Tíminn - 28.06.1978, Síða 13

Tíminn - 28.06.1978, Síða 13
Miðvikudagur 28. júni 1978 13 Valgarður L. Jónsson: Styttum okkur leið yfir Hvalfjörð Það fer ekki á milli mála, að akvegurinn fyrir Hvalfjörö, er ein sú fjölfarnasta umferðaræö landsins, þvi ber að hafa hugfast, þegar hugsaö er um framtiöar- frágang þessarar akbrautar, aö velja þann kostinn, sem beztu afnotin gefur. Þaö er enginn vafi á þvi aö brú á fjöröinn, utarlega, er framtiöarlausnin. Sá framsýni atorkumaður Frið- rik Þorvaldsson, hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga, öllum mönn- um fremur, viö stöndum i þakk- arskuld viö gamla manninn fyrir hans framtak, nafn hans veröur munaö þegar þessi draumur hans verður að veruleika, sem veröur vonandi fyrr en siöar. Ég las i Timanum fyrir nokkrum misser- um ágæta og fróölega grein eftir Arna Ingólfsson lækni á Akranesi. Þar segir hann. „tJti i Sviþjóð átti ég tal viö mann sem byggir slikar brýr, sem okkur vantar á Hvalfjörö, hann taldi þvi ekkert til fyrirstööu að byggja eina slika fyrir okkur, ,og meira, hann bauðst til að út- vega f jármagn til verksins, lán til 25-30 ára á lágum vöxtum, á okk- ar mælikvarða”. Arni gat þess einnig aö athuga þyrfti betur og ákveða brúarstæöiö. Slikt fram- tak góöra áhugasamra manna tel ég þaö mikils viröi aö þaö eigi alls ekki aö hunza. Þó viö séum ekki reiðubúnir aö hefjast handa, þá ber okkur að vera vakandi. Fyrir- hyggjan skaöar aldrei, heldur þveröfugt, hún skyldi I heiðri höfö, ætiö er hafizt er handa, eöa hugsaö fyrir verki, stóru, sem smáu. Þá myndu mistökin veröa færri, en af þeim höfum viö næga reynslu. Þvi miöur hefur okkur orðiö á, en af þvi ættum viö að læra, og láta okkur segjast. Fyrir mitt leyti lifi ég I þeirri von aö framkvæmdirnar á Grundar- tanga geti oröiö til að flýta þvi aö brú komi á Hvalfjörð. Ég verö var viö þaö.aö áhugi fólks er aö vakna á þessu þjóö- þrifamáli. Ég tek heilshugar und- ir orö Arna læknis, aö hraöbraut meö sléttu slitlagi fyrir Hvalfjörö er hin mesta hættugildra, slysin eru voöaleg og þau ber aö foröast umfram allt. Viö sem erum búnir að aka veginn fyrir Hvalfjörð á öllum timum ársins, i öllum veör- um við hinar ýmsu aðstæöur, I mörg hundruö skipti, vitum nokk- uð hvaö viö erum aö segja, þegar viö vörum viö þessari leiö, þegar skilyröi eru slæm. Hraöbrautina ætti aö leggja áfram leiöina frá Reykjavik inn á Hvaleyri I Hval- firöi, þaöan ætti aö ferja yfir fjöröinn á tveim þægilegum bil- ferjum aö sumrinu.ein mundi trú- lega stundum duga á vetrum, yfir á Grundartanga. Þaö þyrfti ekki aö veröa dýrt fyrirtæki aö gera lendingarbása aö noröanveröu i skjóli bryggjunnar á Grundar- tanga, aö sunnan I Hvaleyrina. Ég sá úti I Noröur-Noregi bila- ferjur, sem heföu hentaö mjög vel á þessa stuttu leiö. Þær tóku fjölda af bilum i ferö, voru yfir- byggöar bæöi fyrir bila og fólk. 3 menn voru á vakt, tveir I brúnni, en þaöan var öllu stjórnaö, opnaö og lokaö fyrir bilageymslu o.fl. A stuttri leið er þessum ferjum ekki snúiö við. Þannigerþettaeins og rennibraut eöa