Tíminn - 12.07.1978, Blaðsíða 6
6
Miðvikudagur 12. júli 1978
Nýr sendiherra Norður
„Bandaríkín
ógna friði
í Kóreu”.
H.R. — Nýskipaður sendiherra
Norður-Kóreu, Chon Gi Gap, af-
henti forseta íslands Kristjáni
Eldjárn, trúnaðarbréf sitt fyrir
skemmstu. Af þvi tilefni boðaði
hann frettamenn á sinn fund og
kynnti fyrir þeim plagg eitt
mikið, sem fjallaði um út-
þenslustefnu Bandarikjanna I
Kóreu.
Þar kom fram, að þrátt fyrir
falleg loforð Carters forseta, um
að kalla heim hersveitir frá
Kóreu, væri hervæðing Banda-
rikjamanna þar i landi engu
minni en fyrr. Þeir vildu halda
Suður-Kóreu á áhrifasvæði sinu
og þar með kæmu þeir i veg
fyrir sameiningu Kóreu i eitt
rikil.
Striðshætta væri þvi enn til
staðar i landinu. Hún stafaði frá
Bandarikjamönnum og leppum
þeirra i Suður-Kóreu, en ekki
frá hinni friðelskandi stjórn I
norðurhluta landsins.
Kóreu á íslandi:
Hinn nýskipaði sendiherra Norður-Kóreu, Chon Gi Gap.
Sendiherrann var spurður,
hvort hann héldi aö Bandarikja-
menn myndu nota kjarnorku-
vopn, ef til átaka kæmi i Kóreu
Taldi hann það fullvist. Hins
vegar hefðu Norður-Kóreumenn
engin slik vopn.
Þá var sendiherrann spurður
hvort einhverjir kjarnakljúfar
væru i landinu, en hann svaraði
ekki þeirri spurningu heldur
itrekaði yfirgang Bandarikj-
anna i Kóreu.
Sendiherrann var einnig innt-
ur eftir afstöðu Norður-Kóreu-
manna til deilna Sovétmanna og
Kinverja. Hann sagöi aö stjórn
sin væri hlutlaus i þeim deilum
en vildi hins vegar stuöla að
sáttum þar á milli.
Chon Gi Gap, sendiherra fjall-
aöi einnig um samskipti lslands
og Norður-Kóreu. 1 þvi sam-
bandi sagði hann, að þrátt fyrir
mikla f jarlægö á millilandanna,
ættu þau ýmislegt sameiginlegt.
Þau væru bæði lltil lönd og bæöi
hefðu þurft aö vernda sjálfstæði
sitt gagnvart stórþjóðum. Lýsti
hann hrifningu sinni á frammi-
stöðu Islendinga i landhelgis-
deilunni við Breta.
Hinn nýskipaði sendiherra,
Chon Gi Gap, hefur aösetur sitt I
Stokkhólmi.
Hrafn á miðvikudegi
Aö sofa af sér gæði landsins
Þorri islendinga hefur til að
bera dugnað eyþjóðar, sem orð-
ið hefur að heyja harða baráttu
við náttúruöflin, kynslóð fram
af kynslóð, bæði á sjó og landi.
Við fiskveiðar og búskap hafa
þeir tileinkað sér þrek og seiglu.
Þessi mikla atorka biasir til
dæmis alls staðar við, þar sem
komið er i fiskimannabæ, og
hana má Hka sjá i hinum nýju
hverfum margra bæja, þar sem
ungt fólk leggur nótt við dag að
koma sér upp húsnæði.
Enn sem komið er eigum við
tiltölulega fátt fólk, sem alizt
hefur upp eins og stofujurtir, án
þess að nokkurn tima gustaði
um það, og þrátt fyrir langa
skólagöngu mikils fjölda fólks,
hefur svo blessunarlega skipazt,
að obbinn af þvi stundar al-
menna vinnu nokkurn hluta árs-
ins, kynnist þar hinu raunveru-
lega lifi og reynir á sjálfu sér,
hvers með þarf til þess að
standa af sér hryðjur.
