Tíminn - 21.07.1978, Síða 5
Föstudagur 21. júli 1978 Wttttttttl
Vandamál iðnaðarins:
Iðnaðurinn er í
fjármagnssvelti
— gengisfelling eina leiðin —
segir Davlð Scb. Thorsteinsson
A fundinum sem Féiag Islenskra iönrekenda boöafti til — Þórhallur Arnason, Pétur Sveinbjarnarson,
Daviö Sch. Torsteinsson og Haukur Björnson.
ESE —Þaö er mitt álit að gengis-
felling sé eina raunhæfa leiöin til
þess að leysa úr vanda iðnaöarins
i dag. Það hefur sýnt sig að er-
lendur gjaldeyrir er seldur hér á
útsöluverði og nú i dag er munur-
inn um 20% þannig að ef endar
eiga að ná saman þyrfti dollarinn
að kosta 350 krónur. Eitthvaö á
þessa leiö fórust Daviö Scheving
Thorsteinssyni orð, á blaöa-
mannafundi sem Félag islenskra
iðnrekenda boðaði til fyrir
skömmu, en auk Daviðs voru
mættir af hálfu Fll, þeir Haukur
Björitsson, aöalframkvæmda-
stjórt, Pétur Sveinbjarnarson,
framkvæmdastjóri, Björn
Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Sportvers og Þórhallur
Árnason framkvæmdastjóri
Solido.
A fundinum kom m.a. fram, að
það væri álit iönrekenda aö þau
starfsskilyröi sem iönaöurinn
byggi viö væru mjög óviöunandi
og stæöu langt aö baki þvi sem að
tiökaöist i öörum nágrannalönd-
um. Bent var á þaö aö þaö væri
hættuleg þróun að láta aöalat-
vinnuveg þjóöarinnar, sjávarút-
veginn njóta mikiö hagstæöari
vaxta en aðrir atvinnuvegir
njóta, auk þess sem aö bent var á
aö iðnaðurinn væri I raunveru-
legu fjárhagssvelti, þar sem að
það fjármagn sem iðnaöurinn
ætti völ á væri mun dýrara en það
sem t.d. sjávarútvegurinn heföi-
aðgang aö, vegna óhagstæðari
lánafyrirgreiðslu, en vaxtakostn-
aöur iðnaöarins væri nú um
20-25% hærri en sjávarútvegsins.
í máli Daviðs Scheving Thor-
steinssonar kom m.a. fram, aö
ekki væri hægt aö beita milli-
færslum og veröjöfnun til þess aö
leysa vanda iðnaöarins. Þaö heföi
veriö hægt fyrir 1970, en eftir inn-
gönguna i EFTA væri þetta ekki
hægt lengur. I dag væri ekki um
keppni iðnfyrirtækja aö ræöa i
iðnaöi, heldur væru þaö rikis-
stjórnir hinna ýmsu landa sem
styddu viö bakiö á iönaöinum i
sinum löndum meö ýmsu móti,
s.s. með innflutningskvótum,
niöurgreiðslum og beinum styrkj-
um. Davið benti ennfremur á aö
vandamál iðnaðarins heföu á
undanförnum árum mætti litlum
sem engum skilningi vaidhafa
hérlendis, heldur heföi að rekið
sofandi aö feigðarósi.
,,I dag eru 17 milljðnir manna
atvinnulausir í hinum vestræna
heimi. Hingaö til höfum við leyst
þetta mál með þvi aö taka erlend
lán, en ef svo heldur áfram sem
horfir i málefnum iönaðar og
sjávarútvegs þá getur það meö
engu móti endaö meö ööru en
stórfelldu atvinnuleysi hérlendis
þegar fram liöa stundir ef ekkert
veröur að gert”, sagði Daviö Sch.
Thorsteinsson að lokum.
Merkileg
torfa varð-
veitt í
útvarpinu
JG RVK. Starfsmenn út-
varpsins eru I sjöunda himni
þessa dagana, vegna þess aö
framkvæmdir eru hafnar
viönýja útvarpshúsiö.
Sem fram hefur komiö, þá
gáfu starfsmenn útvarpsins
Viihjálmi Hjálmarssyni,
sérstaka skóflu, er hann tók
viö stjórn menntamálaráðu-
neytisins, meö þeirri ósk aö
hann myndi ,,nota skófiuna"
I ráöherratiö sinni, og þeim
hefur oröiö aö ósk sinni, þvi
Vilhjálmur er búinn aö taka
fyrstu skóflustunguna aö út-
varpshúsinu og framkvæmd-
ir eru hafnar.
Kári Jónasson, fréttamaö-
ur var snarráöur eins ogfyrri
daginn. Þegar ráöherrann
haföi rist faiiega torfu
„fyrstu skófiustunguna”
kom jaröýtan æöandi og
fletti burtu holdinu af land-
inu, en Kári var fyrri til og
gat foröaö hnausnum, sem
haföi inni aö halda fyrstu
skóflustunguna.
