Tíminn - 12.07.1978, Page 7

Tíminn - 12.07.1978, Page 7
MiOvikudagur 12. júli 1978 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SiOumúla 15. Simi 86300. , Kvöldsimar blaOamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á mánuöi. , Biaöaprent h.f. Hvað vilja þeir? Nú dregur það enginn lengur i efa að rikisstjórnin sagði satt og rétt frá ástandi og horfum efnahagsmála á siðast liðnum vetri. Nú dregur það enginn lengur i efa heldur;að óhjákvæmilegt var að gripa til ákveðinna aðgerða. Andspænis þessum staðreyndum er það aðeins sýndarmennska þegar stjómmálamenn segja það nú i svo kölluðum ,, könnunarviðræðum” sinum, að upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun bendi til mikilla erfiðleika i þjóðarbúinu fram undan. Ef lengra er skyggnzt minnast menn þess enn fremur, að rikisstjórnin og málgögn hennar bentu á það þegar i fyrra sumar að kjarasamningamir þá myndu leiða af sér mikinn vanda. Og nú draga það engir i efa i einlægni lengur, að efnahagsaðgerðum rikisstjórnarinnar var mætt af ábyrgðarleysi sem nú dregur með sér enn meiri erfiðleika, einkum fyrir launafólkið. Fyrir kosningar virtust Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag hafa ráð undir rifi hverju, og þessir flokkar virtust hafa samstöðu um flest mikilsverð- ustu úrlausnarefni efnahags- og kjaramála. Eftir kosningarnar kemur það hins vegar i ljós að svo mikið djúp er milli flokkanna að þeir verða að hefjast handa með einhverju sem kallað er „könn- unarviðræður”, og svo mikil er óvissan um viðhorf þeirra og úrræði, að i þessum samtölum koma eng- ar beinar tillögur fram, hvorki frá Alþýðuflokki né Alþýðubandalagi. Fólk er þegar farið að spyrja, hvort þetta sé einlægni stjórnmálamanna i áður óþekktri mynd, eða hrein og klár pólitisk taflmennska, sem miðar að markmiði sem enn hefur ekki verið látið uppskátt. 1 þessu sambandi kemur leiðari Þjóðviljans i gær mátulega á óvart. í honum er þvi af ósvifni haldið fram, að Framsóknarmenn hyggist nú taka sér eitthvert „langt pólitiskt orlof” eins og það er orðað. Það vekur athygli að þessi leiðari birtist sama dag og forystumenn Framsóknarmanna lýsa yfir þvi skýrt og skorinort við leiðtoga Alþýðubanda- lagsins, að Framsóknarflokkurinn er reiðubúinn til formlegra viðræðna um stjórnarmyndun við Alþýðuflokk og Alþýðubandalag, en höfðu þegar áður lýst yfir þvi, að þeir væru fúsir til að bera meðábyrgð á samstjórn sigurvegara kosninganna eftir að þeir hefðu lagt fram málefnasamning sinn. í yfirlýsingum og afstöðu Framsóknarmanna til vinstra samstarfs er fullt samræmi bæði fyrr og sið- ar. Við þær nýstárlegu aðstæður, sem nú eru upp komnar i stjórnmálum og styrkleikahlutföllum flokkanna, eru viðbrögð Framsóknarmanna þau einu sem leitt gætu til myndunar vinstri stjómar. 1 dag spyrja Framsóknarmenn þess vegna hver sé i rauninni einlægni og eiginlegur vilji Alþýðu- bandalagsmanna og Alþýðuflokksins. Reynslan hefur sýnt það, allt frá árum rikis- stjórnar Hermanns Jónassonar 1959 og til kosning- anna 1974, að veiki hlekkurinn i vinstra samstarfi er óheilindi þeirra manna, sem hafa forystu launþegasamtakanna i vasa sinum > einkum þegar harðnar á dalnum og á reynir hvort rikisstjórn fær ráðizt gegn vandanum. Afstaða Framsóknarmanna i þessu máli er ljós og skýr. Nú er spurn, hvað vilja sigurvegaramir eiginlega? Eru þeir einlægir eða em þeir bara að leika sér? J.jS'. ERLENT YFIRLIT Filbinger kvað upp f jóra dauðadóma Segist hafa verið búinn að gleyma þeim Helmut Kohl UNDANFARNAR vikur hefur staöiö mikill styr I Vestur-Þýzkalandi um for- sætisráöherrann i Baden-Wiirttemberg, Hans Filbinger. Hann hefur á siöari árum veriö meöal vinsælustu leiötoga kristilegra demó- krata, og oft komiö til oröa, aö hann yröi kanslaraefni þeirra, ef Helmut Kohl hlekktist á. Filbinger þykir landsfööurleg- ur i framkomu, ihaldssamur og frekar öfgalaus. Þó getur þaö breytzt fyrir kosningar. Þaö var hann sem fann upp kjöroröiö: Frelsi eöa sósial- ismi. Hann beitti þvi fyrst i þingkosningum i Baden-Wurttemberg, en siöan hafa kristilegir demókratar oft notaö þaö. Filbinger hefur óspart lýst þvi á siöari árum, aö hann væri andvlgur