Tíminn - 10.06.1978, Page 7
Laugardagur 10. júní 1978
7
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvœmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm). og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulitriii: Jón Sigurösson, Auglýsingastjóri: Steingrfmur
Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og
auglýsingar Siöimiila 15. Sfmi 86300.
Kvöldsimár blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verö I lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjaid kr. 2.000 2'
mánuöi. Blaöaprent h.f.
Ójafnaðar-
stefnan
Sameiginlegt stefnumál stjórnarandstöðuflokk-
anna nú er vaxandi tekjumisrétti i þjóðfélaginu.
Enda þótt þeir láti sem þeir séu ósammála um
flestalla hluti eru þeir þó sammála um ójafnaðar-
stefnuna sem þeir boða og hafa att ýmsum flokks-
bræðrum sinum i verkalýðshreyfingunni út á það
torleiði.
Alþýðuflokkurinn leggur áherzlu á að leggja
niður tekjuskattinn, en hann er sem kunnugt er eitt
helzta tekjujöfnunartæki rikisins. Hins vegar berst
Alþýðuflokkurinn fyrir þvi að hátekjumenn njóti
fullra visitölubóta samkvæmt kjarasamningunum
frá siðast liðnu ári.
Alþýðubandalagið, er þykist allra flokka mestur
vinur launþega, hefur einnig letrað launamisréttið
á skörðóttan skjöld sinn. Undir áróðurskjörorði
sinu, „samningana i gildi”, hyggst það koma i veg
fyrir efnahagsaðgerðir sem hafa atvinnuöryggi og
launajöfnun að meginmarkmiði.
Þetta eru þau baráttumál sem stjórnarand-
stöðuflokkarnir ganga með fram til kosninganna
nú i lok júnimánaðar. Og svo ætlast Alþýðuflokks-
menn sumir til þess að fólkið trúi þvi að ekki vaki
fyrir þeim nýtt „viðreisnarævintýri”! Og Alþýðu-
bandalagsmenn ætlast til þess að einhver trúi þvi
að þeir hafi áhuga á vinstristjórnarsamstarfi eftir
kosningar!
Nú er fólkið i landinu farið að spyrja hvað það sé
sem i raun og veru vakir fyrir stjórnarandstöðu-
flokkunum. Fólk trúir ekki lengur örvæntingar-
hrópum Morgunblaðsins sem nú rekur daglega
upp óskiljanlega skræki i stjómlausri Rússa-
hræðslu og móðursýki yfir ósigrinum i Reykjavik
á dögunum.
Fólkið i landinu er farið að spyrja stjórnarand-
stæðinga i alvöru:
— Er það meginstefnumái þeirra að stórbæta
kjör hátekjufólks?
— Er það ásetningur þeirra að taka aftur upp
óheft visitölukerfi á öll laun alveg upp úr launa-
stiganum?
— Er þeim það mesta keppikefli að brjóta niður
þann árangur sem náðst hefur i launajöfnunarátt?
— Gera þeir sér það ekki ljóst með neinu móti
hvilik áhrif slikar aðgerðir hefðu á hagsmuni og
kjör láglaunafólksins?
— Gera þeir sér það ekki ljóst hvilik stórkostleg
röskunaráhrif slikar aðgerðir hefðu fyrir atvinnu-
öryggið i landinu?
— Skiptir þá engu máli að fullt atvinnuöryggi
og uppbygging haldist i byggðunum úti um land?
— Hvernig hyggjast þessir töframeistarar ná
nokkrum minnsta árangri i baráttunni við óða-
verðbólguna samtimis þvi að öllum öflum i efna-
hagslifinu er sleppt lausum og fyrst og fremst
hátekjufólkinu?
— Hvernig ætla þeir að haga fjármálum rikis-
ins, framlögum þess til heilbrigðismála, trygginga
og mennta við slikar aðstæður?
— Halda stjórnarandstöðúpostularnir virkilega
að fólk láti glepjast af þessum ósköpum þeirra?
JS
ERLENT YFIRLIT
Stjórn Scmidts
veikist í sessi
Verða aðeins tveir flokkar i Vestur- Þýzkalandi?
FYLKISKOSNINGAR, sem
fóru fram i Hamborg og
Neðra-Saxlandi á sunnudaginn
var, hafa vakið sérstaka
athygli, þvi að þær gætu bent
til að svokallað tveggja
flokka kerfi sé i uppsiglingu
i Vestur-Þýzkalandi Annar
stjórnarflokkurinn, Frjáls-
lyndi flokkurinn, tapaði öllum
sætum sinum á viðkomandi
fylkisþingum, þvi að hann
náði ekki þvi að fá 5%
greiddra atkvæða, en það at-
kvæðamagn þarf flokkur að fá
til að öðlast uppbótarsæti. 1
siðustu fylkiskosningum fékk
Frjálslyndi flokkurinn 7%
greiddra atkvæða, en fékk nii
aðeins 4.2%. t Hamborg fékk
flokkurinn nú 4.7% greiddra
atkvæöa, en fékk 11% i siðustu
kosningum.
