Tíminn - 21.07.1978, Page 7
Föstudagur 21. júli I97X
7
l tj'cfandi Frani.sókiiai flukkuriiiii
Franikvanidastjoii: Kristiun Finiibiigason. Ititstjórar:
l>órariim l>órarinsson ot' Jón Sigurösson. Auf'lýsint’a-
stjóri: Stcint'r iin ur (iislason. Ititstjórnarskrifstofur.
framkvaMmlastjórn ot< auf'lysinttar Sióuinúla 15. Slmi
XtiJOO.
Kviildsimar blaöainanna: Xt>5<>2, X6495. Kftir kl. 20.00:
XtiJXT. Vorft i lausasölu kr. 100.00. Askriftargiald kr. 2.000 ti
mánuöi. „. . , ,
Blaoaprent h .1.
Bein lína
Nokkuð hefur þess orðið vart að sumir eigi i erfið-
leikum með að skilja fyllilega gildi þeirra viðræðna,
sem átt hafa sér stað um stjórnarmyndun að undan
förnu. Það er i sjálfu sér eðlilegt að fólk segi sem
svo, að það stingi illilega i stúf við lýðræðislegar
kosningar, að strax og þær hafa farið fram setjast
leiðtogarnir að borði til meira eða minna leynilegra
viðtala um mörg þeirra mála sem opinskátt var
barist um i áheyrn alþjóðar áður.
Ásökun af þessu tagi er á flesta lund skiljanleg, og
hún er jafnframt stjórnmálamönnunúm þörf
ábending um að misbjóða fólki ekki að þessu leyti.
Á hinn bóginn verða menn að gera sér það ljóst, að i
lýðræðislegu fjölflokkakerfi verða slikar viðræður
meira og minna fastur þáttur stjórnkerfisins, ekki
sist i landi þar sem þrir flokkar njóta svipaðs fylgis
og einn nokkru meira eins og er hér á landi.
Á það mætti einnig benda að kjósendur juku i
rauninni á mikilvægi þessa viðræðuþáttar i stjórn-
kerfinu með þeirri dreifingu atkvæðanna sem varð i
kosningunum nú nýlega.
Áhættan sem kjósendur tóku var náttúrlega sú að
erfitt kynni að verða að koma á starfhæfu sam-
komulagi, en Framsóknarmenn hafa reynt það sem
i þeirra valdi hefur stáðið til þess að greiða fyrir
málum á ábyrgan hátt.
En það eí* annað sem vert er að ihuga þegar þessi
viðræðuþáttur er hafinn. Áratugum saman tiðkaðist
það að stjórnmálaviðræður fóru að meira eða
minna leyti fram fyrir hálfluktum dyrum. Timarnir
hafa breytst á róttækan hátt að þessu leyti. Það er
alltaf skiljanlegt að stjórnmálamenn vilji ekki gera
ýmisleg mál heyrinkunn meðan þau eru á at-
hugunarstigi eða eftir er að ráðfæra sig við sam-
herja eða aðra mikilvæga aðila.
Hitt stendur eftir, að það er orðin krafa nútimans
til stjórnmálaflokkanna og leiðtoganna að þeir séu i
tiltölulega stöðugu sambandi við fólkið i landinu i
gegnum fjölmiðlana, blöðin og rikisfjölmiðlana,
þannig að almenningur nái þeim lýðræðislega rétti
sinum, ekki aðeins að kjósa menn til þings við og
við, heldur og að geta fylgst gaumgæfilega með öll-
um málum stöðugt.
Fólkið skilur heiðarlega varúð i yfirlýsingum og
sjálfsagða tillitsemi við samherja meðan mál eru
rædd og endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin.
En fólkið vill enga taflmennsku, heldur ábyrgan
málflutning og jákvæðan vilja til að leysa vandamál
og ágreiningsefni.
Um fram allt æskir fólkið þess þó að stjórnmála-
leiðtogar séu i stöðugri snertingu við flokksmenn
sina og allan almenning. Það er þessi ,,beina lina”
sem er kjörorð dagsins og mikilvægt skref i átt til
virkara, opnara og viðtækara lýðræðis.
JS
ERLENT YFIRLIT
Bandaríkin draga úr
innflutningi á olíu
Vestur-Pjóðverjar og Japanir auka hagvöxtinn
FUNDUR æöstu manna sjö
helztu iönrlkja Vesturlanda,
sem haldinn var i Bonn um
helgina (sunnudag og mánu-
dag) viröist hafa heppnazt
betur en bjartsýnustu frétta-
skýrendur geröu sér vonir um.
Takist aö framfylgja þeim
fyrirheitum, sem felast i
niöurstööum fundarins, er
veruleg von til þess aö talsvert
muni draga úr þeirri efna-
hagskreppu, sem hefur valdiö
stórfelldu og vaxandi atvinnu-
leysi i flestum löndum hins
vestræna heims.
Það var höf uötilgangur
fundarins aö ræöa um sameig-
inlegar ráöstafanir til þess aö
draga úr efnahagskreppunni
og atvinnuleysinu, en fram-
kvæmd þeirra veltur mest á
einstökum aöildarrikjum.