nasisma og heföi sterka andúö á þeim hryöjuverkum, sem nasistar unnu I valdatiö Hitlers. Þaö kom þvi talsvert á óvart, þeg- ar rithöfundurinn Rolf Hochhuth birti grein, þar sem hann upplýsti, aö Filbinger heföi rétt fyrir striöslokin, þegar hann var ákærandi i Noregi á vegum þýzku her- stjórnarinnar, krafizt dauöa- dóms yfir 22 ára gömlum liö- hlaupa úr þýzka hernum, Hans Gröger, og slöan hlutazt til um aö dómnum væri fram- fylgt. Hochhuth taldi þetta dæmi um, aö enn sætu gamlir nasistar á valdastólum i Vestur-Þýzkalandi. Hochhuth hefur um alllangt skeiö unniö aö þvi, aö rannsaka feril ým- issa þekktra manna meö þaö fyrir augum aö ljóstra upp skiptum þeirra viö nasista áö- ur fyrr. Þaö vakti á sinum tima mikla athygli, þegar Hochhuth réöist á Pius XII páfa fyrir aö hafa veriö hliö- hollan nasistum. FILBINGER svaraöi árás Hochhuth strax á þann veg, aö hann heföi oröiö aö fara eftir herlögum, og þvi ekki átt ann- ars völ en aö krefjast dauöa- dóms yfir Gröger. Þaö yröi einnig aö taka meö i reikning- inn, aö á þessum tlma, eöa i marz 1945, hafiupplausn veriö vaxandi i þýzka hernum og óhjákvæmilegt hafi veriö aö reyna aö sporna gegn henni og reyna m.a. þannig aö hamla gegn framsókn rússneska hersins. Jafnframt lýsti Fil- binger hátiölega yfir þvl, aö hann heföi ekki átt aöild nema aö þessum eina dauöadómi. Sem dómari hafi hann aldrei kveöiö upp liflátsdóm. Þá yfirlýsinguheföiFilbing- er ekki átt aö gefa, þvi aö nán- ari athuganir hafa leitt i ljós, aöhannhefur kveöiö uppfjóra dauöadóma yfir þýzkum strokuhermönnum meöan hann starfaöi sem dómari I Noregi, en hann gegndi þar ýmist embætti opinbers ákær- anda eöa dómara. Filbinger hefur nú oröiö aö viöurkenna, aö hann hafi gefiö ranga yfir- lýsingu um aö hann hafi aldrei kveöiö upp dauöadóm. Hann segist þó ekki hafa gefiö ranga yfirlýsingu visvitandi, heldur hafi hann hreinlega veriö bú- inn aö gleyma þessum dóm- um. Samthafi hann legiö and- vaka I tvær nætur eftir aö þaö rifjaöist upp fyrir honum, aö hafa veriö viöstaddur, þegar dómnum yfir Gröger var framfylgt. Hann hafi ómögu- lega getaö munaö eftir þess- um dómum umræddar and- vökunætur og stafi þaö senni- lega af þvi, aö þeim var aldrei fullnægt, en þeir voru kveönir upp yfir mönnum, sem höföu komizt til Sviþjóöar og þýzki refsivöndurinn náöi þvi ekki til þeirra. Raunum Filbinger var ekki lokiömeöþessu.Komiöhefur i leitirnarkatólsktblaöfrá 1934, þar sem birt er grein eftir Fil- binger um hina nýju hegninar- löggjöf Hitlers. Filbinger'ter þar miklum lofsoröum um hana, en hún byggist aö veru- legu leyti á kynþáttakenning- um nasista og hefur aö geyma mörg refsiákvæöi, sem eiga aö tryggja aö germanska stofnin- um sé haldiö hreinum. Fil- binger hefur reynt aö afsaka sig meö þvi, aö hann hafi aö- eins veriö 21 árs, þegar hann skrifaöi þetta, og skoöanir hans hafi þá veriö ómótaöar. AF HALFU flokksbræöra Filbingers hefur veriö tekin full samstaöa meö honum vegna þessara ádeilna. Sam- tök kristilegra demókrata i Baden-Wiirttemberg hafa lýst trausti sinu á honum og telja þaö ofsókn eina aö rifja fortiö hans upp á þennan hátt. Sama hefúr Helmut Kohl, foringi flokks kristilegra demókrata i Vestur-Þýzkalandi gert, ásamt öörum helztu leiötogum flokksins. Eina undantekning- in er Erwin Rommel, borgar- stjóri i Stuttgart, sem er höfuöborgin i Baden-Wiirttemberg. Hann hefur gagnrýnt Filbinger og telur hann illa geta réttlætt dauöadómana. Rommel hefur jafnframt lýst þeirri skoöun sinni, aö timi sé til þess kom- inn, aö hætt veröi aö deila á menn vegna fortiöar þeirra á þeim tima, sem nasistar réöu I Vestur-Þýzkalandi, þvi aö margir hafi þá oröiö aö haga sér ööruvisi en þeir vildu. Af hálfu jafnaöarmanna og frjálslyndra demókrata hefur mjög veriö deilt á Filbinger og taliö rétt aö hann segöi af sér. Einkum hafa samtök yngri manna, sem styöja jafnaöar- menn og frjálsa demókrata, látiö til sin taka aö þessu leyti. Utan Þýzkalands er máli Filbingers veitt veruleg at- hygli þvi aö þaö getur oröiö verulegur mælikvaröi á, hvert er nú viöhorf Vestur-Þjóö- verja ti! nasismans. Þ.Þ. Hans Filbinger

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.