Tíminn - 10.06.1978, Page 9

Tíminn - 10.06.1978, Page 9
Laugardagur 10. júnl 1978 9 Abyrgð launþega- samtakanna Guðmundur G. Þórarinsson ritar athyglisverða grein um kjaramálin i Dagblaðið i Reykjavik sl. miðvikudag. t upphafi grcinarinnar spyr Guðmundur hvað vaidi launa- inismun þeim sem þróazt hefur i þjóðféiaginu. Siðan segir hann: , ,Ég held að mönnum hætti til að ofmeta áhrif rikisvalds- ins á gerð kjarasamninga. Alþýðusambandið semur fyrir sina meðlimi um laun og launamun. Innan vébanda Al- þýðusambandsins*eru laun ákaflega mismunandi: Þar er lægstlaunaða fólkið en jafn- framt einnig hópur með háar tekjur. Rikisstjórnir hafa ekki haft áhrif á þennan launamun sem þarna rikir. Þrátt fyrir yfirlýsingar við gerð undanfarandi samninga um að jafnlaunastefna skyldi rikja og launahækkanir fyrst og fremst ná til hinna lægst- launuðu hefir reyndin orðið allt önnur. Við gerð siðustu kjara- samninga var til dæmis talað um fasta krónutöluhækkun á öll laun og siðan hækkanir vegna sérkrafna. Reyndin var sú. að verkamenn fengu tuttugu og sex til tuttugu og sjö prósent hækkun en ýmsir hópar iðnaðarmanna þrjátiu og sex til þrjátiu og sjö prósent hækkun. Halda menn að rikisstjórnin hafi ráðið þessari niðurstöðu? Ég er anzi hræddur um ekki. Ætli forystumenn Alþýðusam- bandsins hafi ekki brugðizt þarna þeim umbjóðendum sinum sem þeir áttu helzt að gæta? Tilraunir rikisstjórna til þess að minnka launamun hafa alltaf mistekizt. Menn muna tilraunina með lág- launabætur á sinum tima og nú þegar verðbætur á laun eru skertar er skerðingin iátin vera minni á lægstu laun. En allt kemur fyrir ekki. Hvers yegna? Verkalýðshreyfingin heldur fast i hefðbundinn launamun. Ef lægstu launin hækka koma þeir sem næstir eru fyrir ofan og segja: „Við höfum alitaf verið þetta mikið hærri en þessir aðilar. Við höfum lagt á okkur þetta og þetta nám og þjóðfélagið verður að meta það. Við eigum þess vegna að fá launahækkun.” Þannig gengur dæmið siðan koll af kolli oghækkunin fer upp úr og launamunurinn hefur jafnvel aukizt. Og halda menn að rikisstjórnin hafi valdið þvi? Rikisstjórnin hefur ekki áhrif á launamismuninn. En for- ystumenn Alþýðusambands- ins hafa ekki ráðið við vand- ann. Stjórnarandstaðan ræðst að rikisstjórninni fyrir að launa- munurinn sé orðinn allt of mikill og verkalýðssamtökin krefjast hækkunar fyrir þá lægstlaunuðu og ný umferð hefst. Auðvitað er launamun- ur of mikill i okkar þjóðfélagi. En menn verða að gera sér grein fyrir hvar vandinn ligg- ur. Rikisstjórnin ræður ekki þessum launamun og tilraunir hennar til þess að breyta launamuninum með inngripi i kjarasamninga eru dæmdar til að mistakast.” Gamla sagan 1 grein sinni vikur Guö- mundur G. Þórarinsson að kjarasamningunum á siðasta ári og segir m.a.: „Sumir hópar hafa aðstöðu til þess að knýja fram gifur- legar launahækkanir en aðrir ekki. Þarna ræður réttur hins sterka. t siðustu kjara- samningum hækkuðu verka- menn um tuttugu og sex til tuttugu og sjö prósent en ýmsir hópar i iðnaðarstétt um á víðavangi þrjátiu og sex til þrjátiu og sjö prósent I samningum sem for- ystumenn Alþýöusambands- ins sáu um og allir túlkuðu sem jafnlaunasamninga. Ég hefði ekki veriö montinn af að vera formaður Verkamanna- sambandsins þá. Ég hef aldrei verið þeirrar skoöunar að kjargbætur