Leiötogarnir, sem tóku þátt
i fundinum i Bonn, voru
Carter, forseti Bandaríkj-
anna, Helmut Schmidt,
kanslari Vestur-Þýzkalands,
James Callaghan, forsætis-
ráðherra Bretlands, Giscard
D’Estaing.forsetiFrakklands,
Giulio Andreotti, forsætisráö-
herra Italiu, Takeo Fukuda,
forsætisráöherra Japans og
Pierre Elliot Trudeau, for-
sætisráöherra Kanada.
Slikir leiötogafundir hafa
verið haldnir nokkrir áöur, en
árangur af þeim ekki þótt
verulegur. Þess vegna rikti
ekki veruleg bjartsýni fýrir
fundinn meöal fréttaskýrenda
almennt, en nokkrir voru þó
vonbetri og töldu leiötogana
hafa búiö sig betur undir hann
en fyrri fundi. Þaö viröist hafa
komiö á daginn.
FYRIR fundinn var talið, aö
Carter myndi leggja sérstaka
áherzlu á, að Vestur-Þýzka-
land og Japan ykju hagvöxt
sinn, og örvuöu þannig alþjóö-
leg viöskipti, en þaö myndi svo
aftur stuðla aö þvi aö draga úr
atvinnuleysinu. Schmidt og
Fukuda myndu aftur á móti
leggja höfuöáherzlu á, að
Bandarikin drægju úr oliu-
notkun sinni, en hún er megin-
orsök hallans á utanrikis-
verzlun þeirra, sem hefur
valdið verulegri lækkun doll-
arans að undanförnu. Giscard
myndi leggja áherzlu á, aö
Vestur-Þjóöverjar og Japanir
ykju hagvöxtinn og Bandarik-
in drægju úr oliuinnflutningi.
Svipuð yröi einnig afstaöa
Callaghans, Andreottis og
Trudeaus.
Margir fréttaskýrendur
töldu þaö liklegt, aö Schmidt
og Fukuda yröu ófúsir á aö
auka hagvöxtinn, þvi aö þeir
óttuöust, aö þvi gæti fylgt auk-
Andreotti, Schmidt, Carter
d’Estaing.
in veröbólga. Þaö gæti einnig
orðið erfitt fyrir Carter aö
gefa ákveðin loforö um oliu-
sparnaö, þvi aö hann þyrfti til
þess samþykki þingsins, sem
enn hefur ekki fallizt nema á
litinn hluta tillagna hans um
þaö efni. Þá myndi Fukuda
vera tregur til að gefa loforð
um aö draga úr útflutningi
iðnaðarvara og opna japanska
markaði meira fyrir að-
fluttum vörum, en þessa hvort
tveggja hefur verið krafizt af
þeim, sökum þess, að
verzlunarjöfnuöurinn við flest
hin rikin hefur verið þeim
mjög I hag.
SVO fór að spár þeirra, sem
höfðu veriö svartsýnir fyrir
fundinn, rættust ekki. Carter
gaf ákveöiö fyrirheit um að
Bandarikin drægju markvist
úr oliuinnflutningi og yröi
stefnt aö þvi,að 1985 yröi hann
ekki meiri en 9.5 milljónir
tunna á dag, en hann er nú 12
milljónir tunna á dag. Þá yröi
verð á oliu framleiddri I
Bandarikjunum hækkuö i
heimsmarkaösverö ekki siöar
en 1980. Schmidt og Fukuda
og Giscard
lofuðu báðir að vinna að aukn
um hagvexti og yrði stefnt
að þvi, aö hann yröi um 1%
meiri i löndum þeirra en ráö-
gerthaföi veriö. Fukuda lofaöi
þvi ennfremur að ráöstafanir
myndu gerðar til þess, aö
Japan flytti ekki út meiri iön-
varning en á siöasta ári, og
jafnframt yröi dregiö úr
hömlum á innflutningi
iðnaðarvara til Japans. Allir
lofuðu leiötogarnir aö stefna
aö þvi, aö viðræöum um fri-
verzlun og tollamál, sem fara
fram i Tokio, yrði lokiö fyrir
áramót, en þær eru búnar aö
standa yfir alllangan tima. I
sambandi við þær leggja
Bandarikin m.a. áherzlu á, aö
riki Efnahagsbandalagsins
dragi úr hömlum á innflutn-
ingi landbúnaðarvara. Þá
lofuðu leiötogarnir allir aö
vinna að þvi, aö auka aöstoö
og viöskipti viö þróunarlöndin.
Verði fullnægt þessum fyrir-
heitum Bonnfundarins, ætti aö
mega vænta þess, aö nokkuö
dragi úr efnahagskreppunni
og atvinnuleysinu. Það eitt, aö
menn öölist trú á þetta, getur
breytt verulegu. þ.þ.
Fremriröö: Schmidt, Carter, Scheel, forseti Vestur-Þýzkalands, Andreotti og Fukuda. Aft-
ari röö: Trudeau, Giscard og Callaghan.