Tíminn - 14.06.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.06.1978, Blaðsíða 12
12 Mi&vikudagur 14. júni 1978 í dag Miðvikudagur 14. júni 1978 Lögregla og slökkvilið Reykjavik: Lögreglan simi 11166, slökkviliðið og sjúkrabifreið, simi 11100 Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkviliðið og sjúkra- bifreið simi 11100. Hafnarf jörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið simi 51100, sjúkrabifreið simi 51100. Bilanatilkynningar Vatnsveitubilanir simi 86577. Símabilanir simi 05. Bilanavakt bcj-garstofnana. Sími: 27311 svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Kafmagn: i Reykjavik og Kópavogi í sima 18230. t Hafnarfirði i sima 51336. Hitaveitubilanir: kvörtunum verður veitt móttaka i sim- svaraþjónustu borgarstarfs- manna 27311. Heilsugæzla Slysavarðstofan: Simi 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavík og Kópavogur, simi 11100, Hafnarfjörður, simi 51100. Hafnarfjörður — Garðabær: Nætur- og helgidagagæzla: Upplýsingar á Slökkvistöð- inni, simi 51100. Læknar: Keykjavik — Kópavogur. Ilagvakt: Kl. 08:00-17:00 mánud.-föstudags, ef ekki næst i heimilislækni, simi 11510. Kvöld- nætur- og heldidaga- varzla apóteka i Reykjavik vikuna 9. til 15. júni er i Garðs Apóteki og Lyfjabúð Iðunnar. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzlu á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Hafnarbúðir. Heimsóknartimi kl. 14-17 og 19-20. Heimsóknartimar á Landa- kotsspitala: Mánudaga til föstud. kl. 18.30 til 19.30. Laugardag og sunnudag kl. 15 til 16. Barnadeild alla daga frá kl. 15 til 17. Kópavogs Ap&tek er opið öll kvöld til kl. 7 nema laugar- daga er opið kl. 9-12 og sunnudaga er lokað. Félagslíf Kópavogskonur Húsmæðraorlof Kópavogs veröur að Laugarvatni vikuna 26. júni til 2. júli. Skrifstofan verður opin i félagsheimilinu á 2. hæð dagana 15-16. júni kl. 20- 22. Konur vinsamlega komið áþessum tima og greiðiö þátt- tökugjald. Skrifstofa orlofsnefndar hús- mæðra er opin alla virka daga frá kl. 3-6 að Traðarkotssundi 6. Simi 12617. Frá félagi einstæðra foreldra Skyijdihappdrætti Dregiö var 1. júni I félagi ein- stæðra foreldra. Vinnings- númer eru þessi: 1805, 107, 7050, 9993, 8364, 3131, 5571, 28S6, 2886, 8526, 9183 og 9192. Ferðalög Mývatn-Krafla 16.-18. júni. Flogið báöar leiðir. Tveir heil- ir dagar nýtast til gönguferða um Mývatns-og Kröflusvæðið. Gist i tjöldum við Reykjahlið. tJtivist Föstud. 16/6 Landmannalaugar, göngu- ferðir við allra hæfi. Fararstj. Jón I. Bjarnason. Farseðlar á skrifstofu Lækjarg. 6a simi 14606. Drangeyjarferð 23.-25. júni flogið báðar leiðir. Norðurpólsflug 14. júli tak- markaður sætafjöldi, einstakt tækifari. Lent á Svalbarða. 9 tima ferð. — Útivist Fimmtud. 15/6 kl. 20 Siunkariki — Lónakot létt kvöldganga. Verð 1000 kr. fritt f. börn m. fullorðnum. Farið frá BSI bensinsölu. — Ctivist. Miðvikudagur 14.6 kl. 20.00 Straumsel.Róleg kvöldganga. Fararstjóri: Tómas Einars- son. Verð kr. 1000.- greitt við bilinn. Farið frá Umferðar- miðstöðinni að austan verðu. Fimmtudagur 15.6 — 18.6 kl. 12.00 Vestniannaeyjar. Eyjarnar skoðaðar af landi og sjó. Far- arstjóri: Þórunn Þórðardóttir. 16.—19. júni. Drangey—Málni ey—Skaga- fjarðardalir. Fararstjóri: Arni Björnsson. Farið verður út i Eyjarnar ef veður leyfir, og um inndali Skagafjarðar. Nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Ferðafélag islands Föstudagur 16. júni kl. 20. 