Tíminn - 14.06.1978, Side 8

Tíminn - 14.06.1978, Side 8
8 Miövikudagur 14. júni 1978 Framkvæmdir einkenndu 75. starfsár Landakotsspitala Rekstrarhalli yfir 90 milljónir króna SJ — Sjálfseignarstofnun St. Jósefsspitala hefur nú rekiö spilalann i eittár. Enda þótt margt hafi gerzt þetta ár má segja aö það hafi einkennzt af miklum fram- kvæmdum innan húss og mikl- um rekstrarerfiðleikum. Svo segir i grein Loga Guö- brandssonar framkvæmda- stjóra i ársskýrslu St. Jóseps- spi'tala 1977 sem Timanum barst nýlega. Þegar St. Jósefssystur fluttu úr spitalanum losnaði allmikiö húsnæði sem breyta þurfti til að það hæfði til annarra nota. Helztu breytingarnar voru: Setustofa efst i turni var gerð að fundaherbergi, þar sem haldnir eru stjórnarfundir nefndafundir og aðrir fámennir fundir. Læknisfræðibókasafnið hefur verið flutt i fundarsalinn (rauða salinn). 1 risi A-álmu hafa lækn- ar fengið skrifstofuherbergi, tveir og tveir saman. Gjör- gæzludeild var stækkuð. Kapell- an var stúkuð niður og eru þar nú haldnir stærri fúndir en mest er húnnotuð fyrir kennslu. Ekki hefur kapellan þó lagt alveg niður sitt upprunalega hlutverk, þvi að prestar Dómkirkjunnar i Reykjavik messa þar annan hvern sunnudag. Barnadeild og rannsóknadeild fá aukið hús- rými sem enn hefur ekki verið fulllokiö við. Útkoman eftir árið varð sú að rekstrarhalli nam yfir 90 milljónum króna sem skv. upp- lýsingum Heilbrigðisráðu- neytisins er nokkuð neðan viö meðallag miðað við önnur sjúkrahús. — Rekstur gekk nokkuð vel framan af árinu en þegar kom fram i september var daggjald augljóslega orðið of lágt. Þar sem spitalinn á ekkert rekstrarfé umfram daggjöld, leiddi þetta af sér mikil greiðsluvandræði og ógreiddir reikningar hlóðust upp. Þótti okkur illt til þess að vita, að það traust sem spitalinn hefur notið i fjármálum hyrfi nú á ör- skömmum tima, en von okkar er að þetta endurtaki sig ekki segir i grein Loga Guðbrandss- onar. Vefja- og dánarmeina- nefnd Frá þvi haustið 1965 hafa fræðslufundir lækna verið haldnir á Landakoti á laugar- dagsmorgnum. Læknaráð var stofnað i desember 1968 og er þvi ætlað að auka veg spitalans sérstaklega hvað við kemur kennslu og rannsóknastörfum. Þetta ráð var hið fyrsta við is- lenzka spitala og var byggt upp meðnokkuð öðrum hætti en þau ráð sem siðar voru sett við aðra spítala. Ráðið hefur verið virkt i allri starfsemi spitalans og mót- unhans. Tilþessað framkvæma þau störf, sem læknaráði eru falin, kýs þaö fimm nefndir. Sjúkraskrárnefnd, fræðslu- og stöðunefnd, vefja- og dánar- meinanefnd, skipulags- og birgðanefnd og framkvæmda- nefnd. Vefja- og dánarmeinanefnd hefúr eftirlit með þvi að heil- brigð liffæri séu ekki fjarlægð og fylgist með sjúkdómsgrein- ingu og ástæðum fyrir brott- námi allra liffæra. Niðurstöður sinar ber nefndin saman við þær sem beztar þykja á sjúkra- húsum erlendis. Nefndir sem þessi eru algengar á spitölum vestan hafs en eru ekki starfandi á neinu öðru sjúkra- húsi hérlendis. Kosið er árlega i nefndir læknaráðs en að jafnaði sitja nefndarmenn 2-3 ár i hverri nefnd. Ekki hefur verið talin þörf á aðyfirlæknar deilda eða fulltrú- ar ákveðinna deilda sitji öðrum fremur i nefndum læknaráðs. Kosnir eru i nefndirnar þeir læknar, sem hverju sinni þykja liklegastir til að framkvæma þau störf, sem nefndinni eru ætluð. Nýir yfirlæknar í mai 1977 samþykkti lækna- ráð breytingu á reglugerð, þess efnis að læknar hinna einstöku deilda skuli kjósa sér yfirlækni til þriggja ára i senn. Heimilt er að sami maður gegni starfi 2 kjörtimabil i röð — en ekki lengur. Stjórn spitalans hefur samþykkt þessa breytingu og nýir yfirlæknar hafa verið kosn- ir í fyrsta skipti á hinar klinisku deildir. Þeir eru nú Sigurgeir Kjartansson, dósent á hand- læknisdeild. Halldór Steinsen á lyfjadeild, Þröstur Laxdal á barnadeild dr. med. Guð- mundur Björnsson dósent á augndeild, Jóhann Lárus Jónasson á rannsóknadeild, Kristján Jónasson á röntgen- deild, Viðar Hjartarson á svæfingadeild og Páll B. Helga- son á endurhæfingardeild. Samband Háskólans við spitalannvar málsem læknaráð Landakotsspitala sinnti mikið á árinu. Það er skoðun lækna