Tíminn - 05.08.1978, Síða 9

Tíminn - 05.08.1978, Síða 9
Laugardagur 5. ágiist 1978 9 l 'I I H l| ll'l(l! Björn Líndal: Pólitískur einstefnuakstur Alfreðs Þorsteinssonar Það sem komið hefur fram hér á undan er meginuppistaðan i greinarkorni Alfreðs. Þó vill hann ekki skilja viö okkur án þess að kasta á okkur því nafni sem hann þekkir verst á þessari jörð —aðvisudálitiö endurbætt. Við erum nýir Möðruvellingar meö stalinisku ivafi. Minna mátti það ekki vera. Við viljum pota okkur áfram og hreinsa þá burtu sem standa i vegi okkar eins og þeir gera i RUssfá, segir Alfreð. Möðruvellingar Ég þekki ekki nægilega vel sögu Mööruvallahreyfingar- innar, en lýsing Alfreðs á henni þykir mér þó i ætt við ævintýri sem maöurlasá barnsaldri, þar sem gömul, hrukkótt kerling stakk saklausum börnum i bakaraofninn. Ég kannast þó viðnokkra þeirra sem tilheyrðu Möðruvallahreyfingunni á sinum tima og eru ýmist i Framsóknarflokknum eða utan Síðara hans. Og þaö er min skoðun, að gæfurikara hefði verið fyrir flokkinn aö ýmsir þeirra manna hefðu hafist til áhrifa i stað Al- freðs Þorsteinssonar. Pólitiskur einstefnuakstur þess manns er tæplega til eftirbreytni. Og Alfreð svellur móöur I brjósti. Næstásakar hann okkur um að hafa tapað kosningunum, ekki bara i Reykjavik, heldur höfðum við mikil áhrif á niður- stöður kosninganna Ut um landsbyggðina. Ég nenni ekki að ræða svona þvætting og treysti mætavel heilbrigðri skynáemi fólks til að afgreiða hann á viðeigandi hátt. En eitt er þó rétt að staldra við. Alfre’ð segir að við höfum stjórnað kosningabaráttunni. Þetta eru mér alveg ný tiöindi og eru fleiri Möðruvellingar og nýliðar en ég hugði. Fremstan verður senni- legaað telja formann kosninga- nefndar, Hannes Pálsson, en á eftir honum koma t.d. kosninga- nefndarmennirnir og frambjóð- endurnir Einar ÁgUstsson, Jón Aðalsteinn, GuðmundurG., Vil- svar við grein hjálmur Arnason, Kristján Ben., Guðmundur Gunnarsson, Þórarinn Þórarinsson, Kristján Friðriksson og margir fleiri. Svo bregöast krosstré sem önnur tré, Alfreð minn. Við stöndum i dagsbirtunni Skýring Alfreðs á kosningaúr- slitunum ristir jafn grunnt og skýring hans á tillöguflutningi okkar. Skýringar hans segja ekkert til um það hvers konar menn við sem gagnrýnum erum. Miklu fremur lýsa þær þeim vanda sem Alfreð er á höndum þegar hann þarf aö skýra og fella dóm um viðhorf og skoðanir annarra. Fyrst stendur hann ráðalaus, en leitar svo I hugskoti sinu skýringar á þvf innræti sem liggur að baki skoðunum okkar. Loks finnur hann skýringu, nefnilega þá sömu sem skýrir allt sem hann segir og gerir. i stuttu máli er hún á þessa leiö: Sá sem gagn- A.Þ. Björn Lindal rýnir mig eða vini mina er per- sónulega illa við okkur, hann þolir ekki þann frama sem við noium hlotiö og þá fyrirgreiðslu sem við njótum og getum veitt. Hann vill vikja okkur til hliöar. Þessi skýring Alfreðs segir ekkert um hug okkar eða inn- ræti, heldur lýsir aðeins þvi hvern mann Alfreð Þorsteins- son hefur að geyma. Við sem gagnrýnum nú flokksstarfið erum umbóta- sinnarnir i Framsóknar- flokknum. Viö höfum alltaf veriö tilbúnir til að hlusta, en aöeins mætt þögn milli dembu lyga og sviviröinga. Viö höfum komið fram af fullum heil- indum, en mætt undirferli. Við höfum aldrei leynt þvi mark- miði sem við stefnum að, samt erum viðásakaðir um makk. En við munum halda gagnrýni okkar áfram hvað sem þessu liður. Við stöndum I dagsbirt- unni, en Alfreð i