Tíminn - 23.06.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. júnl 1978
3
„Viðreisnarstefnan” með nýju nafni:
15 milljónir
atvinnulausar
1 V-Evrópu undir
, ,markaðsstefnu’ ’
Efnahagsstefna Sjalfstæöis-
flukksins hefur hlotiö nýtt nafn.
Nú er hún kölluö markaðs-
stefna. Það er raunar gamla
viðreisnarstefnan aftur gengin,
og von Sjálfstæöisflokksins er
sú, að Alþýðuflokkurinn fái
nægjanlegt þingfylgi til þess, að
þeir tveir geti tekið höndum
saman og stjórnað landinu eftir
sömu formúlu og á árunum 1960-
1970.
Þá leiddi stjórn þeirra og
stefna til þess, að atvinnuleys-
ingjar i landinu komust upp i
5500. Þá leiddi stjórn þeirra og
stefna til þess, að fjölmörg
byggðarlög voru að þrotum
komin. Þá leiddi stjórn þeirra
og stefna til þess, að um ellefu
þúsund islendingar flúðu land.
Það má lika lita á það,
hvernig „markaösstefnan”
hefur gefizt i nágrannalöndum
okkar. 1 iðnaðarrikjunum i
Vestur-Evrópu eru fimmtán
milljónir atvinnulausar undir
„markaðsstefnu”.
Bak við þetta fróma nafn,
„markaðsstefna”, er falin hót-
un um atvinnuleysi — þetta,
sem einu sinni var nefnt berum
orðum „hóflegt atvinnuleysi”.
En atvinnuleysi er aldrei hóflegt
Atvinnuleysi er alltaf böl-
Þetta
vilj um
vio:
Tryggingar og
heilbrigðismál
Arnór Valgeirsson:
„Trúi
ekki
spám
um
fylgis-
hrun”
— Ég vona alls hugar, að
Framsóknarflokkurinn hljóti
gott fylgi i kosningunum fram-
undan. Stefna hans og störf á
liðnum árum sýna, að hann á
skilyrðislaust skilið brautar-
gengi fólks, sagði Arnór Val-
geirsson, framkvæmdastjóri
Dráttarvéla, I samtali viö
Timann.
Þrátt fyrir ýmsar hrakspár,
sem duniö hafa yfir okkur sið-
ustu daga, og kveða á um mikið
fylgishrun fyrir Framsóknar-
flokkinn i fyrirhuguðum kosn-
ingum, þá er ég bjartsýnn, enda
þykir mér einsýnt um, að þær
séu ekki nægjanlega vel úr garði
Arnór Valgeirsson.
gerðar, þannig að hægt sé aö
byggja á þeim að einhverju
marki.
Ég vil að lokum segja það, aö
ég mun eindregið styðja
Framsóknarflokkinn við þessar
kosningar, og hvet alla aðra til
að fylgja þvi fordæmi.
Kappreiðar Freyfaxa að
Iðavöllum
Þingið telur aö efling félags-
legrar samstöðu og samhugar
sé forsenda þess aö við varð-
veitum sérkenni Islenzks sam-
félags og búum hér I farsælu
menningarriki i framtiðinni.
Flokkurinn vill stuöla aö fjöl-
þættri félagslegri þróun og
leggja áherzlu á að manngildi
og mannhelgi verði i heiðri höfð
I allri þjóöfélagsstarfseminni.
Viö mótun efnahags- og at-
vinnumálastefnu ber að miöa að
félagslegri uppbyggingu sem
geri okkur kleift aö verða sjálf-
um okkur nóg á sem flestum
sviðum, þannig að draga megi
úr innflutningi á vörum og þjón-
ustu.
Stefna ber að þvi aö efla og
auka islenzkt efni I sjónvarpinu
úr þeim 40% sem það er nú.
Þingið varar eindregið viö
hinum félagslega eyðileggjandi
áhrifum verðbólgunnar og hins
mikla vinnuálags I landinu.
Leggur þingið til að Fram-
sóknarflokkurinn setji fram
áætlun þar sem metnar eru
félagslegar afleiðingar aögeröa
gegn verðbólgunni.
Tryggingamál
Velferð þarf að sjá i viðu
félagslegu samhengi. Fjárhags-
legir styrkir skulu þvi aðeins
vera einn þáttur af mörgum I
trygginga- og styrkjakerfi þjóð-
arinnar.
Flokksþingið leggur áherzlu á
að hraðað verði svo sem unnt er
þeirri endurskoðun laga um al-
mannatryggingar sem nú er
unnið að:
— að tryggja verði jafnan rétt
til heilbrigðisþjónustu, svo
sem með greiðslu ferðakostn-
aðar þeirra sem leita þurfa
sérfræðiþjónustu um iangan
veg og á þvi þurfa að halda.
— að komið verði á sameigin-
legu verðtryggöu lffeyriskerfi
fyrir alla landsmenn.
— að valdssviö Tryggingarráðs
verði aukiö, þannig að það hafi
meira vald en nú er til þess að
skera úr um vafaatriöi i túlk-
un laga og reglugerða er starf-
semi þess varöa.
