Tíminn - 05.08.1978, Síða 10

Tíminn - 05.08.1978, Síða 10
10 Laugardagur 5. ágúst 1978 Á að fjalla um meint saka- mál látins manns í blöðum? — eða láta þau kyrrt liggja? HR — Undanfariö hefur töluvert veriö fjallaö um mál Guöbjarts heitins Pálssonar i blööum. Hef- ur þar aðallega veriö aö verki Haildór Halldórsson blaöamaö- ur og hefur sitt sýnst hverjum um ágæti þess aö fjalla um mál látins manns á þann hátt, sem þar er gert. Sr. Þórir Stephensen skrifaöi nýlega grein þar sem hann gagnrýndi þaö aö látinn maöur fengi ekki aö hvila i friöi, en væri borinn þungum sökum. Einnig hefur Haraldur Blöndal ritaö grein þar sem hann lýsir skrifum Halldórs um Guöbjart sem illgirni og heimsku. Finnur Torfi Stefánsson Aö þessu tilefni snéri Timinn sér til nokkurra manna og lagði fyrir þá spurninguna hvort þaö væri siðferðilega rétt að fjalla um mál látins manns á þann hátt sem gert hefur verið i þess- um greinum. Finnur Torfi Stefánsson, aiþingismaöur: Það er eðlilegt að menn skrifi um rannsókn opinberra mála i dagblöð, en um leiö verður að gæta þess vandlega aö ekki sé vegiö aö æru látins manns. Ekkí má heldur með slikum skrifum valda ættingjum hins látna þjáningum. Annars hef ég litið fylgst með skrifum Halldórs og mér finnst þau fremur litið við- eigandi. Sr. Jakob Jónsson: Ég þori nú ekki að vitna i viss- ar greinar, þvi að ég hef ekki lesið þær i heild, en þetta get ég þó sagt: 1 fyrsta lagi skal ekkert fullyrt annað en það sém er lög- lega sannað mál og skal ekki Sr. Jakob Jónsson. styðjast við dylgjur ( þvi sam- bandi. t ööru lagi á ekki að fjalla um málefni dáinna manna, t.d. meint brot og annaö slikt, nema brýna nauðsyn beri til af siö- feröilegum ástæðum. í þriðja lagi skal fullt tillit tekið til allra þeirra sem málið er viðkvæmt, t.d. konu og barna o.s.frv. — þvi að i okkar litla þjóöfélagi er miklu meiri hætta á að ein- staklingar liði við það sem kem- ur opinberlega fram en i stórum þjóðfélögum þar sem ein- staklingurinn hverfur meira i fjöldann. Það er ekki rétt að gera hluti aðstandenda þyngri en þegar er oröið. Það er sama hvort lifandi eða látnir eiga i hlut, dylgjur eða hálfur sannleikur er oftast nær engu betri, en hrein lygi. Megin- sjónarmiöið hlýtur aö vera þetta: geri ég það af kærleika að minnast á mál sem þetta eöa ekki — það er spurningin. Þórunn Valdimarsdóttir, for- Þórunn Valdimarsdóttir. maöur verkakvennafélagsins Framsóknar: Ég harma þau miklu blaða- skrif sem verið hafa um þetta mál meðan það liggur ekki hreint fyrir. Mér finnst ekki rétt að gera svona mikið moldviðri úr dómsmálum á meðan þau eru ekki i skýrara ljósi en þau eru. Ef ekki er búiö að dæma_ menn er ekkert hægt að segja til' um sekt eða sakleysi og undir slikum kringumstæðum 'er ekki rétt aðgera mikinn blaðamat úr málum þeirra. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögfræöingur: Þaö er sjálfsagt aö málefni Guöbjarts hljóti sina meðferð eftir eðlilegum leiöum. Það er þó ekki til að höföa mál á hendur honum af þeim eðlilegu ástæö- um að maðurinn er látinn, held- ur til að kanna hvort einhverjir aðrir geti átt þátt i refsiverðu athæfi. Hins vegar finnst me’r ekki Jón Steinar Gunnlaugsson. rétt aö einstakir blaðamenn á borö við Halldór fjalli um þetta mál á þennan hátt. Ef hann tel- ur að um misferli sé að ræða, verður fyrst að ljúka rannsókn málsins hjá réttum aðilum. Jafnvel þótt Guðbjartur hafi framið eitthvað brotlegt i lif- anda lifi, sem ég legg ekki dóm á, þá er ekki ástæða til að fjalla um mál hans fyrir dómstólum nema það snerti refsivert athæfi annarra manna. Einar Bollason, kennari: Mér finnst þetta vera forkastanlegt siðleysi að fjalla um mál látins manns á þann hátt sem gert hefur veriö i blöð- um. An þess að ég leggi nokkurn dóm á réttmæti þessara ásak- ana á hendur Guðbjarti og fleir- um, þá eru þetta mál sem fjalla á um fyrir dómstólum fyrst og fremst. Ef blaðamaðurinn er á annað borö að fjalla um þessi mál, þá á hann á að gera það á þeim vettvangi. Mér finnst aðaltilgangur Einar Bollason. þessara blaðaskrifa vera sá að draga Einar Agústsson og Sam- vinnubankann inn i einhvers konar misferli, sem maður veit ekki hvað er, þvi blaðamaður- inn talar bara i hálfkveðnum visum. Jón L. fer tíl Tékkóslóvakíu Skáksambandi tslands hefur nýlega borist tilkynning um það að ágúst-námskeiðið i Skákskóla M. Botvinniks, fyrrv. heims- meistara, i Moskvu falli niöur af ótilgreindum ástæðum. Fyrir- hugað hafði verið að Jón L. Arna- son, heimsmeistari sveina, færi til Moskvu til að sækja námskeið- ið og hafði fengist sérstök fyrir- greiðsla i þvi sambandi fyrir milligöngu Menntamála- og Ut- anrikisráðuneytisins. 