Tíminn - 21.07.1978, Page 4
4
mttma
Föstudagur 21. júli 1978
i spegli timans
Og Tatum blómstrar
bessi mynd var tekin á Kennedy-
flugvelli i New York, þegar Tatum
O’Neal, leikkonan unga og stjórn-
andi hennar I kvikmyndinni Inter-
national Velvet, Bryan Frobes, 51
árs, komu i þotuflugi frá London.
Þau voru á leið til hins þekkta
hrossaþjálfunarbýlis Ledyard i
Wenham, Mass. Þar var kvik-
myndaður framhaldsmyndaflokk-
ur og Tatum leikur þar efnilegan
knapa, hliðstætt hlutverki Liz Tay-
lor i National Velvet árið 1944. Auk
þess sem Tatum lærir þar reið-
mennsku á enska visu, hefur hún
þurft að aðlaga sig fleiri þáttum i
hlutverkinu, þvi aö þaö nær yfir frá
11 ára aldri til 18 ára. Tatum verð-
ur 14 ára næstk. 5. nóvember og
virðist þvi vera á „miðjum aldri”
fyrir hlutverkið.
Sterkur hundur
Hjólaskautalistamaðurinn
Johnny Martin gafst upp eftir
20 ár í f jölleikahúsi í Las Veg-
as. Bakið bilaði og hann gat
ekki meir. Nú kemur hann á
hverju kvöldi fram i nætur-
klúbbnum Lido í París. Og það
er hundurinn hans, Vladimir,
sem er hjálparhellan. Og von-
andi bilar hann ekki í bakinu.
með morgunkaffinu
— Mér gekk reglulega illa aö finna herbergiö okkar
hér á hótelinu á leiöinni af barnum.
— Þér ættuð sjálfur að reyna hvernig cr að liggja á
hnjánum alla daga, prestur minn.
KUBBUR