1. Þórsmörk. Farnar göngu- ferðir um Mörkina. Gist i sæluhúsinu. Fararstjóri: Guðrún Þórðardóttir. 2. Hekla—Þjórs árdalur. Gengið á Heklu (1491m). Gengið að Háafossi. Farið um Gjána og viðar. Gist i húsi. Fararstjóri: Tryggvi Hall- dórsson. Nánari upplýsingar og far- miðasala á skrifstofunni. Ferðafélag islands Tilkynningar Hafnarfjarðarsókn: Verð fjarverandi dagana 13. júni — 3. juli vegna sumar- leyfis. Sr. Siguröur H. Guð- mundsson sóknarprestur Viðistaðasóknar gegnir störf- um minum á meðan. Sr. Gunnþór Ingason sóknar- prestur. Minningarkort Minningarkort Flugbjörg- unarsveitarinnar fást á eftir- • töldum stþðum: Bókabúö Braga, Laugaveg 26. Amatör’ j vezlunin, Laugavegi 55. Hús- gagnaverzl. Guðmundar Hag^ ; kaupshúsinu, simi 82898. Sig1- ’urður Waage, sími 34527.\ jMagnús Þórarinsson, símii 1 37407. Stefán Bjarnason, slmi1 37392. Siguröur Þorsteinssóh, simi 13747. ....... ... Minningakort Styrktarfélags vangefinna fást I bókabúð Braga, Verzlanahöllinni, ; bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnarstræti og i skrifstofu félagsins. Skrifstofan tekur á móti samúðarkveðjum i sima 15941 og getur þá innheimt upphæðina i giró. Minningarkort Minningarsjóös hjónanna Sig- riðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum I Mýrdal við Byggðasafnið i Skógum fást á eftirtöldum stöðum: i Reykjavik hjá Gull- og silfur- smiðju Bárðar Jóhannesson-, ar, Hafnarstræti 7, og Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geita-- stekk 9, á Kirkjubæjarklaustri hjá Kaupfélagi Skaftfellinga, i Mýrdal hjá Björgu Jónsdótt- ur, Vik, og Astriöi Stefánsdótt- ur, Litla-Hvammi, og svo I Byggðasafninu i Skógum. • Minningakort Styrktarfélags vangefinna fást I bókabúð Braga, Verzlanahöllinni, bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnarstræti og i skrifstofu fé- lagsins, Laugavegi 11. Skrif- stofan tekur á móti samúðar- kveðjum I sima 15941 og getur þá innheimt upphæðina i giró. Menningar- og minningar- sjóður kvenna Minningaspjöld fást i Bókabúð Braga Laugavegi 26, Lyfjabúð Breiðholts, Arnarbakka 4-6, Bókaverzluninni Snerru, Þverholti, Mosfellssveit og á skrifstofu sjóðsins að Hall- veigarstöðum viðTúngötu alla fimmtudaga kl. 15-17, simi 1- 18-56. C David Grahaxn Phillips: krossgáta dagsins 2782. Lárétt 1) Þerrir 6) Bandvefur 7) Málmur9/Spil 10) Gómsætt 11) Eins 12) Tvilhjóði 13) Tryllt 15 Með stórt nef. Lóðrétt 1) Æfing 2) Röö 3) Liffæri 4) Skáld 5) Sjávardýr 8) Hól 9) Svif 13) Fléttaði 14) Baul Ráðning á gátu no. 2781 LáréttDVandlát 6) Maó 7) Na 9) A1 10) Klemmum 11) 1112) Ra 13) Err 15) Lagkaka Lóðrétt DVinkill 2) NM 3)Danmörk4) Ló 5) Tálmana 8) Æli 9) Aur 13) Eg 14) Ra J 222 SUSANNA LENOX C Jón Helgason hann kom henni nú allt öðru vlsi fyrir sjónir en áður. Hún uppgtöv- aði það a& veikleikamerkin sem voru svo augljós, þegar hún stóð andspænis honum, höfðu villt henni sýn og duliö þann styrkleika sem hann átti einnig I fari sínu. Henni haföi aldrei þótt vænna um hann en nú. En hún gat ekki við þvl gert, þótt þær tilfinningar nálg- u&ust ekki neitt sem heitið gat ást. Þaö haf&i aðeins veriö sjónhverf- ing, sem nú var horfin — og hún fann enn sárindin, sem þaö hafði valdið henni. Að sýningu lokinni bauð Fitzalan höfundunum og a&alleikkonunni Konstönsku Francklyn og ungfrú Lenox til náttverðar I sérherbergi I einu af veglegri veitingahúsum borgarinnar. Þetta var I fyrsta skipti, sem Konstönsu