Tíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 14
14
Fimmtudagur 10. ágúst 1978
kom Skagamönn-
Björgvin og Sigurður jafnir
Keppni i meistaraflokki karla á
islandsmótinu i Golfi hófst f gær á
Hómsveili i Leiru. Þaö stefnir i
hörkukeppni, þvf eftir 18 holur
voru islandsmeistarinn Björgvin
Þorsteinsson og Siguröur Haf-
steinsson efstir og jafnir á 73
höggum, sem er mjög gott (par
vallarins 70) þvf völlurinn er
langur og erfiður. Næstu menn
voru ekki langt undan — gamla
kempan Þorbjörn Kjærbo og
Óskar Sæmundsson voru á 75
höggum og i fimmta sæti kom svo
Geir Svansson á 76 höggum.
—SSv-
— Þetta er allt i áttina — ég
bæti mig á hverju móti, sagöi
Hreinn Halldórsson, sem kast-
aði kúlunni 19.50 m i gærkvöldi
— hans besti árangur I ár. —
Þaö vantar tæknina i köstin,
þvi að ég kastaði þetta ein-
göngu á kröftum, sagöi
Hreinn, sem er óöum aö nálg-
ast sitt fyrra form.
— Ég keppti aö þvi aö kasta
yfir 20.50 m á Reykjavikur-
leikunum og þaö tókst, sagði
Hreinn. Hreinn hefur alltaf
verið að bæta sig á undanförn-
um mótum — fyrst kastaði
hann 20.19 m, siðan kom 20.30
og nú 20.56 m.
Kastseria Hreins var þessi i
gærkvöldi — 20.38, 20.56 og
20.20.
óskar Jakobsson setti per-
sónulegt met i kúluvarpi —
kastaði 18.73 m. — Maður
nálgast alltaf 19 m, sagði Ósk-
ar eftir kast sitt. Guöni Hall-
dórsson setti einnig persónu-
legt met — 17.84 og bætti fyrra
met sitt um einn sentimetra.
-SOS
Glæsimark Karls
Akurnesingar tryggöu sér
réttinn til að leika gegn Val I úr-
slitum bikarsins, er þeir sigruöu
Blikana 1:0, á grasvellinum i
Kópavogi i gærkvöldi. Skaga-
menn leika þvf, rétt eins og Vals-
menn, til úrslita um bikarinn i
fjóröa sinn á s.I. fimm árum.
Veðurguðirnir voru i sinum
besta ham i gærkvöldi, en ekki
virtist það hafa hvetjandi áhrif á
leikmenn. Færin i leiknum voru
nokkuö mörg, og opin og tölurnar
3:1 eða 4:1 hefðu gefið réttari
mynd af leiknum. Fyrsta tækifæri
leiksins féll Pétri Péturssyni i
skaut, er Jón Alfreðsson gaf góða
sendingu inn fyrir vörn Blikanna,
en Sveinn Skúlason, mistækur
markvörður Blikanna, varði vel
með úthlaupi. 1 næstu sókn komst
Jón Orri i þokkalegt færi, en
hikaði um of, eins og framlinu-
menn Breiðabliks almennt i
leiknum, og Skagamenn björg-
uðu. A 14. minútu hefði Sigurjón
Rannversson allt eins getað náð
forystunni fyrir Blika en Jón,
markvörður Skagamanna, varði
vel. Eftir þetta var mest um
miðjuþóf og áttu Blikarnir fullt
eins mikið i leiknum úti á vell-
inum, en framlinan var bitlaus.
Eina mark leiksins kom svo á
38. minútu. Matthias lék
skemmtilega á varnarmann
Blika og gaf góða sendingu fyrir
markið, þar sem Karl Þórðarson
sveiflaði vinstri fætinum af krafti
og hafnaði knötturinn efst i mark-
horninu. Fallegt mark, en Sveinn
var ekki fjarri þvi að verja.
Næstu fimm minútur voru
fjörugasti kafli leiksins og hefði
ekki verið ósanngjarnt að Skaga-
menn skoruðu tvivegis á þessum
kafla. A 43. minútu fékk Matti
gullfallega sendingu frá Karli
Þórðarsyni og komst i gegn. En
Matti hefur misst niður alla
snerpu og varnarmaður Blika
náði honum, þó ekki fyrr en við
um í úrslit
þeir leika til úrslita um bikarinn i
niunda sinn, eftir 1:0 sigur yfir Blikum
vitateigslinu, og brá honum. Viti
virtisteini dómurinn, sem kom til
greina, en Valur Ben., dómari
leiksins, var viðs fjarri. A loka-
minútu hálfleiksins komst Matti
aftur i ákjósanlegt færi á mark-
teig, en máttlaus skalli hans
skapaði ekki hættu.
Blikarnir mættu hressari til
leiks eftir hlé, en litið var um
tækifæri. Matthias fékk þó enn
eitt tækifæri til að skora á 58.
minútu eftir hornspyrnu Karls.
Sveinn markvörður náði ekki til
boltans og datt og Matti stóð einn
á markteig með opið markið fyrir
framan sig, en skallaði vel yfir.
