Tíminn - 21.07.1978, Side 9
Föstudagur 21. júlí 1978
Í'wmm
9
á víðavangi
Milli hins hörmulega og
þess sorglega
A fundi sem Alþýöuflokks-
menn gengust fvrir nd I vik-
unni kom þaft mjög greinilega
fram, aö I röðum þeirra rfkir
nú ákaflega sár reiöi í garö Al-
þýöubandalagsmanna. Þessi
reiöi hefur heldur en ekki
komiö fram I Alþýöublaöinu
slöustu daga.
Kratar saka komma um
hroka og um þaö aö allt þeirra
tal um rikisstjörn sé yfirskin
eitt og taflmennska. Viöbrögö
Snorra Jönssonar, forseta
ASl, viö tilmælum Benedikts
Gröndal um samtöl bera hinu
sama vitni.
Nú eru fjölmargir aö kom-
ast á þá skoöun aö Alþýöu-
bandalagiö hafi aldrei ætlaö
sér aö ganga til stjórnarþátt-
töku nú, heldur sé þaö ein-
ungis aö reyna aö koma sök-
inni af viöræöuslitum yfir á
aöra.
Aö þessu tilefni ræöa kratar
nú mikiö um möguleikana á
þvf aö Alþýöuf lokkurinn
myndi minnihlutastjörn meö
stuöningi Sjálfstæðismanna.
Leiöari Alþýöublaösins I gær
fjallaöi reyndar um þetta.
A baksiöu Alþýöublaösins I
gær fjallar Finnur Torfi
Stefánsson, alþingismaöur og
einn hinn sanngjarnari I hópi
ungkrata, um þessi efni og
heitir greinin auövitaö: „Þor-
ir A1 þvöuf lokkurinn einn?”
Finni fer eins og fleirum aö
hann staönæmist alveg viö af-
stööu Alþýöubandalagsins og
heitir I grein sinni eindregiö á
kommana aö koma nú til liös
svo aö sigurvegararnir „missi
ekki alveg niöur um sig” I til-
raununum til aö mynda stjórn
I landinu. Meö ööru sýnir grein
Finns Torfa hvillk örvænting
hefur gripiö um sig I flokknum
vegna þess hve sennilegt virö-
ist aö sigurflokkarnir hrein-
lega geti ekki komið neinu
fram vegna sundrungar og
getuleysis.
Alþýöubandalagiö
á leikinn
Sföari hluti greinar Finns
Torfa, sem fjallarum Alþýöu-
bandalagiö er á þessa leiö:
„Hikandi afstaöa Alþýöu-
bandalagsins til stjórnar-
myndunarmála kemur á óvart
og vekur upp efasemdir um aö
sumir forystumenn þar hafi
áttaösigá nýjum tlma. Þaö er
aö sönnu rétt aö Alþýöubanda-
lagið og forverar þess hafa aö
jafnaöi litiö á sig sem
stjórnarandstööuf 1 okk og lltt
freistaö þess aö koma fram
baráttumálum slnum meö
þátttöku i rlkisstjórn. En nú
eru breyttir tlmar. Alþýöu-
bandalagiö getur ekki lengur
hagaö sér eins og litill
einangraöur kom maf lokkur.
Þaö nýtur nú stuönings meir
en fimmtungs islenskra kjós-
enda og er jafnstórt Alþýöu-
flokknum. Afbrýöisemi I garö
Alþýöuflokksins fyrir aö hafa
unniö stærri kosningasigur en
Alþýöubandalagiö er hégóm-
legur munaöur, sem menn
geta ekki leyft sér I pólitlk.
Forustumenn Alþýöubanda-
lagsins þurfa aö átta sig á aö
stærö flokksins kallar á ný
viðhorf til ábyrgrar stjórnar-
þátttöku. Hinn gamli hópur
sérvitringa sem studdi flokk-
inn fyrr á árum sætti sig vel
viö aö amast gegn umbótum
og blöa meö hendur I skauti
eftir byltingunni. Hinn stóri
hópur kjósenda sem nú styður
Alþýöubandalagið hlýtur aö
llta allt ööruvlsi á. Þetta er
fólk sem tók mark á gagnrýni
flokksins á stjórn efnahags-
málanna, fólk sem hefur
áhuga á kosninga málum hans.
Þaö kaus flokkinn auövitaö I
þeim tQgangi aö hann reyndi
aö koma einhverju af þessum
málum fram með þátttöku I
rlkisstjórn, ef þess gæfist
kostur. „Kefla vDt urgönguliö-
iö" svonefnda, sem vill standa
utan ábyrgðar þeirrar, sem
Finnur Torfi Stefánsson.
