Tíminn - 11.08.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.08.1978, Blaðsíða 2
2 LSJLííl'Ji Föstudagur 11. ágdst 1978 íhaldssamir kardínálar í meirihluta Vatikaniö, 10. ágúst, Reuter.Mik- iö er nii rætt um hver kjörinn veröi eftirmaöur Páls páfa VI. Fréttaritari Reuters, Roland Dallas, hefur rætt viö ýmsa áhrifamenn i Páfagaröi. Segir hann, aö af þeim 113 kardinálum, sem taka munu þátt i páfakjöri aö þessu sinni sé meirihlutinn ihaldssamur. Þeir eru þó ekki svo margir, aö þeir geti ráöiö páfa- kjörinu, þar eö til aö ná kjöri krefst tveggja þriöju hluta at- kvæöa aö viöbættu einu. Sagt er, aö sex kardinálar séu mjög ihaldssamir, 37 ihaldssamir og 16 fremur ihaldssamir, alls eru þetta 59 kardinálar. Frjálslyndir kardinálar eru 42 og svo eru 10 sem erfitt er aö gera sér grein fyrir hvar flokka skuli. Varhuga- vert er aö flokka kardinálana at- hugasemdalaust 1 ihaldssama og frjálslynda. Sumir eru ihaldssamir aö þvi er varöar kirkjusiöi og kenningar, en frjáls- lyndir i stjórnmálum og félags- málum, og svo öfugt. Þegar átt er viö frjálslyndi er fyrst og fremst höföaö til afstööu kardinálanna til annars vatikan- þingsins, sem sat á siöasta ára- tug. Vatikanþingiö samþykkti ýmsar breytingar á kirkjusiöum og lagöi áherslu á vald biskupa á kostnaö miöstjórnarvaldsins I Páfagaröi. Þvi er.haldiö fram, aö úr hinum frjálslyndari armi komi helst til greina, aö kjósa kardinálana Baggio, Pignedoli eöa Jean Villot. Or hópi hinna Ihaldssömu er búist viö, aö Felici fái flest atkvæöi I fyrstu umferö. 27 italskir kardinálar taka þátt I atkvæöagreiöslunni og eru flestir fremur íhaldssamir. Reiknaö er meö, aö þeir styöji frjálslyndan kardinála, ef ekki tekst aö ná samkomulagi i upphafi um ihaldssaman. ! bók, sem nýlega kom út á Italíu og fjallar um páfakjör, seg- ir höfundurinn, Giancarlo Zizola, aö þegar Páll páfi var kjörinn 1963 hafi hinir ihaldssömu kardi- nálar snúist til liös viö hann eftir aö skjólstæöingur þeirra, Cicogn- ani, fékk ekki nægan stuöning. En þeir kusu páfa meö þeim skilyrö- um, aö Cicognani hlyti hiö áhrifa- mikla embætti utanrfkisráöherra Páfagarös. Miklar óeirðir í íran Teheran, 10. ágúst, Reuter. Fimm hundruö manns réöust i dag meö grjótkasti og bensin- sprengjum aö lúxushóteli I miöbæ borgarinnar Isfahan i tran. Virö- ist þetta hafa veriö liöur I mót- mælaaögeröum gegn rikiástjórn- inni. Undanfarna 10 daga hefur hvaö eftir annaö komiö til óeiröa i borginni. 1 borginni Shiraz meiddist fólk og margir voru handteknir eftir aö uppvöösluseggir brutu rúöur i banka og kvikmyndahúsi. Iranskeisari sagöi i dag, aö til- raunir hans til aö koma á frjálsri starfsemi stjórnmálaflokka yröi aö engu geröar ef ofbéldisverk héldu áfram. Hann kynnti 1 dag erlendum fréttamönnum áætlanir sinar um frjálsar kosningar i júni næstkomandi, ritfrelsi, frelsi til stjórnmálastarfsemi. Hann sagði, aö ekki kæmi til greina aö leyfa aö ráöist veröi gegn keisaradæminu i landinu. Hann sagöi, aö óeiröir þær, sem veriö hafa I landinu undanfarna niu mánuöi, heföu beinst gegn sér persónulega. Aö minnsta kosti 30 manns hafa fallið i þessum óeirö- um. Hefur Begin skipt um skoðun? Jerúsalem, 10. ágúst, Reuter. Begin forsætisráðherra tsraels sagöi i dag, aö hann færi til fund- ar viö Carter og Sadat i næsta mánuöi staöráöinn i aö ná árangri i viðræðum viö þá. Hann sagöi, aö ráöuneyti sitt mundi ræöa itar- lega alla þætti deilumála tsraela og Egypta áöur en hann færi vest- ur um haf. Er þetta tekið sem vísbending um, aö einhver nýr samkomulagsgrundvöllur sé nú til aö byggja á. Begin sagði, aö stefna sin væri enn, aö Jsraels- menn heföu herliö á Gazasvæöinu og vesturbakka Jórdan (1 Samareu og Júdeu), og heföu leyfi til aö setjast þar