Tíminn - 05.08.1978, Síða 13
Laugardagur 5. ágiíst 1978
13
Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir:
... og ekki heldur varadekk
Meðal þeirra sem til máls töku
á miðstjórnarfundinum I gær var
Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir úr
Hafnarfirði.Hún lét i ljós það álit
að kjósendur hefðu ekki óskað
eftir þvi að Framsóknarmenn
ættu áfram áðild að rikisstjórn á
næstunni. Staða flokksins væri nú
með þeim hætti að Framsóknar-
menn yrðu að taka höndum sam-
an um að snúa vörn i sókn. 1
stjórnarsamstarfi yrði staða
þeirra veik andspænis öðrum, og
hún óttaðist að litið yrði á þá sem
nokkurs konar „varadekk” i
þjóðstjórn eða stjórn þriggja
flokka eins og nú er talað um.
Máli sinu til áréttingar kvað
Ragnheiður:
„Þjóðin skal þá byrði bera
sem bað hún um og lika fékk.
Aldrei skal ég ambátt vera
og ekki heldur varadekk.
Sævar Hallgrimsson kjötiðnaðarstjóri t.v. og Gunnlaugur Karlsson verkstjóri t.h. Þeir standa fyrir
framan frystihúsið.
5000 slátrað á ári
A Svalbarðseyri við Eyja-
fjörð er rekið sláturhús sem
starfar allt árið. Sl. haust var
slátrað 23þús.fjár i húsinu, en
þar að auki er slátrað kálfum,
svinumog stórgripum tvisvar I
viku, alls 5000 talsins sl. ár.
Sláturhúsið var byggt 1956,
en til stendur endurbygging á
húsinu i samræmi við breyttar
kröfur og tækni.
í sumarverður reist hús yfir
rétt fyrir 1200 fjár og eru
sökklar komnir.
Frystihúsið hefur þegar
verið endurbyggt.
i sámbandi við sláturhúsið
er rekin kjötvinnsla undir
stjórn Sævars Hallgrlmssonar
og eru á boðstólum nær allar
kjötvinnsluvörur nema pyls-
ur. Kjötvinnslan hefur nú tek-
ið upp vörumerkingar I sam-
ræmi við nýjustu reglur og
selur vörurnar i glærum um-
búðum sem gefa neytandan-
um kost á að skoða þær I krók
og kring, nýjung sem aörir
mættu athuga.
Við kjötvlnnsluna starfa að
jafnaði 18-20 manns.
Einn hluti atvinnu á Sval-
barðseyrier saltfiskvinnsla og
var rétt lokið við að binda 80
tonn frá áramótum og
helmingurinn þegar farinn á
Spánarmarkað, svo ekki þarf
að kaupa skuttogara fyrir
þann fisk.
Kartöfluframleiðsla er einn-
ig mikil i nágrenninu og sem
dæmi má nefna að 175 tonn
voru seld I anril. Aðal-
markaðssvæðið er frá Pat-
reksfirði til Vestmannaeyja,
en I april fóru þó 40 tonn á
Reykjavlkurmarkað. Gæði
kartaflanna úr Eyjafirði eru
slik, að a.m.k. önfirskir neyt-
endur vilja ekki sjá kartöflur
að sunnan svo lengi sem hægt
er að fá þær að noröan.
K.Sn.
Úrslit í happdrætti Þjóðdansa-
félags Reykjavikur
Starfsemi Þjóðdansafélags og undanfarin ár. Kennt var i þátttakendum.
Reykjavikur hefur á liðnum vetri barnaflokkum og auk þess voru Félagar úr Þ.R. tóku þátt i
verið með nokkuð svipuðum hætti námskeið haldin með um 400 Listahátið með um 1 klukku-
stundar langri sýningu i sibylju
dagskrá Listahátiðar i júni sl.
