Tíminn - 10.06.1978, Síða 8

Tíminn - 10.06.1978, Síða 8
8 Laugardagur 10. júni 1978 Framkvæmdanefnd Krabbameinsfélags tslands, talift frá vinstri: Hjörtur Hjartarson, forstjóri, gjaldkeri. Óiafur Bjarnason, prófessor, formaöur. jónas Hallgrimsson, yfirlæknir, ritari. Frá aðalfundi Krabbameinsfélags íslands: Leitin að brjóst- krabbameini verði hert Aðalfundur Krabba- meinsfélags Islands var haldinn 5. maí s.l. að Suð- urgötu 22 Reykjavík. Auk stjórnar mættu 15 fulltrú- ar frá 10 krabbameinsfé- lögum. Prófessor ólafur Bjarnason, formaður fé- lagsins, flutti skýrslu fé- lagsstjórnar. Aðalstarfsemi félags- ins hefur undanfarin ár, fyrst og fremst, verið bundin við þrjú megin verkefni, þ.e.a.s. krabba- meinsleit, frumurann- sóknir og krabbameins- skráningu — svo og fræðslustarf semi, en Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur ann- azt fræðslu þá senV krabbameinsfélögin reka i skólum landsins varð- andi skaðsemi tóbaks- reykinga. Krabbameinsleit Við hópskoðanir árið 1977 voru greindar 22 konur með krabbamein i brjósti, 2 konur með legbolskrabbamein og 2 konur með krabbamein i eggja- kerfi. Þrettán konur voru greindar með staðbundið krabbamein i leghálsi en aðeins þrjár konur með ifarandi krabbamein. Leghálskrabba- meinið er greinilega á undan- haldi hér á landi og til saman- burðar má geta þess að 1975 og 1976 voru greindar 12 konur annaö árið og 13 konur hitt áriö með þennan sjúkdóm. Þegar tiðni þessa sjúkdóms var hæst hér á landi, 1968, voru greindar 34 konur með leghálskrabba- mein. Dánartalan hefur einnig lækkað i 5 á ári árin 1975—-1976 úr 13 á ári árin 1965—1969. Engin þeirra þriggja kvenna sem greindar voru á árinu 1977 höfðu mætt til hópskoðana áður. Það er mjög mikilvægt aö ná til þeirra kvenna sem aldrei hafa mætt og hafa ýmsir aðilar lagt félaginu liö við þaö, m.a. Sorooptimista-klúbburinn i Keflavik aðstoðaöi við skoöun á Suðurnesjum og sýndu lofsverð- an áhuga i þvi efni. Þar sem tiðni brjóstkrabba- meins fer greinilega mjög vax- andi.er til athugunar hjá félag- inu aö auka mjög leit aö þeim sjúkdómi, svo greina megi hann á byrjunarstigi i sem flestum tilfellum. Frumurannsóknir Milli 12 og 13 þús. frumusýni voru rannsökuð á árinu. Flest voru sýnin frá leghálsi kvenna en sýnum frá öðrum liffæra- kerfum sem rannsökuð eru fer ört fjölgandi. A árinu 1977 var i fyrsta skipti þjálfað hér á landi fólk til að starfa að frumurannsóknum. Gunnlaugur Geirsson yfirlæknir hafði með höndum þjálfun tveggja stúlkna. Kiwanisklúbburinn Hekla gaf félaginu kennslusmásjá. An hennar hefði þessi þjálfun stúlknanna verið óframkvæm- anleg. Nemendur frá Verzlun- arskóla tslands útskrifaðir 1957 gáfu myndarlega gjöf til kaupa á bókum i frumufræði sem einn- ig voru ómissandi við kennsl- una. Sú gjöf var gefin til minn- ingar um tvo bekkjarbræður sem látizt höfðu úr illkynja sjúkdómi. Fram til þessa hefur allt fólk sem þjálfað hefur verið i frumu- rannsóknum verið sent til út- landa. Krabbameinsskrá Það er athyglisvert að bráða- birgðatölur