Landakotsspitala að ekki sé hægt að reka læknaskóla á Is- landi nema nýta vel alla spítala i Reykjavik til kennslunnar og miklu fleiri stofnanir bæði i Reykjavik og úti um land að auki. Fámenni þjóðarinnar veldur þvi að sjúklingahópar eru ekki stærri en svoað fráleitt er að binda kennslu við eina stofnun. Allir spitalar borgar- innar og stærstu spitalar landsins ættu þvi að vera hluti af Háskólanum. A árunum 1966 til 1977 hefur meðallegutimi sjúklinga á Landakoti stytzt úr 22,1 dag í 13,7 daga. Sjúklingafjöldinn var 2.853 árið 1966 en 4.580 1977. Legudagafjöldinn er hins vegar svipaður 62.984 árið 1966 og 62.818 árið 1977. Fjöldi sjúklinga á göngudeild augndeildar Landakotsspítala eykst stöðugt með hverju ári og er húsnæðisskortur verulega farinn að há starfsemi deildar- innar. 625 sjúklingar voru i eftirliti og meðferð á glákudeild og fjölgaði um 10% frá fyrra ári. Fjöldi sjúklinga með grunaða gláku var 127 en 87 árið áður. 1266 augnþjálfanir voru fram- kvæmdar á augnþjálfunardeild. Þar var einnig höfð umsjón með sjónprófunum 4 ára barna á ungbarnavernd Reykjavikur- borgar, Selfoss og Akraness. 477 augnaðgerðir voru framkvæmdará augndeild. Starfsfólk á Landakotsspitala i árslok 1977 var 435 manns (396 árið áður) þar af 325 i fullu starfi og 110 i hlutastarfi. Múrarameistari getur bætt við sig sprunguþéttingum með álkvoðu. 10 ára ábyrgð á efni og vinnu. Hef lært i Bandarikjunum. Einnig tek ég að mér flisalagningu, við- gerðir og pússningu. Upplýsingar i sima 2-49-54 og 2-03-90, milli kl. 12 og 13 og eftir kl. 20. Tónlistarkennari Tónlistarkennari óskast til starfa út á land. Upplýsingar gefa Jóhann ólafsson, Laug- um, S-Þing. simi (96) 4-31-67, Sigmar ólafsson, Hafralæk S-Þing, simi (96) 4-35- 81, Sigurður Guðmundsson Grenjaðarstað S-Þing, simi (96) 4-35-45. Trésmiðir Trésmiðir óskast til vinnu viö útíhúsa- byggingu i sumar á vegum Húsagerðar- sambands Inndjúps og Austur - Barða- strandasýslu. Hafið samband við Grim Arnórsson, Tind- um, simi um Króksfjarðarnes. HESTAMENN Gerist áskrifendur að Eiðfaxa mánaðarblaði um hesta og hesta- mennsku. Með einu símtaii er Áskriftarsími 85111 Pósthólf 887, Reykjavík. Stjórn Iðntækni- stofnunar skipuð A s.l. voruvoru samþykkt á Al- þingi lög um Iðntæknistofnun Is- lands. Stofnunin tekur við starf- semi og eignum, réttindum og skyldum Rannsóknastofnunar iðnaðarins og Iðnþróunarstofnun- ar tslands. Hlutverk stofnunar- innar verður samkvæmt lögum að vinna að tækniþróun og auk- inni framleiðni iíslenzkum iðnaði með þvi að veita iðnaðinum sem heild.einstökum greinum hans og iðnfyrirtækjum sérhæfða þjón- ustu á sviði tækni- og stjórnunar- mála og stuðla að hagkvæmri nýtingu i'slenzkra auðlinda til iðnaðar. Iðnaðarráðherra hefur hinn 12. júni skipað i stjórn Iðntæknistofn- unar íslands til næstu tveggja ára. Stjórnina skipa: Bragi Hannes- son, bankastjóri, formaður, Guð- jón Jónsson form. Málm- og skipasmiðasambands íslands, samkv. tilnefningu miðstjórnar Alþýðusambands tslands, Guðjón Sv. Sigurðsson rannsóknarmaður samkv. tilnefningu stjórnar Landssambands verkafólks. Sigurður Kristinsson málara- meistari samkv. tilnefningu stjórnar La ndssa m ban ds iðnaðarmanna og Sveinn Valfells framkvæmdastjóri samkv. til- nefningu stjórnar Félags is- lenzkra iðnrekenda. Mótmæla harðlega GEK — A félagsfundi i Sveina- félagi húsgagnasmiða var sam- þykkt að mótmæla harðlega bráðabirgðalögum rikisstjórnar- innar frá 24. maí s.l. í tillögu Sveinafélagsins segir meðal annars: „Fundurinn telur að ekkert geti réttlætt afskipti rikisvaldsins af samningum verkalýðsfélaganna eins og nú hefur verið gert tvisvar, með lagasetningu fyrir tilstilli rikis- stjórnarinnar.” „Þessi sfðari lagasmfð rikis- stjórnarinnar felur i sér m.a. að álög vegna yfirvinnu eru veru- lega skert frá þvi sem kjara- samningar kveða á um og einnig er um að ræða verulega skerðingu á orlofi og lifeyris- greiðslum frá ákvæðum samninganna.” Telur fundurinn að launafólki beri að svara þessari laga- setningu með þvi að kjósa ekki stjórnarflokkana i kosningunum 25. júni næst komandi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.