kláfferja. Þriöji maðurinn tók viö ferjugjaldinu og allt gekk þetta mjög fljótt fyrir sig. Skipunum var rennt i til þess gerða bása, þar sem ekki þurfti að festa þau. Að ferja yfir Hval- fjörðinn, á likan hátt tæki fáar minútur hver ferð, Þarna yröi hægt aö ferja alla daga hvernig sem viöraöi. Vegaleiðir aö þessum ferjustaö liggja vel viö, hraöbrautin frá Reykjavik að Hvaleyri, leiöin frá vegamótum á Lambhagamelum niður á Grundartanga, sem er stutt og má heita bein. Nú, frá Akranesi kemur hraöbraut norð- an Akrafjalis, nokkurra minútna leiö. Þetta leysti Akraborgina af hólmi, sem aldrei getur borið sig- .fjárhagslega, hversu vel sem gengur, þaö vita allir. Ef satt er sem ég las I blaöi aö hallarekstur- inn nemi allt að 100 þúsundum á dag, þá hljóta menn aö sjá aö úr- bóta er þörf og þaö fyrr en siöar. Þaö teldi ég alveg öruggt aö ferj- urnar á Hvalfiröi, sem hér eru ræddar, mundu koma til meö aö skila góöum hagnaöi i rekstri, þvi teldi ég þessa lausn mála brýna, þetta gæti leyst allan vanda þar til brúin kæmi á Hvalf jörö, sem er vonandi ekki i neinni draumóra fjarlægö. Þaö er áreiöanlegt aö þeim mörgu, sem erindi eiga þessa leiö, myndi þykja mikill munur aö komast á þennan hátt, miöaö viö þaö aö þræöa alla leiö fyrir hinn langa Hvalfjörö. Þaö er eng- inn vafi á þvi, aö okkur hentar þaö sama I samgöngumálurn og grönnum okkar I öörum löndum, en þeir leggja mest upp úr þvi aö stytta leiðirnar. Þaö ber okkur einnig aö gera. Þaö má segja aö viö höfum ekki efni á aö gera stórt átak i þessum málum, en þrátt fyrir þaö eigum viö aö stefna aö þvi sem er bezta lausnin. Aö sjálf- sögöu veröum viö aö notast viö þaö sem viö eigum, eitthvaö leng- ur. T.d. þætti mér trúlegt aö viö gætum notaö Akraborgina á aöra leiö, þar sem úrbóta er þörf. Hvaö um leiöina Stykkishólmur- Brjánslækur, svo eitthvaö sé nefnt? Mér skilst aö þar myndist oft hálfgerö örtröö, fólk veröi aö bföa lengri tima eftir aö komast þá leiö. Vantar þá ekki stærri farkost? Um fleiri staöi getur eflaust veriö aö ræöa. En eitt er vist, aö þegar Borgarfjaröarbrúin veröur opnuö, væri mjög æskilegt að hér- nefnd samgöngubót yfir Hval- fjörðkæmisti gagniö um leiö. All- irsem um þetta mál hugsa I fullri sanngirni og alvöru, sjá aö hér er um mikið og brýnt mál að ræöa. Mér fyndist eölilegt aö þetta mál bæriá góma nú I kosningaumræð- unum. Ef ég man rétt var aöal- baráttumál eins frambjóöanda i þessu kjördæmi hér um áriö, aöi kanna til hlitar góöa samgöngu- bót yfir Hvalfjörö. Þvi miöur hef- ur deyfð rikt yfir þessu máli, ég vil segja velferöarmáli. Þetta er ekki einkamál okkar.sem búsetu eigum hér ofan Hvalfjaröar, heldur mál allra sem leið eiga fyrir Hvalfjörð og þá ekki sizt Reykvikinga. Ég hélt þaö áhuga- mál þeirra sem vilja höfuöborg okkar vel, aö hún væri I sem beztu sambandi viö hinar dreiföu byggöir landsins. í framhaldi af þessum sam- göngubótum yfir þessa tvo firði, Hvalfjörö og Borgarfjörö, kemur vonandi fljótlega hraöbraut vest- ur Mýrar til Snæfellsness og þannig smátt og smátt til Vestur- lands. Viö