þvi fylgir aö lifa I þjóöfélagi,
er án efa hávaöasamt innan
A1 þý öu banda 1 agsins. Hitt
veröa forystumenn þess aö
skilja aö þessi hópur er
einungis litill hluti af kjörfylgi
flokksins og hinn hlutinn er
miklu stærri sem ætlast. til
þess aö flokkurinn reyni að
hafa einhver áhrif á þróun
sögunnar og meti baráttumál-
in þess viröi aö reyna aökoma
þeim fram.
Allir vita aö Alþýöuflokkur
og Alþýöubandalag hafa lengi
barist hart. Málefnalegur
ágreiningur er I ýmsum grein-
um mikill milli þessara
flokka. Hitt er jafnljóst aö I
mörgum öörum mikilvægum
atriðum eiga flokkarnir sam-
stööu. Alþýöuflokkurinn hefur
nú haft frumkvæöi um aö
bjóöa Alþýöubandalaginu
samstarf. Alít veltur nú á þvl
hvort menn meta meir ágrein-
inginn eöa samstööuna.
Verkalýösflokkarnir eiga nú
saman meira fylgi meö þjóö-
inni en nokkru sinni áöur. Sú
staðreynd gerir mögulegt aö
beila nýjum aöferöum viö
stjórn efnahagsmálanna, aö-
feröum sem Alþýöuf lokks-
menn hafa kennt viö kjara-
sáttmála. Hún gerir þaö einn-
ig mögulegt aö koma fram
ýmsum breytingum á þjóö-
félaginu, sem allir áhuga-
menn um jafnaöarstefnu hafa
beöiö eftir. Alþýöuflokkurinn
hefur rétt út höndina, en Al-
þýöubandalagiö á leikinn.”
Kjósendur sigurfiokkanna
hafa nú um hrlö horft upp á
furðulega tilburöi þar sem
óhreinlyndi Alþýöubandalags-
ins er hörmulegt og getuleysi
Alþýöuflokksins sorglegt. Nú
siöustu dagana er þaö oröiö
mjög áberandi aö þessir kjós-
endur eru farnir aö krefjast
úrslita og skýrrar niöurstööu.
Þessir flokkar hlutu ekki
brautargengi til þess eins aö
opinbera brigölyndi eöa dáö-
leysi.
Viö sjáum hvaö setur.
JS
ÚT VARPSHÚSIÐ
—ATHUGASEMD
Mér brá þegar ég leit i Tim-
ann I morgun og sá hversu
straumar höföu gengið á mis-
vixl milli min og blaöamanns i
gær í sólskininu á útvarpsslóö-
um binúm nýju. En þrjátiu
tonna jaröýta var tekin til starfa
og haföi hátt og dró aö sér at-
hygli og gæti þaö verið skýring-
in! Nauösynlegter aö taka fram
eftirfarandi:
Gert er ráö fyrir að útvarpiö
geti flutt í nýja húsiö 1983 og
sjónvarpið ári siöar.
Ég hef lagt til að ráöstafaö
verið til „framkvæmdasjóös”
10% af tekjum Rikisútvarpsins
(nú 5%). Þaö mundi nægja til
aö greiöa byggingarkostnaöinn
á um þaö bil tvöföldum bygg-
ingartimanum. Fyrstu tvö árin
getur framkvæmdasjóöur greitt
kostnaö aö fullu en siðan þyrfti
nokkurt lánsfé til fremur stutts
tima.
Viö athöfnina I gær sagöi ég
m.a.: „Ég vek athygli viö-
staddra á, aö hér hefir veriö
hannaö hús sem bæöi kemur
skjótt til nota og þjónar hluta af
starfsemi rikisútvarpsins um
alllanga framtiö”. Má bæta þvi
viö aö lóö rikisútvarpsins er
mjög rúmgóð.
Meginatriöi málsins sýnist
mér vera þessi:
Rikisútvarpiö, stofnun allra
landsrnanna, er I húsnæöis-
hraki. Grbætur I þeim efnum
eru frumskilyröi framfara. Lóö
og hönnun mannvirkja miöast
viö framtiðina. Og sæmilega er
séö fyrir fjáröflun til fyrsta á-
fangans.
VUhjálmur Hjálmarsson.
Bókaútgáfu Meuningarsjóðs vantar forstjóra
Verour Magnús Torfi ráðinn?
