Tíminn - 05.08.1978, Blaðsíða 1
Laugardagur 5. ágúst 1978
168. tölublað — 62. árgangur
íslendingaþættir
fylgja blaðinu í dag
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
ólafur Jóhannesson flytur ræöu slna á miðstjórnarfundinum.
Ólafur Jóhannesson á midstjórnarfundinum í gær:
Fjölmenni var á miðstjðrnarfun dinuin I gær og góðar umræöur. Fremst á myndinni sitja nokkrir full-
trúar Framsóknarkvenna I Reykjavik.
Látum málefni ráða
sem jafnan
trrslit alþingiskosninganna,
staða Framsóknarflokksins og
viðhorf til stjórnarmyndunar
voru helstu umræðuefnin á mið-
stjórnarfundi Framsóknarmanna
sem haldinn var i Reykjavik i
gær. Fyrir fundinum lá að taka
afstöðu til þess hvort
Framsóknarmenn skyldu eiga
þátt i stjórnarmyndunarviðræð-
um i þvi skyni að taka þátt i rikis-
stjórn eða ekki, en umræðurnar
snerust einnig mikið um ástæður
þess ósigurs sem flokkurinn beið i
alþingiskosningunum og um það
eflingar- og sóknarstarf sem
fram undan er.
Fundurinn hófst með framsögu
ólafs Jóhannessonar, formanns,
og fjallaði hann I ræðu sinni um
úrslit kosninganna og framvindu
mála siðan.
Miklar umræður á fjölmennum fundi um
úrslit kosninganna, stöðu Framsóknar-
flokksins og viðhorf til viðræðna
um stjórnarmyndun
„Þessi fundur er haldinn nú”,
sagði Ólafur Jóhannesson, „til
þess að menn geti fjallað um mál-
in og tekið afstöðu til þeirra áður
en nokkrar bindandi ákvarðanir
hafa verið teknar á nokkru stigi
viðræðna við aðra flokka”. Lagði
hann áherslu á að fundurinn ætti
að marka forystu flokksins braut
i þeim viðræðum sem fram undan
kunna að vera.
Ólafur Jóhannesson gerði
stutta grein fyrir þeim viðræðum
sem þegar hafa átt sér stað. Taldi
hann að „könnunarviðræður”
Alþýðuflokks og Alþýðubanda-
lags hefðu greinilega verið alveg
marklausar:
„Menn hafa þarna ef til vill
brosað hver til annars, meira hef-
ur það ekki veriö”.
Ólafur taldi ósennilegt að allra
flokka stjórn gæti orðið raunsær
valkostur. Hann sagðist vel skilja
það sjónarmið margra flokks-
manna að flokkurinn ætti að vera
utan stjórnar eftir úrslit kosning-
anna.
Framhald á 19. siðu.
Allt var á fullri ferð niöur á Umferðarmiöstöð i gær eins og reyndar alls
staðar, þvi þá var að ganga i garð mesta umferðarhelgi ársins, versl-
unarmannahelgin.
Timamynd: Róbert.
Hver er réttur
hinna dauðu?
Rætt við fólk vegna blaðaskrifav
um mál Guðbjarts heitins
Pálssonar og spurt um réttmæti
þessara skrifa Sjá bls. 10
Ættum að nota
leðju í stað
vatns
Kröfluvandamálið er
tækni- og stjórnunarlegt
MÓL —S.l. sunnudag sagði Tim-
inn frá athugunum, sem virtur
erlendur jarðhitasérfræðingur
hefur gert á Kröflusvæðinu og
möguleikum á orkuvinnslu þar.
Kom fram i fréttinni, að hið svo-
nefnda Kröfluvandamál væri ekki
jarðfræðilegt eftir allt saman
heldurfrekar tækni-og stjórnunar-
legt. Timinn ræddi i gær við full-
trúa Kröflunefndar og Orkustofn-
unar um niðurstöður rannsóknar
hins erlenda sérfræðings.
„Sumt af þessu vissum við auð-
vitað”, sagði Einar Tjörvi Elias-
son, yfirverkfræðingur og fram-
kvæmdastjóri Kröflunefndar.
„Bolton, en svo heitir sérfræðing-
urinn, benti á ýmis vandamál i
sambandi við stjórnun og sam-
ræmingu stjórnunarinnar. Þá
benti hann á nokkur tæknileg
vandamál, sérstaklega hvað
varðar borun, fóðringu, útfellingu
og gas. Hann lagði aðallega til, að
við færum að bora með leðju, en
hingað til höfum við borað með
vatni”.
„Hins vegar leist honum mjög
vel á Kröflusvæðið og telur það
gott til gufuöflunar og þá sérstak-
lega i suðurhliðum Kröflu. Hon-
um fannst mikið koma til gufu-
veitunnar og sjálfrar aflstöðvar-
innar og kvað fráganginn vera
tæknilega mjög fullkominn.”
„Núna á næstunni munu hefjast
á ný borunarframkvæmdir við
Kröflu, og er stefnt að þvi að
reyna að nota leðju við þær fram-
kvæmdir, en timinn er hins vegar
orðinn æði naumur. Við verðum
að reyna tvær til þrjár holur til
að geta sannað, að þetta sé hag-
kvæmari leið”, sagði-Einar
Tjörvi.
„Niðurstöður hans koma okkur
ekki á óvart”, sagði dr. Valgarð-
ur Stefánsson, verkefnastjóri
jarðhitarannsókna við Kröflu,
„Samkvæmt athugunum hans er
vandamálið stjórnunarlegt frek-
ar en tæknilegt eða jarðfræðilegt.
Það eru of margir aöilar sem með
stjórnunina hafa að gera og eng-
inn einn aðili hefur séö um sam-
ræmingu milli verkþátta”.
„Það er enginn einn aðili, sem
hefur verið með fjármálin. Sumir
hafa fengið of mikið og aðrir hafa
fengið of litið, og þeir sem hafa
fengið of litið hafa þurft að draga
Framhald á 19. siðu.
Lagadeild H.í.
„Út í hött”
Nokkrar umræður hafa spunnist upp á siðkastið,
vegna ummæla i Tímanum varðandi próf i laga-
deild. í blaðinu i dag er fjallað um þetta mál og
talað við nokkra, sem það er viðkomandi.
Sjá bls. 5.