Tíminn - 05.08.1978, Síða 11

Tíminn - 05.08.1978, Síða 11
Laugardagur 5. ágúst 1978 n hjarta- ran A undanförnum árum hafa mannrán færzt i vöxt um heim allan. Sum þeirra eru framin til að vekja athygli á pölitiskum deilumálum, en langflest þeirra eru hreinlega framin I fjár- öflunarskyni. Er nú svo komið á ttali'u, að mannrán til fjáröflun- ar eru nánast orðin viðurkennd atvinnugrein. Fæst þessara rána hljóta mikið rúm i heims- fréttum, nema þvi aðeins um heimsfrægt fólk sé að ræða, og sjaldnast heyrum við um örlög þess fólks, sem málið snertir. Liggur þó i augum uppi, að ein- hver ummerki hlýtur sú reynsla að hafa i för með sér að lenda 1 ræningja höndum og hljóta þar misjafna meðferð meðan beðið er eftir útslitum málsins. sem ákafastviðblaðamenn fyrir framan hús sitt, var Giovönnu nóg boðið, hún hellti vatnsfötu Eftir að hafa svikið Nieto i hendur lögreglunnar er Giovanna i öng- um sinum. Siíisr;*.* Mannrán Nýlega gerðist það á Italiu, a6 úr ræningja höndum slapp 18 ára stúlka, Giovanna Amati, eftir 74 daga vist. A meðan fangavistin varði varð hún að þola ýmsar þrengingar og auðmýkingu. Eini ljósi punkturinn í lffi Giovönnu þessa 74 daga var einn „fángavarð- anna”, Daniel Nieto, 31 árs gamall Frakki, sem var Giovönnu góður. A meðan Gio- vanna var fangin, unnu foreldr- ar hennar , faðir 74 ára, fyrrum slátrari, nú margmilljóner sem eigandi kvikmyndahúsa, og móðir, 42 ára, fyrrum efnileg leikkona, dyggilega að þvi að safna féf lausnargjald fyrir dótt- ur sina. En þegar lausnin fékkst, hófst ballið. Móðir Gio- vönnu hafði saknað sviðsljóss- ins, en nú kom það óvænt til hennar og hún notfærði sér það óspart. Húnkom ýmsum yfir- lýsingum á framfæri, svo sem: — Þegar dottur minni var rænt, var hún óspjölluð. Þegar hún kom aftur, hafði meydómi hennar verið rænt. Móðir finnur slfkt á sér. Einn góðan veður- dag, þegar frú Amati gaspraði Giovanna komin heim f faðm fjölskyldunnar. Foreldrar hennar virðast fegnir málalokúm, en helzt litur út fyrir, að Giovanna sé eitthvað hugsi. Daniel Nieto I höndum lögreglunnar. Stefnumót hans við Giovönnu færði honum gióðarauga og gerði hann 150 dollurum (fyrir rauðar rósir) og frelsinu fátækari. yfir móður sfna af efri hæö húss- ins. En málið hafði önnur eftirköst. Sjö grunaðir voru handteknir eftir ránið, en þeirra á meðal var ekki Nieto. Hann tók hins vegar upp á þvi að votta Gio- vönnu ákafa aödáun sina. Sam- kvæmt tilmælum lögreglunnar ákvað Giovanna loks einn góðan veðurdag aö mæla sér mót við hann á Via Veneto. Þar mætti hann með rósavönd og fullur eftirvæntingar. En móttökurnar uröu aörar en hann haföi vænzt. tleyni lágu lögregluþjónar, sem gripu hann glóðvolgan. Síöan hefur Giovanna verið þunglynd. Hún fellst á, að markmið Nietos, kvænts tveggja barna föður, muni trúlega hafa verið að reyna að fá léttari refsingu fyrir ránið með þvf að reynast henni góður, en hún getur ekki fellt sig við hvernig foreldrar hennar, og þá einkum móðir, hafa notfært sér böl hennar sér til auglýsingar. (Þýtt ogendursagt KL) V

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.