1 þeim bréfaskiptum kom fram, að Jón mætti koma i ár eða þá á næsta ári og mun þvi þessu máli haldið til streitu. 1 vikunni barst S1 bréf frá Dr. Ladislav Alster, sem hér var að- stoðarmaður Horts i einviginu við Spassky, þar sem Jóni L. Arna- syni er boðið i allsterkt alþjóðlegt skákmót i Tékkóslóvakiu um næstu áramót. Þá hefur Dr. Max Euwe skrifað SI og tjáö aö hann hafi óskað eftir þvi við hollenska mótshaldara aö Jóni L.yrði þang- að boðið i mót, og sé hann þar ot- arlega á biðlista. Sjtáksamband Islands hefur sent til Fide tillögu, sem tekin verður fyrir á aðalþingi Fide i nóvember, þar sem lagt er til að sú breyting verði gerð á reglum um heimsmeistaramót sveina, að sigurvegari fái hálfan alþjóðleg- an meistaratitil. Verði tillagan samþykkt er óskað eftir þvi að breytingin verði afturverkandi, þannig að núverandi og fyrsta heimsmeistara sveina verði veittur hálfur titill. En sem kunn- ugt er hefur Jón L. þegar áunnið sér fyrri hluta titilsins á nýloknu móti i New York. Minnispeningur Jóns L. Arnasonar er til sölu i Samvinnubankanum, Banka- stræti 7, og verður ágóða af sölu hans varið til styrktar Jóni L. á Skákbrautinni. Nú eftir helgina kemur gullpeningurinn til af- greiðslu og eru aöeins örfá eintök af honum óseld. Happdrætti Lionsklúbbs Kópaavogs Lionsklúbbur Kópavogs dreifði i sumar þjónustublaði á öll heimili i Kópavogi. t blaöinu voru ýmsar upplýsingar svo og auglýsingar. Hvert blað gilti sem happdrættis- miði og var númerið að finna á blaösiöu 10. Vinningur var Ir- landsferð fyrir 60 þúsund krónur. Nú hefur verið dregið i happ- drættinu og kom upp númer 3651. Sá heppni, sem hefur blað meö tölunni 3651 á blaðsiðu tiu er beð- inn að hringja I Grétar Kristjáns- son sima 40755, svo hann fái sina Irlandsferö. Viö mjólkurbúiö á Sauðárkróki hefur I sumar verið unnið aö frágangi lóöar. A myndinni sést hluti lóðar- innar sem er snyrtilega unninn og skreyttur með styttu eftir Asmund Sveinsson, sem minnir á forn vinnubrögð. Tlmamynd K.Sn. Frá Norræna húsinu Opið hús I kvöld verður Nanna Her- mannsson safnvörður með fyrir- lestur i Norræna húsinu og nefnist hann „Reykjavik i fortiö og nú- tið”. Er hann á dönsku og hefst kl. 20.30. Kl. 22 hefst svo kvikmyndasýn- ing og veröur þar sýnd myndin „Reykjavik árið 1955” eftir Ós- vald Knudsen. Ný sýning 1 dag verður svo opnuð grafik sýning i kjallara Norræna hússins og sýnir þar hópurinn IX- gruppen frá Sviþjóð. Eru þeir allir i röö fremstu listamanna Svia. Sumir þeirra eru þekktir málarar, aörir myndhöggvarar, en allir fást þeir við að gera grafikmyndir (tveir þeirra eru prófessorar i grafik við Listahá- skólan'n i Stokkhólmi). IX-gruppen hefur starfað sam- an i 14 ár og sýnt viða um heim. Munu allir meðlimir hópsins koma hingað og vera viðstaddir opnun sýningarinnar. Siðan ráð- gera þeir að dveljast hér á landi i nokkra daga, hitta islenska lista- menn og ferðast um landið. Sýningin veröur opin daglega milli kl. 14 og 19, frá 5. til 20. ágúst. Skipafréttir frá skipadeild SIS. Jökulfellfór 1. þ.m. frá Glou- cester áleiðis til Þorlákshafn- ar og Reykjavikur, Disarfell fór 2. þ.m. frá Seyðisfirði áleiðis til Split, Helgafell er i Reykjavik, Mælifell er i Reykjavik, Skaftafeller vænt- anlegt til Gloucester i dag^ fer þaðan til Halifax og Reykja- vikur, Hvassa fellfer i dag frá Hull til Reykjavikur, Stapafell fór frá Dunkirk 1. þ.m. Litla- fell er væntanlegt til Reykja- vikur i kvöld, AnneSönyefer 27. þ.m. frá Sousse til Islands.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.