Tíminn - 05.08.1978, Qupperneq 3
Laugardagur 5. ágiíst 1978
3
Hvers
konar
ferða
menn-
koma til
Nýlega var gefin út af ráö-
herranefnd Norðurlandaráös bók
um ferðamál á Noröurlöndum. í
bókinni er fjallað um Island sem
og önnur Norðurlönd og er þar á
einum stað rætt um af hverju
ferðamenn koma til íslands. Seg-
ir þar orðrétt: „Það er einkenn-
andi fyrir flesta þá ferðamenn
sem koma til íslands, að þeir eru
áhugamenn um útilif og láta það
ekki á sig fá þótt þeim mæti alls
konar erfiðleikar. Þeir eru i og
með ánægðir með slikt og lita á þá
íslands?
sem óvænt ævintýr. Margir eru
einnig áhugamenn um landafræði
og jarðfræði, alls konar náttúru-
fræði sögu íslands og siðast en
ekkisiát hina óspilltu náttúru.
Þá er einnig rætt um af hvers
konar hvötum norrænir ferða-
menn komi til landsins, og segir
þar að flestir Norðurlandabúar
komi til tslands, annað hvort i
embættis- eða viðskiptaerindum.
Aðeins minnihluti komi sem
venjulegir ferðamenn.
Arnarflug:
Flugu fyrir Breta
Vegna hægagangs á franska
flugumferðarsvæðinu nú að und-
anförnu hafa áætlanir hinna
ýmsu flugfélaga frá Mið-Evrópu
til Miðjarðarhafslanda raskast
verulega. I rúman sólarhring frá
3. til 4. ágúst flaug Arnarflug 3
ferðir fyrir breska flugfélagið
Britannia Airways með farþega
sem lengi höfðu beðið flugs til
Aþenu, Telaviv og Rimini á
ttaliu.
Arnarflug sem flýgur með ts-
lendinga til sólarlanda fyrir
Ferðaskrifstofuna Sunnu, Sam-
vinnuferðir, Landsýn og Feröa-
miðstöðina, hefur hingað til ekki
orðið fyrir verulegum töfum
vegna áöurnefndra aðgerða og
tekist að halda áætlun sinni að
mestu leyti. Valdar hafa verið
flugleiðir framhjá franska flug-
umferðarsvæðinu, sem kostað
hefur lengri flugtima i flestum til-
vikurn.
Nýlega hafa verið sett mjög
fullkomin siglingartæki i flugvél-
ar Arnarflugs sem auðveldar að
mun aðgeröir sem þessar.
, 'Hlunkur
er þetta”
— ESE — í vikunni héldu
hijómsveitin Brimkló og þeir
kumpánar Halli og Laddi
blaðamannafund á svinabúinu
að Þórustöðum I ölfusi, þar
sem Árni Möller, fyrrverandi
poppari býr 'ásamt fjölskyldu
sinni. Tilefni fundarins var a6
kynna landsreisuna ,.A
faraldsfæti 78”, auk þess sem
viðstöddum gafst kostur á að
hlýða á nýjar plötur með
Brimkló og Halla og Ladda.
Brimklóarplatan kemur út
núna eftir helgina og hefur
hún að geyma „country-lög”
eins og þau gerast best, en
plata Haila og Ladda kom út
nú fyrir helgina og ber heitið
„Hlunkur er þetta”. A
meðfyigjandi mynd sjást þeir
Halli og Laddi hlunkast um
stofugólfið á Þórustöðum með
veitingar handa viðstöddum.
Hef ekki trú á að leikarar
ráði sig hingað norður
meðan þessi deila stendur, segir Saga Jónsdóttir
SJ — Það virðist vera biðstaða i
málinu eins og er, sagði Saga
Jónsdóttir leikari á Akureyri, er
Timinn ræddi við hana vegna
deilna þeirra, sem uppi eru nú I
Leikféiagi Akureyrar. — Nýja
stjórnin i leikfélaginu hefur ekki
náö samningum við Félag
islenskra leikara, sem leggur
áherslu á að ráðnir verði fimm
fastráðnir leikarar til félagsins,
eins og verið hefur, en það telj-
um við lágmark til að hægt sé að
leysa af hendi þá vinnu, sem
þarf I leikhúsinu. Nýja stjórnin
vill hins vegar fastráða þrjá
leikara. — Ég hef ekki trú á þvi
að fólk úr FélagHslenskra leik-
ara ráði sig hingað til starfa
meðan þessi deila stendur.
Saga Jónsdóttir sagði að litið
fréttist af fundum stjórnar
Leikfélags Akureyrar og Odds
Björnssonar, sem tekur við
leikhússtjórastarfinu af Brynju
Benediktsdóttur 1. september.