Auk þess hafa hópar úr Þ.R. tekið
þátt i ýmsum viðburðum, t.d. á
17. júni, á hestamannamótinu
o.fl. Um þessar mundir taka fé-
lagar úr Þ.R. þátt i alþjóðlegu
þjóðdansa- og þjóðbúningamóti i
Neustadt i Þýskalandi.
1 vor gekkst félagið fyrir happ-
drætti. Dregið var 18. júli s.l. og
komu vinningar á eftirfarandi
miða:
1. Utanlandsferð nr. 3197, og 1323
tölva 4667, svefnpoki 3601 og 725,
tréstytta 4960 og vasatölva 2698.
Vinninga má vitja i sima 44109 og
til 12. ág. og 71042 og 75770 eftir
það.
Skálholtsskóii
Skálholtsskóli er islenskur lýðhá-
skóli.Lýðháskóli er framhaldsskóli sem
einkennist af valfrelsi, nýstárlegum
kennsluháttum. Vetrarstarf Skálholts-
skóla hefst i októberbyrjun.
Skálholtsskóli
Simi um Aratungu.
Byggingavörudeild
Sambandsins
auglýsir byggingaref ni
Smíðaviður
50x150 Kr. 572.-pr. m
50x125 Kr. 661,-pr. m
50x100 Kr. 352.-pr. m
32x175 Kr. 394,-pr. m
25x150 Kr. 437.-pr. m
63x125 Kr. 863.-pr. m
Unnið timbur
Panel 16x108 Kr. 3.845.-pr.fm
Panel 16x136 Kr. 3.582,-pr. fm
Panel 22x135 Kr. 4.030,-pr.fm
Glerlistar22m/m kr. 121.-pr,m
Grindarefni og listar:
Húsþurrt 45x115 Kr. 997.-pr. m
Do 45x90 kr. 498.-per.m
Do 35x80 Kr. 311.- pr. m
Do 30x70 Kr. 300.-per.m
Do/óheflað 25x25 Kr. 50.-pr.m
Gólfborð 32x100 kr. 528.-pr.m
Múrréttskeiðar 12x58 Kr. 108.-pr.m
Múrréttskeiðar 12x96 Kr. 114.-pr.m
Bilskúrshurða -panill kr. 3.276.-pr.fm
Bilskúrshurða-rammaefni kr. 997.-pr.m
Bflskúrshurða-karmar kr. 1.210,-pr. m
Spónaplötur
9m/m 120x260 Kr. 2.826,-
12m/m 60x260 Kr. 1.534.-
12 m/m 120x260 Kr. 3.068.-
16m/m 183x260 Kr. 4.986,-
18m/m 120x260 Kr. 3.895,-
Hampplötur
16m/m 122x244 Kr. 2.134,-
Enso Gutzeit
BWG-vatnslímdur krossviður
4m/m 1220x2745 Kr. 2.801.-
Spónlagðar viðarþiljur
Hnota finline
Almur finline
Coto 10 m/m
Antik eik finline
Rósaviður
Fjaðrir
Kr. 4.223.-pr.fm
Kr. 4.223,-pr.fm
Kr. 2.806.-pr. fm
Kr. 4.223,-pr.fm
Kr. 4.278,-pr.fm
Kr. 106.-pr.stk.
Enskt þakjárn BG 24
6fet Kr. 1.704,- pr. pl
7 fet Kr. 1.986.- pr. pl
8 fet Kr. 2.274,-pr. pl
9fet Kr. 2.556.-pr. pl
lOfet Kr. 2.838,-pr.pl
llfet Kr. 3.126.- pr. pl
12fet Kr. 3.408,-pr.pl
Getum útvegað aðrar lengdir af þakjárni, allt að 10.0 m, með stuttum
fyrirvara, verð pr. lm Kr. 1.091.-, auk Kr. 3.600.- fyrir hverja stillingu á
vél.
ATH.:
Söluskattur er innifalinn
í verðinu
Byggingavörur
Sambandsins
Ármúla 29 Simi 82242