Tíminn - 23.06.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.06.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 23. júni 1978 n Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábmlog Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og augiýsingar, Siöumúla 15. Simi 86300 Kvöldsímar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuöi. Biaöaprent h.f. Framsókn og öryggi í grein eftir Ólaf Jóhannesson, formann Fram- sóknarflokksins, sem birtist i Timanum i gær, segir i upphafi, að þáttaskil hafi orðið við myndun rikisstjórnarinnar 1971. Verk þeirrar rikisstjórn- ar tali skýru máli viðs vegar um landið. Hvar- vetna blasi við sú mikla uppbygging, sem þá var hafin, bæði i atvinnumálum og á öðrum sviðum. Þessi rikisstjórn hafi hins vegar fallið sökum þess, að þriðja hjólið undir henni, Samtökin, brotnaði og köstuðust brotin i ýmsar áttir. 1 grein Ólafs Jóhannessonar segir siðan á þessa leið: ,,Eftir árangurslausar tilraunir til að mynda aftur rikisstjórn sömu flokka að viðbættum Al- þýðuflokknum var núverandi rikisstjórn mynd- uð. Hún hefur i meginatriðum haldið áfram sömu uppbyggingarstefnu og hin svokallaða vinstri stjórn. Framfarastefna hefur rikt, atvinnuöryggi verið tryggt og byggðastefna efld, að ógleymdu landhelgismálinu sem hún hefur leitt farsællega til lykta. Hins vegar hafa henni verið mislagðar hendur i efnahagsmálum að þvi er varðar verð- bólgu, erlenda skuldasöfnun og rikisfjármál. Það er skylt að játa. 1 báðum þessum rikisstjómum tala verkin sterklega máli Framsóknarflokksins. Á næsta kjörtimabili mun Framsóknarflokkurinn sér- staklega leggja áherzlu á lausn verðbólguvand- ans, fulla atvinnu, áframhaldandi byggðaþróun, launajöfnunarstefnu og umbætur i landbúnaðar- málum. Við Framsóknarmenn biðjum kjósendur að dæma okkur af verkunum. Geri þeir það eftir beztu samvizku þurfum við engu að kviða. Þeir sem það gera þurfa ekki að iðrast eftir á, á mánu- daginn eða kannski næstu fjögur ár, hvernig þeir greiddu atkvæði á sunnudaginn. Aukin áhrif Framsóknarflokksins, hvort sem hann verður i stjórn eða utan stjórnar, stuðla að framförum, framsókn og öryggi. Framsóknarflokkurinn heitir þvi á alla stuðn- ingsmenn sina að duga sem bezt i alþingiskosn- ingunum hinn 25. júni”. 0,4% Þótt skoðanakannanir síðdegisblaðanna séu litt marktækar, virðast þær leiða eina athyglis- verða staðreynd i ljós. Þær gefa til kynna, að Al- þýðubandalag og Alþýðuflokkur séu i nokkrum vexti og mætti ætla að það stafaði af þvi, að þessir flokkar nytu vaxandi trausts. Annað kemur hins vegar i ljós, þegar spurt er um, hvaða stjórn menn kjósi helzt. Þá eru það aðeins 0.4% þeirra, sem svara, sem óska eftir samstjórn Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks, ef þessir flokkar fengju meirihluta til að stjórna. Þetta er óneitan- lega nokkur visbending um, þótt heimildin sé ekki góð, að menn treysta þessum flokkum ekki til að stjórna, nema þeir hafi annað hvort Fram- sóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn með sér. Hugh Carey hafi tekizt honum vonum framar. Hann hefur fylgt strangri sparnaöarstefnu, og erfjárhagurrlkisins þvitalinn i betra lagi en þegar Rocke- feller lét af stjörninni, þrátt fyrirerfiöar aöstæöur. Hingaö til hefur honum 1 fka tekizt aö afstýra gjaldþroti New York-borgar, þótt enn sé ekki séö fyrir endalok þess máls. KJÖRTIMABILI Careys lýk- ur um áramótin og fara rikis- stjórakosningar fram I byrjun nóvember. Flokksstjórn demókrata hefur nýlega kom- iö saman til aö velja fram- bjóöendur og hefur hún oröiö ásátí um þá. Hugsanlegir keppinautar þeirra eiga þó rétt til aö æskja prófkjörs, sem færi þá fram 10. septem- ber. Algert samkomulag varö um aö bjóöa Carey fram aö nýju, en hins vegar neitaöi konan, sem var kjörin vara- forseti 1974, Mary Anne Krupsak, aö gefa aftur kost á sér. Þetta var verulegt áfall fyrir Carey, þvi aö hún var talin vinsælli