hafði gefizt kostur á að leika aðalhlutverk. • ún var ekki sérlega dugandi leikkona og hafði I rauninni aldrei kom- izt lengra I listinni en a& vera miölungsgutlari. En hún var falleg I vexti, mjúkleg Ihreyfingum eins og slanga og illkvittnissvipurinn á friðu andlitinu samræmdist þeim mætavel. Ef réttum ljósum var beitt minnti hún átakanlega á villt dýr i frumskógi. Astæöan til þess, hve skammt hún hafði náö, þrátt fyrir frlöleik sinn og vöxt var alger vöntun á nauðsynlegri greind og skilningi. Þegar þau voru á leiðinni I þetta náttboð, sagði Sperry við Sú- sönnu: ,— Hvaðeftir annað—já að minnsta kosti tlu sinnum, svo ég viti — hefur hún verið að þvi komin að vinna mikla leiksigra. Og I hvert einsta skipti hefur hún orðið bandvitlaus I einhverjum leik- ara eða nautnablesa og látið allt ganga sér úr greipum. — En nú fer þaðkannski á aöra leið, sagði Súsanna. — Ef til vill, sagði Sperry efablandinn. — Reyndar er hún ekki nógu skynsöm. En fólk þarf ekki að vera skynsamt til þess að geta leikið —það er að segja til þess aö geta leikið nógu vel I svona leikj- um. Og nú á dögum hafa leikritahöfundar yfirleitt sannfærzt um að það er tilgangslaust að reyna að leita uppi leikara, sem geta I raun og veru leikiö. Þeir reyna þess vegna aö haga hlutverkunum þann- ig, að allir geti leikiö þau. — Þér eruö þá ekki hrifinn af leikritinu ykkar? sagði Súsanna. — Hrifinn? Meira en það! tmyndiö yður bara, hvillkar tekjur þaö mun færa mér. En ef farið væri aö virða skáldskapargildi þess.... Sperry hló. — Ég veit að Spenser finnst það hrifandi meistaraverk en — það er ekki nema einn maöur hér sem getur skrifað leikrit, og það er Brent. Það þarf hæfan mann til þess að skrifa hæft leikrit. En það þarf sniliing til þess að skrifa gott leikrit sem einnig laðar að sér þessa þöngulhausa, sem kaupa aðgöngumiðana. Það heppnaöist Brent ööru hvoru. Hvernig gengur yður annars aö fóta yöur á þess- ari hálu braut listarinnar? Súsanna skortaði til hans augunum. — Hvernig mér gengur? sagði hún. — Ég er hætt viö það allt. Sú- sanna yppti öxlum. Háðsglott færðist yfir andlit Sperrys. Þvl meira sem ég veit um konur, þeim mun lægri verður þeirra sess I huga mlnum, sagði hann. — En ég skal taka það fram, að karlmennirnir væru lika latir og getulausir ef náttúran hefði gefiö þeim eitthvað sem þeir gætu selt eða Ieigt...En samt sem áður bjóst ég ekki viö þessu^ Svo féll samtalið niður, þar til þau voru setzt að borðum. Þá mælti Sperry: — Móögaði ég yður með beryrðum mlnum áðan? — Nei svaraöi Súsanna Siður en svo. Sádagur mun koma, að mér Hugsum um það Hugsum um það „Niðustaöa kærleiksboðskaparins, sem snýr baki við heiminum, verður: „Ris ekki gegn meingjörðamanninum”. En stjórnmála- maðurinn á öðru boði að lúta: ,,Þú skalt bpita valdi til viönáms hinu illa, annars nær það yfirhöndinni, og þú ert ábyrgur”. . . . Hver sá sem nokkuð ætlar að fást við stjórnmál, hvað þá að gera þau a& aðalstarfi, hann verður að átta sig á þessum sið- ferðilegu þversögnum og gera sér ljósa ábyrgð slna á þvl, hvað úr honum sjálfum ver&ur undir ofurþunga þeirra. Hann hefur, segi ég enn, bundizt samningi viö öfl hins illa, sem ævinlega þruma undir ofbeldisvaldinu.” (Max Weber: Mennt og máttur) Hugsum um það Hugsum um það Ég veit að þér er illa við aö klippa hann sjálfur, en við erum búin að fara til allra rakara I borginni. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.