til hinna lægst- launuðu yllu verðbólgu. Við gerð flestra samninga hafa menn sagt að ekki væri mikið svigrúm til launahækkana en ljóst væri að nauösynlegt væri að bæta kjör þeirra lægstlaun- uðu. Þetta hefur venjulega verið gert en forysta launþega hefur lagt áherzlu á að hækkunin komi á öll laun og knúið það i gegn. Þá er komin upp gamla sag- an um að skipta fleiri krónum en til eru. Þær hækkanir sem hálaunamenn fá velta siðan af stað verðbólgu sem brennir undir eins upp þær krónur sem láglaunafólkið fékk og gerir þær að engu. Krafa launþega- samtakanna hefur siðan verið aö veröbætur ^ laun vegna verðbólgunnar komi sem hundraðshluti á öll laun sem þýðir að þeir hæst- launuðu fá mestog launamun- ur eykst. Halda menn að rikis- stjórnin hafi ráðið þessu? Halda menn að ábyrgð laun- þegasamtakanna sé ekki mikil þegar rætt er um stöðu lág- launafólksins? Ég hika ekki við að segja,að forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar hafa með ýmsum aðgerðum sinum og aðgerðaleysi beinlinis unnið gegn hagsmunum láglauna- fólksins. Og nú á að beita láglauna- fólkinu eina ferðina enn og knýja fram launahækkanir uppúr.” Þetta eru þung orð en er ekki ástæða til þess að verka- lýðsforystan fari i alvöru að athuga sinn gang i þessum málum? JS LESENDA- BRÉF Íslandsglíman ’78 Við sem áhuga höfum á is- lenzkri glfmu og fylgzt höfum með þróun hennar i áratugi, hljótum að telja Islandsglim- una, þar sem keppt er um sæmdarheitiö glimukappi Is- lands, meðal stórviðburða á iþróttasviðinu. Fyrstu fréttir af tslandsglim- unni 1978, er mér bárust til eyrna hingaö norður, voru þær, að hún hefði einkennzt af vafa- sömum dómum eða röngum annars vegar og niði sigur- vegarans hins vegar. En nið kallast það á máli glimumanna að fylgja bragði of fast eftir. Sannarlega vonaði ég, að svo illa væri ekki komið fyrir iþrótt okkar, en beið þó með meiri eftirvæntingu en oft áður, að Sjónvarpið birti viðureignina. En þar brást Sjónvarpið. Gliman var slitin sundur og aldrei sýndar allar glimurnar. Skora ég hér meö á Bjarna Felixson aðsýnaglimuna I heild og það fyrr en seinna. En það, sem Sjónvarpiö sýndi af umræddri glimu, sannaöi þvi miöur, að orðrómur sá er á flot hafði komizt, var á fullum rök- um reistur. Þvi til sönnunar ætla ég að fjalla nokkuð um fjórar viðureignir þessarar glimu, sem allar höfðu afger- andi afleiöingar fyrir. úrslit hennar. Gliman hófst með viðureign þeirra Inga Þ. Yngvásonar HSÞ og Guðmundar Olafssonar Ar- manni. Snemma i þeirri viöur- eign féll Guðmundur á bak aft- ur, nokkuð snöggt, og togaði Inga svo ákaft að sér i fallinu, að hann hirti ekki um að bera fyrirsighendur.Þess vegna var þetta fall hjá Guðmundi, en ekki bræðrabylta eins og dæmt var. Slðar i viðureigninni lagði Ingi Guðmund á klofbragði greini- lega byltu. Yfirdómari gaf þá skýringu i sjónvarpinu að bragðið hefði ekki verið löglegt, þar sem Ingihefði kropið á hné, — en honum sást yfir það, að Ingi hafði þá þegar lokið bragð- inu, og var þetta þvi augljós bylta, en þeim var dæmt jafn- gllmi. Þessi viðureign var mjög hörð, gekk nærri þreki glimu- mannanna, og má þvi fullyrða að þeir röngu dómar, sem hér hefur verið lýst höfðu áhrif á úr- slit. Þegar þeir áttust við Pétur Yngvason HSÞ og Guðmundur Freyr Halldórsson Armanni mátti lengi vel