fyrir áriö 1977 sýna að þetta er fyrsta áriö sem magakrabbamein er ekki al- gengasta krabbameinið á Is- landi. Nú er brjóstkrabbamein- ið orðið langalgengasta krabba- meinið hér á landi hjá konum og er fjöldi magakrabbameina hjá körlum og konum samanlagt lægra en krabbamein i brjóstum kvenna. Blööruhálskirtils- krabbamein er algengast hjá körlum. Við rannsóknastörf hefur Krabbameinsskráin verið i ná- inni samvinnu við allmarga aö- ila, innlenda sem erlenda, svo sem leitarstöð félagsins, Erföa- fræöinefnd Háskóla Islands, Al- þjóöa krabbameinsrannsókna- stofnunina i Lyon I Frakklandi og Heilbrigðismálastofnun Bandarikjastjórnar og notið verulegra visindastyrkja frá þessum siðasttöldu erlendu stofnunum. Þau verkefni sem þessi samvinna hefur einkum beinzt að er athugun á faralds- fræði bróstakrabbameins. Einnig hefur verið mikil sam- vinna við Rannsóknastofu Há- skólans i meinafræði. Auk þess hafa verið i gangi um nokkurt skeiö samvinnuverkefni við krabbameinsskrárnar á Norö- urlöndum. útgáfumál. Krabbameinsfélag Islands hefur f aldarfjórðung gefið út timaritið „Fréttabréf um heil- brigðismál”. 1 byrjun siðasta árs voru geröar allmiklar útlits- breytingar á blaðinu og hefur þvi verið mjög vel tekið i hinum nýja búningi. A einu ári hefur áskrifendum fjölgaö um 800 og eru þeir nú 4.300. Formaður félagsins er jafnframt ritstjóri blaðsins en með honum starfar 12 manna ritnefnd. Útgáfustjóri er Jónas Ragnarsson. Nordisk Cancerunion Hinn árlegi fundur krabba- meinsfélaga á Norðurlöndum „Nordisk Cancerunion” verður haldinn i Reykjavik 20. júni nk. Hinn 21. júni verður haldiö i fyrsta skipti hér á landi visinda- manna ráðstefna i tengslum við slikan fund og verður aðalefni hennar erfðir og krabbamein. A ráöstefnunni verða um 20 fyrir- lesarar bæði Islenzkir og er- lendir. Flestir fyrirlesaranna verða frá Norðurlöndum, en auk þess er boðið tveimur visinda- mönnum frá Bandarikjunum, þeim J.N.P. Davies, prófessor i meinafræði við Lækna-skólann I Albany i N.Y. og David Ander- son frá M.D. Anderson krabba- meinsrannsóknastöði nni i Houston i Texas. Einnig mun sitja ráðstefnuna Dr. Day frá Alþjóðakrabbameinsrannsókn- arstofnuninni i Lyon, sem hefur haft náið samstarf við Krabbameinsskrána um margra ára skeið. Gjafir. Félaginu hafa verið færðar margar góðar gjafir á árinu svo sem kennslusmásjá frá Kiwanisklúbbnum Heklu og peningagjöf frá fyrrverandi nemendum Verzlunarskólans til kaupa á bókum i frumufræði. Báðar þessar gjafir gerðu félag- inu það kleift að þjáifa fólk I frumurannsóknum hér á landi i fyrsta sinn. Nesco h.f. gaf 255 þús. kr. og minningargjöf barst frá Valgerði Þóröardóttur aö fjárhæð 200 þús. kr. og ótal margar smærri gjafir sem of langt yrði upp að telja. Enn hef- ur félaginu borizt nokkuð sér- stæö og kærkomin gjöf en það er bókagjöf frá Hafsteini Guð- mundssyni útgefanda. Hann færöi félaginu safn bóka um ætt- fræði milli 70 og 80 bindi. Félagið er að sjálfsögðu mjög þakklátt fyrir allar þessar góðu gjafir. Erindi. A aðalfundinum flutti