kvöldrökkrinu I smiðju Kristins Finnbogasonar. Ég veit að flestir flokksmenn hafa valið dagsbirtuna og fyrr en varir munu útveggir smiðj- unnar falla. Við biðum. Ef Framsóknarflokkurinn þolir ekki enn umbótahreyfingu innan sinna vébanda, þá skal honum lærast það. Ef umbóta- maðurinn ber heitið Mööruvell- ingur, þá er ég Mööruvellingur og þykir sæmd að þvi heiti. Kristján B. Þórarinsson: Að villast á næsta degi „Þeir sem leggja og varöa vegi villast oft á næsta degi”. Davið Stefánsson. Nú er liðinn rúmur mánuður frá þvi aökosningar til Alþingis áttu sér stað, og ekki er enn búið að mynda stjórn. Fyrir kosningar var hart bar- ist og menn komu fram með ýmiskonar lausnir á þjóðfélags- vandamálunum, Alþýðuflokk- urinn vildi afnema tekjuskatt og setja samningana I gildi. Asamt þvi að sýna „hið nýja andlit” ætlaði hann að innleiða nýja stjórnarhætti og afnema spill- inguna. Alþýöubandalagið lofaði eins og kratar að setja samningana i gildi. Auk þess ætluðu þeir að ganga svo frá landbúnaðinum að bændur þyrftu ekki lengur að hafa fyrir þvi að vinna á jörðum sinum. Það átti að leysa öll vandamál með einu pennastriki og svo áttu allir að una glaðir viö sitt og tilbiðja þessa krafta- verkamenn austursins. Ekki stóð á þvi að þeir vissu hvað var að þjóðarskútunni og hvar helst ætti að slá I lekann. Þeir kunnuallskonar töfrabrögð tilaðkeyra verðbólgudrauginn I kaf, og ganga svo kirfilega frá honum að hann liti aldrei dags- ins ljós framar. Að kosningum loknum Strax eftir kosningar þegar ljóst var aö Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag höfðu unnið stórsigur á stjórnarflokkunum, lá fyrir aö þeir mynduðu saman stjórntil að koma fram þessum óskum kjósenda sinna. Fram- sóknarflokkurinn hét þeim strax hlutleysi svo að þeir gætu myndað minnihlutastjórn, en þeir töldu það ekki nægja. Það yrði að vera meirihlutastjórn, helst vinstristjórn. En hvað um það. Nú vissu þeir hreint ekki hvernig skútan stæði, hvort hún væri á hliðinni, á hvolfi, maraði i kafi eða væri sokkin, þetta vissu þessir visu menn allt fyrir kosningar, en lengra náði visidómur þeirra ekki. Nú voru kallaðir til allir helstu reiknimeistarar þjóðar- innar og aðrir vitringar sem rikisstjórn Geirs Hallgrims- sonar hafði komist af við, og þeir látnir segja sigurvegurun- um hvernig skútan stæði. Þegar þessu var lokið var farið að bera saman boðorðin. Viðræður um hvað? I hálfan mánuð ræddu Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag samanum hverju þeir heföu lof- að fyrir kosningar og hverju væri helst von að kjósendur væru búnir að gleyma, og hvernig þeir gætu efnt loforðin. Þessu fylgdu miklar yfirlýsing- ar af beggja hálfu. Loks rann upp dagur loforðanna, það átti að fara aö ræða um stjórnar- myndun. Forseti Islands fól Benedikt Gröndal aö fara af stað og mynda meirihluta- stjórn. í gleði sinni bauð Benedikt Geir i stjórnarumræöur, en Lúðvik vildi ekki tala við Geir, svo Benedikt varð að fara af stað og biðja ólaf Jóhannesson um að hjálpa til viö að mynda vinstristjórn. Það vildi Olafur ekki gera sjálfur, en fól þess i stað Steingrlmi Hermannssyni að koma fram fyrir sfna hönd. Framsóknarmenn ætla ekki aðláta standa á sér að leysa þau mál sem leysa þarf, en hinir voru sigurvegarar og höföu þvi siðferðislega skyldu við kjós- endur að axla þær byrðar sem þeir höfðu axlað með loforðum fyrir kosningar. Þetta vissi Ólafur og hefur sjálfsagt haft i huga að þeir kæmu sér ekki saman um neina lausn, svo það væri sama hverjir færu til við- ræðna við þessa ágætu sigur- vegara, enda kom þaö á daginn. Benedikt gafst upp. Verkalýðs- hreyfingin Þrátt fyrir að þessum mönn- um tækistnú aö mynda stjórn er nær fullvist að þeir kæmu aldrei til með aö stjórna neinu sjálfir. Staðan er oröin þannig að ekk- erterhægtaðgera nema forysta verkalýöshreyfingarinnar sé til kölluð. Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Verka- mannasambands tslands, Snorri Jónsson varaforseti A.S.l. og Edvard Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, eru sterku öflin I þjóðfélaginu. Þeir hafa yfir að ráða pólitiskum verkalýðsstjórnum, sem eru kosnar af i mestalagi 100 til 200 manna fundum pólitiskra gæð- inga Alþýðubandalagsins. Þess- ir menn segja siðan þjóö- kjörnum mönnum, alþingis- mönnum, fyrir verkum. Lýðræði Lýðræði er það sem Islend- ingar hafa getað státað af frá öndverðu og miklu er hægt að fórna fyrir það. Ýmsar þjóðir hafa lagt lif sinna bestusona að veði fyrir iýðræði, en þingmenn á íslandi fórna ekki atkvæði og þvi siður þingsæti ef verja á þetta fjöregg þjóðarinnar. Þaö er enginn vandi að tapa orustu með þvi að gefa eftir, en þaö er vandi sem fylgir þvi aðbjóða sig fram til alþingis og berjast fyrir þjóðarhag. Ég skil vel þá verkalýðsfor- ingja sem ganga eins langt og þeim er unnt til að ná fram kröf- um umbjóðenda sinna, sem eru oftast afmarkaðir sérhópar, en það má ekki gleyma þvi að það erutil margar stéttir ogmargar gerðir af verkafólki I landinu og það á lika sinn rétt. Viö sem lif- um á tslandi eigum að hlúa að og vernda islenskt þjóölif. Til þess höfum við þing sem við kjósum menn á, til að gæta f jör- eggs þjóðarinnar, lýðræðisins. Davið Stefánsson orti margt spaklegt eins og þetta, sem mega vera min lokaorð til varð- manna islensks lýðræðis, þing- mannanna: „Þeir sem striði vilja verjast, verða stundum fyrst aö berjast”. Nýtt frímerki Sautjánda ágúst n.k. verður gefið út nýtt frimerki að verðgildi 70 kr. Frimerkið er helgað Vega- gerð rikisins, og i greinargerð sem Póst og simamálastjórnin sendi nýlega frá sér, er rakin þró- un vegamála og lagasetningar varðandi þau. A frimerkinu er mynd af Skeiðarárbrú, og er með .þvi verið að minnast siðasta stór- áfanga i vegamálum á tslandi, en hann var eins og öllum er kunnugt lagning hringvegarins umhverfis landið. Tíð slys í Sviss— Reuter Vestur-þýskur fjallgöngumaður, tveir synir hans á táningsaldri og rómversk- kaþólskur prestur létu lifið, er þeir voru að klífa fjall i Valais ölpunum nálægt Zermatt i Sviss, að þvi er fréttir frá lögreglunni þaðan herma. Slys hafa verið tiö á þessu svæði að undanförnu og Ölpunum hafa 17 fjallgöngumenn látist þar á siðustu fimm dögum. Feðgarnir, sem voru frá Ettingen, nálægt Karlsruhe i Þýskalandi voru ásamt prest- inum sem var fjölskylduvinur, að klifa fjallið Mischabel sem er 4.000 metra hátt, þegar slysiö varð. Virðist það hafa átt sér staö þegar þeir voru að fara niöur af Durrenhorntindinum og þá háfi einn þeirra hrasað og dregið hina með sér með þeim afleiðingum aö þeir létust allir. Hröpuðu þeir um 400 metra. Svissnesk þyrla fann likin i gær og flaug með þau niður i dalinn. öryggisyfirvöld hafa varaö fólk við þvi, að vegna veðurfarsins, sem verið hefur afar hlýtt að undanförnu, séu aðstæöur til fjallgöngu i ölpunum hættulegar, þar sem hættur á snjóskriðum eru meiri.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.