Fólk i leikfélaginu fengi tæpast
fréttir. en hún sjálf, Þórir,
Steingrimsson og Aðalsteinn
Bergdal, sem öll voru fastráðnir
leikarar hjá LA á siðasta
leikári, hafa sagt sig úr félag-
inu. Ekkert þeirra hefur sótt um
starf áfram og ekki heldur hinir
fastráðnu leikararnir tveir,
Sigurveig Jónsdóttir og Gestur
E Jónasson. Saga leiðrétti rang-
hermi i grein i Akureyrarblað-
inu tslendingi um þetta mál 1.
ágúst sl. en þar stóð að atvinnu-
leikararnir hefðu fengið þvi
áorkað að uppsögn þeirra hefði
verið frestað til 1. september.
Rétt er að leikurunum var sagt
upp 1. desember sl. frá 1.
september næstkomandi, en þá
rennur samningstimi þeirra út,
og ekki var um neina frestun að
ræða. Einnig vildi Saga leið-
rétta ummæli i sama tbl. tslend-
ings um að kosning Guðmundar
Magnússonar sem formanns LA
hafi hleypt illu blóði i fastráðna
leikara félagsins. Þetta er eng-
an veginn rétt, sagði Saga. —
Við vorum búin að nauða i hon-
um að taka að sér formanns-
starfið, en hann hafnaði þvi.
Siðan hefur sú stefna sennilega
orðið ofan á hjá honum og fleiri
að draga saman seglin og þaö
orðið úr að hann var i kjöri.
Það hefur verið rætt um
sparnað i sambandi við verk-
efnaval, en þær hugmyndir nýju
stjórnarinnar, sem heyrst hefur
talað um, Meyjaskemman og
Sjálfstætt fólk, benda ekki til
sérstakrar sparnaðarstefnu. Ef
Brynja Benediktsdóttir, fráfar-
andi leikhússtjóri, heföi stungiö
upp á þessum verkefnum, hefðu
þau ekki verið samþykkt til
flutnings og þótt of dýr.
Atvinnuleikararnir vildu fá
fulltrúa i stjórn LA á aðalfund-
inum, en það tókst ekki. —
Okkur var óbeint sagt það á
fundinum að starfskrafta okkar
væri ekki óskað og eitthvað
minnst á að við þættum ekki
nógu góð söluvara, sagði Saga
ennfremur.
Guðmundur Magnússon,
nýkjörinn formaður Leikfélags
Akureyrar, var á fundi i Sam-
komuhúsinu þar sem félagiö
hefur sýningar sinar og fundi,
þegar við náðum tali af honum i
gær. Hann vildi ekki gefa upp
hvaða leikara stjórnin hefði
ráðið til starfa á Akureyri, en
Mbl. hafði eftir honum i gær að
þegarheföu leikarar verið ráön-
ir. Guðmundur varðist allra
frétta, en sagði að fjölmiðlar
myndu heyra frá stjórn
Leikfélags Akureyrar upp úr
helginni.
Fjórir nýlega útskrifaðir leik-
arar úr Leiklistarskóla rikisins
munuhafasótt um stöðu viöLA i
vetur, en enginn fastráðnu leik-
aranna frá i fyrra og heldur ekki
Kristin ólafsdóttir ieikkona,
sem búsett er á Akureyri.
Starfsemi LA efldist á
siðasta leikári
Formaður nýrrar stjórnar LA
hefur lagt áherslu á það i viðtöl-
um við blöð að litil aðsókn hafi
verið að leiksýningum félagsins
á siðaata leikári. Hann lætur
þess hins vegar ógetið að þá
voru i fyrsta skipti farnar leik-
ferðir á vegum LA sjálfs út frá
Akureyri, þannig aö leikhúsið
þjónaði öllu Norðurlandi. A sið-
asta leikári voru einnig farnar
leikferðir til Reykjavikur og
settar upp þrjár sýningar i
Þjóðleikhúsinu og á Listahátið.
t tið fráfarandi stjórnar LA og
Brynju Benediktsdóttur
leikhússtjóra náðist þaö fram að
ganga að styrkur rikisins til LA
var hækkaður um 120% í 11
milljónir og styrkur Akureyrar-
bæjar um 146% i 16 milljónir.
Þessi árangur náðist ekki sist
fram vegna þess að nú væri orð-
ið til atvinnuleikhús á Akureyri
og þeim sem við það hafa starf-
að finnst þvi sárt aö horfa upp á
það sem þeir telja vera aftur-
hvarf frá atvinnuleikhússtefnu.
Atvinnuleikhús með starfandi
leikhússtjóra sé alls ekki hægt
að reka með þrem fastráðnum
leikurum, fimm séu algjört
lágmark,enda hafi starfssraftar
þeirra verið fullnýttir á siðasta
leikári. Fjárhagslega er þvi
útlitið gott hjá félaginu miöað
við það sem hefur verið.
Nýi formaður LA vill
ekki gefa upp hvaða
leikarar hafa verið
ráðnir og verst
allra frétta