Tíminn - 05.08.1978, Side 19
19
Laugardagur 5. ágúst 1978
flokksstarfið
•S.U.F. ÞING
17. þing sambands ungra Framsóknarmanna veröur haldið aö
Bifröst i Borgarfiröi dagana 8. og 9. september næstkomandi, og
hefst föstudaginn 8. sept. kl.: 14.00.
Þinginu lýkur meö sameiginlegum fagnaöi þingfulltrúa og
annarra gesta i tilefni 40 ára afmælis S.U.F.
Auk fastra dagskrárliöa á þinginu veröur starfaö I fjölmörgum
umræðuhópum.
Þegar hafa veriö ákveönir eftirtaldir hópar:
a. Bætt kjör yngri bænda og skipulag
landbúnaðarframleiðslunnar.
b. Skipuleg nýting fiskimiða og sjávarafla.
c. Niður með verðbólguna.
d. Framhald byggðastefnunnar. Aukin félagsleg þjónusta.
e. Umhverfisnefnd og breytt lifsgæöamat.
f. Samvinnuhugsjónin.
g. Samskipti hins opinbera viö iþrótta- og æskulýösfélög.
h. Breytingar á stjórnkerfinu.
i. Kosningaréttur og kjördæmaskipan.
j. Nútima fjölmiðlun.
k. Aukin áhrif flokksfélaga á stjórn og stefnumótun
Framsóknarflokksins.
l. Nýjar hugmyndir um starfsemi SUF.
(auglýsing um umræðustjóra kemur siöar).
F.U.F. félög um land allt eru hvött til aö velja fulltrúa sina á
þingið sem fyrst og tilkynna um þátttöku til skrifstofu S.U.F.
simi: 24480. HittumstaöBifröst.
S.U.F.
Miðstjórnarfundur
Aukafundur miðstjórnar Framsóknarflokksins veröur haldinn
á átthagasal Hótels Sögu föstudaginn 4. ágúst og hefst klukkan
14.
Héraðsmót
framsðknarmanna i Vestur-Skaftafellssýslu veröur haldiö aö
Kirkjubæjarklaustri 12. ágúst og hefst kl. 21.
Nánar auglýst siðar.
Stjórnin.
FUF í Reykjavík — Félagsgjöld
Vinsamlegast munið aö greiöa heimsenda giróseðla fyrir félags-
gjöldum ársins 1978, eöa greiðið þau á skrifstofu félagsins,
Rauðarárstig 18 á auglýstum skrifstofutima. Stjórn FUF i
Reykjavik.
Ólafur O
Hins vegar benti hann á það
,,að við munum láta málefnin
ráða sem jafnan um afstöðu okk-
ar til stjórnarþátttöku eða ekki.
Það er i sjálfu sér ekki aðeins
málefnasamningurinn sem öllu
veldur, heldur hvernig staðið
verður að framkvæmd hans.”
Ólafur benti einnig á það að
vissulega myndu Framsóknar-
menn hafa minni áhrif i þriggja
flokka stjórn en samstjórn
tveggja flokka. Vinstri viðræð-
urnar taldi Ólafur hafa verið al-
veg sjálfsagðar, en vakti athygli
á þvi að sigurvegarar kosning-
anna, Alþýðuflokkurinn og
Alþýðubandalagið, hefðu ekki
komið fram með nein ný úrræði á
nokkurn hátt. Báðar þær megin-
leiðir sem þeir hafi bent á eru
gamalkunnar.
,,Ég álit að hér sé um að ræða
tekjuskiptingarvanda, en ekki
tekjuvöntunarvanda, þegar litið
er yfir. þjóðfélagið i heild”, sagði
Ólafur Jóhannesson i lokaorðum
sinum.
Að frumræðu Ólafs lokinni tóku
margir til máls og voru miklar
umræður á fundinum. Fyrstir töl-
uðu þeir Steingrimur Hermanns-
son og Tómas Arnason og gerðu
nánari grein fyrir einstökum atr-
iðum viðræðnanna við Alþýðu-
flokkinn og Alþýðubandalagið.
Atta ræðumenn höfðu tekið til
máls þegar komið var fram að
kvöldmat, og voru þá enn nokkrir
á mælendaskrá.
