Tíminn - 14.06.1978, Qupperneq 1

Tíminn - 14.06.1978, Qupperneq 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík ■ Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Hver er Alþýðubandalagsins? Þegar leiðtogar Alþýðu- bandalagsins eru spurðir um, hver sé stefna þeirra í efna- hagsmálum, vitna þeir í mikla ritsmíð sem skiptist i marga aðalliði og enn fleiri undirliði. Þeir segja að þessi ritsmíð lýsi stefnu þeirra í efnahags- málunum og reyna svo að komast hjá því að skýra þetta nánara. Astæðan er sú að rit- smíð þessi er svo óskýr og ruglingsleg, að ekkert er á henni að græða um raunveru- lega efnahagsstefnu Alþýðu- bandalagsins. Hér eins og endranær er líka bezt að dæma eftir verkunum. Mesti f jármálamaður Alþýðu- bandalagsins er óumdeilan- lega Guðmundur Hjartarson, Lúðvík Jósepsson tók hann fram yfir alla aðra flokks- bræður sínar, þegar hann valdi í bankastjórastöðuna í Seðla- bankanum. Lúðvík mun fyrst og fremst leita ráða til Guð- mundar ef Alþýðubandalagið verður stjórnarflokkur eftir kosningar. Guðmundur Hjartarson mun ráða miklu meira um efnahagsstefnu Al- þýðubandalagsins sem stjórnarflokks en undirfor- ingjar á borð við Ólaf Ragnar. En stefnu og skoðanir Guð- mundar Hjartarsonar má bezt ráða af því að hann hef ur verið samþykkur öllum gengis- lækkunum og vaxtahækkun- um, sem ákveðnar hafa verið á þessu kjörtímabili. Af því geta kjósendur bezt dæmt, hver efnahagsstefnan yrði ef Alþýðubandalagið kæmi til með að hafa áhrif á hana að loknum þingkosningunum 25. júní. Birgit Nilsson og Elisabeth Söderström i anddyri Hótel Sögu i gær. Tlmamynd: G.E. Glaðværar og rómantískar sópransöngkonur komnar á listahátið F1 — Sænsku sóransöngkon- urnar Birgit Nilsson og Elisa- beth Söderström voru bros- mildar, þegar þær gengu inn i Hótel Sögu i gær, en hingað eru þær komnar í tilefni Lista- hátiðar. Birgit Nilsson kom með mann sinn með sér og var mjög upptekin af honum, en Söderström dreif sig þegar I stað á æfingu með Ashkenazy. Tónleikar Elisabethar Söderström verða i Háskóla- bíóii kvöld og hefur verið bætt við 90 sætum vegna aðsóknar. Tónleikar Birgit Nilsson verða I Laugardalshöll annað kvöld og er þeirra beðið með eftir- væntingu, þvf að hér er á ferö bezta söngkona i heimi og nánast sú eina, sem uppfyllt getur kröfur Wagners. Sjá frásögn og viðtöl bls. 5. Guðmund J. hrekur sjá bak Þjóðviljalygi 11 i Bæjarútgerð Hafnarfjarðar Verkstjóramir reknir Sjá baksíðu 2500 manns fá verðbætur 1. júli SSt — Samkvæmt þeim tölum sem við höfum undir höndum og eru ekki hárnákvæmar munu um 1674 félagar i verkalýðsfélögun- um Dagsbrún og Framsókn fá fullar verðbætur á laun sin frá 1. júli og auk þess 826 félagar 1 starfsstúlknafélaginu Sókn eða alls 2500 manns og er þaö tæpur helmingur þeirra sem vinna á vegum borgarinnar, en alls munu vinna nálægt 5580 manns hjá borginni, sögðu fulltrúar meiri- hlutaflokkanna á blaöamanna- fundinum i gær. Meirihlutinn samþykkir fullar visitölubætur i áföngum: Fullar verðbætur á lægstu laun frá 1. júlí óskertar verðbætur á laun allra borgarstarfsmanna frá næstu áramótum SSt — „Það hefur orðið að sam- komulagi að leggja fram tillögu til afgreiðslu á næsta borgar- stjórnarfundi eftir athuganir, nefndastörf og viðræður við stærstu viðsemjendur okkar, Dagsbrún, Framsóknog Sókn, að greiða fullar verðbætur á laun 151.700 kr. og lægri frá 1. júli að telja, en hærri launaflokkar fá jafnháa krónutöluhækkun. Þá koma næst fullar verðbætur á laun 170.000 kr. og lægri 1. sept. n.k. og krónutöluhækkanir upp eftir og þá fullar verðbætur á laun 210.000 kr. 1. nóv. n.k. Frá næstu áramótum verður öllu starfsfólki borgarinnar greiddar óskertar verðbætur það sem eftir er samn- ingstimans eða fram á mitt næsta ár, sagði Sigurjón Pétursson er hann útskýrði meginefni tillögu um greiðslu visitölubóta á laun b o r g a r s t a r f s m a n n a á blaðamannafundi i gær. 1 fréttatilkynningu, sem meiri- hluti borgarráðs sendi frá sér i gær um greiöslu visitölubóta, er þessi tillaga nánar skýrð á þenn- an hátt: Frá og með 1. júli verði öllu starfsfólki borgarinnar og fyrirtækja hennar sem hefur Nánar á bls. 15 151.700 kr. i mánaðarlaun i dag- vinnu eða lægra ,greiddar fullar verðbætur skv. ákvæðum kjara- samninga á öll vinnulaun.Starfs- fólki með hærri laun skulu greiddar verðbætur jafnháar i krónutölu og greiðast á ofan- greind mörk, þó þannig, að þegar verðbætur skv. lögum nr. 3/1978 nema hærri upphæö þá skal greiða samkvæmt þeim. — Þann Framhald á bls. 19. Frá blaðamannafundinum I gær, þegar fulltrúar meirihlutaflokkanna f borgarstjórn skýrðu frá tillögu sinnium að greiða fullar visitölubætur á laun borgarstarfsmanna I áföngum. Tillaga þessi verður borin upp á borgarstjórnarfundi á fimmtudag. Timamynd G.E.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.