en hann. Þaö var þó enn óhagstæöara fyrir hann, aö hún færöi þá ástæöu fram fyrir ákvöröun sinni, aö erfitt væri aö vinna meö Carey, en þó væri verra, aö hann risi ekki undir skyldum rikisstjóraembættisins. Carey tók þaö ráð aö svara Krup>sak ekki beint, heldur þakka henni fyrir störf hennar. í staö hennar valdi hann sem vara- rlkisstjóraefni Italann Mario M. Cuomo, sem keppti um borgarstjóraembættíö i New York á siöastl. hausti á móti Koch borgarstjóra. Carey studdi þá Cuomo i prófkjörinu hjá demókrötum, en sneri baki viö honum, þegar Koch sigraöi i þvi, og studdi Koch eftir þaö i sjálfum borgar- stjórakosningunum, en þar gaf Cuomo kost á sér sem frambjóðandi fyrir Frjáls- lynda flokkinnog munaöi ekki miklu aö hann næöi kosningu. Þaöertalinn galli viö framboö þeirra Careys og Cuomos aö þeir erubáöirfrá New Yorkog katólskir. Hins vegarer annar þeirra Iri og hinn Itali og ætti þaö aö vera vænlegt til fylgis I New York, þar sem Irar og ítalir eru mjög fjölmennir. A flokksþingi, sem repUblik- anar héldu fyrir skömmu, völdu þeir sem rikisstjóraefni sitt Perry Duryea, formann þingflokks repúblikana á þingi New York-rikis. Varaforseta- efni var valinn Bruce Caputo, sem á sæti 1 fulltrúadeild Bandarikjaþings, 34 ára. Framboö Caputos er taliö sterkt, en meira deilt um framboö Duryea, en Nelson Rockefeller mun hafa beitt sér gegn þvi bak viö tjöldin. Liklegt þykir, aö rikis- stjórakosningingetioröiö hörö og tvfsýn. Takist Carey aö Krupsak snýr baki við honum ARIÐ 1974 yfirgaf striösgæf- an repUblikana, enda mun kjósendum hafa þótt oröiö timabært aö skipta um stjórn. Frambjóöandi demókrata, Hugh Carey, sem hafði um 10 ára skeiö átt sæti á Banda- rikjaþingi, náöi þá kosningu meö meiri atkvæöamun en áö- ur var dæmi um i rikisstjóra- kosningum i New York. Þá var fariö aö tala um hann sem hugsanlegan frambjóöanda demókrata I forsetakosning- unum 1976, en Carter var þá enn ekki kominn til sögunnar. . Þetta umtal stóö þó ekki lengi. Carey þurfti strax aö gllma viö mikla og vaxandi fjár- hagslega erfiöleika, m.a. yfir- vofandi gjaldþrot New York-borgar. Hann þótti lika stiröur i umgengni og ósam- vinnuþýöur viö samstarfs- menn sina. Hann hefur komiö litiö fram opinberlega, en haldiö sig mest á skrifstofu sinni. Vinsældir hans fóru þvi fljótt dvinandi og hefur þaö haldizt. Þaö er hins vegar viöurkennt, aö fjárstjórnin KOSNING rikisstjóra í New York-riki er aö jafnaöi meðal stærri atburöa I bandariskum stjórnmálum. Maöur, sem hefurstaöiö sig vel i þvi starfi, hefur oft átt greiöa leiö i for- setaembættiö. Þaö gildir t.d. um þá frændur, Theodore og Franklin Roosevelt. Litlu munaði, aö Thomas Dewey, sem var rikisstjóri i New York 1942-1954, næöi kjöri sem for- seti 1948 og raunar tapaöi hann vegna þess, aö hann og fylgismenn hans álitu hann of vissan. Truman náöi þvi kosn- ingu eins og frægt er. Demó- kratinn Averill Harriman, er var rikisstjóri 1954-58, var lika oft tilnefhdur sem forsetaefiii. Enn frekar kom repúblikaninn Nelson Rockefeller tii greina i þessum efnum, en hann var rikisstjóri I New York I sam- fleytt 16 ár eöa frá 1958-1974. Athyglisvert er, aö á siöustu 36 árum hafa demókratar ekki gegnt rikisstjórastarfinu nema i 8 ár, en repúblikanar I 28 ár, enda þótt demókratar séu taldir verulega fjölmenn- ari en repúblikanar I rikinu. Astæöan er sú, aö þeir Dewey og Rockefeller nutu sérstakra persónulegra vinsælda og hlutu þvi fylgi óháðra kjós- enda og ýmissa demókrata. ERLENT YFIRLIT Carey er ekki vin- sæll en virtur ijigi jJCliiClj iiCiUUi Jiiiiöö iU/iiCU UCUiU/gju. En óánægjaner ekki góður leiðarvisir,þegar hún verður til þess, að menn kjósi flokka, sem þeir augljóslega treysta ekki. Þ.Þ. Carey og Krupsak efni, einkum þó ef hönum tæk- ist aö hafa fjármálin áfram I lagi, en slikt virðist nU vera aö veröa mikils metiö I Banda- rikjunum. þþ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.