aö, en Palestinumenn fengju þar tak- markaöa sjálfstjórn. Da Gosta myndar stjóm í Portúgal Lissabon, 10. ágúst, Reuter.Hinn ný-útnefndi forsætisráöherra Portúgals, Alfredo Nobre da Costa hóf I dag tilraunir sinar til stjórnarmyndunar. Hægri sinnar I landinu hafa lýst stuðningi viö hann, en vinstri flokkarnir eru hikandi i afstööu sinni. Nobre da Costa ræddi I tvær klukkustundir viö Eanes forseta i dag. Eftir fundinn sagöi hann, aö helsta verkefni sitt yröi aö fást viö efnahagsvanda Portúgala og standa vörö um lýöræöiö i land- inu. Hann kvaöst mundu vinna aö þvi aö framleiösla ykist og hann vildi halda góöri samvinnu viö verkalýöshreyfinguna. Leiötoga Sósialistaflokksins, Mario Soares var vikiö úr embætti forsætisráöherra eftir aö stuðningsflokkur hans i rikis- stjórninni dró ráöherra sina út úr stjórninni efitr deilur um yfirráö yfir landi og heilbrigöismál. Kommúnistar hafa lýst óánægju sinni meö útnefningu Nobre da Costa, en Soares hefur ekki ennþá gert upp viö sig hvort hann styður stjórn hans. Enska kirkjan klofin í afstöðu til kvenpresta Kantaraborg, lO.ágúst, Reuter. 440 biskupar ensku kirkjunnar eru nú staddir á Lambethráö- stefnunni, sem er helsta sam- koma ensku kirkjunnar. Meöal þess sem þar er rætt er hvort vigja skuli konur til prests- þjónustu i ensku kirkjunni. Þeir náöu samkomulagi um mála- miölun, þar sem segir, aö kirkju- leiötogar i hverju landi skuli ákveöa hvort konur skuli vigöar til preststarfa. í ensku kirkjunni eru nú 65 milljónir manna i mörgum löndum. Lambethráöstefnan er haldin tiunda hvert ár. Deilan um kvenpresta hefur valdiö talsveröum klofningi i kirkjunni. 1 Bandarikjunum, Kanada, Hong Kong, Astraliu, Nýja Sjálandi og á Indlandi hafa konur veriö vigöar eöa mælt meö vigslu þeirra. Þetta klauf þó kirkjuna i Bandarikjunum. Engisprettuplágan þjakar mannkyn enn á ný Engisprettur eru enn á ný orönar ein hættulegasta plága, sem mannkyniö þjakar. Þær hafa á undanförnum vikum far- iö eins og eldur I sinu um Afrikuhorniö, Sómaliu og Ethlópiu. 67 engisprettusveipar aö minnsta kosti hafa fariö yfir þessi lönd i sumar og áætlaö er, aö fjórir milljaröar engispretta séu á feröinni hverju sinni. I Bandarikjunum hefur náinn ættingi engispretta valdiö miklu tjóni á uppskeru I Dakota, Nebraska, Kansas og Missouri. Þetta er versti faraldur af þessu tagi i Bandarikjunum i 20 ár. En þaö er fleira sem angrar bændur I Bandarikjunum. Maurar og margs konar skor- dýr hafa valdiö spjöllum á gróöri viös vegar um landiö. Stafar þetta fyrst og fremst af dýrum hafa verið bönnuö og er þvi, aö mörg eiturefni, sem not- nú veriö að súpa seyðið af bar- uö hafa verið til varnar skor- áttu náttúruverndarmanna á þessu sviöi. Malaria hefur aftur skotið upp kollinum viöa um heim, og er - Baráttan gegn skordýrum ber lítinn árangur eftir að hætt var að nota ýmis eiturefni til útrýmingar langtum erfiðari viöfangs en áö- ur. A Indlandi voru 100 milljónir malariusjúklinga áriö 1952, en komust niöur i 60.000 tiu árum siðar. Nú eru 6 milljónir mala- riusjúklinga á Indlandi. Það er þó fleira, en bann viö notkun eiturefna til aö útrýma skordýrum, sem veldur fjölgun skordýranna.Breytingar á veðurfari og gróöri hafa sitt aö segja. Eftir mikla þurrka undanfarin ár hefur mikiö rignt i sumar viöa á svæöinu noröan viö miöbaug. Rakinn og aukinn gróöur hefur ýtt undir fjölgun skordýranna. Engisprettur eru svo frjósam- ar aö sé ekki drepiö a.m.k. 90 af hundraði þeirra heldur þeim áfram aö fjölga. Þær eta allt sem hefur I sér tréni, sellulósa, og trjágreinar brotna undan þunga þeirra, og menn hafa horft á þær éta á augabragöi sköft á hrifum og girðingar- stólpa. (Úr Washington Post)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.