ekki i milli sjá, en seint i lotunni lagði Pétur hælkrók hægri á vinstri á Guð- mund. Guðmundur tóká móti og hljóp bragðið þá upp i hnésbót en Guðmundur féll. Pétri og Guðmundi var dæmt jafnglimi, þar sem hnésbótarkrókur er ekki löglegt bragð. En þegarþeireigastvið Omar Úlfarsson KR og Ingi Þ. Ingva- son HSÞ, sér dómnefnd ekkert athugavert, þegar Omar leggur Inga á ótviræðum hnésbótar- krók. En alvarlegustu. mistökin verða þó dómurunum á þegar þeir eigast við Eyþór Pétursson HSÞ og Ómar Úlfarsson KR. Fljótt eftir að þeir taka saman niðir ómar Eyþór úr handvörn og hlýtur réttilega áminningu fyrir. En jafnskjóttog þeir hefja viðureignina aftur endurtekur sama sagan sig og jafnvel á enn grófari máta. Við þetta hafði dómnefnd ekki að athuga ogdæmdi Ómari sig- ur. Tvær áminningar þýöa hins vegar vitabyltu, svo sem marg- ir vita. Ég held að þessar linur nægi til að sýna, að það var dóm- nefndin sem vann glimuna fyrir Ómar Úlfarsson. Hvort það var af ásetningi eða fádæma rata- skap læt ég aðra um að dæma, en hitt er vist, að forráðamenn islenzku glimunnar verða að standa um hana traustari vörð en þarna var gert, ef hún á að lifa áfram með þjóð vorri. Húsavik, 8. mai 1978 Jón Sigurðsson frá Arnarvatni. Bændur. Safnið auglýsingunum. Eignist þannig heimildaskrá. Auglýsing nr. 2-’76. % Lyftutengd. 0 Sérlega lipur vél. % Vinnslubreidd allt að 280 sm. £ Þyngd 150 kg. % Afköst allt að 2 ha/klst. % Fylgir vel öllum ójöfnum. 0 Fáanleg fjögurra eða fimm hjóla. 0 Rakar auðveldlega frá skurðbökkum og girðing- um. Leitiö upplýsinga um verö og greiðsluskilmála i næsta kaupfélagi eða hjá okkur. A/ SUÐURLANDSBRAUT 32-REYKJAVlK-SlMI 86500-SÍMNEFNI ICETRACTORS Styrkur til sérfræðiþjálfunar i Bretlandi. Breska sendiráðið i Reykjavik hefur tjáð islenskum stjórnvöldum að samtök breskra iðnrekenda, Confederation of British Industry, muni gefa islenskum verkfræðingi eða tæknifræðingi kost á styrk til sérnáms og þjálfunar á vegum iðnfyrirtækja i Bretlandi. Umsækjendur skulu hafa lokið fullnaðarprófi i verkfræði eða tæknifræði og hafa næga kunnáttu i enskri tungu. Þeir skulu að jafnaði ekki vera eldri en 35 ára. Um er að ræða tvenns konar styrki: Annars vegar fyrir menn sem starfað hafa 1—4 ár að loknu prófi en hafa hug á að afla sér hagnýtrar starfs- reynslu i Bretlandi. Eru þeir styrkir veitt- ir til 1—1 1/2 árs og nema 2124 sterlings- pundum á ári (177 sterlingspundum á mánuði), auk þess sem að öðru jöfnu ey greiddur ferðakostnaður til og frá Bret- landi. Hins vegar eru styrkir ætlaðir mönnum, sem hafa ekki minna en 5 ára starfsreynslu að loknu prófi og hafa hug á að afla sér þjálfunar á sérgreindu tækni- sviði. Þeir styrkir eru veittir til 4—12 mán- aða og nema 2652 sterlingspundum á ári (221 sterlingspundum á mánuði) en ferða- kostnaður er ekki greiddur. Umsóknir á tilskildum eyðublöðum skulu hafa boríst menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu6, Reykjavik.fyrir 30. júni n.k. Umsóknareyðublöð, ásamt nánari upplýs- ingum um styrkina,fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 6. júni 1978. Frá Fósturskóla íslands Námskeið fyrir starfandi fóstrur um verk- lega kennslu á dagvistarheimilum verður haldið i september n.k. Nánar auglýst i ágústmánuði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.