Kári Jónasson og Dóra
Ingadóttir komu i gær meö
hnausinn inn á Rannsóknar-
stofnun landbúnaöarins, þar
sem Björn Sigurbjörnsson
tók hnausinn til varöeislu, til
þe ss aö halda 1 honum lifinu,
uns hann hefur fengiö staö f
leirkeri, sem Haukur Dór er
aö smföa fyrir útvarpiö.
Ráögert er siöan aö varö-
veita hnausinn I húskynnum
útvarpsins tii aö minna á
nýja húsiö.
Viö lauslega athugun kom I
Ijós aö i hnausnum kennir
margra grasa og segja
gárúngarnir aö allar deildir
útvarpsins geti átt þarna
fulltrúa. Meöal annars var
þarna sveiflugras, vinguil og
mosi, auk sveppa.
Tryggj a verður atvinnu
öryggi iðnverkafólks
A stjórnarfundi i Iðju, félagi
verksmiöjufólks á Akureyri,
haldinn 14. júli 1978 voru teknir
fyrir til umræðu þeir erfiðleikar,
sem steðja nú aö hvers konar
iönaðarframleiöslu i landinu,
vegna hins gegndarlausa inn-
flutnings erlends iönvarnings og
hinnar ört vaxandi innanlands-
veröbólgu, sem er nú aö tröllriöa
öllum atvinnurekstri og afkomu
almennings.
Stjórn Iðju litur svo á, aö brýna
nauðsyn beri til, meö tilliti til
atvinnuöryggis iönverkafólks, aö
takmarka svo, sem frekast má
innflutning iönaðarvara, sem
fluttar eru inn i landið til sam-
keppni viö Islenskan iönaö. Sér-
staklega beri aö hafa i huga að
banna eða draga verulega úr inn-
flutningi á skófatnaði vinnufötum
og öörum hliföarfötum, sem
Islenskur iönaöur getur framleitt
og stenst samanburö um verö og
gæöi.
Stjórnin bendir einnig á, að á
s.l. 10 til 20 árum hafa orðiö stór-
kostlegar framfarir i vélabúnaöi
iðnaðarins, húsakosti hans og
tæknimenntun, allt byggt á þvi
grundvallarstjórnarmiði aö geta
séö landsmönnum fyrir nauösynj-
um I þessu efni og spara gjaldeyri
og auka atvinnumöguleika i land-
inu.
Það er þvi hörmulegt til þess aö
vita að islensk stjórnvöld skuli af
ráönum hug leyfa ótakmarkaöan
innflutning á iönaöarvörum og
skapa meö þvi rekstrarerfiðleika
og i sumum tilfellum algera löm-
un iönaöarins, sem haft hefur I för
með sér, aö hundruöum iönverka-
fólks hefur veriö sagt upp störfum
og óvissan er framundan.
Stjórn Iöju skorar þvi á stjórn-
völd aö taka hér upp nýja stefnu,
sem marki þau sjónarmið aö efla
Tveir fá Nato-styrk
Noröur-Atlantshafsbandalaeiö
hefur nýlega úthlutaö styrkjum
fyrir áriö 1978 til rannsókna á
sviöi umhverfismála.Tólf styrkir
voru veittir aö þessu sinni. Meöal
þeirra, sem styrk hljóta eru
Hermann Sveinbjörnsson, sem
fær styrk vegna verkefnisins: ,,-
skipulaglandnýtingarog verndun
búnaöarsvæöa”, og Gylfi Már
Guöbergsson vegna verkefnisins:
„Notkun fjarkönnunargagna frá
gervihnöttum til könnunar á
grónu landi og landgreiningar”.
Styrkur til hvors um sig nemur
208.300 belgiskum frönkum eöa
tæplega 1.7 millj. Islenskra króna.
Styrkir þessir eru þáttur I vax-
andi starfsemi bandalagsins á
sviöi vandamála nútimaþjóö-
félags og er þetta áttunda áriö,
sem sllkum styrkjum er úthlutaö.
Meðal þeirra, sem sæti áttu i
úthlutunarnefnd styrkjanna nú,
var Hrafn Friöriksson, yfirlækn-
ir, forstöðumaöur Heilbrigöis-
eftirlits rikisins.
Islenskan iönaö veita honum þá
aöstööu og vaxtarmöguleika aö
landsmenn allir geti sem best bú-
ið aö sinu nú og i framtiöinni.
Auglýsið í
Tímanum
SIMI 86-300
Þegar neyðin er
staerst...!
í bíinum tii iengri
eða skemmrt
ferðaiaga.
Helstu varahiutir i flestar
gerðir bifreiða fást á
bensínsöium Esso í Reykjávík.
Olíufélagið h.f.