Tíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 10. ágúst 1978
\
I'
/
Útgcfandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ilitstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurósson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og’ auglýsingar Siöumúla 15. Simi
86300.
Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verö i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á
mánuöi.
Blaöaprent h.f.
Skattur á kjarasamninga
Þvi er fljótsvarað, hvert var stærsta baráttumál
Alþýðubandalagsins fyrir kosningarnar, bæði
sveitarstjórnakosningarnar og þingkosningarnar.
Guðrún Helgadóttir svaraði þvi glöggt i sjónvarp-
inu, þegar hún var búin að telja upp allt það, sem
Alþýðubandalagið ætlaði að gera fyrir höfuðborg-
ina. Þá urðu lokaorð hennar eitthvað á þessa leið:
Með þvi að kjósa Alþyðubandalagið eruð þið jafn-
framt að lýsa fylgi ykkar við það, að kjarasamn-
ingarnir verði aftur teknir i gildi.
Þetta var þó enn meira höfuðmál hjá Alþýðu-
bandalaginu fyrir þingkosningarnar. Á öllum
framboðsfundum og i öllum útvarpsumræðum og
sjónvarpsviðtölum, var aðalmál Alþýðubanda-
lagsins eitt og hið sama: Kjarasamningana i gildi.
Svo lauk kosningunum og kosningabaráttunni.
Það liðu ekki margir dagar frá borgarstjórnar-
kosningunum þar tii Guðrún Helgadóttir og flokks-
bræður hennar höfðu samþykkt i borgarstjórn
Reykjavikur, að samningarnir skyldu ekki taka
gildi, nema að takmörkuðu leyti. Þetta á bara við
um borgarstjórnina, sögðu óbreyttir fylgismenn
Alþýðubandalagsins til afsökunar Guðrúnu og fé-
lögum hennar þar. Þetta gerist áreiðanlega ekki
eftir þingkosningarnar, þegar Lúðvik, Kjartan,
Svavar og Ólafur Ragnar koma til skjalanna.
Þingmenn Alþýðubandalagsins komu lika til
skjalanna. Að frumkvæði Alþýðubandalagsins
voru hafnar viðræður um myndun svonefndrar
vinstri stjórnar. Þar bar það sjálfsögðu á góma,
hvort kjarasamningana ætti að taka óbreytta i
gildi. Framsóknarmenn bentu á, að litið réttlæti
væri i þvi að fjórfalda þannig dýrtiðarbætur til há-
tekjumanna miðað við það, sem láglaunafólk
fengi. Þá yrði að bæta atvinnuvegunum með ein-
hverjum hætti hinar auknu launagreiðslur, sem
hlytust af þessu. Þegar málið var rætt þannig á
lokuðum fundum i stað framboðsfunda, viður-
kenndu bæði fulltrúar Alþýðuflokksins og Alþýðu-
bandalags, að hér væri ekki um slikt réttlætismái
að ræða og þeir höfðu haldið fram fyrir kosningarn
ar. Alþýðuflokkurinn vildi þvi semja við launþega-
samtökin um frestun á því, að samningarnir tækju
gildi. Alþýðubandalagið vildi hins vegar ekki fall-
ast á frestun, heldur lagði til eftirfarandi:
„Alþýðubandalagið er þvi mótfallið að
sækja um nokkurn frest i þessum efnum.
Jafnframt leggur Alþýðubandalagið
áherzlu á að samhliða þvi að kjarasamn-
ingarnir taki gildi, verði tekjuskattstigum
breytt þannig, að skattar hækki á háum
tekjum og þannig stefnt að meiri launa-
jöfnuði á rauntekjum fólks.”
Þetta hefðu þá orðið allar efndirnar á hinu hátið-
lega kosningaloforði Alþýðubandalagsins um
kjarasamningana i gildi, ef það hefði ráðið eftir
kosningarnar. Samningarnir hefðu að visu verið
látnir taka gildi, en jafnharðan hefði tekjuskatts-
lögunum verði breytt og það tekið aftur, sem
launafólk hefði fengið vegna gildistöku samning-
anna.
Hvað segja nú þeir kjósendur, sem kusu Alþýðu-
bandalagið bæði i borgarstjórnarkosningunum og
þingkosningunum i trausti þess, að það myndi ekki
undir neinum kringumstæðum vikja frá kröfunum
um kjarasamningana i gildi? Man nokkur þeirra
eftir þvi, að Alþýðubandalagið hafi sagt fyrir
kosningarnar, að nauðsynlegt væri að hækka
tekjuskattinn, ef kjarasamningarnir tækju gildi?
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Málið gegn Contreras
getur fellt Pinochet
Contreras lét myrða Letelier
ICHILE eru aö hefjast réttar-
höld, sem geta gert Pinochet
einræöisherra valtan i sessi
áöur en lýkur. Réttarhöld
þessi fara fram aö kröfu
Bandarikjanna og beinast
gegn þremur háttsettum
mönnum, sem hafa veriö tald-
irstanda nærri Pinochet. Einn
þeirra er Juan Manuel Contr-
eras SepUlveda hershöföingi,
sem Pinochet geröi aö yfir-
manni leyniþjónustu Chile,
þegar hershöföingjarnir tóku
völdin 1973, og gegndi hann þvi
starfi þangaö tilá siöastl. ári.
