Tíminn - 14.06.1978, Qupperneq 6

Tíminn - 14.06.1978, Qupperneq 6
6 Miövikudagur 14. júni 1978 Árangur af margra ára Dómsmál I undirbúningsstarfi kemur nú í ljós Dómsmál hafa verið meira til umræöu nú aö undanförnu en oftast nær áður. Sú umræða hef- ur þvi miður snúizt um einstök mál, jafnvel hlutaöeigandi ein- staklinga. Aftur á móti hefur minna borið á þvi að fjailað væri almennt og málefnalega um þennan mikiivæga málaflokk . I þessari grein og öðrum.er á eftir fylgjapverð«r leitazt við að gera i stuttu máli grein fyrir þvi sem gert hefur verið til úrbóta á sviði eiginlegra dómsmála hin siðustu ár. Að lokum verður þó drepið á einstök dómsmál sem veriðhafa i sviðsljósinu og skýrt frá gangi þeirra. Tólf á móti einu Það er almennt viðurkennt að i þau sjö ár sem Ólafur Jóhannesson hefur gegnt emb- ætti dómsmálaráðherra hafi hann beitt sér fyrir viðtækari endurbótum á sviði dómsmála en flestir, ef ekki allir, fyrir- rennarar hans i þvi starfi. Nefna má sem dæmi, að á siðustu sjö árum svo nefndrar viðreisnarstjórnar (sem Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn áttu aðild að) var aðeins lagt fram eitt stjórnar- frumvarp á þingi sem fól i sér verulega breytingu á skipan dómsstóla eða réttarfars hér á landi. Þar var um að ræða frumvarp til laga um svonefnd áskorunarmál. A siðustu sjö ár- um hafa aftur á móti verið flutt alls tólf stjórnarfrumvörp, sem hvert um sig marka þáttaskil á þessusviöi. Flestþessara frum- varpa (1—10) eru þegar orðin að lögum, en önnur (11—12) biöa enn afgreiðslu þingsins. Frumvörp þessi eru: 1. Frumvarp til laga um lög- reglumenn. 2. Frumvarp til laga um framkvæmdeignarnáms. 3. Frumvarp til laga um fangelsi og vinnuhæli. 4. Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum um Hæstarétt tslands. 5. Frumvarp til laga um sér- stakan dómara og rannsókn- ardeild i ávana- og ftkni- efnamálum. 6. Frumvarp til laga um rannsóknarlögreglu rikisins. 7. Frumvarp tillagaum breyt- ing á lögum um meðferð opinberra mála. 8. Frumvarp til laga um skot- vopn, sprengiefni og skotelda. 9. Frumvarp til gjaldþrota- laga. 10. Frumvarp til þinglýsinga- laga. 11. Frumvarptil lögréttulaga. 12. Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum um meðferð einkamála i héraði. Þetta eru aðeins þau frum- vörp um dómstólaskipan, réttarfar og löggæzlu, sem veigamest má telja. Auk þeirra hefur fjöldi annarra frumvarpa verðið lagður fram af hálfu dómsmálaráðherra, en of langt mál yrði að greina frá þeim á þessum vettvangi. Þáttur réttar- farsnefndar Rúmu ári eftir að Ólafur Jóhannesson tók við embætti dómsmálaráðherra/eða þann 7. október 1972 skipaði hann nefnd „til að endurskoða dómstóla- kerfí landsins á héraösdóms- stiginu og til að kanna og gera tillögur um hvernig breyta mætti reglum um málsmerðferð i héraði til þess aö afgreiðsla mála yrði hraöari”. t nefndina voru skipaðir: Björn Sveinbjörnsson, nú hæstaréttar- dómari, Björn Fr. Björnsson, fyrrum sýslumaður, Sigurgeir Jónsson, bæjarfógeti og Þór Vilhjálmsson, nú hæstaréttar- dómari. Nefnd þessi, sem kölluð hefur verið réttarfarsnefnd, hefur samið eða látið semja fjölda lagafrumvarpa á sviði dóm- stólaskipunar og réttarfars. Merkustu frumvörpin eru: Frumvarp til laga um rannsóknarlögreglu rikisins, Frumvarp til laga um breyting á lögum um meðferð opinberra mála, Frumvarp til lögréttu laga og Frumvarp til laga um breyting á lögum um meðferð einkamála i heraði. Þessi fjögur frumvörp ásamt frumvörpum til gjaldþrotalaga og þinglýs- ingarlaga gera ráð fyrir veiga- miklum breytingum á islenzku réttarfari, fyrst