— að sjúkrasamlög og trygg-
ingastofnanir greiði kostnað
við þjónustu starfsstétta á
andlega og félagslega sviðinu
á sama hátt og greitt er fyrir
heilbrigðisþjónustu á likam-
lega sviðinu.
— að kostnaður við tannvið-
gerðir og tannréttingar verði
tekinn inn I tryggingakerfið i
áföngum.
— að auka beri stuðning við
samtök öryrkja og stefna beri
að þvi að allir þjóöfélagsþegn-
ar sem þess óska og einhverja
vinnugetu hafa, eigi rétt á
vinnu viö sitt hæfi bæði á
frjálsum vinnumarkaði og
sérstökum vernduðum vinnu-
stöðum.
Heilbrigðismá!
Flokksþingið bendir á mikil-
vægi góðrar andlegrar og lik-
amlegrar heilsu fyrir velferð
einstaklinga og þjóðfélags og
bendir á það að öflugur stuðn-
ingur við heilsugæzlu, heil-
brigðisþjónustu og heiláu-
ræktarstarfsemi skilar sér
margfalt aftur i betri heilsu og
aukinni lifshamingju.
Efla þarf þátt fyrirbyggjandi
aðgerða og heilsuverndar i heil-
brigðisþjónustunni og stórauka
fræðslu og félagslegar aðgeröir
er varðar samband milli heilsu
og lifnaöarhátta. í þessu sam-
bandi má benda á hið mikla
heilsufarslega gildi iþrótta og
útivistar og á það, að neysla
hollrar fæðu er stór þáttur I
varðveislu heilsunnar.
Einnig fagnar þingið aukinni
starfsemi á sviði bindindisjjiála.
Slikt varnarstarf þarf að efla
enn meira og ná til allra vimu-
gjafa og fikniefna. Einnig varar
þingið við sivaxandi notkun á
róandi lyfjum.
Flokksþingið áréttar stuöning
við lög um heilsbrigöisþjónustu
frá 1974 og hvetur til þess að við
framkvæmd þessara laga sé
lögð meiri áherzla en verið hef-
ur á hinar félagslegu og andlegu
hliöar heilsugæzlustarfseminn-
ar. Með réttri uppbyggingu og
hópvinnu heilsugæzlulækna,
sérfræðinga, félagsráögjafa,
sálfræðinga og annarra heil-
brigöisstétta, má ætla að heilsu-
gæzlustöðvarnar gætu vel og
hagkvæmlega annað allri al-
mennri og að nokkru leyti sér-
hæfðri heilsugæzlu i landinu.
Með þessu fyrirkomulagi má
ætla aö fleiri læknar og annað
sérhæft starfsliö fengist til
starfa á heilsugæzlustöövum,
hvar sem væri á landinu.
Efla þarf samband heilsu-
gæzlustarfseminnar við heimil-
in og auka hlut heimilislækn-
inga.
Nauösynlegt er aö rekstur
sjúkrahúsanna i landinu sé
endurskoðaöur með tilliti til
aukins samstarfs. Við uppbygg-
ingu sjúkrahúsa verði tekið tillit
til vaxandi starfsemi göngu-
deilda eða dagdeilda þar sem
koma megi við sérhæfðu eftir-
liti, lækningum og rannsóknum
án innlagningar. Slik heildar-
samræming heilbrigðiskerfisins
skapar mun betri aðstöðu til
menntunar lækna og annarra
heilbrigðisstétta og aukna hag-
kvæmni I rekstri.
Flokksþingið telur að stórátak
beri að gera i málefnum lang-
sjúkra og vill að Framsóknar-
flokkurinn beiti sér fyrir þvi aö
gert sé ráð fyrir að ákveðinn
fjöldi rúma sé viö hverja
legudeild sjúkrahúsa handa
slikum sjúklingum.
Varðandi málefni öryrkja er
nauðsyn skipulegra fram-
kvæmda með tilliti til endurhæf-
ingar og allrar aöstöðu.
Þá skal bent á nauðsyn þess
að efla skilning á mikilvægi
hjúkrunar, samhæfa hjúkrun
öðrum þáttum heilbrigðisþjón-
ustunnar og samræma hjúkr-
unarnám”.
Hestamannafélagið Freyfaxi á
Héraði heldur sitt árlega mót að
Iðaföllum laugardaginn 24. júni.
Á mótinu veröa gæöingar dæmdir
og valdir til þátttöku I landsmóti
og kappreiðar veröa háöar.
Nemendur Margrélar Jónsdótt-
ur, sem hefur verið með reið-
kennslu á félagssvæðinu aö
undanförnu, munu sýna æfingar i
gerði og fleira verður til gamans
gert. Klukkan 10 á laugardags-
morgun leggja félagar af stað frá
Egilsstöðum I hópreið að Iðavöll-
um, þar verða nemendur reið-
skólans með i flokki, en þeir eru
40—50 talsins. Meðal keppnis-
hrossa i kappreiðum veröur Nös
frá Urriöavatni.
A sunnudag veröur héraðssýn-
ing kynbótahrossa.
Auglýsið í Tímanum