HR — t fyrradag rann út um-
sóknarfrestur um starf forstjóra
Bókaútgáfu Menningarsjóös. Þvi
starfi gegndi áöur G'ils
Guömundsson alþingismaöur, en
hann sagöi þvi nylega lausu.
Timinnhaföisambandviö Birgi
Thorlacius, ráöuneytisstjóra og
spuröi hann hverjir heföu sótt um
stööuna. Hann sagði aö fimm
heföu sótt um starfið og væru þaö
eftirtaldir menn: Herbert
Guömundsson, Blikahólum 12
R.vík, Hrólfur Halldórsson,
Hringbraut 106 R.vlk, enhanner
nú settur forstjóri bókaútgáfunn-
ar, séra Höröur Þ. Asbjörnsson,
Njálsgötu 23, MagnúsTorfi Olafs-
son fyrrv. menntamálaráöherra,
Safamýri46, og ÓlafurF. Hjartar
bókavörður, Mosgerði 9.
Þessi mynd var tekin I Landmannalaugum I sumarferö
framsóknarmanna árið 1973.
Framsóknarmenn:
Saraan í Land
mannalaugar
KEJ — Fyrirhuguö er sumarferð
framsóknarmanna i Landmanna-
laugar, sunnudaginn 30. júlí næst-
komandi. Aöalfararstjórar veröa
Eysteinn Jónsson og Kristján
Benediktsson og meöal leiðsögu-
manna veröa Agúst Þorvaldsson,
fýrrv. alþingismaöur, Jón R.
Hjálmarsson, fræöslustjóri, Páíl
Lýðsson, bóndi og Jón Gislason
póstfulltrúi.
Aætlaö er að leggja af staö
klukkan 8 aö morgni og mæti bif-
reiöar viö Rauðarárstfg. Ekiö
veröur sem leiö liggur yfir Hellis-
heiöi og I Galtalækjarskóg þar
sem áö verður og matast. Siöan
áfram i Landmannalaugar og
dvalist þar viö sund, leiki og
gönguferðir i u.þ.b. tvær kist.
Lagt verður af staö heimleiöis
aftur um 17.00.
Þorvaldi Gylfasyni
boðið að stunda verðbólgurannsóknir
— við virta rannsóknarstofnun í Svlþjóð
Kás — Nýlega hlotnaöist ung-
um Islendingi, Þorvaldi Gylfa-
syni, sá heiður aö veröa boöiöaö
stunda rannsóknarstörf viö
Stokkhólmsháskóla um eins árs
skeiö. Þettaer stofnun sem heit-
ir: „Institute for International
Economis' Studies”, en henni
veitti m.a. forstööu um tima,
Nóbelsverölaunahafinn I hag-
fræði, Gunnar Myrdal.
Tíminn haföi samband við
Þorvald, og innti hann eftir þvi
hvernig þetta góöa boö tiefbi
komiö til.
„Ég hef undanfarin tvö ár
verið starfsmaöur Alþjóöa-
gjaldeyrisvarasjóösins, sem er
sérstök stofnun viö Alþjóöabank-
ann. I Bandarikjunum hef ég
stundaö rannsóknir um nokkurt
skeiö, og þaöeri framhaldi af
þeim, aö Sviarnir hafa sýnt
þessu áhuga. Ég hef fengið árs-
fri viö Alþjóöagjaldeyrisvara-
sjóðinn, sem byrjar i október,
svo ég geti sinnt þessum rann-
sóknum viö Stokkhólms-
háskóla. Þarna er einvöröungu
um rannsóknarstarf aö ræöa, og
engin kennsluskylda.
Það munu vera i kringum 25
rannsóknarhagfræöingar sem
vinna þarna, rúmlega helm-
ingurinn Sviar en hin 40% eru
gjarnan útlendingar. Flestir aö-
eins til skamms tima, eins mán-
aöar, en i iengsta falii eitt ár.
Þaö er gjarnan Ameríkönum
einhverjum prófessorum frá
heldri háskólumi Bandarikjnum
sem er boöið til þessarar stofn-
unar, og svo einstaka sinnum
Evrópubúum.
Þaöerufyrst og fremst verö-
bólgurannsóknir sem ég stunda,
þ.e. rannsóknará áhrifum verö-
bólgu á efnahagsstarfsemina.
Þaö er viöbúið að ég hugsi til
tslands i leiöinni, en mér hefur
ekki gefist tóm tÚ þess i Banda-
rikjunum. Sviþjóö stendur okk-
ur nær, og ég vonast til þess aö
geta sinnt Noröurlöndunum
meira, og þá kannski sérstak-
lega Islandi”, sagði Þorvaldur
að lokum.
Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla