Tíminn - 10.06.1978, Qupperneq 15

Tíminn - 10.06.1978, Qupperneq 15
Laugardagur 10. júnl 1978 Uimvsm 15 ■peé9^ 0Í>eí ð- Vaknið af byrnirósar- svefninum. ★ Islenzk knattspyrna i miklum öldudal ★ Meðalmennskan ræður rikjum og stjörnuleikmenn sjást vart lengur ★ Efnileg lið, öskur þjálfara og skrif dagblaða Baráttan um islands- meistaratitilinn I knatt- spyrnu er nú nýhafin og hafa leikir 1. deildarliba okkar vakið knattspyrnuunnendur til alvarlegrar umhugsunar, þvi aö það hefur ekki farið fram hjá neinum, aö meðal- mennskan virðist ráða þar rikjum — flestir leikirnir, sem hafa verið leiknir, hafa veriö afspyrnuléiegir og leiðinlegir á að horfa. Það er leitt til þess að vita að knattspyrnan sé svo léleg hér á landi, sem raun ber vitni, þvi að aldrei hefur ver- ið varið eins miklum pening- um Iknattspyrnuna og aldrei hafa knattspyrnumenn okk- ar lagt eins hart að sér við æfingar — fórnað mörgum fritímum sinum á knatt- spyrnuvellinum. Hér á landi eru starfandi nokkrir erlendir þjálfarar, sem eru með árslaun frá 5—9 milljónir, og hafa sumir þeirra verið hér i nokkur ár, án þess að ná nokkrum árangri. George Kirby, þjálfari Skagamanna, er þó undantekning, þvi að hann hefur náð frábærum árangri með Akranes-liðið, sem er, ásamt Val, okkar bezta félagslið— sýnir léttleikandi og skemmtilega knatt- spyrnu. Þegar ég var á vellinum nú fyrir stuttu, þar sem Vik- ingur og Breiðablik áttust við,en þau félög eru með dýraerlenda þjálfara, vakn- aði sú spurning, hvað þjálf- ararnir láti leikmenn sina gera á æfingum. Spurningin var afar eðlileg, þvi að bæöi liðin léku mjög slaka knatt- spyrnu — leikmenn liðanna gerðu iitið annaö en hlaupa og sparka knettinum eitt- hvaö upp i loftið. Vikingur og Breiöablik eru ekki einu liðin, sem eru brennimerkt þessu marki— þau eru það flest, liðin i 1. deild. Menn hafa verið að reyna að finna skýringar á þessu — og hafa margar skýringar skotið upp kollin- um, eins og að leikmenn æfi allt of mikið, eða þetta 4—5 sinnum i viku, og séu þvi hættir að hafa gaman af þvi sem þeir eru að fást við — knattspyrnan sé orðin eins og hver önnur erfið vinna. Þaö er margt til I þessu, en þó er ekki hægt aö loka augunum fyrir þvi, að islenzk knattspyrna hefur sjaldan verið eins léleg og nú. Sennileg skýring á þvi er, að þau lið sem leika 11. deild, hafa ekki nægilega marga snjalla knattspyrnumenn i herbúöum sinum — leik- menn sem hafa yfir Imyndunarafli aö ráöa og leikmenn sem geta gert hluti á eigin spýtur. Það eru aö- eins Valur og Akranes, sem geta boöiö upp á liö, sem eru skipuð úrvalsleikmönnum i nær hverri stöðu — sem hafa yfir knatttækni og imyndunarafli að ráöa. Hjá öörum liðum er mjög litið um samspil og þar af leiðandi verður sóknarleikur þeirra ekki nægilega beittur og ógnandi — leikmenn liö- anna sýna enga hugsun lang- timunum saman, heldur hlaupa og ráfa um völlinn. ki Óskipulag og handahóf ráða ferðinni og meöalmennskan einkennir leiki liðanna. Stjörnuleikmenn sjást ekki lengur Það er liðin tið, aö áhorf- endur komi á völlinn til að sjá einstaka leikmenn sýna listir sinar með liðum sinum — leikmenn eins og Hermann Gunnarsson, Val., Orn Steinsen, KR, Rikarö Jónsson, Akranesi, Helga Númason, Fram, Elmar Geirsson — þegar hann var upp á sitt bezta meö Fram, Steingrlm Björnsson, Akur- eyri og Þórðlf Beck, svo ein- hverjir séu nefndir. Þetta voru allt leikmenn, sem gaman var aö horfa á — leik- menn sem höfðu yfir imyndunarafli að ráða og þorðu að nota það. Að visu eru nokkrir leik- menn nú, sem eru skemmti- legir — leikmenn eins og Pétur Pétursson, Akranesi, Pétur Ormslev, Fram, og Atli Eðvaldsson, Val — allt leikmenn, sem hafa yfir mikilli knattmeðferð að ráða og þora að beita henni i leik. „Efnileg lið” Svo að við snúum okkur aftur aö leik Vikings og Breiðabliks, en bæði þessi lið hafa dýra þjálfara i herbúð- um sinum, þá er ekki að sjá, að þessi lið hafi tekið nokkrum framförum undan- farin ár. Þessi liðeri búin aö vera geysilega efnileg lengi vel—Já, i allt aö 4. ár og eru þvi búin að vera „efnileg” nokkuö lengi. Ahangendur liðanna hafa beðiö óþreyju- fullir lengi eftir að rættistúr liðunum, en sennilega verður einhver bið á þvi að þau nái að verða góð og heilsteypt lið, sem geta sýnt marga góða leiki i röö. Bæði þessi lið hafa ágæta knattspyrnu- menn i herbúöum sinum, en einhverra hluta vegna sýna þeir ekki getu sina. öskur þjálfara Meö þvi hvimleiðasta sem maður hlustar á, á knatt- spyrnuleik, eru öskur þjálf- ara á leikmenn sina — öskur, eins og: — Hlauptu þangað, gerðu þetta, gerðu hitt, reyndu að hreyfa þig o.s.frv. Tony Knapp, varö frægur fyrir þetta á meðan hann stjórnaði KR-liðinu, en arf- taki hans er nú Bill Haydock, þjálfari Vikings, sem er öskrandi i tima og ótima út á völlinn. Svona öskur eiga ekki að eiga sér staö, meðan á leik stendur — þjálfarar eiga að leggja leikmönnum sinum linurnar fyrir leik og ræða siðan við þá i leikhléi , ef eitthvað hefur farið úrskeiö- is. úti á vellinum á fyrirliö- inn að stjórna. Þaö ætti aö vera óþarfi að benda dómurum á þetta — það er I þeirra verkahring, að sjá um, að þjálfarar séu ekki að stjórna leikmönnum sinum af bekknum. Þessi framkoma þjálfara sýnir glöggt, að leikmenn eru ekki sjálfstæðir inni á vellinum — það veröur oft allt vitlaust, ef þeir gera ekki hluti, sem þjálfarar eru aö skipa þeim að gera — frá varamannabekknum. Já, þaö er ekki von að leikmenn geti nýtt imyndunarafl sitt og leikið knattspyrnu eftir sinu eigin höfði. Þeir eiga alltaf á hættu að vera skammaöir af þjálfurum — I miðjum leik. Fréttamenn Vendum okkar kvæði i kross og litum aðeins á blaöaskrif um leiki i 1. deild. Það er ekki hægt aö komast hjá þvi að sjá, að dagblöð hampa einstökum liðum, þrátt fyrir aö þau sýna litla sem enga knattspyrnu. Þaö eru skrifaðar heljarinnar greinar um leiki sem eru lé- legir — og til að hafa þær sem lengstar, eru gjarnan rifjuð upp hin og þessi tæki- færi, sem leikmenn liða Framhald á bls. 19. Akranes mætir Fram 5 leikir i 1. deild um helgina tslandsmeistararnir Akranes frá Framara I heimsókn I dag upp á Akranes, þar sem þeir leiða saman hesta sina I 1. delldar- keppninni I knattspyrnu. Það má búast við spennandi leik, eins og alltaf þcgar þessi lið mætast uppi á Skipaskaga. Pétur Pétursson — markakóngurinn 1977 frá Akra- nesi mun ekki leika með Skaga- mönnum, þar sem hann var sett- ur i leikbann nú i vikunni fyrir agabrot. Leikurinn hefst kl. 3. Tveir aðrir leikir verða leiknir i 1. deildarkeppninni f dag. Akur- eyrarliðið KA leikur sinn fyrsta leik á heimavelli á keppnistima- bilinu og mætir liðiö Vikingum kl. 14.30. Þá leika Þróttarar gegn Vestmannaeyingum á Laugar- dalsvellinum kl. 17. Tveir leikir verða leiknir á morgun — Breiðablik leikur gegn Keflavik kl. 8 i Kópavogi og Vals- menn mæta FH-ingum á Laugar- dalsvellinum kl. 20.00 Staðan er nú þessi i 1. deildar- keppninni i knattspyrnu: Akranes ...4310 14-3 7 Valur ...3 3 0 0 10-3 6 Fram ...4 3 0 1 7-4 6 Vestm .ey ...3 2 0 1 6-4 4 Vikingur ...4 2 0 2 7-8 4 Þróttur ...4121 5-6 4 Keflavlk ...4 0 2 2 5-7 2 KA ...4022 2-4 2 FH ...4 0 2 2 3-12 2 Breiöablik ...40 1 3 3-11 1 Markahæstu menn: Matthias Hallgrimsson Akranesi5 Arnór Guðjohnsen Vfkingi...4 Albert Guðmundsson Val.....3 „Dunlop” keppnin í Leiru Allir beztu kylfingar landsins taka þátt í mótinu, sem hefst i dag Hið árlega opna „DUNLOP”- mót I golfi, sem gefur stig til landsliðs, fer fram á Hólmsvellin- um i Leiru um helgina og hefst mótið i dag kl. 9. AÍIir sterkustu kylfingar landsliðsins taka þátt I þessu móti og má búast við geysi- lega spennandi keppni, eins og I þeim mótum sem hafa farið fram I sumar. Verölaun i keppnina eru gefin af „DUNLOP"' umboðinu — Austurbakka h.f. og verða veitt fjöldi verðlauna fyrir ýmis afrek. Argentina'78 Lokaslagurinn I riölakeppni HM-keppninnar I Argentlnu verö- ur háður nú um helgina og verða þá leiknir 8 leikir, sem eru: Laugardagur: 1. RIÐILL: Frakkland — Ungverjaland Argentina — Italla 2. RIÐILL: V-Þýzkaland — Túnis Pólland — Mexikó Sunnudagur: 3. RIÐILL: Austurriki — Brasilia Svlþjóð — Spánn 4. RIÐILL: Holland — Skotland Perú — Iran f (

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.