Undir stjórn Contreras hers-
höföingja var leyniþjónusta
Chile ein hin illræmdasta i
heimi. Óvinsældir hennar voru
orönar slikar, aö hershöfö-
ingjastjórnin taldi sér nauö-
synlegt á siöastl. ári aö breyta
starfsháttum hennar og
skipulagi og reyna aö láta lita
þannig út, aö miklar endur-
bætur heföu veriö geröar á
störfum hennar. Jafnframt
var Contréras hershöföingi
látinn vikja, enda þótt hann
væri talinn Pinochet mjög
handgenginn. Hinir tveir, sem
réttarhöldin beinast gegn,
voru nánir samverkamenn
Contrerasog háttsettir i leyni-
þjónustunni. Þeir voru einnig
látnir hætta störfum um likt
leyti og hann.
A þeim tima.sem Contreras
var yfirmaöur leyniþjónust-
unnar, heyröi hann beint undir
Pinochet, og þvi hefur sá orö-
rómur myndazt, aö mörg
verstu verkin, sem Contreras
hefur veriö talinn bera ábyrgö
á, hafi veriö framin beint eða
óbeint að undirlagi Pinochet
sjálfs.
TILDRÖG þessara réttar-
halda eru þau, aö 21. septem-
ber 1976 var Orlando Letelier,
fyrrverandi utanrikisráðherra
Chile, myrtur á götu i
Washington, ásamt einkarit-
ara sinum. Morðin voru fram-
in meö þeim hætti, aö
sprengju haföi veriö komiö
fyrir ibifreiöhans. Þessi morö
vöktu mikla gremju banda-
riskra ráöamanna. Letelier
hafði leitaö sér hælis í
Bandarikjunum sem pólitisk-
ur flóttamaöur og leggja
Bandarikjamenn kapp á, aö
Letelier
slikir menn geti búiö óhultir i
Bandarikjunum. Letelier naut
einnig vinsælda I Washington,
þvi aö hann var þar sendi-
herra um skeiö og þvi kunnug-
ur mörgum þekktum mönnum
þar. Þaö þótti strax augljóst,
aö hér væri um pólitiskt morö
aö ræða, þvi' að Letelier haföi
veriö mikill vinur Allende for-
seta, sem hershöföingjarnir
steyptu af stóli, og jafnframt
mikUl andstæöingur hershöfö-
ingjastjórnarinnar. Aö dómi
margra kom hann mjög til
greina sem forseti bráöa-
birgöastjórnar, ef hershöfö-
ingjarnir misstu völdin.
Bandarisk stjórnarvöld
ákváöu strax aö hefja mikla
leit aö morðingjum Letelier,
Contreras hershöföingi
en erfitt virtist aö komast á
sporin, þótt flestir teldu sig
vissa um, hvert mætti rekja
þau. Þetta tókst eiginlega
fyrir tilviljun, og komu fyrstu
upplýsingarnar frá leyniþjón-
ustunni i Venezuela, sem var
að kynna sér starfshætti
kúbanskra útlaga þar i landi.
Eftir að þeir starfsmenn
bandarisku leynilögreglunnar
(FBI), sem rannsökuðu
Leteliermáliö, fengu þessar
upplýsingar, fór allt aö ganga
betur, en mest beindist
rannsókn þeirraað samtökum
andkommúnista frá Kúbu,
sem höfðu starfsemi sina i
New York. Rannsókninni lauk
i siðastl. viku með málshöföun
gegn fjórum Kúbumönnum i
New York og kröfu til Chile-
stjórnar um málshöfðun og
réttarhöld gegn Contreras
hershöfðingja og tveimur
fyrrverandi samstarfsmönn-
um hans, en slika kröfu geta
bandarisk stjórnarvöld gert
samkvæmt sérstökum samn-
ingi milli rikjanna, sem gerö-
ur var fyrir alllöngu. Stjórn
Chile hefur lýst yfir þvi, að
hún muni verða við þessari
kröfu Bandarikjastjórnar.
NIÐURSTAÐA rannsóknarinn-
ar var i stuttu máli sú, aö
moröiö á Letelier heföi veriö
fyrirskipaö af Contreras og
bæri hann þvi höfuðábyrgð á
þvi. Þessi niöurstaða þykir
styrkja mjög þann grun, aö
raunverulega hafi Pinochet
staöiö hér á bak viö. Hæglega
geti fariö svo, að böndin berist
aö Pinochet, ef réttarhöldin
gegn Contreras verða heiöar-
lega framkvæmd.
Yfirleitt þótti liklegt, aö
Pinochet væri nokkuö öruggur
i sessi eftir aö honum tókst aö
vikja Gustavo Leigh til hliöar,
en nýlega var sagt frá þvi i
þessum þáttum. Sföan banda-
risk stjórnarvöld hófu mál-
sóknina gegn Contreras er
þetta meira dregiö i efa. Ýms-
ar spár ganga nú í þá átt, aö
Pinochet eigi ekki eftir að sitja
lengi i valdastóli og vel geti
svo fariö, aö hann telji sjálfur
heppilegast að draga sig i hlé.
Þ.Þ.