megum ekki vera hör- undssár eöa afbrýöissöm þó aö einhver fái bót I sinu héraði, vissulega er rætt um bætur til handa öllu Vestur- og Noröur- landi, þó ekki sé meira sagt. Nú er rætt um aö gera stórt átak til aö bæta vegi og samgöngur. Viö bilaeigendur höfum orðið þess áþreifanlega varir aö eitthvaö standi til, svo mikið hefur veriö á okkur lagt meö hækkunum á benzini og öðrum gjöldum á bila okkar. Við skulum vona aö vel takist og þá ber okkur aö viröa það og þakka. Umfram allt þurf- um viö aö standa saman öll sem eitt I þessu þjóöþrifamáli, sem öörum, þá mun góöur árangur fljótt segja til sin. Eystra-Miöfelli 2. júni 1978. Valgaröur L. Jónsson. Mynd þessi var tekin nýiega I Varmahllö I Skagafirði af áöurnefndu húsi og þvl sem opnaö veröur sem tjaldstæði um næstu mánaöamót. Má þvl reikna meö, aö þar veröi margt um manninn þegar líöa tekur á sumariö og rigningarhraktir Reykvíkingar leggja þangaö leiö sina til aö njóta svoiltils af þvi sóiskini sem sagt er aö Skagfirðingar njóti svo óspart.Timamynd Róbert Nýtt tjaldstæði í Varmahlíð HEI—Varmahliö I Skagafirði er fallegur staöur sem margir eiga leiö um. A undanförnum árum hefur alltaf verið aö fjölga þeim feröamönnum sem þangaö hafa lagt leiö sina og tjaldaö um lengri eöa skemmri tima, þótt aöstæöur hafi til þessa verib ófullkomnar. Úr þvi er nú að rætast, þvi hin ýmsu félagasamtök I byggðarlag- inu hafa takið sig saman um aö koma á fót varanlegri aöstööu fyrir ferðafólk. Kaupfélag Skag- firðinga lagöi til land ásamt litlu húsi sem var á staðnum. 1 húsinu verður hreinlætisaöstaöa meö heitu og köldu vatni og aögangur aö rafmagni. Aö sjálfsögöu veröur gæzlumaöur á staðnum. Er varla aö efa, aö feröafólk mun kunna vel aö meta þetta framtak þeirra Skgafiröinga, og staöurinn veröi fjölsóttur. Bændur. Safnið auglýsingunum. heimildaskrá. Auglýsing nr. 9-’76. CLAAS Heyhleðsluvagnar • Sterkbyggðir og liprir. • Flothjólbarðar. • Stillanlegt dráttarbeisli. 0 Þurrheysyfirbyggingu má fella. ^ Hleðslurými 24 rúmmetrar. Claas heyhleðsluvagnar eru tilbúnir til afgreiðslu strax. Leitið upplýsinga um verö og greiðsluskilmála í næsta kaupfélagi eða hjá okkur. A/ SUÐURLANDSBRAUT 32- REYKJAVlK • SIMI 86500* SiMNEFNI ICETRACTORS Vélvirki — Vélstjóri Þörungavinnslan h.f. óskar eftir að ráða nú þegar vélvirkja eða vélstjóra með reynslu af viðgerðum á vinnuvélum (t.d. vökvakerfum á traktorsgröfum og þess háttar) til að annast viðhald á öflunar- tækjum og búnaði i verksmiðju og hafa umsjón með varahlutalager. Fjölbreytt starf á sjó og landi. Framtiðar- starf. Húsnæði verður til staðar við fast- ráðningu. Upplýsingar gefnar i sima 16799 og 15280 eða ómar Haraldsson Reykhólum um Króksfjarðarnes. Fiskibátur til sölu Til sölu er hjá Fiskveiðasjóði íslands, nýr fiskibátur 9 rúmlestir að stærð. Upplýsingar i sima 33954 og 24310. Fiskveiðasjóður íslands. Keflavík Blaðbera vantar strax. Upplýsingar í síma 1373. mmsmm Lokað vegna sumarleyfa, frá 17. júli til 8. ágúst. Blikksmiðjan Grettir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.