru óskil- getin. Af þeim va r nær helming- ur fæddur af móður i sambúð. Utan sambúöar voru fædd 17.9 af hundraði barnanna. Rannsókn Guðna Baldursson- ar beindist að fjölskyldusögu barna fæddra 1970, og náði til fyrstu fimm ára ævi þeirra eða til ársins 1975. Arið 1970 fæddust 70 af hundraði barna i hjóna- bandi, en 30 af hundraði óskil- getin, þar af 10 af hundraði i sambúö. Þegar foreldrar giftast eftir að barn fæðist fær það að ílestu leyti lagalega stöðu skil- getins barns og kallast skilgert. Þegar við eins árs aldur hafði hlutfa 11 skilgetinna og skil- gerðra barna hækkað f 79 af hundraði og v"ið 5 ára aldur i 87 af hundraði, auk 1/2% barna, sem ættleidd eru. Ritgerð Guðna er full af fróð- legum upplýsingum og verður nánari grein gerð fyrir henni siðar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.