Samfara þessum eðlislæga
dugnaöi eyðþjóðarinnar er ann-
að, sem ekki er jafnfarsælt. Sú
kynslóö, sem var ung, þegar
landið var hernumið, hefur Hk-
lega aldrei beðið þess bætur,
hvernig þá var gildrað fyrir
hana. Slðan hefur trúin á
skyndigróöann og happdrættið
riðiö húsum, og I rökréttu sam-
ræmi við þá trú, er iskyggilega
stór hluti þjóðarinnar einhverjir
mestu eyösluklær, sem fyrir-
finnast. Endalaust verðfall pen-
inganna ýtir undir þessa til-
hneigingu, og útkoman er sú, að
fé er ausiö á báðar hendur I ná-
lega hvað sem er, án umhugs-
unar um, hvort verið sé aö gefa
út ávísun á framtíöina eða hvað
á eftir fari. Þessi heimsslita-
hugsunarháttur er sjúkdómur
islendinga.
i för með alveg gálausri með-
ferö fjármuna er svo einnig
kæruleysi um auölindir þær,
sem viö höfum af að taka,
skeytingarlaus sambúð við
fiskimiöin og landiö sjálft og
loks það atferli I orkumálum, að
engu er likara en þar höldum
við okkur loks komna I það
forðabúr, er öllum megi I
hieypa, og jafnvel háifgefa úr
þvi á báðar hendur.
Nú þegar höfum við reynt þaö
á sjálfum okkur, aö fiskstofn-
arnir I hafinu eru ekki sá lif-
heimur, sem allt má bjóða. Til
skamms tima höfum við, og
vissulega með réttu, getaö
varpað verulegum hluta sakar-
innar á útlendinga, sem notuðu
islenzk fiskimið eins og þeir
höfðu brúkaö nýlendur slnar um
allar jarðir. En nú erum við þar
einráöir, eigum ekki við aðra
en sjálfa okkur að sakast, ef
verr fer en nú er komið.
Landið rændum við um langar
aldir gróðri og gögnum af illri
nauðsyn þjóðar, sem um alda-
skéið barðist við það eitt að lifa.
Nú er öðru visi ástatt, og margt
til úrræða, ef þeim er beitt.
Samt sem áður má viða um
sveitir og heiðar og afrétti sjá
skelfilega sjón, og I hvössu
þurrviðri leggst moldar
mökkurinn yfir heila lands-
hluta. Þar er gróðurmold lands-
ins á leið út I hafsauga.
Það, sem viö stöndum and-
spænis I orkumálum er nýrra af
nálinni, enda sjáanlega ekki
nema fáir farnir að nudda stir-
urnar úr augunum. Samtlmis og
útlendingum hefur staðið til
boða raforka á verði, sem ekki
stenzt á þeim degi, er samið er,
hvað þá tii frambúðar, hefur sú
stund færzt nær og nær, að olla
og þvilikir orkugjafar gengi til
þeirrar þurrðar, er spennir verð
á þeim upp úr öliu valdi. Við
höfum þegar fundið af þvi
smjörþefinn, og engum getur
dulizt, nema hann loki sjálf-
viljugur augunum, að meira er i
aösigi af þvi tagi.
Það er nú skoöun þeirra, sem
gerst vita, að ekki séu nema fá
ár til stefnu. Sumir tala um tlu
tólf ár, aðrir tuttugu og enn aðr-
ir miða við næstu aldamót.
Mergurinn málsins ers sá, að
innan timamarka, er geta oltið
á nokkrum árum, veröa aðflutt-
ir orkugjafar, svo sem olia,
komnir I þaö ofurverð, að þeir
verða ekki kostnaðar vegna not-
aðir til þess að knýja vélar skipa
og samgöngutækja eöa hita hús,
nema ófyrirséð hækkun verði á
öðru verðlagi. t stað þess, sem
nú er, munu á næstu árum koma
rafmagnsbilar og eitthvað
seinna vetnismótorar i skip.