Ættum að O
saman seglin. Orkustofnun hefur ,
farið halloka út úr þessu og hefur
það komið niður á borfram-
kvæmdum okkar, en ekkert fé
hefur fengist til þess siðan 1976,
fyrr en núna.”
„Þetta stjórnunarlega vanda-
mál er tvenns konar. 1 fyrsta lagi,
eins og ég sagði áðan, skiptist
ábyrgðin á of marga og i öðru lagi
þá er sambandið milli þessara
aðila alls ekki nógu gott”.
Um þá gagnrýni á borunina,
sem fram kemur i niðurstöðum
Boltons, sagði dr. Valgarður:
„Þetta er alltaf hægt að segja að
hægt sé að gera hluti betur, en ég
held að borunin alla vega siðan
1975 hafi ekki verið verri en búast
mætti við.”
Aðspurður sagði dr. Valgarður
að ástæðan fyrir þvi að þeir hefðu
ekki notað leðju, væri að þeir
hefðu nú 20 til 25 ára reynslu af
þvi að nota vatn. Hins vegar hefði
komið upp sú tillaga, að fram-
kvæma vissan hluta borunarinn-
ar með leðju og væri það hug-
mynd, sem hefði komið upp löngu
áður en Bolton kom til landsins.
Þess má geta, að Richard Bolt-
on er einn þekktasti og virtasti
jarðhitasérfræðingur, sem tii er.
Hefur hanð aldarfjórðungs
reynslu af jarðhitarannsóknum
úti um viðan heim og hefur hann
starfað i Indónesiu.Filippseyjum,
Chile, E1 Salvador, Mexikó og svo
i heimalandi sinu Nýja-Sjálandi.
Ragnar O
verður raunveruleg tilfærsla
fjármuna miklu minni en með
gengisfellingarleiðinni og þá um
leið verðbólguáhrif tilfærslunn-
ar. Með millifærsluleið Alþýðu-
bandalagsins eru fluttir til fjár-
munir sem nema um 7200 millj.
kr. á einu ári, en með 15%
gengisfellingu eru færðir til
fjármunir, sem jafngilda um
37.000 millj. á ári.
öllum er jafnljóst, að tillögur
Alþýðubandalagsins um milli-
færslu- og niðurfærsluleið hafa
ýmsa ágalla i framkvæmd..
Varanlegt millifærslukerfi er
engan veginn æskilegt. Hitt er
lika ljóst, að ef menn ætla að
brjótast út úr vitahring verð-
bólgunnar, þá dugar ekki að
binda sig við sömu gömlu úr-
ræðin, sem engan árangur hafa
borið.
Til að koma nú saman vinstri
stjórn þyrftu allir aðilar að sýna
ákveðinn sveigjanleika. Tillög-
ur okkar Alþýðubandalags-
manna voru ekki settar fram
hljóðvarp
7.00 Veðurfregnir. Ffettir.
7.10 Létt lög og morgunrabb
7.55 Morgunbæn
8.00 Fréttir.8.10 Dagskrá. 8.15
Veðurfr. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
8.35 Af ýmsu tagi: Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
9.20 Óskaiög sjiíklinga:
Kristin Sveinbjörnsdóttir
kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10
Veðurfregnir).
11.20 Þetta erum við að gera.
Valgerður Jónsdóttir sér
um þáttinn.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 A sveimi. Gunnar
Kristjánssonog Helga Jóns-
dóttir sjá um þáttinn.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Vinsælustu popplögin.
Vignir Sveinsson kynnir.
17.00 „Pislir”, smásaga eftir
Pétur Hraunfjörð.Höfundur
les.
17.20 Tónhornið. Stjórnandi:
Guðrún Birna Hannesdóttir.
17.50 Söngvar i léttum tón. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Allt i grænum sjó. Um-
sjónarmenn: Hrafn Pálsson
og Jörundur Guðmundsson.
19.55 Listahátið I Reykjavik
1978: Strokkvartett Kaup-
mannahafnar leikur i Nor-
ræna húsinu 4. júni. Strok-
kvartettnr. 13i a-moll op. 29
eftir Franz Schubert. —
Þorsteinn Hannesson
kynnir.
20.30 Þingvellir, siðari þáttur.
Tómas Einarsson tók
saman. Rætt við Björn Þor-
steinsson professor séra
Eirik J. Eiriksson þjóð-
garðsvörð o.fl. Lesarar:
Óskar Halldórsson og Bald-
ur Sveinsson.