Tap flokksins stafaði þó ekki
af þvi að stóru flokkarnir,
sósfaldemókratar og kristileg-
ir demókratar, hefðu aukið
fylgi sitt. 1 Neðra-Saxlandi
stóðu kristilegir demókratar
naumlega i stað, eða fengu
48.7% i stað 48.8% áður. Þetta
nægði þeim til að fá meirihluta
á þinginu, en Frjálslyndi
flokkurinn hafði haft þar úr-
slitastöðu áður. 1 Hamborg
töpuðu kristilegir demókratar
verulega eða fengu ekki nema
37.6% i stað 40.6% áður. Þar
unnu sósialdemókratar veru-
lega á, en þeir fengu nú 51.5%
greiddra atkvæða, en höfðu
44.9% áður. Hamborg er
heimaborg Schmidts kanslara
og þykir þetta þvi góður sigur
fyrir hann. I Neðra-Saxiandi
töpuðu sósialdemókratar litil-
lega, en þar lækkaði atkvæða-
tala þeirra úr 43.1% i 42.2%.
Það, sem gerði mest strik i
reikninginn i þessum kosning-
um, var framboð Græna
flokksins svonefnda eða um-
hverfisvemdunarmanna.
Græni fiokkurinn fékk 4.5%
greiddra atkvæða i Hamborg
og 3.9% greiddra atkvæða i
Neðra-Saxlandi.
SÓS1ALDEM ÓKRATA R og
frjálslyndir demókratar hafa
nú stjórnarsamstarf i
Vestur-Þýzkalandi. Meirihluti
þeirra er tæpur á þinginu. Þeir
hafa samanlagt aðeins 10
þingsætum fleiri en kristilegir
demókratar. Tap Frjálslynda
flokksins mun áreiðanlega
verða til þess að veikja stjórn-
ina i sessi og gæti stuðlað að
þvi, að hún sæti ekki út kjör-
timabilið. Innan Frjálslynda
flokksins hefur gætt nokkurr-
Helmut Schmidt
ar óánægju með stjórnarsam-
starfið, þvi að hlutur hans i
rikisstjórninni hefur verið
álitinn of litill og Helmut
Schmidt drægi að sér mesta
athyglina. Hætt er við, að tap
flokksins geti ýtt undir þetta
sjónarmið og gert flokkinn
órólegrii stjórninni. Þó getur
þaðeitthvað vegið gegn þessu,
að ekki virðist álitlegt fyrir
flokkinn að sinni að rjúfa
stjórnarsamstarfiö og láta
koma til kosninga, þvi aö úr-
slit umræddra fylkiskosninga
gætu bent til þess, að hann
þurrkaðistalvegútúr þinginu.
Meðal sósialdemókrata getur
tap frjálslyndra demókrata
einnig haft þau áhrif, að það
veiki stjórnarsamstarfið.
Vinstri armur flokksins er
óánægður með stjórnarsam-
starfið og vill helzt, aö
flokkurinn stefni að hreinum
meirihluta. Meðalannars hafa
ýmsir þingmenn hans haldiö
uppi árásum á stjórn frjáls-
lyndra demókrata á innan-
rikisráðuneytið, en undir það
heyra lögreglumál, sem mjög
hafa verið i sviðsljósinu að
Werner Maihofer
undanförnu vegna skæruliöa-
hópanna.
TAP Frjálslynda flokksins
hefur þegar haft þær afleið-
ingar, að innanrikisráðherr-
ann, Werner Maihofer, hefur
beðizt lausnar, en hann hefur
sætt mikilli gagnrýni undan-
farna mánuði. Lögreglan hef-
ur oftþótthaga sér klaufalega
ieltingarleiksinum við skæru-
liöana. M.a. er nú upplýst, aö
hún fékk upplýsingar um felu-
stað, þar sem skæruliðar
höfðu Hanns-Martin Schleyer i
haldi og hefði ef til vill veriö
hægt að bjarga lifi hans, ef
lögreglan hefði farið eftir upp-
lýsingunum i tæka tiö. Þá hef-
ur veriö upplýst, að lögreglan
hefur stundað simanjósnir, án
þess að Maihofer væri kunn-
ugt um það. Af hálfu ýmissa
þingmanna sósialdemókrata
hefur Maihofer veriö harölega
gagnrýndur. Sagt er, að hann
hafi ekki verið látinn vikja nú
vegna kosningaúrslitanna,
heldur hafi það verið afráðið
áðurogliggi allt aðrar ástæð-
ur til brottfarar hans. I staö
hans hefur Gerhart Baum
verið skipaður innanrikisráð-
herra, en hann var áöur nán-
asti samstarfsmaður Maihof-
ers i innanrikisráðuneytinu og
hefur sætt svipaðri gagnrýni
og Maihofer. Það er þvi talið
vafasamt, að þessi ráðherra-
skipti bæti stöðu Frjálslynda
flokksins.
Þaö hefur verið óhapp
Frjálslynda flokksins, að hann
hefur haft lögreglumálin á
hendi meira en nokkur annar
flokkur að undanförnu, þvi að
innanrikisráðherrar i ýmsum
fylkjum hafa einnig verið úr
hópi hans. Þaö hefur þvi að
ósekju lent á flokknum að
hann bæri ábyrgð á óskel-
eggri framgöngu lögreglunn-
ar. Margir fréttaskýrendur
telja, aö tap hans nú reki ræt-
ur til þessara ástæðna.
Fari svo, að Frjálslyndi
flokkurinn missi alveg fótfest-
una i næstu kosningum, verða
aðeins tveir flokkar eftir á
þinginu i Bonn. Margir hafa
óttazt, að slikt. gæti leitt til
harðari stjórnmálaátaka, og
gæti það reynzt Frjálslynda
flokknum nokkur hjálp i næstu
kosningum og komið I veg
íyrir fullan ósigur hans. þ.þ.