Þór- arinn Sveinsson læknir erindi um aöstööu til krabbameins- lækninga hér á landi og ræddi um hugsanlegar úrbætur i þvi efni, en Þórarinn er sérmennt- aður i krabbameinslækningum og kom heim á sl. ári. Stjórnarkjör. Helgi Eliasson fv. fræðslu- málastjóri var annar þeirra stjórnarmanna sem áttu að ganga úr stjórninni. Helgi hefur setið i stjórn félagsins um ára- raðir allt frá 1964 en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Fundarmenn hylltu hann sér- staklega fyrir óeigingjarnt starf i þágu félagsins. Dr. Gunnlaug- ur Snædal yfirlæknir var kosinn i staö Helga. Stjórn Krabbameinsfélags Islands er nú þannig skipuð. Olafur Bjarnason prðfessor, formaöur. Hjörtur Hjartarson forstjóri, gjaldkeri. Jónas Hallgrimsson yfirlæknir, ritari. Meðst jórnendur: Erlendur Einarsson forstjóri Dr. med. Friðrik Einarsson. Dr. Gunnlaugur Snædal yfir- læknir Matthias Jðhannesson ritstjóri Ólafur Orn Arnarson læknir Vigdis Magnúsdóttir hjúkrunar- forstjori Framkvæmdastjóri er Halldóra Thoroddsen. SNAPER Dýraspitalinn Nú má heita öruggt aö samningar takist viö Brynjólf Sandholt dýralækni um að hann taki að sér starf yfir- læknis við Dýraspitalann, sagöi Guömundur ólafsson einn stjórnarmanna spitalans, undirrituðum. Þá mun i undir- búningi að byggja hesthús viö spitalann, svo hægt veröi að leggja sjúka eða meidda hesta þar inn til meðferöar. Guö- mundur sagðist vona að hesta- menn legöust á eitt um söfnun og útvegun peninga — þvi þar kreppir skórinn helzt — svo takist að koma byggingunni upp fyrir næsta vetur. Fákur Nú hafa veriö valdir þeir gæöingar, sem eiga að keppa fyrir Fák á landsmóti i sumar. Gæðingarnir þurftu að fara tvisvar i gegn um hreinsunar- eld dómnefndarinnar og gilti meðaltal einkunna úr báðum umferðum. Þessir voru valdir: A-flokkur 1. Ljúfur, Haröar G. Alberts- sonar. Einkunn: 8.70 2. Garpur, Harðar G. Alberts- sonar Einkunn: 8.60 3. Hjörvar Sigurbjörns Bárðarsonar. Einkunn: 8.52 4. Feykir Friðriks Jörgensen og Halldórs Eirikssonar. Einkunn: 8.52 5. Skuggi Lenu M. Rist. Eink- unn: 8.42 Til vara: Fáfnir, Þorvaldar Þorvalds- sonar. Einkunn: 8.16, Kóngur, Hjalta Pálssonar. Einkunn: 8.15 B-flokkur 1. Brjánn, Haröar G. Alberts- sonar. Einkunn: 8.98 2. Muggur, Sigurbjörns Bárðarsonar. Einkunn: 8.65 3. Stormur Harðar G. Alberts- sonar. Einkunn: 8.59. 4. Galumur, Sigurbjargar Sigurbjörnsdóttur. Einkunn: 8.54 5. Goði# Jóhannesar Eliasson- ar. Einkunn 8.47 Til vara: Gullfeti Haildórs Sigurðsson- ar. Einkunn: 8.29 Blikfaxi, Sigriðar Gisladóttur. Einkunn: 8.27 Nös frá Urriðavatni Frétzt hefur aö Jón Ólafsson frá Urriðavatni sé farinn til starfa i Noregi. Fengizt hefur staðfest aö Nös verði þó skráð til keppni á landsmótinu. Hins vegar reyndist útilokað að fá uppgefiö hver mundi þjálfa hana og hleypa henni þar. Vafalaust munu margir af okkar ágætu knöpum vera fús- ir til að taka hlutverkiö að sér og sjálfsagt biða flestir áhuga- menn um kappreiöar spenntir eftir að frétta hver verður fyrir valinu. Heimildarmaður upplýsti einnig að þetta yrði