21.20 „Kvöldljóö” Tónlistar-
þáttur i umsjá Asgeirs
Tómassonar og Helga
Péturssonar.
22.05 „Reyndist vel að gefa
þeim i nefið” Guðrúm Guð-
laugsdóttir ræðir við Guð-
mund Illugason, fyrrum
lögreglumann og hrepp-
stjóra á Seltjarnarnesi,
fyrri hluti.
22.30 Veðurfregnir. Fréttír.
22.45 Danslög.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
sjonvarp
16.30 íþróttirUmsjónarmaður
Bjarni Felixson. Hlé.
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Frá Listahátiö 1978 Upp-
taka frá maraþontónleikum
i Laugardalshöll. Kórsöng-
ur, Islenskir kórar syngja.
Stjórn upptöku Egill Eð-
varösson.
21.00 Dave Allen lætur móðan
mása (L) Breskur
skemmtiþáttur. Þýðandi
Jón Thor Haraldsson.
21.45 Þokkapiltar (League of
Gentlemen) Bresk biómynd
frá árinu 1960. Aðalhlutverk
Jack Hawkins, Nigel
Patrick og Richard Atten-
borough. Herforingja
nokkrum er sagt upp störf-
um eftir aldarfjóröungs
þjónustu. Hann strengir
þess heit að ná sér niöri á
yfirvöldunum, undirbýr
bankarán og velur sér til að-
stoðar sjö fyrrverandi her-
menn.Þýðandi Jón Sigurös-
son.
23.35 Dagskráriok
Manuela Wiesler leikur
í Skálholti
— á þrennum tónleikum um verzlunar-
mannahelgina
sem úrslitakostir. Við vorum aö
sjálfsögðu tilbúnir að endur-
skoða talnalegan grundvöll til-
laga okkar, en á það reyndi
ekki, þvi að engin gögn voru
lögðfram i þvi skyni. Við vorum
til viðtals um aðra teljuöflun
eða breytta tekjustofna og gát-
um hugsað okkur niðurfærslu-
og millifærsluaðgerðir með
ýmsum hætti. En við kröfðumst
þess, aö farnar yrðu nýjar leiðir
og við neituðum algerlega
gömlu gengislækkunar- og
kjaraskerðingarleiðinni.
Ef hægristefna á að ríkja 'i
landinu er eins gott að hafa
hægrimenn i ráðherrastólum,
sem hana framkvæma.
Viðræðunefnd Framsóknar-
flokksins lagði hins vegar enga
tillögu fram af hálfu sins flokks
og lét sér nægja talnalega útúr-
snúninga, þegar tillögur okkar
lágu fyrir.
Það kemur engum á óvart, að
viðræðunefnd Framsóknar-
flokksins skyldi hafa svo litið
frumkvæði i nýafstöönum
stjórnarmyndunarviðræðum.
Ýmsir helstu forystumenn
flokksins höfðu marglýst þvi yf-
ir, eftir að kosningarúrslitin
lágu fyrir, að flokkurinn ætti að
standa utan stjórnar. Það vakti
þjóðarathygli, þegar ólafur Jó-
hannesson og samráðherrar
hans úr Framsóknarflokknum
neituðu að taka sæti i viðræðu-
nefndinni. Auðvitað var öllum
ljóst, að þrátt fyrir góðan vilja
hjá einstökum þingmönnum
Framsóknarflokksins var allt á
huldu um raunverulegt umboð
viðræðunefndarinnar.
Þrátt fyrir þessa niðurstöðu
vil ég þó leggja á það áherslu,
að Alþýðubandalagið og Fram-
sóknarflokkurinn hafa mikla
möguleika til að ná góðri sam-
vinnu um framgang margra
mikilvægra mála. Framsóknar-
menn verða þó að gera sér ljóst,
að við Alþýðubandalagsmenn
getum ekki staðið að óbreyttri
stefnu i efnahags- og kjaramál-
um. Þar verður stórfelld breyt-
ing að eiga sér stað.
