Tíminn - 14.06.1978, Qupperneq 7
Miðvikudagur 14. júni 1978
7
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurftsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og
auglýsingar Siftimúla 15. Simi 86300.
Kvöidsimar blaftamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verft i lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á'
mánufti. Blaftaprent h.f.
5500 atvinnu-
leysingjar
Nýjustu skýrslur herma, að i aðildarrikjum
OECD, séu nú 15 milljónir atvinnuleysingjar. Um
40% þeirra eða um 6 milljónir séu ungt fólk, innan
25 ára aldurs.
íslenzkir kjósendur kunna að hugsa, að hér sé
um mál að ræða sem varði þá ekki. Hér sé ekki
nein hætta á atvinnuleysi. En það getur verið
skemmra undan en margur hyggur. Til þess þarf
ekki annað en stjórnarskipti. Ýms sólarmerki
benda til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn geti fengið samanlagt þingmeirihluta i
kosningunum 25. júni. Þá munu þeir taka höndum
saman. Hvernig var ástandið i atvinnumálunum
þegar þessir flokkar fóru með völd? Hinn 8. marz
siðastl. var það rakið i forustugrein i Mbl. jivemig
atvinnuástandið var hér á árunum 1968 og 1969.
Bæði þau ár var hér stórfellt atvinnuleysi. Um
skeið komst tala skráðra atvinnuleysingja upp i
5500 manns, þótt mörg hundruð manna hefðu þá
horfið til annarra landa i atvinnuleit. Meginástæða
þessa mikla atvinnuleysis var sú, að rikisstjórn
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins fylgdu
svokallaðri samdráttarstefnu i efnahagsmálum,
en það er einmitt sama stefnan og þessir flokkar
báðir boða fyrir kosningarnar nú. Þeirri stefnu
yrði þvi fylgt ef þessir flokkar kæmust til valda á
ný. Sú stefna átti á árunum 1968-1969 að draga úr
verðbólgunni, en hún gerði það ekki, þvi að verð-
bólga hér var þá þrisvar til f jórum sinnum meiri
en i öðrum Vestur-Evrópulöndum.
Það er vissulega ekki Sjálfstæðisflokknum að
þakka, að hér hefur verið næg atvinna á undan-
förnum árum. Ef hann hefði fengið að ráða, hefði
orðið hér sama atvinnuleysið og á árunum 1968-
1969. Framsóknarflokkurinn hefur hafnað at-
vinnuleysisstefnu Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins og það hefur gert gæfumuninn.
En atvinnuleysisstefnan kemur til sögunnar
aftur, ef Framsóknarflokkurinn vikur úr stjórn og
Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn taka
saman höndum á ný. Það myndi engu breyta.þótt
Alþýðubandalagið yrði i stjórn með þeim. Það yrði
að sætta sig við stefnu hinna samstarfsflokkanna
eða að fara út i kuldann. Það myndu ráðherrar
þess ekki kjósa eftir að þeir væru komnir i stólana.
Reynzla undanfarinna tveggja kjörtimabila
hefur sýnt, að öruggasta vörn gegn atvinnuleysinu
er að kjósa Framsóknarflokkinn. Þannig verður
atvinnuöryggið bezt tryggt. Hann er sá flokkurinn,
sem lætur sér mest umhugað um það.
Vegamálin
Reyrizlan hefur sýnt, að litið mark er takandi á
þvi, þegar stjórnmálaflokkarnir skipta um skoðun
fyrir kosningar. Þvi miður mun þetta gilda
um hina nýju vegaáætlun Sjálfstæðisflokksins. Allt
siðasta kjörtimabil hafa ráðherrar hans beitt sér
fyrir þvi, að sem minnstu fé yrði varið til vega-
mála. Þvi hafa framlög til þeirra orðið mun minni
en i tíð vinstri stjórnarinnar. Á siðasta þingi tókst
Halldóri E. Sigurðssyni samgöngumálaráðherra
að fá vegaframlögin stórlega hækkuð við gerð fjár-
laganna. Þau voru hins vegar tæplega komin úr
prentun, þegar. Sjálfstæðisráðherrarnir hófu að
berjast fyrir þvi, að vegaféð yrði lækkað um millj-
arð. Þetta lýsir betur hug Sjálfstæðisflokksins til
vegamálanna en kosningaáætlunin. Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Bandaríkjameim sýna
Kadar aukinn sóma
Hyggjast veita Ungverjum
beztu viðskiptakjör
Bandarikjamenn afhenda konungskórónuna
minna á sér bera en nokkur
annar rikisleiðtogi kommiin-
ista. En hægt og hægt dró hann
úrhinum miklu hömlum, sem
settar voru iUngverjalandi
fyrst eftir byltinguna 1956.
Mest urðu þáttaskipti hjá hon-
um fyrirtiu árum, þegar tekin
var upp ný efnahagsstefna
sem fól i sér að dregiö var
verulega úr miöstjórnarvald-
inu,sem allur atvinnurekstur
hafði orðið að lúta. Fyrirtækin
fengu meira fr jálsræði og viss
samkeppni komst á milli
þeirra. Þetta hefur gefið svo
góða raun,að meiri efnahags-
legar framfarir hafa orðið i
Ungver jalandi en öðrum
austantjaldsrikjum siðustu
árin. Það nálgast orðið að
standa jafnfætis Austur-Þjóö-
verjum og Tékkum á efna-
hagssviðinu. Onnur austan-
tjaldsriki virðast vera að færa
sér þetta fordæmi Ungverja i
nyt.
