Tíminn - 23.06.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.06.1978, Blaðsíða 5
 Föstudagur 23. júnl 1978 5 Frá þingi Sambands norrænna rannsóknarbókavarða: Fyrsta stóra norræna bókavarða- mótið hér á landi Þann 18. júni sl. hófst I Reykja- vlk þing Sambands norrænna rannsóknarbókavaröa og stendur þingiö til föstudagsins 23. Hér er um aö ræöa samtök bókavaröa viö visindabókasöfn, þ.e. þjóö- bókasöfn, háskóiabókasöfn og sérfræöibókasöfn af ýmsu tagi. Samtökin voru stofnuö fyrir riimlega þrjátiu árum og hafa þau haldiö þing sem þetta á fjög- urra ára fresti aö jafnaði. Er þetta hiö fimmta I rööinni og jafn- framt fyrsta stóra norræna bóka- varðamótið, sem haldiö er hér á landi. A dagskrá ráðstefnunnar, sem er haldin i Háskóla tslands. verða þwjú meginviöfangsefni: 1. Menntun og starfsundirbún- ingur þeirra, sem i rannsóknar- bókasöfnum vinna. 2 . Tölvubúnaður sem hjálpar- gagn I daglegri starfsemi vis- indabókasafna. 3. Skipulagsmál rannsóknar- bókasafna, stjórnsýsla og starfs- hættir. Islendingar gerðust aðilar að Sambandi norrænna rannsóknar- bókavarða 1966. Færeyingar og Grænlendingar eiga ekki aöild að samtökunum enn sem komiö er, en aö frumkvæði islenzku sendi- nefndarinnar hefur landsbóka- vörðunum I Færeyjum og Græn- landi verið boðið að sækja þingið. Munu þeir segja frá söfnum sin- um á þinginu. Landsbókasafniö i Goothaab á Grænlandi er i ný- legri byggingu, sem reist var i stað þeirrar, sem brann fyrir tíu árum og nýtt landsbókasafnshús er I byggingu I Þórshöfn í Færeyj- um. Þingfulltrúar munu heimsækja Landsbókasafn og Arnastofnun, kynna sér starfeemi þeirra og skoöa syningar, sem settar verða upp á báðum stöðum. Þátttak- endur I ráðstefnunni eru um 130, þar af um 30 Isiendingar. Sjálfstæðinu hætta búin KEJ —Þrjátiu og sjö landskunnir Islendingar hafa sent frá sér ávarp til þjóöarinnar þar sem þeir vara við þvi, að sjálfstæði hennar sé hætta búin af erlendum herflandinu og erlendri stóriöju, sem njóti forréttinda umfram is- lenzka atvinnuvegi. Ennfremur segir I ávarpi þeirra að skuldir þjóðarinnar við útlönd séu að sliga þjóðfélagið. Aðalfundur SÍS Aðalfundur Sambands is- lenzkra samvinnufélaga, verður haldinn að Bifröst I Borgarfirði dagana 29.-30. júni næst komandi. A dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Rétt til setu á fundinum hafa liölega 100 fulltrú- ar viðs vegar að af landinu. Landbúnaðarráðuneytið, 22. júni 1978. Aðvörun Þeir sem hafa i hyggju að ferðast til ís- lands i þvi skyni að kaupa eða nota islensk hross, er bent á, að með heimild i lögum nr. 11,1928 er bann lagt við þvi að flytja til íslands notuð reiðtygi, beislaútbúnað, óhreinan reiðfatnað,reiðstigvél og annað er lýtur að reiðbúnaði og hugsanlega gæti borið sóttnæmi sem hættulegt er hrossum. Þeir sem ekki gæta þess eiga á hættu tafir '\ og óþægindi og að farangur þeirra verði kyrrsettur af tollgæslu. rSÍ m'n \ • fX , * .* ^ -» A mm mm&wa' IJ & f ' Frá þingi Norrænna rannsóknarbókavaröa I hátiöarsal H.t. NÝTT Vorum að fá nokkrar gerðir af mjög vönduðum sófasettum frá belgíska fyrirtækinu VELDA Mjög hagstætt verð Verið velkomin að skoða okkar fjölbreytta húsgagnaúrval á 1200 fermetra gólffleti (Allt á sömu hæð) SMIDJUVEGI6 SIMI44544

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.