Ég varð var við það hjá við-
ræðunefndarmönnum Fram-
sóknarfiokksins, að þeir höfðu
fullan skilning á fjölmörgum til-
lögum, sem við settum fram. t
stað þess að snúa út úr tillögum
okkar með tilgangslausum tálna
kúnstum ættu forystumenn
Framsóknarflokksins að hug-
leiða, hvort þeim ber ekki
skylda til gagnvart kjósendum
sinum að skoða tillögur okkar
með jákvæðu hugarfari og
viðurkenna, að með þvi að binda
sig við hefðbundin ihaldsúrræði
cygja þeir varla neina breyt-
ingu til batnaðar i efnahagsmál-
um þjóðarinnar.
Sumartónleikar hafa verið
haldnir undanfarnar helgar i
Skálholtskirkju. Hefur aðsókn að
tónleikunum veriö mjög góð. Um
verslunarmannahelgina verða
tónleikar laugardag sunnudag og
mánudag og hefjast þeir allir kl.
3. Að þessu sinni mun Manuela
Wiesler leika einleiksverk fyrir
flautu eftir barokk- og nútimatón-
skáld. Mun hún á tónleikunum
frumflytja verkið „Söngvar úr
fangelsi” eftir austurriska tón-
skáldið Paul Kont, en verk þetta
Kás —A landbúnaðarsýningunni,
sem hefjastáá Selfossi innan
skamms, verður m.a. sérstök
fuglasýning, sem samtök eggja-
framleiðenda standa fyrir. Þarna
verða bæði léttir og þungir
hænsnfuglar, en munurinn á
þessum kynjum felst i þvi, að
létta kynið er aðallega til eggja-
framleiðslu en þunga kynið til
kjötframleiðslu. Þá verða á þess-
ari sérstöku fuglasýningu sýndir
blendingar af báðum þessum
kynjum, að ógleymdum hænsn-
um af islenskum stofni.
Fyrir börn verða þarna smá-
ungar af ýmsu tagi, ásamt fóstru
íþróttir ©
Spjótkast
1. Aðalheiður Ásmundsd. 1R 27,45
m.
2. I Bryndis lólm 1R 22,62 m.
3. Hildur Harðardóttir UMFS
22,51 m.
4. Sóley Einarsdóttir FH 22,12 m.
5. Helena Hólm IR 20,27 m.
6. Lóa Rúnarsdóttir HSK 19,33 m.
4x100 m boðhlaup
1. Sveit UMSB-a 56,1 sek.
2. Sveit IR 56,8 sek.
3. Sveit UÍA 58,6 sek.
4. Sveit HSH 59,0 sek.
5. Sveit UMSB-8 sek. 6. Sveit
UMSS 61,0 sek.
er samið fyrir áhrif af ljóðum
eftir Gandhi. Ennfremur er á
efnisskrá hennar „Ascéses”
(Meinlæti) eftir franska tón-
skáldið André Jolivet, Partita
eftir Johann Sebastian Bach og
tvær Fantasiur eftir Georg
Philipp Telemann. Veitingasala
er I Skálholti eftir tónleikana. A
sunnudag er messa i Skálholts-
kirkju kl. 5. Aðgangur að Sumar-
tónleikum i Skálholtskirkju er
ókeypis.
sinni, og fá börnin að halda á
þeim og gæla við þá. Einnig verð-
ur útungunarvél til staðar, svo
fólk geti séð hvernig þessar lif-
verur fæðast.
Til að auka fjölbreytnina verða
þarna kalkúnar og endur, svo og
gæsir. A veggjum sýningar-
svæðisins verða myndir og linurit
varðandi þessa fugla, sem leiða
eiga áhorfendur i allan sannleika
um lifsferil þeirra og örlög.
Þá er rétt að geta þess, að á
sérstöku sýningarsvæði gengst
Svinaræktarfélag Islands fyrir
sýningu á svinum. Þar verða til
sýnis tvær gyltur, einn göltur og
nokkrir grisir, að viðbættum enn
fleiri aligrisum. Fæðingarbás
fyrir svin verður til sýnis á sama
stað, og væntanlega notaður til
sins brúks meðan á sýningunni
stendur.
Reglusöm kona
óskar eftir góðu
herbergi og aðgangiað
eldhúsi og baði.
Húshjálp kemur til
greina.
Upplýsingar í síma 3-
39-29 eða 2-68-81, eftir
kl. 6.
LÉTT 06 ÞUNG KTN
FIDURFÉNAÐAR
— á landbúnaðarsýningunni