siðasta keppni Nasar, þvi þaðan af yrði hlutverk hennar að ala og uppfóstra nýja hla upagikki. Hesturinn okkar m er komið 1. tbl. 19. árg. 1978 af Hestinum okkar. Að þessu sinni fjallar blaðið nær eingönguum hrossarækt. Viöa er leitað fanga um efnið t.d. er birtur kafli um hrossarækt úr Búfjárfræði Gunnars Bjarna- sonar, ráðunautarnir Þor- valdur Arnason, Þorkell Bjarnason og Gunnar Bjarna- son segja sitt álit og einnig tveir leikmenn, þeir Sigurður Haraldsson og Ragnar Tómasson. Friöþjófur Þor- kelsson skrifar um stærð og vöxt hrossa og Stefán Aðal- steinsson um vindótta litinn. Þá er þar einnig framhald greinarinnar Höfn ræöur hesti, eftir Ólaf Stephensen. Rit- stjórnargreinin fjallar að nokkru um dómstiga kynbóta- hrossa og þar segir m.a.: „I dómstiga kynbótahrossa eru augljósir gallar sem verður að lagfæra,” og setur ritstjóri fram hugmyndir til úrbóta. Landsmótið Undirbúningsnefnd lands- mótsins sendi formönnum hestamannafélaganna tilmæli i vetur þess efnis aö aðeins yrðu sendir gæðingar til keppni á landsmótinu sem slöguðu hátt I einkunnina 8,0 og þó enga með lægri einkunn en 7,60. Þetta ásamt þrengd- um reglum um fjölda gæðinga frá hverju félagi, fækkar verulega gæðingumsem koma til dóma álandsmótinu ogum leið má vænta mun betri sýningar. Skilyrði til þátttöku i kapp- reiöum mótsins er aö hestur- inn hafi náö eftirtöldum árangri: Skeið 250m 26,0 sek. Stökk 250m . 21,0sek. Brokkl500m 3:35,0 mín. Stökk 350m 28,5 sek. Stökk 800m 68,0 sek. Háskólinn” Nú eiga ýmsir snjallir reið- menn annrikt viö þjálfun sýningarhrossa fyrir lands- mótið. Eftirsóttastur mun Reynir Aðalsteinsson á Sig- mundarstöðum vera og segj- ast sumir hesteigendur hafa sent hesta sina i háskóla til hans. Undirritaður hefur frétt af gæöingum frá fjórum félög- um, sem nú njóta handleiðslu hans, þeim Náttfara frá Horrt- firðingi, Óðni frá Létti, Feyki frá Fák og Penna, Reynis sjálfs, sem er efstur á blaði þeirra gæðinga sem keppa á landsmóti fyrir Faxa. Reynir mun einnig vera með nokkur kynbótahross i þjálfun en þeg- ar þetta er skrifað er ekki vitað hve mörg þeirra fara til dóma á landsmóti. Kynbótahross Þorkell Bjarnason hrossa- ræktarráðunautur og Albert Jóhannsson i Skógum ferðast nú um landið þvert og endi- langt og velja kynbótahross til sýninga á landsmótinu. Heldur eruþeirdapriryfirhve fá hross þeir finna sem stand- ast kröfur þeirra, t.d. fundu aðeins fimm hross náö fyrir augum þeirra þegar þeir skoðuðu i Reykjavik hross af suðvesturhorninu. Ekki er þó allt svart i þessum efnum og sagöist Albert ekki eiga von á að nokkur alhliða gæöingur, sem til gæðingadóma kemur á landsmóti muni jafnast á við Náttfara 776 frá Ytra-Dals- gerði — þann sem mesta hrifningu vakti á landsmóti 1974 — aö reiðhestskostum. Þeirfélagar eru alls ekki von- daufirum að ná saman góöum hópi fallegra hrossa, þvi þeir eiga eftir aö ferðast um ágæt hrossahéruð. S.V. " .Wf - - 'J ' yf.. - *- '‘■-'íavA < JJp. v * Sigurbjörn Bárðarson á Brjáni

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.