JAFNFRAMT þessu hefur
verið slakað til á ýmsum
sviðum mannréttindamála.
Ungverjar eru nú eina austan-
tjaldsþjóðin sem nýtur
nokkurn veginn fulls ferða-
frelsis til vestrænna landa.
Eftir göngu Kadars á fund
páfa á siðastl.ári, hefur ka-
þólska kirkjan fengið aukin
réttindi á ýmsum sviðum.
Svipað gildir um mótmælenda-
kirkjuna. Kadar.sem var mjög
tortryggður eftir að Rússar
hófuhann til valda I956,virðist
nú vel látinn af almenningi,
enda þótt hann haldi ekki uppi
neinum áróðri til að auka vin-
sældir sinar likt og flestir aðr-
ir kommúnistaleiötogar. Er-
lendir blaðamenn hafa oft á
orði að það sé nú eitt mesta
áhyggjuefni Ungverja hver
taki við eftir Kadar. Þ.Þ.
Janos Kadar
valda eftir byltingartilraunina,
sem þeir kváðu niður 1956,að
hann yrði forustumaður
frjálslegri stjórnarhátta i
kommúnistarikjunum. Flestir
töldu hann þá auðmjúkan lepp
Rússa. Forsaga hans gat þó
bent til annars, þvi að hann
hafði lent i mikUli ónáð hjá
Rakosi.sem var fyrsti leiðtogi
kommúnista i Ungverjalandi
eftir valdatöku þeirra,og þótti
einn dyggasti fylgismaður
Rússa i Austur-Evrópu á sin-
um tima. Rakosi lét setja
Kadar i fangelsi og mun hafa
munað mjóu^að hann lenti i
„einni hreinsuninni” hjá
Rakosi og yrði tekinn af lifi.
Kadar hélt lifinu.en mun hafa
sætt miklum pyntingum i
fangelsinu hjá Rakosi. Vegna
andstöðu sinnar við Rakosi,
þótti Rússum hyggUegt að
hefja Kadar til valda, þvi að
hann átti vissa tUtrú hjá
þjóðinni vegna þessarar and-
stöðu sinnar. Kadar fór mjög
gætUega af stað og hefur látið
OTLENDIR blaðamenn,
sem hafa komið tU Búdapest
siðustu mánuði hafa vakið at-
hygli á þvi að stöðug biðröð er
við anddyri þjóðminjasafns-
ins.en slikt var ekki áður. 1
biðröðinni er fólk á öllum aldri
og öUum stéttum. Ekki sizt
ber mikið á sveitafólki sem
sýnir nú þjóðminjasafninu
miklu meiri áhuga en áður.
Astæðan er sú, aði þjóðminja-
safninu er til sýnishin gamla
krýningakóróna Ungverja-
landskonungs, ásamt veldis-
sprota og epli,sem þeir veittu
viðtöku við krýningarathöfn-
ina. Gripir þessir eru álitnir
einna skrautlegastir sinnar
tegundar, sem eru enn til i
veröldinni. Kórónan er talin
977 ára gömul og hefur lengi
verið einn helzti þjóðardýr-
gripur Ungverja. I lok siðari
heimsstyrjaldarinnar náðu
BandarUcjamenn haldi á henni
og fluttu hana.ásamt hinum
gripunum tveimur, tii Banda-
rikjanna,en ekki þótti ráðlegt
að hafa hana til sýnis og var
hún þvi geymd i Fort Knox,
hinu ramgerða virki, þar sem
gullforði Bandarikjanna er
geymdur. Ungverjar hafa
óskað eftir að fá hana afhenta
en bandarisk stjórnvöld ekki
orðið við þvi fyrr en eftir að
Carter kom til valda. Það mun
vera stefna Brzezinski,
ráðgjafa Carters i alþjóða-
málum.að Bandarikin eigi að
vingast við bandalagsriki
Sovétrikjanna og reyna
þannig að gera þau óháðari
hinum volduga nábúa sinum.
Ýmsir telja,að það hafi verið
þáttur i þessari viðleitni,að
Bandarikjastjórn afhenti
stjórn Ungverjalands þessa
dýrgripi á siðastl. vetri en
siðan hafa þeir verið til sýnis á
þjóðminjasafninu. Það kemur
svo hér til viðbótar, að Ung-
verjaland er nú talið það
austantjaldslanda,þar sem
frjálsræði er talið einna mest
og náð hefur einna mestum
árangri a efnahagssviðinu
með þvi að draga úr mið-
stjórnarvaldinu og leyfa ein-
stökum fyrirtækjum meira
svigrúm til athafna.
En það er á fleiri vegu.sem
Bandarikin vilja nálgast Ung-
verjaland og láta það njóta
þess að frjálsræði er þar
meira en annars staðar aust-
antjalds. Bandarikjastjórn
hefur lagtþað til við þingið.að
það veiti Ungverjalandi svo-
kölluð beztu viðskiptakjör.
Fulltrúadeild þingsins hefur
þegar samþykkt þetta, en
öldungadeildin hefur þetta enn
til umfjöllunar.
ÞVl var ekki spáð þegar
Rússar studdu Janos Kadar til