og fremst i þá átt að hraða málsmeðferö og gera dómstóla og lögreglu fær- ari um aðafgreiða þau mál sem þessum aðilum erætlaðaöleysa úr. Þvi hefur verið hreyft að breytingar þær sem gerðar hafa verið á dómstólaskipan og réttarfari i tið núverandi dóms- málaráðherra eigi rót sina að rekja til þeirrar umræðu um dómsmál sem áður er getið. Þetta er hins vegar ekki rétt. Réttarfarsnefnd var, svo að dæmi sé tekið, sett á stofn árið í næstu grein verður m.a. fjallað um fangelsi og vinnuhæli og lýst marg- víslegum úr- bótum sem gerðar hafa verið á því sviði dómsmála 1972, en dómsmálaumræðan hófst fyrst fyrir alvöru i árs- byrjun 1976. Það er árangur af margra ára undirbúningsstarfi sem hefur veriðaðkoma i ljósað undaförnu, en ekki afrakstur fljótfærnislegra og óttabland- inna viðbragða eins og ýjað er að. Hér á eftir verður gerð grein fyrir efni þeirra frumvarpa sem áður er getið. Samhliða verður svo skýrt frá framkvæmd þeirra frumvarpa sem hafa orð- ið að lögum. Löggæzlan flyzt til rikisins Arið 1972 voru samþykkt á Alþingi lög um lögreglumenn. Með lögunum tók rikið við allri löggæzlu i landinu. Aður höfðu sveitarfélög kostað eigin lög- reglu, en nú tók rikið við þeim rekstri. Þessi skipan tiðkast i flestum nágrannalöndum okkar og þótti hagkvæm af tveimur ástæðum: Talið var óeðlilegt að lögreglu- stjórar, yfirmenn lögreglu, heyrðu alfarið undir rikið, meðan lögreglumenn væru launaðiraf sveitarfélögunum og ætlunin var að gera löggæzluna i landinu sveigjanlegri, þá án til- lits til marka einstakra sveitar- félaga. Segja má að rikið hafi ekki notfært sér kosti þess að hafa tekið við rekstri löggæzl- unnar úr hendi sveitar- félaganna. Enn miðast hún i of rikum mæli við mörk sveitar- félaga, til dæmis hér á höfuð- borgarsvæðinu, en þessu þyrfti að breyta. A vegum dómsmálaráðuneyt- isins er nú unnið að heildar- endurskoðun á skipulagi lög- gæzlu i landinu, meðal annars meðþaðfyrir augum að breyta löggæzluumdæmum. Jafnframt þarf að athuga hvort ekki sé unnt að gera löggæzluna hag- kvæmari, en kostnaður við þennan mikilvæga þátt rikis- valdsins hefur vaxið hröðum skrefum siðustu ár. Viðreisnarstjórnin lagtM á árunum 19*4—1971 fram EITT frumvarp á þingi sem fól I sér verulega breytingu á sviði dómstólaskipunar og réttarfars. A árunum 1971—1978 hafa aftur á móti TÓLF slik frum- vörp veriö lögö fram. Hrafn á miðvikudegi Eikarævintýri Geirs í Efraímskógi Okkur rekur minni tii þess, sem segir um Absalon i biblíu- sögunum. Hann var á flótta i Efraimskógi og fór óvarlega á flóttanum. Hann reið múlasna undir iim stórrar eikar, og þar festist hann á hárinu. Múlasninn hljóp sina leið, cn Absalon hékk þar, sem hann var kominn. Absalon hefur haft góðan hár- vöxt eins og Birgir ísleifur og Davið Oddsson. Um sjálfan Val- föður, Geir Hallgrimsson, er aftur á móti það að segja, að hann er afarsnyrtilega klipptur, og skiptir i vinstri vanga. Samt hefur honum farið ekki óáþekkt og Absalon. Hann er næstum þvi kon- ungssonur eins og Absalon, ,og hann virðist vera á heldur skipulagslitlu undanhaldi með liösitt. Flokkur hans hefur borið fram þá hugmynd að lama svo byggðasjóð, að hann geti ekki gegnt hlutverki sinu í þágu at- vinnulif s og alþjóöar, og Sverrir Hermannsson, sem finnur ann- an vænginn klipptan af sjáifum sér, hefur hefnt þess á Aust- fjörðum, sem misgert er af ráöinu mikla i Ueykjavik, með þvi að snúasl til andstöðu við efnahagsráöslafanirnar, sem hann gaf sina hægri hönd i vctur, og bráðabirgðalögin frá i vor. Þannig er liðið komið á tvist og bast. Geir Hallgrimsson sat fjögur ár á stóli