Við virkjum fallvötn okkar
eins og óðir menn — til þess að
ráðstaftf siðan orkunni handa
útlendum verksmiðjum á verði,
sem ekki stenzt virkjunarkostn-
að, hvað þá kostnað við næstu
vikjun. Þetta er orka, sem
endurnýjar sig sjálf, er sagt, en
fram hjá hinu er litið, að við eig-
um ekki endalaust að nýjum
fallvötnum að hverfa, sizt þeim
sem virkja má á hlutfallslega
hagkvæman hátt.
Þvi er lítill sem enginn gaum-
ur gefinn, að sú tlö kann að vera
I Iskyggilegri nálægð, að þau
byggð ból á iandinu, sem ekki
hafa annaðhvort jarðhita (og að
hitaveitum er rösklega unnið)
eöa raforku til húsahitunar, fái
ekki lengur staðizt. Rafllnur um
sveitir landsins eru með þeim
frumbýlishætti, að þær flytja
ekki rafmagn nema af skornum
skammti, og vlöa I þorpum og
bæjum er rafmagnskerfi svo
I veikt, og þar á meðai þar, sem
engar vonir eru um hitaveitu, að
það.geturekki miðlað rafmagni I
þeim mæli, sem óhjákvæmilegt
verður innan tiðar, þótt svo
orkuverin sjálf væru fær um að
leggja til rafmagn til húsahitun-
ar.
Enginn segir um þetta orð.
Hópar manna ganga enn I
draumi umhverfis útlend stór-
iðjuver.íhaldsþingmaður boð-
aði fyrir fáum árum tuttugu ál-
verksmiðjur á Austfjörðum. En
hann sá ekki islenzku byggðar-
lögin.
Þetta er svefnhöfgi, er leiðir
til þess, að sjálf framvinda tim-
ans tekur rúm á mönnum og
kastar þeim út um gættina.
Hrafn
Alverksmiðjan I Straumsvik fær
eitthvað um helming af allri
æaforku I landinu á tiunda hluta
|verös, sem er bundiö allt til þess
tima, þegar verð oliu veröur
fyrirsjáanlega hlotið I það ofur-
verð, að hvorki verða hús hituð
né venjulegar aflvélar knúðar
með henni.
Landbúnaðarvélar:
Ein olíutegund í stað margra
Nýlega hóf Ollufélagiö hf inn-
utning á nýrri tegund af ESSO
llu, ESSO UNIFARM. Er þessi
lla sérstaklega ætluö til
otkunar fyrir landbúnaöar- og
irövinnslutæki.
1 bæklingi um þessa nýju oliu-
tegund kemur fram, aö henni er
ætlaö aö koma I staöinn fyrir
þrjár tegundir af ollum sem
bændur hafa hingaö til þurft aö
nota fyrir vélar slnar. Þannig
hæfir UNIFARM sem vélarolla
og má nota hana á nær allar
tegundir benzln- og diselvéla
(einnig díselvélar viö forþjöppu)
sem notaöar eru I landbúnaöi.
Einnig hentar UNIFARM á flesta
girkassa og drif og ennfremur má
nota hana á sambyggö glr- og
vökvakerfi einnig þar sem
hemlarnir eru í ollubaöi.
Þessi nýja olíutegund kemur
þannig I staö margra og einfaldar
þvi allt viöhald á landbúnaöar-
tækjum. Auk þess er engin hætta
á ruglingi á milli tegunda sem
gæti valdiö tjóni. Þar viö bætist
aö meö þessari oliutegund má
komast hjá smurolluvandamál-
um, þegar tengd eru saman hin
ýmsu mismunandi vökvakerfi.
Er þetta sérstaklega hentugt þar
sem tengja þarf saman sláttuvél
eöa lyftara og dráttarvél.