Tveimur min. siðar komst Pétur i
gegn á eigin spýtur en Sveinn
varði skot hans með fætinum. A
67. minútu fengu svo Blikarnir
sitt besta færi i leiknum. Hákon
Gunnarsson, besti maður þeirra,
fékk boltann i opnu færi, en hikaði
örlitið — nóg til þess, að Jóni Þor-
björnssyni tókst að komast fyrir
knöttinn. Þremur min. siðar var
Jón Alfreðsson skyndilega einn og
óvaldaður á markteig eftir fyrir-
gjöf Karls, en heppnin var á bandi
Blikanna i þetta sinn, þvi skalli
hans var máttlaus. Einar Þór-
hallsson skaut i hliðarnetið
nokkru siðar og þar með voru
færin talin. Blikarnir sóttu nokk-
uð i lokin en án árangurs.
Skagamenn voru ekkert sér-
stakir að þessu sinni. Leikur liðs-
ins byggðist nær eingöngu á yfir-
Þetta er allt í
áttina...”
— sagði Hreinn Halldórsson,
sem kastaði kúlunni 20.56 m
burðatrióinu Karli-Arna-Pétri.
Karl var eins og oftast i sumar
besti maður liðsins en einnig átti
Pétur góðan leik. Arni var eitt-
hvað utan við sig að þessu sinni og
náði ekki að sýna sitt besta, sem
og flestir leikmenn Akurnesinga.
Blikarnir voru sist lakari aðilinn
út á vellinum, en framlinan er al-
veg bitlaus. Þar rikir fum og fát i
flestum aðgerðum. Það var ekki
fyrr en undir lok leiksins að Blik-
arnir áttuðu sig á þvi, að þeir
höfðu ekkert notað kantana i
leiknum. Þeir reyndu þá spil þar
og varð nokkuð ágengt, en allt var
um seinan. Yfirburðamaður i liði
Blika var Hákon Gunnarsson.
Sigurjón Randversson og Einar
Þórhallsson ásamt Ólafi Frið-
rikssyni áttu allir ágætan dag, en
dugði skammt.
Maður leiksins: Karl Þórðar-
son.
-SSv-
Karl Þóröarson, Skagamaöurinn knái, á hér i höggi viö Einar Þórhalls-
son.
(Timamynd Róbert)
HM-stjörnur
fótbrotna...
Stórstjörnur Evrópu I knattspyrnu fótbrjóta sig nú hver á fætur
annarri. A laugardag brotnaöi fyrirliöi Borussia Mönchengiadbach
og v-þýska landsiiösins, Berti Vogts, í leik viö Wuppertal í þýsku
bikarkeppninni. t gær barst svo sú fregn, aö Michel Platini,
skærasta stjarna Frakka, heföi ökklabrotnað á þriöjudagskvöld,
þegar hann lék meö liöi sinu, Nancy, gegn St. Etienne. Piatini mun
veröa frá knattspyrnu i a.m.k. þrjá mánuöi.
—SSv-
Fields stökk létti-
lega yfir 2.21 m
— og setti vallarmet I hástökki I Laugardal
Bandarikjamaðurinn Ben Fields
átti ekki I vandræöum meö aö
setja vallarmet i hástökki á
Reykjavikurleikunum I gær-
kvöldi — hann stökk 2.21 m létti-
lega og er þaö besti árangur, sem
hefur náöst i hástökki á íslandi.
Úrslit i einstökum greinum á
Rey kjavikurleikunum urðu
þessi:
KARLAR
Kringiukast:
Mac Wilkins, USA 66.90
Knut Hjeltnes, Noregi 63.72
Óskar Jakobsson 60.40
Hástökk:
Ben Fields, USA 2.21
Stefán Friðleifsson 2.00
1500 nt hlaup:
Tiny Kane, USA 3:41.0
Mike Manke, USA 3:41.2
George Malley, USA 3:43.7
Jón Diðriksson 3:44.7
Doug Brown, USA 3:45.4
Craig Virgin, USA 3:47.2
Kúluvarp:
Hreinn Halldórsson 20.56
Knut Hjelnes, Noregi 19.64
Óskar Jakobsson 18.73
Langstökk:
Friðrik Þór Óskarsson 7:15
Sigurður Hjörleifsson 6.69
Pétur Pétursson 6.58
100 m hlaup:
Charlie Walls, USA 10.5
SteveRiddik, USA 10.6
Bili Collins, USA 10.7
Vilmundur Vilhjálmsson 10.7
Sigurður Sigurðsson 10.8
400 m hlaup:
Tony Darden, USA 47.3
Vilmundur Vilhjálmsson 47.9
Gunnar Páll Jóakimsson .50.0
Úrslit
KONUR 100 m hlaup:
Lára Sveinsdóttir 12.5
Bergþóra Benónýsdóttir 12.5
Maria Guðjóhnsen 12.8
1500 m hlaup:
Guðrún Arnadóttir 4:56.6
Guðrún Bjarnadóttir 4:59.6
Hjördis Árnadóttir 4:58.2
400 m hlaup:
Sigriður Kjartansd 56.9
Sigurborg Guðmundsd 57.9
Sigrún Sveinsdóttir 59.0
Sigriður setti nýtt stúlknamet.