forsætisráðherra án þess að fyllast hinum helga móði vegagerðarmannsins sem gengi galvaskur i lið með þeim, sem beittu sér fyrir átökum i vegagerðarmálum, enda hafði hann þungan fjármálaráðherra i taumi, þar sem er Matthias Mathiescn. Þess vegna kom vegagerðaráætlunin sæla ekki úr undirdjúpunum fyrr cn á elleftu stundu, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn hafði fundiö jörðina dúa undir fæti. Þess vegna verður Geir Hallgrims- son að skokka á múlasna sinum gegn um dimma skóga. Kosn- ingavegirnir hans og Pótemkin- brautirnar hafa svo mikinn skyld leika við grænu byltinguna i Rcykjavik, að próséktin gagnast ilia. Og nú hefur hann Geir okkar lent i þessu sama og Absalon, sem við lærðum ung að þekkja. í gær ber hann fram grafal- varlega spurningu i Morgun- blaöinu, nýjasta tillag sitt i ko sningabaráttunni: „Hvernig liði okkur, ef meira . cn fimm þúsund vinnufærra manna gengju hér atvinnulaus- ir?” Jafnvel Geir Hallgrfmsson getur ekki oröa bundizt um glapræöi viöreisnarstjórnarinn- ar og minnir á hættuna, sem þvi er samfara, ef viðreisnarflokk- arnir fengju tækifæri til þess að jarma sig saman. Vissulega er þetta harla al- varleg spurning. En það getur hent, að hlátur setji að mönnum andspænis hinni mestu alvöru. Og hér vill svo til, að menn hafa fengið að reyna, hvernig þeim liður i miklu atvinnuleysi, og það ekki alls fyrir löngu. Þcir muna það mætavel i kaupstöð- unum, þar sem fólk gekk slyppt frá öllu sinu, þeir muna það á Stór-Reykjavikursvæðinu, þar sem heilar atvinnugreinar voru lamaöar og þeir muna það kannski allra bezt, er i örvænt- ingusinni flúðu tilSviþjóðar eða Astraliu. Allt þetta gerðist undir viöreisnarstjórn — á sjöunda áratugnum, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýöuflokkurinn réöu landi og þjóð. Allt þetta gerðist þegar Geir var sjálfur borgarstjóri i Reykjavik, og iærifeður hans og meistarar stunduðu lækningar sinar á þjóöarmeinsemdunum meö hóf- legu atvinnuleysi, eins konar kreósóti keimliku þvi sem maður nokkur trúði einu sinni, að væri hin mikla heiisulind manna og dýra. Og svo vill til, að tölur um þetta þarf ekki að sækja til þeirra, sem grunaðir verða um ama á Sjálfstæðisfiokknum. i forustugrein i Morgunblaðinu, sjálfri meginstoð og styttu viðreisnarstjórnarinnar, var hinn 8. marz 1978 borið vitni um þetta, þótt liðan manna, sem Geir Hallgrimsson spyr núum, væri látin liggja milli hluta. ,,i lok janúarmánaðar 1969 varð atvinnuleysið mest en þá voru 5500 manns atvinnulaus- ir”, segir þar. Geii' Hallgrímsson hefði átt að nefna ofurlitið hærri tölu, ef hann hefði viljað vera nákvæm- ur i upprifjun sinni á viðreisnar- afrekunum. En það má ekki gera of miklar kröfur til manns á tvisýnu fcrðalagi um myrka sligu. En áminningin er söm samt sem áður. Þessu mættum við búast við á ný, ef gömlu viðreisnarflokkarnir, Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn, fengju bolmagn til þe ss að stjórna landinu á ný. Þetta er það, sem alvöru- þrungin spurning Geirs Hallgrimssonar um hug fólks til atvinnuleysis, minnir okkur á, framar öllu öðru. Hann hangir þarna á hárinu i eikinni, alþjóð til viðvörunar. Eikarævintýri Absalons end- aði á þá lund, að þrjú spjót voru rekin i gegnum hann. Svoleiðis grimmdarverk vinna islend- ingar ekki. Það er alveg nóg, að fólk sé fastheldið á atkvæðin við Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðu- flokkinn ef þvi stendur stuggur af nýrri viðreisnarstjórn sem hefur gömlu atvinnuleysis- uppskriftina i kokkabókum sín- um. Hrafn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.